Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 23.01.1984, Blaðsíða 11
23. janúar 1984 - DAGUR -11 Bægisárkirkja 125 ára Á nýliðnu ári varð Bægisárkirkja 125 ára. Afmælisins var minnst á aðventukvöldi þann 18. desem- ber sl. Við það tækifæri færði frú Elísabet Haraldsdóttir á Öxnhóli kirkjunni 16 nýjar sálmabækur að gjöf til minningar um látna ættingja og vini. Á Ytri-Bægisá hefur staðið kirkja allt frá kristnitöku, og í 13. kafla Ljósvetningasögu er getið um byggingu kirkju á staðnum í kringum árið 1007. Bægisárkirkja er helguð með Guði hinum heilaga Jóni babt- ista. Kirkja sú sem nú stendur á Bægisá var reist á árunum 1857- 1858. Aðalhvatamaður að bygg- ingu kirkjunnar var þáverandi prestur á Bægisá sr. Árngrímur Halldórsson. Kirkjan fullgerð kostaði 1279 ríkisdali 2 spesíur og 6 skildinga. Þótti mönnum þetta dýr bygging og getur sr. Daníel Halldórsson prófastur þess í vísitasíugjörð sinni að kirkjan sé dýr en vönduð og sterkleg. En þegar hlutir eldast láta þéir á sjá, og mikið og gott viðhald er nauðsynlegt. En allar viðgerðir eru kostnaðarsamar og því verð- ur oft að geyma viðgerðir lengur en gott þykir. Kirkjan á Bægisá hefur hlotið allgott viðhald í gegnum árin og margar eru hendurnar sem lagt hafa lið við lagfæringar og við- hald kirkjunnar. Og á sl. sumri var mikið gert við Bægisárkirkju. Var kirkjan öll klædd að utan auk þess sem fúinn viður í neðri hluta kirkj- unnar var fjarlægður og nýtt sett í staðinn. Sökkull undir forkirkju var steyptur upp og tröppur við inngöngudyr endurnýjaðar. Ásdís ívarsdóttir, starfsmaður Dags, dregur lausn vinningshafans úr bréfa Einnig var stigi upp á söngloftið endursmíðaður svo og útihurð. Við þessa viðjerð hefur kirkju- húsið breyst mikið til batnaðar og er nú gott hús bæði að utan sem innan. Söfnuðurinn í Bægisársókn er ekki fjölmennur, og því mikið áræði og djörfung að ráðast í jafn stóra framkvæmd og raun varð á. Og kostnaður við viðgerðina varð mikill, en safnaðarfólkið hefur tekið höndum saman og lagt fram miklar upphæðir úr eig- inn vasa svo minnka mætti að mun skuld kirkjunnar. Alian þann góða hug og gjafir er kirkjunni hafa borist ber að þakka og biðja gefendum bless- unar Guðs. Sóknarnefnd Bægisársóknar. Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borö Heítur veislumatur Þorramatur Smurt brauð Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Sími 22600 Júníus heima 24599 Hestamenn! u Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR Stotnað S nóv 1928 P O Bo« 348 - 602 Akuroyn Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 26. og 29. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Tryggvabraut 10, Akureyri, þingl. eign Skipa þjónustunnar hf. fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs, Verslun- arbanka íslands, Þorsteins Eggertssonar hdl. og Sigurðar Sig- urjónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. janúar 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var i 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Óseyri 18 s.e., Akureyri, þingl. eign Sigurðar Einarssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands hf. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. janúar 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hvammshlíð 6, Akureyri, þingl. eign Sigmars Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., inn- heimtumanns ríkissjóðs, Hreins Pálssonar hdl. og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 27. janúar 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Gránufélagsgötu 19 e.h., Akureyri, þingl. eign Stefáns Hermannssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstu- daginn 27. janúar 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri bunkanum. Vinningshafinn í jólakrossgátunni „Hvað ert þú að segja, ert þú að segja satt?“ sagði Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir Kálfa- gerði I í Saurbæjarhreppi er við höfðum samband við hana og tilkynntum henni að hún hefði hlotið 1. verðlaun í jóla- krossgátu Dags. Verðlaunin sem Sigrún Rósa hlýtur eru útvarps- og segul- bandstæki af Teleton-gerð, vand- að og traust tæki. Mjög mikil þátttaka var í jóla- krossgátunni og bárust alls 759 lausnir víðs vegar af landinu. Senda átti inn vísu sem var niður- staðan í gátunni og hljóðaði hún þannig: Að þorskurinn á þrolum sé þykir núna sannað, vonandi er fundið fé að fiska eitthvað annað. Á þurru landi alltafþó þykir mér afhonum nóg. Fern önnur verðlaun voru veitt og voru þau hljómplata að eigin vali frá Kaupfélagi Eyfirðinga. Þeir sem hlutu þau verðlaun voru: Jón Jónsson Kirkjustræti 2 Reykjavík, Inga Þorláksdóttir Góuholti 3 ísafirði, Valgerður Benediktsdóttir Borgarhlíð 2 Akureyri og Gígja Harðardóttir Skarðshlíð 9 Akureyri. Verður þeim send tilkynning þess efnis að þau geti tekið umræddan vinn- ing út hjá Hljómdeild KEA. Enn bjóðum við sérlega hagstæð matarkaup Saltað hrossakjöt í misstórum plastfötum. Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu á helgarblaðinu, að nafn Ársæls Ellertssonar, höfundar pistilsins „Mín meining" féll niður. Ársæll er prentari og sér um að koma Degi á þrykk. Hann og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.