Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR -18. janúar 1984 Gönqugatan góð jólagjöf Við sem byggjum þennan bæ Ak- ureyri, fengum ákaflega kær- komna jólagjöf frá bænum okkar. Par á ég við göngugötuna í miðbænum. Gatan hefur ekki einungis lilotið lof okkar er hér búum, hún hefur einnig fengið góða umsögn aökomumanns, er kom á heimili mitt á gamlársdag. Sá maöur hefur veriö á farskipum um áraraðir, siglt bæði í vestur- veg og austurveg til margra landa og séð margar borgir, en ummæli hans um göngugötuna okkar voru á þann veg, að við megum vera stolt af. Hann sagðist hvergi hafa séð svona skemmtilega og vel gerða götu á sínum ferðum og dáðist mjög að, hversu vel hefði til tekist um gerð hennar. Þessi ummæli aðkomumanns eru ánægjuleg og þar með hvatning til okkar að ganga vel um hellu- lagða og upphitaða götuna í mið- bænum. Óneitanlega er nokkur kvíði í mér um að út af því kunni að verða brugðið. Rétt fyrir jólin var ég á gangi fram hjá símaklef- anum. Par var ég næstum búin að ganga á flösku allstóra er lá þar brotin í hrúgu og stóðu allhvassir oddar beint í loft upp. Ef barn hefði dottið á brotin er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Gat- an er ekki búin að vera snjólaus í marga daga, en hefur þegar kom- ist í kynni við umgengnisvenjur vegfarenda sinna. Hvernig verð- ur framtíð hennar með blóma- kerjum og fleiru, sem hún kann að verða skreytt með til augna- yndis vegfarendum, gestum jafnt sem heimamönnum. Danshúsið við götuna á þar ekki heima lengur. Koma verður í veg fyrir rúðubrot við götuna með aukinni löggæslu að miklum mun svo allt það sem þarna hefur verið gert, verði ekki eyðileggingu að bráð. Kenna þarf skólaæskunni um- gengni á slíkum stöðum og raun- ar víðar. Mætti ek.ki fella það inn í námsefnið í skóiunum eða taka það í námskeiðaformi á vorin. Samhent verðum við að vera um að eiga þessa jólagjöf okkar sem lengst óskemmda. Köstum ekki rusli né flöskubrotum á götuna. Varðveitum hana frá öllu óæski- legu utanaðkomandi hirðuleysi. Ef við megnum að uppfylla þessa ósk verður hún til hins mesta sóma og hinn ákjósanlegasti staður til útivistar á góðviðris- dögum komandi tíma. Laufey Tryggvadóttir. Nýtt í Sunnuhlíð Grillaðir kjúklingar beint úr ofninum fimmtudag, föstudag og laugardag. Kynningarverð * Ennfremur verða kynntar Fransman kartöfluflögur á föstudag kl. 2-6 e.h. Kynningarverð Kjörbúð KEA Sunnuhlíð Úr sýningu LA á „My fair Lady“. 40. sýning á „My fair Lady“ um helgina Eftirsóttasta dama landsins í vetur er greinilega blómasölu- stúlkan Elísa, „My fair Lady“, sem rúmlega 8 þúsund leikhús- gestir hafa þegar séð hjá Leik- félagi Akureyrar. Um helgina eru 39. og 40. sýning á þessum vinsæla söngleik, föstudaginn 20. ian og laugardaginn 21. jan. kl. 20.30. í söngleiknum My fair Lady túlka um 50 manns sögu Elísu með leik, söng, dansi og hljóð- færaleik. Pórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði og samdi dansana, Roar Kvam stjórnar tónlistinni, Jón Þórisson gerði hina marg- slungnu leikmynd og sem dæmi um umfang búninganna, sem Una Collins hannaði, má nefna að í sýningunni eru notaðir 130 búningar og 92 pör af skóm. Aðalleikararnir í sýningunni eru fengnir að láni hjá Þjóðleik- húsinu, þau Arnar Jónsson, sem leikur Henry Higgins prófessor í málvísindum og Ragnheiður Steindórsdóttir í gervi blóma- sölustúlkunnar Elísu. Önnur mikilvæg hlutverk eru í höndum Þráins Karlssonar, Marinós Þor- steinssonar, Gests E. Jónas- sonar, Þóreyjar Aðalsteinsdótt- ur, Sunnu Borg og Theodórs Júl- íussonar. Margir hafa hrifist af hópatrið- unum í sýningunni, þar sem með- limir Passíukórsins syngja og leika og dansarar frá Jazzballett- skóla Alice dansa. 15 manna hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri leikur undir. Nú fer sýningum á hinni vin- sælu My fair Lady að fækka, en enn er sýnt fyrir fullu húsi. Flest- ar hafa sýningar hjá LA í Sam- komuhúsinu orðið 25 til þessa. Frá Menntaskólanum á Akureyri ÖLDUNGADEILD Innritun nemenda í öldungadeild vorönn 1984 verður til 25. janúar. Innritunargjald er 1.700 krónur. Skrifstofa skólans er opin 8-12 og 13-15 virka daga. Skólameistari. Ökukennarar Norðurlandi Kynningarfundur um nýja reglugerð fyrir öku- kennslu, próf o.fl., ásamt námskrá fyrir öku- kennslu og nýja próftilhögun (krossapróf), verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri laugardaginn 21. þ.m. og hefst kl. 13.30. Fulitrúar frá Dómsmálaráðuneytinu, Bifreiðaeftir- liti ríkisins og Ökukennarafélagi íslands leiðbeina á fundinum. Ökukennarafélag íslands. kemur út þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.