Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. janúar 1984 ®M» ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jón Bjarnason: Fækkum slysum Nú er Norrænt umferðaröryggisár nýliðið. Miklum áróðri var haldið uppi í fjölmiðlum ef verða mætti til þess að umferðaróhöppum fækkaði. Einn liður í þessum áróðri var að nokkrir þingmenn komu fram í útvarpi og hvöttu fólk til umhugsunar og betri siða í um- ferðinni, einn þeirra var Guðmundur Bjarna- son, ritari Framsóknarflokksins og þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. Þessi mikli áróður varð til þess að umferðaróhöppum skráðum hjá lögreglu fækkaði og er það reyndar annað árið í röð sem slíkt gerist. Þetta eru ánægjuleg tíðindi og sýna það og sanna að með aukinni tillitssemi og áróðri fyrir bættum umferðarvenjum má ná langt. Þrátt fyrir fjölgun skráðra ökutækja á landinu um 25 þúsund þá fækkaði umferðaróhöppum sl. ár um 400. í skýrslu frá Umferðarráði kem- ur enn fremur í ljós að: „Alls létust 18 í um- ferðarslysum síðasta árs hér á landi. Árið 1982 létust 24, en að meðaltali létust 25 af völdum umferðarslysa á íslandi árin 1978- 1982. Hér hefur því orðið umtalsverð fækkun, eða um 28% frá þessu meðaltali. Árið 1983 slösuðust, samkvæmt lögreglu- skýrslum, 613 manns í umferðinni á Islandi. Það er veruleg fækkun frá árinu 1982 er tala slasaðra var 744. Borið saman við meðaltal ár- anna 1978-1982, sem var 687, er fækkunin tæp 11%. Af þeim sem slösuðust og létust árið 1983, eru karlar í meirihluta, eða tæp 62% á móti rúmlega 38% kvenna." „Ef aldursskipting þeirra sem slösuðust í umferðinni 1983 er borin saman við meðaltal áranna 1978-1982, kemur í ljós að slysum hefur fækkað í öllum aldurshópum, nema meðal þeirra sem eru á aldrinum sautján ára til tvítugs og þeirra sem eru 65 ára og eldri. Mesta fækkunin varð meðal þeirra sem eru á aldrinum 0-6 ára og 25-64 ára. Það er alvarleg staðreynd að slysum skuli enn fjölga þar sem þau voru hlutfallslega flest fyrir, þ.e. meðal unglinga (ungra öku- manna) og aldraðra. Þessi staðreynd kallar á markvissar aðgerðir meðal þessara aldurs- hópa." Þessi mikli og góði árangur minnir á þann árangur sem náðist á þessu sviði árið 1968 þegar hægri umferð var tekin upp á íslandi, en því miður fór að halla undan fæti aftur árið eftir. Að fenginni þeirri reynslu er sýnt að þó góður árangur hafi náðst undanfarin tvö ár megum við íslendingar alls ekki sofna á verð- inum, líf og heilsa vegfarenda er of dýrmæt til þess. ám. Veislunni ekki loki Fyrr á þessum vetri viðhafði Sverrir Hermannsson ráðherra þau orð í sjónvarpinu, að íslend- ingar hefðu á undanförnum árum hagað sér eins og fávitar. Þessu er ég alveg sammála. Nú man ég ekki hvort það var áður, eða litlu síðar en ráðherrann fór með þessi orð, að Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra tók í sama streng annað hvort í sjónvarpinu eða hljóðvarpinu. í lok máls síns sagði nann og það þykist ég muna orðrétt: „Nú verða landsmenn að átta sig á því og hafa það fastlega í huga, að veislunni er lokið og nú taka timburmennirnir við." Að sjálfsögðu voru það ríkis- fjármálin, ástand þeirra og horfur, sem ráðherrarnir tóku þarna til umfjöllunar. Þótt ekki hafi ég orðið þess var að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn þeirri er nú situr og Steingrímur Hermannsson veitir forstöðu, hafi talað af slíkri einurð sem þessir, um hin geigvænlegu fjár- hagsvandamál okkar, má vera að svo hafí hent þótt ekki hafi ég séð það eða heyrt. Ekki er annað vit- að en að núverandi samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks sé einhuga um það, að lengra verði ekki haldið á óheilla- brautinni og að nú hljótum við að spyrna við fæti. Ég segi fæti, því það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, sem hugsar um þessi mál í alvöru, að svo óskaplega þung er skuldabyrðin orðin sem við stöndum í við aðrar þjóðir, byrði sem við ætlum afkomend- um okkar að axla, að fullyrða má að við séum þegar komin með annan fótinn fram af bjarginu. Ríkisstjórn sú er nú situr og verður að teljast sterk, er að mínu viti sú fyrsta og eina nú um langt skeið, sem sýnir í verki marktæka tilburði í þá átt, að snúa blaðinu við. Enginn veit nú hvort þetta tekst, en það ætti öll- um að vera ljóst að siðabót verð- ur aldrei fram komið án þess að sársauki fylgi. Gott er til þess að hyggja að samkvæmt skoðana- könnunum, er ekki annað að sjá en að mikill meirihluti þjóðarinn- ar standi sem fastast með ríkis- stjórninni í von um jákvæðar og markvissar aðgerðir, þótt nú hafi um skeið kreppt mjög að þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Hins vegar gerast nú margir þreyttir á hinum venjulegu og viðteknu svörum ráðamanna, þá frétta er leitað: „Málið er í athugun." Slík svör eru nokkuð út í hött nú á tölvuöld, þegar sjá má á auga- bragði hvernig málin standa og ekki er til þess vitað að starfslið skorti á hinum æðri stöðum. Framar er vikið að hinum röggsamlegu orðum Alberts Guðmundssonar um veisluna og timburmennina. Þeim get ég ekki verið að öllu sammála. Það verð- ur nefnilega á engu séð að veisl- unni sé lokið. Enn standa glað- værðarhús full út úr dyrum um helgar og sum líklega alla vikuna og fólk raðar sér að börunum eins og þyrstur búpeningur að læk. Enn er fólk á flugi tíl fjar- lægra baðstranda og enn eru verslanir hlaðnar glysvarningi og eftir nýjustu fréttum að dæma, er kaupgleði fólks engu minni nú, en hún hefur verið á næstliðnum árum. Auðvitað mætti benda á margt fleira í svipuðum dúr, þótt ekki sé það gert hér og nú. Nei. Veislunni er ekki lokið, Albert Guðmundsson. Hins vegar eru timburmennirnir teknir að láta á sér kræla í mynd atvinnuleysis sem flýtur af því, að fyrirtæki sem áður voru talin gróin, kom- ast í fjárþrot og loka, en bnnur eru tilneydd að segja upp starfs- liði að nokkrum hluta. Svo er þetta að minnsta kosti hér á Ak- ureyri. Og manni verður á að spyrja. Er ekki eitthvað óeðlilegt og óvenjulegt við það, að timb- urmennirnir taki að hamra áður en fylliríinu lýkur? Það gefur auga leið, að ekki verður þjóð með skjótum hætti vanin af bílífi og bruðli sem hún hefur verið að temja sér í vaxandi mæli, allt frá stríðslokum. Þetta verður þó að gerast. Það er lögmál, að ekki verður til lang- frama lifað um efni fram og þjóð- argjaldþrot er enginn gamanleik- ur. Raunar er það furðulegt að hagfróðir menn sem að undan- förnu hafa verið að vara okkur við gjaldþrotinu, hafa gjarnast veigrað sér við að mála það nógu dökkum litum. Slík linkind er engum til góðs. Ekki er svo langt síðan íslendingar hlutu fullkomið sjálfstæði, að þeim geti með öllu verið úr minni liðíð hvernig það er að láta segja sér fyrir verkum og lúta erlendu valdboði. Vonandi tekst ríkisstjórninni að koma á þeim umbótum í fjár- málunum sem hún hefur í hyggju og af henni er krafist af miklum meirihluta þjóðarinnar. Til þess þarf hún að hafa vinnufrið. Kannski tækist það með sæmi- lega auðveldum hætti, ef hún gripi til þeirrar nýjungar, að láta siðbótina hefjast á toppnum, til dæmis með því að afnema bíla- brask ráðherra og ýmis fríðindi fleiri, sem þeir hafa ásamt al- þingismönnum. Sumt af þessu tagi er siðleysi eitt, í augum al- mennings. Jón Bjamason. Fjórðungs- Leiðrétting vegna samband A,« . .** ...** É£ Norðlendinga: „SlÖClegiSVOkU Vegna ummæla Halldórs Blöndals alþingísmanns í þætt- inuiii „Síðdegisvöku" í útvarp- inu 16. þ.m. um þátt Fjórð- ungssambands Norðlendinga í stefnumótun varðandi stóriðju á Norðurlandi þykir rétt að leiðrétta það sem ranglega er með farið. Á þremur síðustu fjórðungs- þingum hefur Fjórðungssamband Norðlendinga tekið einarða af- stöðu með stóriðju og virkjun Blöndu. Á fjórðungsþingi 1980 sem haldið var á Akureyri var skorað á alþingismenn Norðlend- inga að gæta þess í hvívetna, að fjórðungurinn haldi hlut sínum hvað varðar staðsetningu stærri iðnfyrirtækja. í janúarmánuði 1981 var hald- in á vegum sambandsins ráð- stefna um stórvirkjanir og orku- frekan iðnað, þar sem tekin var af þorra fundarmanna jákvæð af- staða til stóriðju. Fjórðungsþing Norðlendinga 1981 á Húsavík samþykkti að gefnu tilefni aö tímabært sé að Iðnaðarráðuneyti og staðarvalsnefnd geri sveitar- stjórnum kleift að fylgjast með ákvörðunum um staðarval iðn- fyrirtækja, með það í huga að á Norðurlandi rísi orkufrekur iðn- aður, sem hæfi staðarkostum og félagslegum aðstæðum. í þessu sambandi bendir þingið á papp- írsverksmiðju á Húsavík og ál- verksmiðju við Eyjafjörð ásamt álsteypu á seinna stigi. Á næsta fjórðungsþingi 1982 samþykkti þingið að leggja áherslu á að orkuiðnaðarmögu- leikar þeir sem fyrir hendi eru verði nýttir eftir því sem kostur er. Fjórðungsþing 1982 lagði áherslu á að athugunum og rann- sóknum næsta stóriðjuvers verði haldið áfram og hraðað. Lagði þingið áherslu á að rannsóknum í því efni verði beint að Eyja- fjarðarsvæðinu, enda þótt ljóst sé að það svæði er á ýmsan hátt viðkvæmt náttúrfarslega og vegna umhverfis heldur en önnur svæði. Um þessa afstöðu var al- gjör einhugur 1982. Á síðasta fjórðungsþingi Norð- lendinga sem haldið var á Rauf- arhöfn var eftirfarandi afstaða mörkuð án mótatkvæða: Fjórðungsþingið ítrekar fyrri samþykktir um orkufrekan iðnað við Eyjafjörð, steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki, trjákvoðu- verksmiðju á Húsavík og um aðra stærri iðnaðarkosti. Þingið leggur áherslu á að við meirihátt- ar atvinnuuppbyggingu sé tekið fullt tillit til náttúruverndar og umhverfissj ónarmiða. Ljóst er að á fjórðungsþingum hefur náðst samstaða um stóriðju við Eyjafjörð, þannig að ekki hefur skort á stuðning heildar- samtaka Norðlendinga við þetta mál. Við þetta má bæta að á ára- tugnum 1970-1980 komu stór- iðjumál til kasta Fjórðungssam- bands Norðlendinga m.a. átti fjórðungsstjóm fundi með stór- iðjunefnd um málið til að halda því vakandi á meðan ekki gætti frumkvæðis annarra aðila. Staðreyndin er sú að Fjórð- ungssamband Norðlendinga hef- ur allt frá 1970 haft forystu um þessi mál afhálfu sveitarstjórnar- manna. Fjórðungssambandið eru fyrstu heildarsamtök á Norður- landi sem tóku einarða afstöðu með stóriðju í Eyjafirði m.a. fyrir frumkvæði áhrifamanna í bæjarstjórn Akureyrar og í atvinnulífi bæjarins. Fjórðungs- sambandið taldi það skyldu sína að standa vörð bæði um ein- beitta stefnu um stórvirkjanir og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Margt bendir til að Fjórðungs- sambandið hafi náð markmiði sínu og að bæði stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn við Eyja- fjörð séu að hefja baráttuna fyrir að næsta álver verði staðsett við Eyjafjörð. F.h. Fjórðungssambands Norðlendinga Áskell Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.