Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 3
23. janúar 1984 - DAGUR - 3 Verður skorið upp gegn nærsýni hér á landi? „Hér er ekkert nýtt á ferðinni . . . . . . en við munum bíða niðurstöðu rannsókna í Bandaríkjunum áður en við gerum þessa aðgerð hér á landi," segir Ragnar Sigurðsson augnlæknir 36 ára gamall Keflvíkingur sem liðið hefur af nærsýni í nær 1 vo árarugi gekkst undir skurðað- gerð í Moskvu á sl. ári og hélt heimleiðis að aðgerð lokinni með fulla sjón. Aðgerð þessi virðist ekki vera mjög mikil, og sagði Keflvíkingurinn t.d. að þetta hefði verið „eins og að fara til tannlæknis" eins og hann orðaði það. „Það er þannig með þessa að- gerð að hér er ekkert nýtt á ferð- inni og þetta er gert miklu víðar en í Moskvu" sagði Ragnar Sig- urðsson augnlæknir á Akureyri er við ræddum við hann um þetta mál. „Aðgerðir af þessu tagi hafa verið gerðar mikið í Bandaríkj- unum, en þar er í gangi mjög viðamikil rannsókn á þessari að- gerð vegna þess að þarna er verið að skera í heilbrigð augu eða augu sem eru fær um að sjá 100% með gleraugum eða snertilinsum. Það eru vissir fylgikvillar eftir þessa aðgerð og læknar í Banda- ríkjunum vilja ganga úr skugga um tíðni þessara fylgikvilla áður en farið verður að gera þessa að- gerð í stærri stfl. Þessi rannsókn hefur verið í gangi undanfarin tvö til þrjú ár í 20-30 háskólum í Bandaríkjunum." - Hverjir eru þessir fylgikvill- ar? „Það er m.a. um að ræða óreglulegt ljósbrot af mjög litlum örum sem koma eftir skurðina. Pá hafa komið fram fylgikvillar vegna þess að skorið hefur verið í gegn um hornhimnuna þannig að sauma hefur þurft saman og þótt það hafi yfirleitt ekki lang- tímaáhrif þá getur það vissuíega átt sér stað. Það er viss hætta á sýkingu þótt undir venjulegum kringumstæðum eigi það ekki að vera en það má ekki horfa framhjá þeim möguleika." - Þið fylgist vel með þessu? „Já við gerum það og hér er ekkert nýtt á ferðinni. Ég hef m.a. verið hjá þeim manni sem stjórnar þessari rannsókn í Bandaríkjunum. En á meðan niðurstöður rannsóknarinnar liggja ekki fyrir endanlega mun- um við ekki gera hana hér en tæknilega er þetta afskaplega ein- föld aðgerð." - En þeir eru væntanlega margir hérlendis sem munu not- færa sér þetta ef þessar aðgerðir yrðu teknar upp hérlendis? „Það eru óhemjumargir nær- sýnir hér á landi og ég efast ekk- ert um að margir myndu hafa áhuga á því, en þá þarf að upp- lýsa um hugsanlega fylgikvilla því eins og ég sagði áðan er verið að skera í heilbrigð augu sem sjá 100% með hjálp gleraugna eða snertilinsa og allar aðgerðir hafa einhverja áhættu í för með sér, sama hversu litlar þær eru." „Fjarri því að loðnan sé búin" - segir Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni „Ég held að það séu allir komnir í land, það þýðir ekk- ert að vera að hanga yfir þessu," sagði Bjarni Bjarna- son skipstjóri á Súlunni EA- 300 er við ræddum við hann, Bjami skipstjóri á Súlunni með skipshundinn. Myndin er tekin tekin 10. nóvember. en nú er allur loðnuflotinn kominn í land enda hefur eng- in veiði verið eftir áramót. Við spurðum Bjarna hvort þeir væru búnir að klára loðnuna. „Nei það er ekki svo, við höf- um fundið mikið af loðnu en hún er mjög dreifð og einnig heldur hún sig djúpt þannig að hún er alls ekki veiðanleg. Það er ógern- ingur að gera sér grein fyrir því hvað hún er í miklu magni þegar hún hagar sér svona en hún er ekki búin, fjarri því. Við höfum haldið okkur á svæðinu frá Kolbeinsey og austur í Reyðarfjarðardýpi eftir að við fórum út eftir áramótin og höfum ekki fengið eina einustu almenni- lega lóðningu. Við skutumst því bara heim og hreyfum okkur ekkert fyrr en eitthvað breytist þarna úti." - Bjarni sagði okkur að þeir á Súlunni ættu eftir að f á 2700 tonn til þess að fylla kvótann sinn sem þýðir að þeir eru búnir að fá 4800 tonn. Það veiddu þeir á 6 vikum fyrir áramótin, og við spurðum Bjarna hver hásetahluturinn hefði verið á þeim tíma. „Það var ekki neitt, þetta 110- 120 þúsund. Það má ekki ein- blína á þessar tölur því ársút- koman hjá hásetunum er allt annað en glæsileg. Við vorum með um 150 daga í landi á síðasta ári og það þarf ekkert að vera að öfundast út í það þótt þessir menn hafi góðar tekjur í nokkrar vikur á ári til þess að rífa upp hluta af því sem tapast á öðrum tímum." Vetrartilboð Bílaleigu Flugleiða er ekki af lakara taginu: Bíltegund |______Daggjald \ Gjald pr/km \ Sölyskattur Golf Jetta Mltsubishi 4WD 550 kr. 700 kr. 975 kr 5.50 kr. 7.00 kr. 9.75 kr. ekki irlnifalinn ekki innifalinn ekki innifalinn SÉRTILBOÐ TIL HELGARREISUFARÞEGA: Biltegund Innifalinn akstur Verð med söluskatti Golf i 2 daga 100 km 1.360 krónur Ótakmarkaður 2.200 krónur Golf i 3 daga 150 km 2.040 krónur Ótakmarkaöur 3.300 krónur Allar nánari upplýsingar í síma 21190 eða hjá afgreiðslustöðum og umboðsmönnum Flugleiða. FLUGLEIÐIR BÍLALEIGA ARSHÁTÍÐ Í.F.A. og Sjálfsbjargar verður haldinn í Súlnasal á Bjargi 28. janúar nk. kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 18.00 miö- vikudaginn 25. janúar í síma 26888. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nefndin. Hotað-Nýtt Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir notuðum skíðabúnaði Skautar nýkomnir svartir, hvítir Póstsendum SP0RT VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍD Sími 22146.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.