Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -18. janúar 1984 Ólafur Rafn var næst spurður að því hvað tæki við eftir 17. febrúar. Hver fengi þá yfirráð yfir íbúð þeirra? - Við höldum umráðaréttin- um. Þessi stórkostlegi dómur Hæstaréttar kveður svo á um. Fyrri hluti setningarinnar hljóðar svo: „Dómþolar halda umráðum yfir íbúðinni“, þannig að það má vera ljóst fyrir þá sem skilja mælt mál að það er ekki hægt að svipta okkur umráðunum en svo kemur þessi dýrlegi botn: „en mega ekki búa í henni“. Þarna er bókstaf- lega um að ræða ofsóknir á hend- ur einstaklingum af æðstu dóm- stólum landsins. Petta eru stór orð og þung en hér er fjölskylda sem hefur mátt þjást hátt á átt- unda ár, sagði Ólafur Rafn. Blaðamaður Dags spurði Ólaf Rafn næst að því hvort það hefði aldrei hvarflað að fjölskyldunni að flytja öll þessi átta ár? - Nei við ákváðum strax að leita réttar okkar og fyrir það hefur okkur verið refsað á þenn- an stórkostlega hátt. - Þýðir þetta að þið hafið tap- að málinu? spurði blaðamaður Dags þá. - Nei, þetta er bara einn áfangi í baráttu okkar og við munum sigra. - ESE. Blaðamaður Dags ræðir við Ólaf Rafn Jónsson eftir að „réttarsátt“ hafði tekist. - Okkar málstaður hefur hing- að til vérið kaffærður í rógburði og siðlausum lögregluskýrslum án þess að raunverulegar máls- ástæður hafi komið fram. Petta er ólöglegt húsnæði að öllu leyti, gert með vitund, stuðningi og samþykki fógetaembættisins, sagði Ólafur Rafn en þegar hér var komið sögu greip Friðrik Magnússon, lögfræðingur ogfiöl- skylduvinur fram í og bað Ölaf Rafn um að gá að sér með „þenn- an fyrirlestur“. - Nei ég geri það ekki, sagði Ólafur Rafn, - ég er búinn að fá nóg. Blaðamaður Dags spurði Ólaf Rafn hvort hann áfelldist lög- reglumennina sem kallaðir voru til að framkvæma útburðirin, en Ólafur hafði fyrr um morguninn sent þeim tóninn og sagt þeim að fara norður og niður. - Ég áfellist fyrst og fremst, sagði Ólafur Rafn, - fógeta- embættið hér fyrir að hafa stuðl- að að því á sínum tíma að við fengum óafvitandi ólögmætt húsnæði. Við áfellumst bygginga- fulltrúaembættið fyrir frammi- stöðu þess. Við höfum verið að berjast við í átta ár að gera ónýta eign íbúðarhæfa og þeir sem mest Mynd: KGA. hafa staðið gegn því eru fógeta- Við miinum sigra - sagði Ólafur Rafn á óformlegum blaðamannafundi eftir að hann og eiginkona hans höfðu fallist á sáttatillögu fógetaembættisins, en þau hyggjast flytja inn aftur og láta reyna á dóm Hæstaréttar. - Það er engin niðurstaða í þessu máli, önnur en sú að við höfum samþykkt að flytja úr húsnæðinu fyrir 17. febrúar nk. Við féllumst á þetta til að hlífa börnunum því við héldum satt að segja fram á síðustu stundu að það yrði hægt að koma vitinu fyrir fógeta- embættið. Það virðist hins veg- ar alveg tilgangslaust og við munum því flytja í annað hús- næði til bráðabirgða og láta síðan reyna á dóminn með því að flytja hingað aftur. Eg sé ekki að neinn geti meinað okk- ur það. Slíkt væri algert mann- réttindabrot. Þetta sagði Ólafur Rafn Jóns- son í upphafi óformlegs blaða- mannafundar sem haldinn var í íbúðinni á neðri hæð Þingvalla- strætis 22. fbúðinni sem Hæstirétt- ur hefur úrskurðað að fjölskyld- an þurfi að rýma en hinn óform- legi blaðamannafundur var hald- inn eftir að Ólafur Rafn og Dan- iella eiginkona hans höfðu fallist á sáttatilboð Sigurðar Eiríks- sonar, fulltrúa bæjarfógeta. - Ég ætla að þakka öllum sem hingað komu, vinum, stuðnings- mönnum og blaðamönnum fyrir að hafa komið hingað á vettvang, sagði Ólafur Rafn. embættið með aðstoð bygginga- fulltrúa. Við áfellumst líka lög- menn fyrir að bregðast því hlut- verki sínu að draga fram að þetta húsnæði var ólögmætt. Gríma Guðmundsdóttir getur ekki sann- að að þetta sé löglega byggt né heldur að hún sé hér eigandi að einu eða neinu. Ég lýsi sekt og ábyrgð í þessu máli á hendur fógetaembættinu og lögmönnum. Fulltrúi bæjarfógetans hcimsótti íbúana í Þingvallastræti tvívegis í gær. í seinna skiptið með fjárnámskröfu upp á um 45 þúsund krónur vegna ógreidds málskostnaðar. Þessi mynd er frá fyrri heimsókninni og er tekin þegar Ólafur Rafn neitar að hleypa Sigurði Eiríkssyni, fulltrúa, og Ólafi Ásgeirssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni inn í luisið. Situr ekki /■ i óskiptu búi „Það er ekki rétt sem fram kom í Degi sl. föstudag að móðir okkar sitji í óskiptu búi,“ sagði Örn Smári Arn- aldsson, um það sem haft var eftir Óíafi Rafni Jónssyni og Danielle Somers, varðandi það að Gríma Guðmundsdóttir væri e.t.v. ekki réttur aðili að útburðarmálinu. • „Gengið var frá búskiptum strax eftir lát föður okkar árið 1973. Þá var gengið frá skiptum við alla erfingja. Skiptaráðandi hjá fógetaembættinu gekk frá því á sínum tíma. Þetta er til skjalfest hjá bæjarfógetaembætt- inu á Akureyri.“ Örn Smári bætti því við að sér þætti í hæsta máta ósmekklegt að bendla alls óskyldum málum lát- ins fólks inn í útburðarmálið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.