Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. janúar 1984 Kjamagangan: Einar vann Hauk - Fjögur sekúndubrot skildu í lokin Einar Ingvason frá ísafirði bar nauman sigur úr býtum í Kjarna- göngunni sem frum Tór í Kjarna- skógi í síðustu viku. Fékk Einar tímann 27.00 mín. og bar sigur- orð af Hauki Eiríkssyni, Akur- eyri sem fékk tímann 27.04. í þriðja sæti varð svo Jón Kon- ráðsson frá Ólafsftrði á 28.12 mín. Það er Skógræktarfélag Eyfirð- inga sem stendur að Kjarna- göngumótinu og var að þessu sinni keppt í fjórum flokkum. Fyrst kepptu 12 ára og yngri, síðan 13-16 ára, síðan kom karlaflokkurinn 17- 33 ára og loks var keppt í flokki 34 ára og eldri. Auk þess gerðust trimm- arar á öllum aldri, m.a. heilu fjöl- skyldurnar • sporgöngumenn keppnismannanna og þótti Kjarna- gangan mjög vel heppnuð að þessu sinni. Mótið fór fram á upplýstri braut í Kjamaskógi og fengu allir þeir sem gengu viðurkenningu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga. í karlaflokknum voru gengnir 8.8 km eða fjórir hringir í brautinni sem Sigurður Aðalsteinsson sá um að leggja. Tíu keppendur voru í flokknum og luku níu þeirra keppni. í fjórða sæti varö Ingþór Eiríksson, A á 29.37 og fimmti varð Ingþór Bjarnason á 33.34. Síðan komu Páll Jónsson D, Árni Antonsson A, Jóhannes Kárason A og Guðmundur Brynjarsson A, en Finnur V. Gunnarsson Ó, sem stóð sig mjög vel fyrstu þrjá hringina lauk ekki keppni. í flokki 34 ára og eldri sigraði Sigurður Aðalsteinsson örugglega á 23.17 en í þessum flokki voru gengnir 6.6 km. Jón Björnsson varð annar á 25.59, Þorlákur Sig- urðsson þriðji á 27.11 en síðan komu Rúnar Sigmundsson, Teitur Jónsson, Einar Kristjánsson og Þórarinn Sigurðsson en allir kepp- endur voru frá Akureyri. í flokki 12 ára var aðeins einn keppandi, Baldvin Þ. Ellertsson, A og fékk hann tímann 47.52. Hörkukeppni var hins vegar í flokki 13-16 ára en þar sigraði Ingvi Óskarsson Ó, á mjög góðum tíma 22.08. Annar varð Frímann Ásgeirsson Ó, á 22,21 og þriðji varð Gunnar Kristinsson A, á 23.29. Sfðan komu Rögnvaldur Ingþórsson A, Ólafur Björnsson Ó og Sigurgeir Svavarsson Ó en gengnir voru 6.6 km. - :ESE Fyrstu stigin til KA-stúlknanna unnu sanngjaman 3:1 sigur á Víkingi í 1. deild Blakstúlkur KA unnu kær- kominn sigur um helgina er Vikingsstúlkurnar komu í heimsókn. Fyrir leikinn var KA án sigurs en að þessu sinni áttu stúlkurnar ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér bæði stigin. Unnu öruggan 3:1 sigur. I fyrstu hrinunni var um algera einstefnu að ræða. KA-stúlkurn- ar skorðuð hvert stigið á fætur öðru og svo mikill var munurinn á Iiðunum að helst leit út fyrir að Víkingsstúlkurnar væru í ein- hverri annarri íþróttagrein. Hrin- an endaði líka 15:0 og staðan 1:0 fyrir KA. í annari hrinu spyrntu Víking- ar við fótum og kom mótspyrna þeirra KA greinilega á óvart. - Yfirburðirnir í fyrstu hrin- unni voru það miklir að stúlk- urnar sofnuðu á verðinum, sagði Sigurður Harðarson, þjálfari eftir leikinn. Víst er það að KA-stúlkur sváfu á verðinum og vöknuðu ekki af værum blundi fyrr en Vík- ingar höfðu tryggt sér sigur í hrinunni 10:15. Staðan því 1:1. Síðustu tvær hrinurnar voru svo nánast formsatriði frá hendi KA. Þriðja hrinan fór 15:6 og í þeirri fjórðu vann KA 15:2. Or- uggur 3:1 sigur í höfn og gleði stúlknanna með þessi fyrstu stig í deildinni að vonum mikil. - Þetta var sigur liðsheildar- innar. Stúlkurnar sýndu marga ágæta takta og vörðust vel. Það var einkum góð lágvörn sem skóp þennan sigur, sagði Sigurður þjálfari eftir Ieikinn. - ESE IS - Þór: 88-69 Tap eftir hrakninga Leikmenn Þórs fengu lögreglufylgd í Hagaskóla Þórsarar urðu þess heiðurs að- njótandi í gær að fá lögreglu- fylgd á keppnisstað í 1. deild- arkeppninni í körfuknattleik. Kom þetta ekki til af góðu, heldur hafði bfll sá sem þeir höfðu til umráða í Reykjavík gefið sig og því stóðu þeir eins og glópar í óveðrinu er lögregl- an sá aumur á þeím og keyrði þá upp í Hagaskóla. Ekki hafði þetta nein áhrif á Ieikinn til hins betra því Þórsarar töpuðu örugglega fyrir ÍS, 69:88. Þórsarar áttu aldrei neina möguleika í þessum leik. Pað var rétt í byrjun að þeir héldu í við ÍS. Komust í 7:6 en ÍS breytti stöðunni í 24:14 og í leikhléi var staðan 42:29. í seinni hálfleik bættu ÍS um betur og lokastaðan varð 88:69. Jóhann Sigurðsson var bestur Þórsara í þessum leik og skoraði 12 stig. Guðmundur átti mjög góðan leik í seinni hálfleik og skoraði þá 14 stig, 18 stig í leikn- um og hirti fjölda frákasta. Aðrir sem skoruðu fyrir Þór voru: Ei- ríkur 14, Konráð 11, Björn 8, Ríkharð Lúðvíksson 4 en hann vakti mikla athygli í vörninni og Bjarni Bjarnason 2. Guðmundur Jóhannesson skoraði mest fyrir ÍS eða 20 stig og Árni Guðmundsson skoraði 19. - ESE Jóhann Sigurðsson (nr. 7) átti ágætan leik með Þór. Mynd: KGA Álagastaður Þórsara Það er eins og það séu einhver álög á íþróttasamskiptum Þórs og UMFL í fyrstu deildinni í körfuknattleik. í fyrsta leiknum sem fram átti að fara á Selfossi, mættu engir dómarar og Þórsar- ar máttu því hafa sig heim eftir langa og stranga fýluferð. Leik- urínn var settur á að nýju og nú rétt komust Þórsarar á áfanga- stað áður en veðurguðirnir gripu í tauminn. Um helgina áttu síðan Þórsarar aftur að halda á Selfoss og leika seinni útileikinn gegn UMFL en þá festu þeir rútu sína í ófærð í Þrengslunum og urðu að snúa við. - Við lögðum upp laust fyrir þrjú á laugardaginn en leikur- inn átti að hefjast klukkan fjögur. Allt gekk svo vel þar til við komum í Þrengslin en þá var ofanhríðin og skafrenning- urinn orðinn svo mikill að ekki sást út úr augum. Rútan fór út af og það var rétt með herkjum að við gátum mokað okkur lausa, sagði Gylfi Kristjánsson, þjálfari Þórs er Dagur náði sam- bandi við hann í Reykjavík á laugardagskvöldið. - Við lentum í bílalest á bakaleiðinni og ferðin gekk hægt. Bílarnir voru stöðugt að fara út af veginum eða þeir fest- ust og við vorum því vinsælustu mennirnir í bílalestinni. Full rúta af körfuboltamönnum sem voru duglegir að ýtaþegar með þurfti, sagði Gylfi. Þórsarar komust svo ekki til Reykjavíkur fyrr en rúmlega fimm og þá fyrst gátu þeir hringt á Selfoss og látið vita um þessa hrakningaferð sína. Engir dómarar höfðu þá komist á Selfoss en að sögn Gylfa þá myndu dómararnir ef þeir kæm- ust á staðinn, flauta leikinn á og UMFL ynni því 2:0. - Ef þannig fer, þá getum við alltaf kært og KKÍ hlýtur að taka röksemdir okkar til greina, sagði Gylfi. _£SE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.