Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 9
20. janúar 1984 - DAGUR - 9 ffkkMm mÉEkm“ Menntaskólann á Akureyri í opinskáu opnuviðtali endur tækju allt það versta úr þessari frelsisbaráttu. Ég hafði í rauninni mikla samúð með þessari frelsisbar- áttu þá, eins og frelsisbaráttu alla tíð. En mér virtist þetta hins vegar vera orðin hálfgerð afskræming þegar hingað var komið. Og það sem verst var: Það var krafist valda en ábyrgð- inni var gleymt, að því er mér fannst. Þetta féll mér illa, því þessi frelsis- barátta kallaði ekki fram það besta í mönnum, heldur stundum það versta, yfirgang og ofstæki. Fyrir vikið var stundum erfitt að stjórna skólanum fyrstu árin hér, því er ekki að neita. Hér voru átök og þetta var erfiður tími. Engu að síður var þetta gott fólk. Ég get ekki tekið undir orð margra, að heimur fari versnandi. Þvert á móti finnst mér af samskiptum mínum við ungt fólk undanfarin 12 ár að heimur fari batn- andi þrátt fyrir allt, meðal annars vegna baráttu ungs fólks fyrir betri heimi. Hins vegar finnst mér eldri kynslóðin nú gera of mikið af því að draga kjark úr ungu fólki með ýmiss konar fávísi sinni. Þess vegna verð ég því miður var við það núna, að ungt fólk er óttaslegið. Það er einkum tvennt sem það óttast; stríð og atvinnuleysi og tilgangsleysi lífsins. Þegar eldri kynslóðin hefur búið svo upp í hendurnar á ungu fólki, að það óttast um framtíð sína, þá held ég að ástæða sé til að stinga við fæti og hugsa ráð sitt.“ 0 Blindgötur til óþurftar - Það hefur verið eftirtektarvert undanfarin ár, að margir nemendur hafa fallið í fyrstu bekkjum mennta- skóla. Hver er ástæðan? „Frá hausti 1978 hafa mun fleiri átt þess kost að komast í menntaskólana en áður, eftir að landspróf var lagt niður og grunnskólapróf tekið upp. Þetta var tvímælalaust til bóta, því að blindgötur, eins og landsprófið, voru til óþurftar í skólakerfinu. Sam- kvæmt því þurftu nemendur að taka um það ákvörðun 15-16 ára, hvort þeir ætluðu í landspróf. Ef nemand- inn var því afhuga þá átti hann enga greiða leið inn í menntaskóla eftir það, nema snúa til baka. Blindgöturnar eru nú horfnar, en auðvitað hefur þetta einnig sína galla, en kostimir vega mun þyngra. Við fáum að vísu í skólana fleira fólk, sem er óráðið og jafnvel getu- minna, en ég held að það komi ekki svo mikið að sök á meðan okkur er fært að gera þær námskröfur sem við teljum eðlilegar. Það kemur svo í ljós í fyrstu prófum, hvort nemand- inn er á réttri leið í menntaskóla. Hann getur þá horfið að öðru námi og vissulega höfum við þörf fyrir að ungt fólk velji sér fleiri leiðir en menntaskóla til að búa sig undir lífið. En óneitanlega hefur þessi aukna að- sókn orðið til þess að fleiri hafa fallið." - Þetta er ekki vegna þess að grunnmenntunin sé lakari en var? „Nei, það held ég ekki en fjöldinn er meiri því skólarnir hafa verið opn- aðir. Það skiptir líka miklu máli, að sjá næstu síðu ur lífsins er hægari þar en hér og þeir eru einkar nægjusamir menn. Þessu fundum við fyrir þegar við komum til Noregs og við fundum þetta enn bet- ur þegar við komum aftur heim úr þessu gróna, kyrrláta og yfirvegaða samfélagi í streituna og kraðakið hér uppi á íslandi. Eflaust stafar þetta af miklum kröfum okkar íslendinga. En það kemur að sjálfsögðu margt fleira til. ísland er erfitt land og það er erfitt fyrir svo fámenna þjóð að halda því í byggð. Við ætlum okkur líka um of, erum kröfuhörð, ekki bara um lífsins gæði, heldur gerum við líka kröfur til okkar sem þjóðar. Ég held því að ís- lendingar séu óhemju dugleg þjóð, en óforsjál um leið. Við mættum vera þess minnug að „meira vinnur vit en strit“ og „nóg á sá sér nægja lætur“. 0 Aftur í Menntaskólann Þér leið vel með frændum okkar Norðmönnum. Hvað varð til þess að þú sóttir um starf skólameistara á Akureyri? „Mér hafði aldrei dottið í hug að gerast skólameistari á Akureyri, enda stóð hugur minn þá til annars. Ég ætlaði að gerast málvísindamaður og háskólakennari ,og vann þá þegar að rannsóknum á íslensku nútímamáli. En svo var það á haustdögum 1971, að mér bárust bréf frá fornvin um mínum héima, sem hvöttu mig til að sækja um skólameistarastöðuna við MA þegar hún losnaði eftir Steindór frá Hlöðum. en það var ekki fyrr en um ólin, að ég fór að íhuga í alvöru, eftir að ég fékk u a /\rna Kristjánssyni, fyrrum kennara mínum við MA. Eftir það skrifuðumst við lítillega á og ég sótti um skólameistaraembættið og var veitt það. Hingað kom ég til starfa í september 1972.“ - Hvernig var svo að koma hingað? „Mjög gott, enda hefur mér alltaf þótt mjög gott að vera á Akureyri og það sem meira er; konu minni, sem þó er fædd og uppalin í Reykjavík, hefur fallið sérlega vel við Akureyri og Akureyringa og héðan vill hún helst ekki fara. Okkur var líka tekið einstaklega vel, bæði af velunnurum skólans eins og Stefáni Reykjalín og gömlum kennurum okkar, sem sýndu bæði skilning og umburðar- lyndi. Já, það var því gott að koma til Akureyrar. En mér blöskraði margt sem var við líði hjá nemendum skólans. Þá var öldin önnur en verið hafði 15 árum áður, þegar ég og skólasystkini mín lukum námi. Þetta átti m.a. ræt- ur að rekja til uppreisnar ungs fólks, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, á sjöunda áratugnum. Þá fór mikill frelsisandi um löndin, sem leiddi meðal annars til stúdentauppreisn- arinnar í París vorið 1968. Þessi bylgja barst svo alla leið hingað norður á hjara. Og því miður virtist mér og virðist raunar enn, sem nem-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.