Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 20.01.1984, Blaðsíða 11
- . ■ - ' Sverrir Páll Erlendsson skrifar J Imyndunarveikin Leikklúbburinn Saga sýnir um þessar mundir gamanleikinn ímyndunarveikina, sem hér á landi er sennilega einna þekktast af fjölmörgum leikritum Frakk- ans Moliére. Eins og í mörgum öðrum verk- um sínum dregur Moliére upp skoplega og ádeiluþrungna mynd af samfélagi sínu, Frakklandi á 17. öld. Hér eru það læknastéttin og fleira fyrirfólk sem fær á bauk- inn svo um munar. í þetta bland- ast svo vissulega ástarflækja og allt fer vel að lokum eins og vera ber. Gamanleikur er vandasamt viðfangsefni, sumir segja jafnvel það erfiðasta sem leikfélög takast á hendur. Ef gamanið á að kom- ast til skila, svo ekki sé talað um alvöruna sem ætíð fylgir því, þarf hraði sýningarinnar, skýrleiki, mótun og stíll, allt að vera í mjög góðum skorðum. Þar reynir ákaf- lega mikið á alúð og færni leik- stjóra, ekki síst þegar hann tekur að sér að setja upp verk af þessu tagi með fólki sem lítt eða ekki hefur stigið á fjalir sviðs. Því miður verður að segja að hér hef- ur leikstjórinn brugðist í hlut- verki sínu og fyrir vikið var sýn- ing Leikklúbbsins Sögu nokkuð fjarri því að vera eins góð og efni stóðu til. Leikendur hefðu þurft mun meiri tilsögn í framburði og látæði, búninga og svið hefði þurft að vanda betur og greini- lega hefði þurft mun lengri undir- búnirígs- og æfingartíma svo verkið gæti gengið upp. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið lýst er bæði rétt og skylt að geta þess að leikendurnir gerðu margir vel miðað við aðstæður og sumir sýndu raunar ágæt tilþrif. í heild reyndi hópurinn að gera sem best og lifa sig inn í hita ærsl- anna í ísköldum sal Dynheima, frammi fyrir kappklæddum áhorfendum. Leikklúbburinn Saga hefur starfað um nokkurt árabil og stundum staðið að framúrskar- andi sýningum. Það er dýrmætt fyrir bæjarfélag að geta státað af unglingaleikhúsi sem þessu og ekki síður dýrmætt að sjá þann áhuga og þá gleði sem skín af þátttakendum í þessu unglinga- starfi. Þess vegna er þess óskandi að Leikklúbbnum Sögu auðnist framvegis að fá til liðs við sig leiðbeinendur sem bera fulla virðingu fyrir verki sínu svo og því fólki sem þarna stígur fyrstu skref sín á sviði. Texti: Lúk. 17, 5-6. Sterk trú Margt í þessum heimi veldur vonbrigðum. Það er líka svo inargt, sem við ráðum ekki við. Oft kemur nýr dagur aðeins með nýja þjáningu og ný vón- brigði. Við finnum þá til smæð- ar okkar og vanmættis, þótt stundum sé erfitt að játa það. Þegar svona er ástatt, þá er þörf á sterkri trú. Lærisveinar Jesú sáu þetta og snéru sér til hans og sögðu: „Auk þú oss trú“. Trúin býr yfir miklum leynd- ardómi, en aðalatriðið við hana er á hverju hún byggir. Hún þarf að beinast að einhverju Nú er lokið 14 umferðum í Tví- menningskeppni Bridgefélags Akuréyrar, Akureyrarmóti. Spil- að er eftir Barometesfyrirkomu- lagi, alls 50 pör, sem er mesta þátttaka í tvímenningskeppni hjá B.A. Röð efstu para er þessi: Stig 1. Stefán Vilhjálmsson Guðmundur Gunnlaugss. 252 2. Magnús Aðalbjörnsson Gunnlaugur Guðmundss. 245 3. Arnar Daníelsson Stefán Gunnlaugss. 240 4. Hörður Steinbergsson Friðfinnur Gíslason 200 5. Símon Gunnarsson Jón Stefánsson 199 sem öruggt er að treysta. Sterk trú, er trú, sem þekkir öruggan grundvöll, sem ekki haggast og treystir á hann. Hinn trausti grundvöllur er frelsarinn Jesús Kristur. Honum er óhætt að treysta. Hann hefur vald og mátt. Ekkert er honum ómögu- legt. Það er reynsla þeirra, sem kynnst hafa Jesú. Til umhugsunar: Þín trú Beinist þín trú að sjálfum þér? Beinist hún að þessum heimi? Beinist hún að mannalærdóm- um? Eða beinist hún að honum, sem Guð sendi þér til hjálpar, Jesú Kristi. 6. Stefán Ragnarsson Pétur Guðjónsson 196 7. Gunnar Berg Trausti Haraldsson 180 8. Anton Haraldsson Gunnar Berg jr. 178 9. Helgi Sigurðsson Vilhjálmur Hallgrímss. 150 10. Úlfar Kristinsson Hilmar Jakobsson . 146 11. Örn Einarsson Zarioh Hamadi 129 12. Gylfi Pálsson Helgi Steinsson 106 Meðalárangur er 9 stig. Keppnisstjóri er sem fyrr Albert Sigurðsson. Næsta spilakvöld er nk. þriðjudagskvöld kl. 19.30 stundvíslega. Atriði úr Imyndunarveikinni í Dynheimum. Tvímenníngskeppni B.A. í fiillum gangi Vítt er rúmsvæði orðanna Finnbogi Guftmundsson: Orð og dæmi Útg. Leiftur hf. 1983 Bók þessi, um 300 bls., hefur inni að halda 25 ræður og greinar frá 1965 til 1981, auk formála og ívitnan í viðtal Valgeirs Sigurðs- sonar við íþróttamanninn Finn- boga; en hann er fimur að skrifa á skautum, eins og með penna. Það er alltaf fengur að fá bók í hendur frá manni sem nennir að brjóta mál til mergjar og birta okkur niðurstöður. Þó hér sé hver grein ekki stórvirki sem slík leynast í þeim öllum atriði sem fræða lesanda og gleðja. Fyrst er fjallað um efni tengd fornöld, m.a. Snorra karl í Reyk- holti og verk hans, í öðru lagi nokkur skáld síðari tíma, síðan eru greinar um bækur, bóká- menn og söfn, þá hugað að ætt- fræði. Eg nefni aðeins nokkur dæmi af því er mér þótti hér girnilegast til fróðleiks: „Dálítil ferðasaga um Orkn- eyjar, Hjaltland og Norður- Skotland" þykir mér ágæt lesning því hún er ferð á fornar slóðir ís- lendinga. Við eigum ekki svo lít- ið erindi þangað í spor forfeðr- anna. Þar eru enn minjar og ör- nefni er minna á byggð og gest- komu norrænna manna á land- námsöld og lengur. En land- námsmenn komu margir þaðan og fleiri, einnig frá írlandi, en nútímafræðingar þora að játa. í Orkneyjum var um hríð jarl sá, Rögnvaldur kali, er einna best skáld var og skemmtunarmaður er sögur okkar greina og vinur landa vorra. Hann kemur við grein þessa. Kannski orti hann vísuna um rúnir þær er ristar voru með öxi Gauks á Stöng á einn vegg Orknahaugs. En gott er að ísland lá fjær Bretlandseyj- um en þessar. Fjarlægðin barg tungu okkar og þjóðerni frá ör- lögum þeirra. Af skáldum þeim er nær okkur standa er Finnbogi handgengn- astur Stefáni G. og á góðan þátt í að koma bréfasafni hans á fram- færi. Stefán fær þrjár greinar í þessari bók. Sú fyrsta segir frá því hvílíkt angur Stefán mátti þola fyrir þá sök að varir hans „flutu ekki í gælum“, t.d. er hann orti eftirmælið um Gísla Dalmann. Carolína, ekkja Gísla, fann ekki saknaðarþungann sem undir býr í því snilldarkvæði og hreytti illu í skáldið. Hið dula og djúpa tilfinningalíf Stefáns átti stundum torleiði á prent. Þá er grein um heimkomu Stef- áns til íslands 1917. Aldrei verð- ur þeim fullþakkað sem fyrir því heimboði stóðu. Gleði skáldsins var rík og dýrmæt eru þau ljóð er af förinni spruttu. Þetta heimboð er einn af sólskinsblettum í sögu íslands. í þriðja lagi er birtur formáli Finnboga fyrir 3. bindi úrvals af bréfum til Stefáns G., merk grein og fróðleg. í öllu ferst Finnboga vel við meistarann við Kletta- fjöll. í „Úr sögu Safnahússins við Hverfisgötu" og skyldum grein- um kemur berlega í ljós tregðan og íhaldssemin sem jafnvel hinir bestu menn eru haldnir þegar um menningarmál er að ræða. Það er eins og þeir spyrji of oft hvort þetta eða hitt borgi sig. Hvað skyldi vera mikið til af bókum, handritum og verðmætum minj- um að byggja yfir hefði skapend- ur þessara hluta haft sömu spurn á vörum? Borgar sig að skrifa, yrkja, safna forngripum, varð- veita þjóðmenninguna? En yfir söfnin var þó byggt. Að lokum vil ég nefna gagn- merka grein um vináttu og bréfa- skipti Halldórs Hermannssonar og Sigurðar Nordals. Greinin er rituð í tilefni af aldarafmæli Hall- dórs Hermannssonar 1978. Báðir þessir andans höfðingjar báru sögu og menningu þjóðarinnar mjög fyrir brjósti. Bréfaskipti þeirra vitna unt það fyrst og fremst. Þeir litu ekki á fortíðina sem félagslegt vandamál heldur afrekstíð andans og þeir unnu markvisst, leynt og ljóst, að undirbúningi þess að fá handritin heim. Bak við tjöldin hafði lengi verið höggvið í þann múr er lukti þá dýrgripi í danskri skemmu og af mörgum hugsjónamönnum. Og heim komu þau um síðir. Þessi grein varpar m.a. Ijósi á brot úr þeirri sögu. „Tunga dauðlegra manna eru vökur, á henni liggja margar ým- iss konar ræður, og vítt er rúm- svæði orðanna", eins og mælti Eneas við Akkils forðum. Þökk fyrir Ord og dæmi, Finn- bogi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.