Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 20. janúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRfKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Til sóknar Atvinnuleysi hefur gert vart við sig á undanfömum árum um nær allt land. Einna fyrst gerði þessi ófögnuður vart við sig á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu fyrir um 3 árum, en á höfuðborgar- svæðinu hefur ekki verið af- gerandi atvinnuleysi fyrr en á síðustu mánuðum. Atvinnuleysisskráningin hefur vaxið stig af stigi á Ak- ureyri undanfarin 3 ár og samdráttur í ýmsum atvinnugreinum gerði jahi- vel vart við sig fyrr. Þannig fjölgaði atvinnuleysisdögum milli áranna 1982 og 1983 um hvorki meira né minna en 70.7% og fleiri byggðar- lög á Norðurlandi hafa svip- aða sögu að segja. Þetta kemur glöggt fram þegar búsetuþróun á Norðurlandi er skoðuð, því íbúafjölgun í fjórðungnum var langt undir landsmeðal- tali á árunum 1981 og 1982. Þannig var fólksfjölgunin á Norðurlandi vestra aðeins 75% af landsmeðaltali árið 1981 og 26.7% árið eftir. Á Norðurlandi eystra var ástandið ekki betra, þar sem fjölgunin var 58.3% af lands- meðaltali 1981 og 53.3% árið eftir. Því miður bendir allt til þess að enn hafi sigið á ógæfuhliðina á síðastliðnu ári. Ástæðan fyrir þessari þróim er sú, að til Norður- lands flytja færri en fara þaðan. Þegar kreppir að á vinnumarkaðinum leitar fólk þangað sem atvinna er meiri og fjölbreyttari. Það er ekki nema eðlilegt. Flestir hafa farið „suður“ og „fólks- skiptajöfriuður" kaupstaða á Norðurlandi við höfuð- borgarsvæðið var neikvæður um 129 manns á árunum 1981 og 1982 og víst er að ný- liðið ár gerði þennan jöfnuð enn óhagstæðari fyrir Norð- lendinga. Og það sem er al- varlegast, það er unga fólkið sem fer og það er í mörgum tilfellum ungt fólk sem gengur um atvinnulaust. Þessi þróim kemur ekki með öllu á óvart, því þriggja til fjögurra ára mannaflaspár bentu til þess sem orðið er. Þetta kom $a.a. fram þegar gerð var iönþróunaráætlun fyrir Norðurland með æmum tilkostnaði. Sú áætlun hefur legið óhreyfð í skjalabunka kerfisins síðan. Annað er samkvæmt því. Það hefur mikið verið rætt og ritað um þörf á átaki í atvinnumálum, en lítið hefur verið um fram- kvæmdir. En nú er mál að linni. Sveitarfélög á Norðurlandi verða að marka stefnu í atvinnumálum, til sóknar, og vinna síðan samkvæmt henni. Þetta á sérstaklega við um Eyjafjarðarsvæðið, þar sem sveitarstjómimar verða að gera upp hug sinn, og sameinast um sókn í stórfelldri atvinnuuppbygg- ingu á næstu árum. — GS. Bjórkrá tíl mannbóta Að staldra við og líta til baka og fram á veginn. Hversu oft hefur maður ekki heyrt og lesið þessi orð um áramót? Ég ætla að gera það núna, en í stað þess að fara á hundavaði aftur á bak og áfram um alla skapaða hluti, ætla ég bara að halda mig við einn: Bjórinn. Eins og skrifað hefur verið um hann á árinu, varð ég fyrir von- brigðum, þegar ekki var minnst á hann í áramótaskaupinu. Getur verið, að þetta sé svo viðkvæmt mál, að ekki megi einu sinni gera grín að því? Manni er nær að halda það, fyrst ekki er fyrir löngu búið að lofa almenningi að segja álit sitt með þjóðar- atkvæðagreiðslu. Reyndar var það ekki pólitíska hliðin og hagsmunapotið að tjaldabaki, sem ég ætlaði að fjalla um, heldur þau áhrif, sem það myndi hafa á mannfólkið í þessu landi, ef bjórinn yrði leyfður og komið upp notalegum krám, að minnsta kosti einni fyrir hverja þúsund íbúa í þéttbýli og skilyrð- islaust einni í hverjum þéttbýlis- kjarna, sem er það stór, að maður er manns gaman. Nær er mér að halda, að þeir sem ráða ráðum okkar sauðsvarts almúgans á íslandi, hafi ekki kynnst lífi fólks í enskum þorpum. Pað tel ég mig hafa gert og fullyrði þess vegna, að mikið gætum við af því lært. Slík þorp eru mörg á stærð við kaupstaði á landsbyggðinni hér, en bragurinn er allur annar. íbúarnir eru nán- ari hver öðrum, þekkja vandamál hvers annars og vita líka, hvers vegna náunginn er kátari en endranær. Þessi tengsl myndast á kránni. Þangað koma allir annað slagið að sýna sig og sjá aðra, spyrja frétta, ræða málin, leita úrræða í vinahópi, fagna einhverju eða harma, eins og gengur. Það sem máli skiptir, er að fólkið gerir þetta saman, en ekki hver í sínu horni, kannski sitjandi yfir glasi af sterku, því ekki er völ á öðru. Á kránni fá sér allir bjór, það los- ar um málbeinin og stríðir vöðvar slakna. Athugum, hvað gerðist í með- alplássi á íslensku landsbyggðinni 1984, ef bjórinn yrði leyfður og notalegri krá komið á fót. Staðurinn væri sennilega sjávar- pláss og íbúarnir eitthvað milli 500 og 700. Þegar byrjunarörðugleikarnir væru liðnir hjá (öllum breyting- um fylgir óhjákvæmilega slíkt) og lífið aftur farið að ganga sinn vanagang, færu að skapast vissar venjur. Á vinalegum bjórkrám er börnum og hundum ekki bannaður aðgangur, þannig að hver sem væri, jafnvel húsmæður gætu hvenær sem þeim dytti í hug, skroppið út á krá að spjalla. Sú stétt er nefnilega sú einangr- aðasta sem til er, þegar börn eru á heimilinu og það hentar ekki alltaf að hlaupa í næsta hús og ryðja úr sér yfir kaffibolla. Gróusögur, illkvittinn tilbúning- ur um náungann og klíkuskapur ætti fljótlega erfitt uppdráttar, þegar manneskjur, sem áður gáfu hver annarri hornauga á götu, færu að kynnast og komast að raun um, að það sem einum finnst forkastanlegt, getur verið sjálfsagður hlutur við aðstæður annars. Þegar ég segi manneskj- ur, á ég bæði við karla og konur. Hætt er að vísu við, að hús- Snjólaug Bragadóttir skrifar mæður, þrátt fyrir breyttan tíðar- anda, ættu erfitt með að drífa sig fyrst í stað, af eigin hvötum. Gæti þeim ekki bara þótt betra að senda karla sína út á krá, í stað þess að sitja uppi með þá og kannski hóp af kunningjum þeirra líka, inni í stofu, misjafnlega á sig komna af viský og vodka? Til skamms tíma voru karlar einráðir á bjórkránum í ensku þorpunum, en það hefur breyst. Konur geta nefnilega líka fundið hjá sér hvöt til að ræða heims- vandamálin og atvinnuleysishorf- urnar, þó húsmæður í þeirra hópi séu sjaldan verkefnalausar. Ryk- ið á hillunum hleypur ekki burtu og það gera óhreinir diskar og gólf ekki heldur eina dagstund, þó kona leggi frá sér tusku og viðri í sér heilabúið með hressi- legum samræðum yfir krús eða tveimur af löglegum miði, sem alltaf má fá aftur. Páll Helgason sá smávaxinn mann ræða við annan hávaxinn og varð hann að keyra höfuðið á bak aftur til að sjá framan í viðmælandann. Vissulega vel ég skil ad viljigledi banna, upp ad horfa alltaf til allra sinna granna. Páll orti undir útvarpslestri Matthíasar Jóhannessens úr eigin „Ijóðum": Áður fyrr hér orti Matthías svo almenningur feginn las og skildi. Nú héryrkir annar Matthías svo enginn skilur, feginn þó hann vildi. Svona kveður Páll um flottræfil- inn: Lánum flott hann lifir á, lítt við drottinn smeykur. Lætur vott sinn víða sjá, veifar skotti keikur. í Heilsuhælinu í Hveragerði er reykingaherbergið kallað Syndin. Sækja þangað sumir inn. Þar syðra orti Alda Krist- jánsdóttir: Á Syndina er synd að langa, syndugir finnast þar. Á syndinni saman hanga syndugir aumingjar. Á Syndinni er synd að hanga, en syndina fyrst ég kaus. Svona er í synd að langa, af syndinni þreyjulaus. Þá kemur skrýtin vísa frá Bol- ungarvík, með vestfirsku orð- færi. Hún mun kveðin í fárviðri: Spandan er horfin, ó hjálpi mér guð og helvítis kaskeitið, nú er það stuð. Spandan og bíslagið, ónýtt það er og ekki er raskat að festa hjá mér. Þormóður Pálsson kvað, líklega til gamallar vinkonu: Pú ert orðin næstum nunna, nú er ekkert falt né laust fyrst þú þykist ennþá unna unnustanum frá í haust. Kristján Kristjánsson orti um Hnitbjörg Einars Jónssonar: Hnitbjörg vekja virðing mér, von um þrek og framann. Göfgi og speki hafa hér höndum tekið saman. Sveinbjörn Björnsson kvað: Láttu um hjalla og heiðarsýn hörpu gjalla Braga, blessuð fjalla - foldin mín frjáls um alla daga. Jóhann Ólafsson yrkir og telur almannaróm fara með ýkjur: Lífs um vegi lék égglatt, Iftt er þvegin slóðin. Petta eigi samt er satt sem að fleygir þjóðin. Pétur Jónsson, Reynihlíð kvað er ungur hreppstjórasonur var að taka við embættinu af föður sínum öldruðum. Slíkt tíðkast í sumum sveitum: Hreppstjórinn austur við ána ergamall nú um sinn, en hann er að byrja að blána blessaður vísirinn. Næsta vísa er ort af Norður- Þingeyingi sem gerðist þyrstur: Verður oft á yndi sjatn alvalds náð sem gefur. Langt er síðan lífsins vatn liðið um kok mér hefur. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Einhver var að hafa það í flimt- ingum að hitaveitustjórinn okk- ar væri tekinn að prýða nafn sitt með upphafsstafnum tvöföld- um, er hann undirritaði greinar sínar. Þá varð þessi vísa til: Hitastjórinn segir sex. Situr hann með penna. Eftir því sem vaffið vex virðist hægar renna. Fyrir duttlunga örlaganna urðu konur í meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar á næstliðnu hausti. Þótti sumum nóg um kvenna- veldið og staka fæddist: Konur efla alla dáð. Öllu vilja stjórna. Kannski ná hin köldu ráð körlunum að fórna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.