Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 7
23. janúar 1984 - DAGUR - 7 KA sigraði KA Það var leikur a-Iiðsins að b- iiðinu þegar KA-a og KA-b mættust í annari deildinni í blaki um helgina. Fór leikur- inn 3:0 fyrir KA-a og fékk b- liðið aldrei rönd við reist. A-liðið gaf tóninn þegar í fyrstu hrinunni. Vann öruggt 15:0 en í þeirri næstu náði b-liðið sér aðeins á strik en mátti þola tap 15:9. í síðustu hrinunni vann KA-a svo 15:4 og öruggur og sanngjarn sigur því í höfn. Leik Skautafélagsins og Reyni- víkur var frestað og hefur nú þrem leikjum Reynivíkur, m.a. einum gegn KA verið frestað. Staðan í riðlinum er því nokkuð óljós en KA-a er efst að stigum, hefur tapað tveim stigum gegn Reynivík en Reynivík hefur einnig tapað einum leik gegn KA-a. Það er því ljóst að barátt- an í riðlinum stendur á milli þess- ara tveggja liða og þó að KA-a standi kannski örlítið betur að vígi nú, þá verður örugglega hart barist, enda mikið í húfi. - ESE Dagur Norðurlands á íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu: KA og Pór upp í 1- deild • einnig HSÞ-b • Reynir í 3. deild Það var svo sannarlega dagur Norðurlands á íslandsmótinu í innanhússknattspymu sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Keppt var í 2. deild og 4. deild og er skemmst frá því að segja að þrjú lið af Norður- landi unnu sig upp í 1. deild, KA, Þór og HSÞ-b og Reynir Árskógsströnd vann sig upp í þriðju deild. Þórsarar unnu einna léttastan sigur í sínum riðli á mótinu. Fyrst unnu þeir stórsigur á Magna 11:5, síðan unnu þeir Hauka 5:2 og loks Árroðinn 7:3. Fyrstu deildarsætið var þar með tryggt en síðan tryggði Árroðinn 2. deildarsætið með því að sigra Magna frá Grenivík með 7:6. Magni fellur því í þriðju deild. KA vann sinn riðil nokkuð ör- ugglega. Fyrst leikinn gegn Grindavík 5:3, síðan lentu þeir í kröppum dansi gegn Aftureld- ingu en höfðu þó að lokum sigur 5:4 og loks sigruðu KA-menn Stjörnuna 5:4 og þar með var KA búið að hreppa 1. deildarsæti. Þriðja norðanliðið til að leika þennan leik var HSÞ-b en því miður þurfti það að vera á kostn- að Leifturs frá Ólafsfirði. HSÞ-b vann úrslitaleikinn með minnsta mun og í lokin munaði aðeins einu marki á liðunum. Að sögn viðstaddra sýndu Ólafsfirðingar einn besta leik mótsins er þeir gjörsigruðu lið Ármanns í síðasta leik 7:1 en það dugði þeim sem sagt ekki til sigurs. Fjórða liðið til að tryggja sér sæti í fyrstu deild að ári var Víðir úr Garði. í fjórðu deild sigruðu Reynir frá Árskógsströnd örugglega í sínum riðli og Ieika þeir því í þriðju deild að ári. Aðrir sigur- vegarar í riðlum fjórðu deildar voru Árvakur (RVK), Neisti (RVK) og Valur frá Reyðarfirði. - ESE Fjórði flokkur í hrakningum Fjórði flokkur Þórs í körfu- knattleik lenti í miklum hrakn- ingum í gær á leið frá „turner- ingu“ í Sandgerði. Voru strák- arnir eina sjö tíma á leiðinni til Reykjavíkur í ófærðinni en þessi leið er venjulega ekin á tæpum klukkutíma. Er veður versnaði í Reykjavík ákváðu forráðamenn Þórs að drífa strákana heim á hótel og urðu af þeim sökum að gefa síð- asta leikinn gegn KR í mótinu. Áður höfðu Þórsarar unnið Reyni og Grindavík en tapað gegn Tindastóli. Ferðin gekk svo sem áður segir og í gærkvöld ætl- uðu forráðamenn Þórs að reyna að brjótast á jeppum að Umferð- armiðstöðinni til þess að ná í strákana. - ESE ÆKAfíHU GONGUSKIDI Sporthú^id, HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Hulda Svanbergsdóttir á fullri ferð í fyrri umferð. Stórsvigmót KA ■ ■ ■ Mvnd: KGA Björn Víkingsson, Þór kom nokkuð á óvart um helgina er hann vann sigur í karlaflokki á stórsvigmóti KA í Hh'ðar- fjalli. Björn hefur ekki æft mikið í vetur en það er greini- legt að hann ætlar sér stóra hluti á stórmótum ársins. Tími Björns var 106.01 en í öðru sæti varð Eggert Bragason KA á 106.70. Þriðji varð Rúnar I. Kristjánsson KA á 109.78. Ekkert var keppt í kvenna- flokki vegna meiðsla og prófanna en í stúlknaflokki 15-16 ára sigraði Guðrún H. Kristjánsdóttir KA á 116.34. Helga Sigurjóns- dóttir Þór fékk tímann 125.90 og Erla Björnsdóttir Þór varð þriðja á 126.71. f flokki 15-16 ára pilta sigraði Björn B. Gíslason KÁ og var þetta hans annar sigur í röð á skíðamótum ársins. Björn fékk tímann 112.22 en annar varð Hilmar Valsson Þór á 113.96 og þriðji varð Smári Kristinsson KA á 121.49. í flokki 13-14 ára drengja sigr- aði Valdimar Valdimarsson KA á 104.07, Kristinn Svanbergsson KA varð annar á 104.27 og Bjarni Freysteinsson KA varð þriðji á 107.51. í flokki 13-14 ára stúlkna sigr- aði Hulda Svanbergsdóttir KA á 112.88. Önnur varð Kristín Jó- hannesdóttir á 113.92 og þriðja Jórunn Jóhannesdóttir á 114.79. Um næstu helgi verður KA mót í stórsvigi fyrir 12 ára og yngri á dagskrá en þá fer jafn- framt frarn Janúarmót í skt'ða- göngu (allir flokkar) í Hlíðar- fjalli. - ESE Kristfn Jóhannesdóttir varð önnur í stúlknaflokki 13-14 ára. Og Jórunn hreppti þriðja sætið. SHH skíðaáburður fyrir göngu og svig í úrvali

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.