Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 12
MfflR ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Kvótaskipting miðuð við veiðar þriggja sl. ára: „Getur þýtt atvinnuleysi“ - segir atvinnumálanefnd Ólafsfjarðar Fyrirhuguð kvótaskipting í þorskveiðum á þessu ári var rædd á fundi atvinnumála- nefndar Ólafsfjarðar fyrir skömmu og þar kom fram, að verði miðað við meðalafla síð- ast liðinna þriggja ára, sem hafa verið samdráttarár í veið- um Ólafsfirðinga, muni það skerða útgerðarmöguleika verulega og valda verulegu atvinnuleysi á staðnum. Atvinnumálanefnd Ólafsfjarð- ar hélt fund með hagsmunaaðil- um í fiskveiðum og vinnslu og hefur sjávarútvegsráðherra og þingmönnum kjördæmisins, ásamt flokksformönnum, verið send ályktun þar sem segir, að vegna óhagstæðra lífsskilyrða í sjónum fyrir Norðurlandi sl. 6 ár og sér í lagi sl. 3 ár, sem komið hafi fram í síminnkandi afla, sé varað alvarlega við því að aflatöl- ur síðustu 3ja ára verði eingöngu notaðar til viðmiðunar við skipt- ingu aflakvóta milli skipa og báta, sem gerð eru út frá Ólafs- firði. Þá segir í bókun fundarins: „Á Ólafsfirði búa um 1200 manns og fá eða engin byggðarlög eru jafnháð bolfiskveiðum og vinnslu. Það er því ljóst að skert- ir möguleikar útgerðar í Ólafs- firði munu valda verulegu atvinnuleysi á staðnum." í þeim umræðum sem verið hafa um kvótaskiptinguna hefur verið um það rætt að miða við sl. 3 ár, en taka tillit til sérstakra að- stæðna. Hvort aðstæður Ólafs- firðinga verði taldar sérstæðar í þessu tilliti er enn óvíst, en ef að líkum lætur gildir þessi aflasam- dráttur um allt Norðurland - og raunar um allt land. Það verður því ekki vandalaust að skipta svo að allir verði ánægðir. hs. Alþýðubankinn fær ekki útibúsleyfi í bráð: „Bíð eftir niðurstöðum bankamála- nefndarinnar" - segir viðskiptaráoherra - Ég hef ekkert leyfi gefið og mun ekki gera fyrr en banka- málanefnd hefur skilað áliti sínu, sagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra í samtali við Dag er hann var spurður hvað leyfisveitingu til handa Alþýðubankanum um opnun útibús á Akureyri liði. Matthías sagði að hann ætti von á að bankamálanefnd skilaði fljótlega áliti en nefndin hefur sem kunnugt er unnið að þvi undanfarin ár að endurskoða bankakerfið. Meðal þeirra ný- mæla sem bankamálanefnd mun leggja til er að bankamál heyri í framtíðinni undir einn ráðherra, viðskiptaráðherra í stað þess að í dag fara þrír ráðherrar með mál- efni bankanna, þ.e. viðskiptaráð- herra, landbúnaðarráðherra og iðnaðarráðherra. - Það hefur verið mikið rætt og ritað um fjölda banka og bankaútibúa, m.a. á Alþingi og hefur flestum sýnst sem svo að það sé nóg komið af bönkum. Það væri því ábyrgðarleysi af mér að veita einstökum bönkum leyfi fyrir útibúi nú, rétt áður en bankamálanefndin skilar áliti. Ég vil fyrst heyra hvaða framtíðar- músík hún leggur til að spiluð verði áður en ég gef nokkur leyfi, sagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. - Ég neita því ekki að við erum orðnir óþolinmóðir þó bið- lundin sé í sjálfu sér ekki þrotin, sagði Benedikt Davíðsson, formaður Alþýðubankans í sam- tali við Dag. - Við höfum þrýst á eftir okk- ar málum af fremsta ntegni og m.a. rætt margoft við ráðherra að undanförnu. Ætli við heyrum ekki aftur í hinum fljótlega, sagði Benedikt Davíðsson. Af framansögðu má vera Ijóst að útibú Alþýðubankans á Akur- eyri verður ekki opnað fyrst um sinn. - ESE. Nú þokast vísir hitamælisins uppávið, eftir langvarandi þunglyndiskast. Þessi mynd er tekin á mánudaginn, þegar sjórinn bjó til platþoku fyrir Akureyringa og gekk svo langt að Brekku-búar týndu Eyrinni. Mynd: KGA. Þarf mikið frost - til að Pollinn leggi á þessum árstíma „Hvernig í ósköpunum stend- ur á því, að þrátt fyrir stans- lausar frosthörkur dag eftir dag þá leggur Pollinn ekki?“ spurði „gamall Innbæingur“, sem hafði samband við blaðið á mánudaginn. Hann sagðist muna ísilagðan Pollinn svo vikum skipti, þannig að hægt var að ganga allt yfir í Vaðla- heiði og með landi langt út fyrir Tanga. Slíkt hefði ekki komið fyrir í áratugi. Við leit- uðum svara hjá Helga Hall- grímssyni, náttúrufræðingi. „Á þessum árstíma þarf lang- varandi frosthörkur til að Pollinn leggi,“ sagði Helgi. „Ástæðan er sú, að ferskvatnið er orðið það kalt og þungt, að það sekkur í sjóinn. Yfirborðið á Pollinum er því sjór og ef hann er hreinn leggur hann ekki fyrr en eftir langvarandi kulda. Hins vegar þarf oft lítið til að Pollinn leggi í frosthörkum fyrri part vetrar, því þá er ferskvatnið heitara en sjórinn og flýtur því ofan á. Svip- að ástand skapast aftur þegar líða tekur á vetur, þegar kemur fram í febrúar, mars. Þá er sjórinn orðinn það kaldur og um leið þungur, að ferska vatnið fer aftur að fljóta. Þar með eru meiri líkur á að Pollinn leggi í löngum frost- hörkum,“ sagði Helgi. Hann gat þess jafnframt, að fleiri ástæður gætu legið til, en hann taldi ekk- ert benda til þess að meðalhitinn í Pollinum hefði hækkað, þó hita- stigið gæti verið eitthvað sveiflu- kennt. Veður „Það dregur ekki úr frostinu hjá ykkur næsta sólarhringinn, en seinni partinn á föstudag fer að hlýna,“ sagði veðurfræð- ingur á Veðurstofunni í morgun og vonandi verð- ur hann sannspár. Hann sagði einnig að á Norðurlandi yrði hæg breytileg átt næsta sólar- hring en á föstudagseft- irmiðdag gengur hann í sunnan og suðvestanátt. • Flytur Albert? Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra hefur lýst því yfir að ef honum verði gert að greiða sekt fyrir að halda hund í Reykjavík eins og hann hefur verið kærður fyrir þá muni hann flytja úr höfuð- borginni með hundinn og þá jafnvel til útlanda. Nú er ekki vitað hvaða möguleika yfir- völd þau sem hafa kæru Rafns Jónssonar frétta- manns Útvarpsins á hendur Albert hafa á því að taka öðru vísi á kærunni á hendur Al- bert en öðrum kærum sem borist hafa. Fólk hefur nefni- lega þurft að sitja í fangelsi vegna sams konar kæru og greiða sektir. # Flugið truflar Rafn Jónsson hefur lýst því yfir að það hafi verið borgara- leg skylda sín að kæra Albert, hann hafi lýst því yfir í útvarpi að hann væri lög- brjótur og það sé ekki hægt að láta þar við sitja. En okkur grunar að Rafn sé einnig að „hefna sín“ dálftið. Þannig er nefnilega mál með vexti að tíkin „Lucy“ sem Albert á og gerir aldrei neinum neitt fer aldrei í taugarnar á nokkrum manni og fer reyndar aldrei af lóð Alberts að sögn hans, virðist þola illa flugumferð að næturlagi. En því miður býr Albert í næsta nágrenni við Reykjavíkurflugvöll # Rafn er flugmaður Albert mun nokkuð oft hafa hringt í flugmálayfirvöld að næturlagi þegar svefnfrið „Lucy“ hefur verið raskað og kvartað sáran undan ónæð- inu og jafnvel krafist þess að „Lucy“ fengi að sofa óáreitt fyrir flugi að næturiagi. Rafn Jónsson er flugmaður og hver veit nema þar sé skýr- ingin komin? Landsmenn bíða hins vegar spenntir eftir niðurstöðum. Flytur Albert á Seltjarnarnesið, flytur hann til útlanda? Flytur hann eitt- hvað af búslóð sinni í „ríkis- kassanum"? Það ætti að vera hægt eftir yfirlýsingar Alberts, sem sagði í útvarpi á nýársnótt að kassinn væri galtómur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.