Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 5
18. janúar 1984 - DAGUR - 5 Fasteignagjöld lækka ekki en: Holræsagjöld lækka í Ólafsfirði Fasteignaskattur lækkar ekki í Ólafsfirði eins og í mörgum öörum byggöariögum. I stað þess hefur bæjarstjórnin ákveöið að lækka holræsagjöld úr 0.16% í 0.10% sem að sögn bæjarstjóra veldur svipaðri krónutölulækkun og ef álög á fasteignaskatti væru lækkuð úr 25% í 12.5%. Á bæjarstjórnarfundi í Ólafs- firði þar sem þessi mál voru til umræðu, lagði bæjarstjóri til að þessi leið yrði farin. Skýrði bæjarstjóri frá því á fundinum hvernig álagningu fasteignaskatts væri háttað á Akureyri og Dalvík, en á Akureyri hefði álag- ið verið lækkað úr 25% í 12.5% en Dalvíkingar og Siglfirðingar hefðu ákveðið óbreytt álag. Tillaga bæjarstjóra um Iækkun holræsagjalds var samþykkt á bæjarráðsfundinum og var jafn- framt ákveðið að gjalddagar skyldu verða fimm eins og verið hefur og þeir sömu og á fyrir- framinnheimtu útsvara. - ESE. Frá kjörbúðum KEA Vel verkaður Þorrablót Öxndælinga fyrr og nú, verður haldið í Hlíðar- bæ laugardaginn 28. janúar og hefst kl. 20.30. Þorramatur á staðnum. Miðapantanir eru í símum 25058, 21657 og Þverá miðvikudag 25. og fimmtudag 26. janúar frá kl. 16.00-20.00. Nefndin. Bændur Sparið tíma - sparið peninga Hafið búvélarnar klárar þegar þið þurfið á þeim að halda. Rafeymasala Rafgeymaþjónusta Sönnak rafgeymar ísetning á staðnum Önnumst allar almennar bíla- og búvélaviðgerðir. Látið okkur yfir- fara tækin og bílinn Véladeild KEA, Búvélaverkstæðið, Óseyri 2, sími 23084. Takið eftir Félag aldraðra efnir til 3ja kvölda félagsvistar í Húsi aldraðra 19. janúar, 2. febrúar og 16. febrúar kl. 20.30. Góð verðlaun öll kvöldin, en heildarverðlaun flug- far fyrir tvo Akureyri-Reykjavík-Akureyri. Allir velkomnir. Nefndin. ..--------' Nú er það ódýrt! Vatteraðar barnasmekkbuxur Stærðir 86-116 - Verð kr. 295,- Barnasokkar frá kr. 25,- hvítir og mislitir. Eyfjörð Hjaiteyrargotu 4. sími 22275 Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Skíðanámskeiðin hefjast nk. mánudag. Innritun og upplýsingar í Skíðastöðum símar 22280 og 22930. ■'/áð/s/j /éó/ í? 'í y/ ? r //<' / Námskeið: Teiknun og málun fyrir börn og unglinga: 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni i viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni i viku. 4. fl. 10-11 ára. Tvisvar í viku. 5. fl. 12-13 ára. Tvisvar í viku. 6. fl. 13-14 ára. Tvisvar í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna: 1. fl. Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. 2. fi. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. 3. fl. Framhaldsnámskeið I. Tvisvar í viku. 4. fl. Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. 5. fl. Myndlistardeild. Tvisvar í viku. 6. fl. Myndlistardeild (framhald). Tvisvar í viku. Byggingarlist: 1. fl. Híbýiafræði. Tvisvar í viku. 2. fl. Byggingarlist og híbýlafræði. Tvisvar í viku. Grafík: 1. fl. Dúk- og trérista. Tvisvar í viku. 2. fl. Dúk- og trérista (framhald). Tvisvar í viku. Letrun: 1. fl. Skrift og leturgerð. Tvisvar í viku. 2. fl. Skrift og leturgerð (framhald). Tvisvar í viku. Listasaga: 1. fl. Listasaga. Einu sinni í viku. 2. fl. íslensk listasaga. Einu sinni í viku. Modelteiknun: 1. fl. Teiknað eftir lifandi fyrirmynd. Tvisvar í viku. 2. fl. Teiknað eftir lifandi fyrirmynd (framhald). Tvisvar í viku. Textíl: 1. fl. Myndvefnaður. Tvisvar í viku. 2. fl. Myndvefnaður (framhald). Tvisvar í viku. 3. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni í viku. 4. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni í viku. Innritun fer fram í skrifstofu skólans, Glerárgötu 34, alla virka daga kl. 10-12 og 13-18. Þeir sem ekki kom- ust að á haustönn vinsamlegast staðfesti umsókn sína. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Námskeiðsgjald má greiða í tvennu lagi. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.