Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR-18. janúar 1984 Hver er skoðun þín á útburðarmál- inu? Katla Gylfadóttir: Ég hef ekki fylgst neitt meö þessu máli og veit ekkert hvaö er að gerast í því. Sigríður Guðnadóttir: I raun og veru finnst mér þaö hart aö fólk skuli boriö út úr eigin húseign, en hins vegar veit ég ekki hvaöa misklíð það var sem kom upp á milli fólksins. Kristín Pálsdóttir: Mér finnst þetta ekki mannlegt, þetta tilheyrir ekki okkar menningu. Að vísu þekki ég ntálið ekki í smáat- riðum. Axel Bragason: Maður veit ekki hverju maður á að trúa í þessu máli og ég þori ekki að leggja dóm á málið. Samt finnst mér dóm- urinn heldur harkalegur. Jóhann Samúelsson: Það er hálfpartinn rétt og hálf- partinn vitlaust að dæma fólk- ið út. „Ekki bófa- hasar og James Bond stælar“ - heldur fyrirbyggjandi öryggisgæsla, segir Hörður Karlsson, starfsmaður Securitas á Akureyri „Ég var nú svo óheppinn að lenda á bíl númer 07 og bæði vegna þess og svo hins, að margir halda að þetta sé eitt- hvert hasarstarf, hafa gárung- arnir talað um James Bond- stæla í kringum þetta. Það er nú hins vegar öðru nær,“ segir Hörður Karlsson, starfsmaður Securitas á Akureyri, og hlær við, en hann er í viðtali dagsins að þessu sinni. Hörður er 26 ára, fæddur í Mosfellssveit en flutti til Akureyrar fyrir 13 árum. Eftir gagnfræðapróf vann hann hjá Hafnarbúðinni við útkeyrslu, fór síðan í flug- virkjanám í Oklahoma, fékk ekki starf við þá grein, vann í Landsbankanum í á 3. ár, en hóf síðan störf fyrir Securitas með aðsetur á Akureyri um miðjan maí í fyrra. „Eg hafði svona heyrt út undan mér að hér í bæ væri einhver áhugi á að fá mannaða vakt- gæsiu, eins og Securitas býður upp á. Ég fór að kanna málið og sá fljótlega að ef þetta ætti að vera af einhverju viti þýddi ekk- ert að vera með einhverjar til- raunir. Ég setti mig í samband við Securitas í Reykjavík og niðurstaðan varð sú að ég fór af stað með þetta undir þeirra merki hér.“ Securitas er komið úr latínu að sögn Harðar og þýðir öryggi. Fyrirtæki með þessu nafni starfa víðs vegar um heiminn, en í einkaeign á hverjum stað. Sam- starf er hins vegar töluvert milli þeirra sem að þessu starfa. Hörð- ur sagðist vera í fullu starfi við þetta en hefði auk þess tvo menn í hlutastarfi. En í hverju er þetta starf fólgið? „Þetta er fyrst og fremst mönn- uð vakt- og öryggisgæsla með fyrirbyggjandi ráðstafanir í huga. Við höfum það fram yfir örugg- iskerfi af ýmsum tegundum, þó ég sé ekki að gera lítið úr þeim, því við flytjum slík kerfi m.a. inn, að við eigum möguleika á því að koma í veg fyrir skaða. Öryggiskerfi láta oftast ekki vita fyrr en töluverður skaði er orðinn. Nú er verið að koma upp stjórnstöð fyrir öryggiskerfi í Reykjavík, sem bæta mjög úr. Vinnutíminn er svona frá klukkan átta á kvöldin og fram undir morgun, 10 tíma vaktir. Við keyrum á milli þessara fyrir- tækja sem kaupa okkar þjónustu, förum inn í þau og könnum að- stæður með tilliti til eldsvoða, vatnsskaða og yfirleitt hvers þess sem valdið getur tjóni. Þjófaeftir- lit kemur af sjálfu sér, ef svo má segja, en það er ekki endilega rauði þráðurinn í þessu og það er ekki þessi James Bond-stæll og bófahasar á þessu sem margir vilja halda. Margir halda að þetta sé einhver hasar, e.t.v. vegna þess að við erum einkennis- klæddir og á merktum bíl og tækjum, en við keyptum nýlega vélsleða til að komast á milli í ófærð. Menn vírðast gera sér svolítið reyfarakenndar hug- myndir um þetta og telja að þetta sé einhvers konar löggæsla einka- spæjara. Hins vegar má geta þess að við störfum í mjög góðu samstarfi Hörður Karlsson. við lögregluna og höfum reynt að aðstoða þá við mál sem koma upp, því við erum á ferðinni alla nóttina og verðum mikið varir við þá sem eru á ferðinni. Það hefur oft verið leitað til okkar vegna þessa.“ „Hvernig hefur þessi þjónusta mælst fyrir?“ „Ég hef ástæðu til að ætla að þennan tíma sem við erum búnir að vera hér með þetta hefi þetta komið vel út og menn séu ánægð- ir. Nú er svo komið að við vökt- um 20 staði í bænum og gæslan er með ýmsum hætti, allt frá því að líta á staðinn að utan og upp í það að fara eftirlitsferðir um hvern krók og kima nokkrum sinnum á nóttu. Kostnaðurinn við þessa gæslu er því mjög mis- munandi og erfitt að nefna neinar tölur. Þegar við tökum þetta að okkur förum við á staðinn og könnum aðstæður og gerum tilboð. Frá því við byrjuðum á þessu hefur starfsemin hér verið að smáaukast." „Geturðu nefnt okkur dæmi um að þessi þjónusta hér hafi komið í veg fyrir tjón?“ „Ég tel mig hafa komið í veg fyrir stórkostlegt vatnstjón í eitt skipti og einnig í veg fyrir innbrot, en ef ég verð var við eitt- hvað slíkt læt ég lögregluna um- svifalaust vita. Ég gæti sagt frá ýmsum dæmum, en þar sem ég á erfitt með að nefna stað og stund hefur það ekki neinn sérstakan tilgang. Þá er ég ekki í vafa um það, að það eitt að staðirnir sem við vöktum eru merktir, bægir þeim frá sem eru í ólöglegum er- indagerðum. Þess má að lokum geta, að tryggingafélögin hafa metið fyrirtækjum það til lækk- unar á iðgjöldum ef þau eru með öryggisgæslu frá Securitas," sagði Hörður að lokum. Þess má geta að einstaklingar geta notfært sér þessa fyrirbyggj- andi öryggisgæslu t.d. ef þeir þurfa að yfirgefa hús sín um ein- hvern tíma, s.s. vegna ferðalaga. hs. Eru ríkis- og bæjar- starfsmenn fatlaðir? Ríkisstarfsmaður hringdi: I framhaldi af ósk konu hér í þessum þætti, um að bílastæði verði merkt sérstaklega fyrir fatl- aða, þá vil ég benda á að yfirvöld ættu sem fyrst að merkja bíla- stæði fyrir fatlaða fyrir framan öll bæjar- og ríkisfyrirtæki í bænum. Allir þeir sem þekkja til þess- ara mála vita að starfsfólkið legg- ur nær undantekningarlaust fyrir framan aðaldyr viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis, en kúnnarnir verða að leggja langt frá vegna skorts á bílastæðum. Ókunnugir gætu þess vegna hald- ið að starfsmenn ríkis og bæjar væru allir fatlaðir, því þeir vilja fæstir leggja það á sig að ganga nokkrum metrunum lengra þann- ig að viðskiptavinirnir geti notað stæðin. Fyrir nokkru var einnig bent á þetta sama atriði varðandi Leikfélag Akureyrar og forráða- menn brugðust skjótt við þar og sögðu sínu fólki að leggja fjær leikhúsinu. Vonandi gera stjórn- endur fyrirtækja og stofnana slíkt hið sama. Miklu dýrara hjá fógeta Bæjarbúi hringdi: Mig langar til þess að fá svar við því hvers vegna það er meira en helmingi dýrara að fá veðbókar- vottorð hjá bæj arfógetaembætt- inu á Akureyri en vottorð um brunamat hjá Brunabótafélagi íslands. Ég þurfti að verða mér úti um þessi vottorð á dögunum og kost- aði vottorðið hjá fógeta 70 krón- ur en hitt ekki nema 30 krónur. Samt er jafn mikil vinna við að afgreiða bæði þessi vottorð. Hvað veldur þessu?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.