Dagur - 23.01.1984, Síða 12

Dagur - 23.01.1984, Síða 12
MdlE Akureyrí, mánudagur 23. janúar 1984 ÞJÓNUSTA FYRIR r r m • HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Strandferöa- skipin hefðu orðið þrjú - segir forstjóri Skipaútgerðarinnar „Nýja Esjan hefur reynst okk- ur mjög vel og við hefðum gjarnan viljað hafa fleiri slík skip, en því miður er ekki útlit fyrir að það verði í bráð,“ sagði Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Skipaút- gerðar ríkisins í samtali við Dag. „Upphaflega var ætlunin að smíða þrjú skip fyrir Skipaút- gerðina og ég er viss um að það hefði orðið, ef innlendar skipa- smíðastöðvar hefðu sýnt málinu áhuga,“ sagði Guðmundur. „Við lögðum okkur fram um að kynna þeim þetta verkefni og þrjár stærstu skipasmíðastöðvarnar hérlendis höfðu haft útboðsgögn undir höndum í hálft ár áður en smíði Esjunnar var boðin út. Þrátt fyrir það kom aðeins eitt tilboð, frá Stálvík, en það var þannig unnið, að það lýsti ekki áhuga af þeirra hálfu og Esjan var smtðuð í Bretlandi. Satt að segja eru þetta einhver þau mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir síðan ég kom hér í Ríkis- skip. Þetta varð til þess, að stjórnvöld höfðu ekki áhuga á að láta smíða fleiri skip, en þess í stað voru keypt notuð skip er- lendis frá,“ sagði Guðmundur. Það kom fram í samtalinu við Guðmund, að Esjan er stærra skip en þeir skuttogarar sem smíðaðir hafa verið innanlands á undanförnum árum, en smíða- verð lægra. Guðmundur áætlaði að sambærilegt skip kostaði í dag nálægt 180 m. kr. Það væri því ekki lítils virði fyrir innlendu skipasmíðastöðvarnar, að hafa slíkt verkefni í dag. „Ég er nú ekki búinn að sjá að þessi skip hefðu verið smíðuð, jafnvel þótt Esjan hefði verið smíðuð hér innanlands," sagði Gunnar Ragnars hjá Slippstöð- inni, þegar þetta mál var borið undir hann. „Við höfðum næg verkefni þegar smíði Esjunnar var boðin út, þannig að það hefði verið sýndarmennska af okkur að gera tilboð. Þar að auki efast ég um að við hefðum verið sam- keppnisfærir við Bretana, þar sem þeirra tilboð var niðurgreitt um 16% af breska ríkinu. Við höfum sérhæft okkur í smíði fiskiskipa og vildum halda okkur við þau á meðan verkefni voru fyrir hendi,“ sagði Gunnar Ragnars. Vetrarkyrrð. Mynd: KGA. íslenska sauðkindin er lífseig: Lifðu af hörkufrost lengst uppi á fjöllum Þau sluppu við sláturhúsið í haust, ærin og lömbin hennar tvö en það var skammgóður vermir. I allan vetur hefur ærin ráfað með lömbin um afréttina í hörkufrostum og matarlítil en hún lifði það þó ásamt öðru lambinu að sjá björgunarsveit- ina koma til hjálpar. - Við höfðum grun um það að ærin héldi sig á Hvassafellsdal en sökum veðurs og annarra ástæðna þá komumst við ekki til að vitja um hana fyrr en nú, sagði Haraldur Skjóldal á Akureyri í samtali við Dag. - Við fundum ána og annað lambið eftir nokkra leit inni við svonefnda Draga en annað lamb- ið var horfið. Við fundum þó leif- arnar af því skömmu síðar og það bendir allt til þess að það hafi frosið fast við jörðina og fuglar hafi svo komist í það. Það var mjög mikill klaki í báðum kind- unum og við höfðum engin ráð önnur en að skera hann lausan. Reyndar var ærin það illa farin að við urðum að skera hana en lambið var hresst og það komum við með heim. Líklega hefur ærin ekki verið nægilega vel á sig komin. Hún kviðrifnaði sl. vor og var því mögur í haust, sagði Har- aldur Skjóldal. - ESE. „Það hefur veríð fremur lítil vinna hér að undanfömu sem kemur til af því að Stakfellið hefur verið í viðgerð úti í Nor- egi og er þar enn,“ sagði jó- hann A. Jónsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar h.f. er við ræddum við hann um helgina. „Þessi viðgerð sem togarinn er í er tilkomin vegna bilunar í raf- alnum. Þetta kom fljótlega í ljós eftir að skipið kom hingað og var reynt að lagfæra það í Slippstöð- inni á Akureyri en án árangurs. En þar sem þessi bilun kom upp innan ábyrgðartímans var gripið til þess ráðs að sigla skipinu til Noregs þar sem viðgerð fer nú fram. Togarinn fór 14. janúar og við eigum von á honum heim fyrir næstu helgi. Já, þetta þýðir auðvitað atvinnuleysi hér því við eigum ekki annan togara. Bátarnir eru ekki byrjaðir að róa nema þeir minnstu sem hafa farið 2-3 róðra en þeir fengu ekki neitt. Við verðum því bara að bíða í róleg- heitunum þangað til togarinn kemur. Við eigum ekki von á neinu atvinnuleysi hér þegar Stakfellið kemur, ef það fiskar eðlilega, enda hefur ekki verið neitt atvinnuleysi hér í vetur og við erum ekki svartsýnir hérna nema ef eitthvað óvænt kemur upp í þessu svokallaða kvótamáli. Við vitum auðvitað ekkert hvernig kvóta Stakfellið kemur til með að fá þar sem um svo nýtt skip er að ræða en við trúum því ekki að þannig verði á málum haldið að við verðum að sitja hér atvinnu- laus,“ sagði Jóhann. Veður í dag verður suð-vestan átt um land allt, með skafrenningi og élja- gangi. Reiknað er með hægviðri hér fyrir norðan, en við suður og vesturströndina verður hvasst. A morgun er spáð austanátt, en síðar snýst hann I norðan og norð-austan átt, sem á að haldast fram á föstu- dag. # Góður sjónvarps- þáttur í gærkvöld hóf nýr sjón- varpsþáttur göngu sína, „Tökum lagið“ undir stjórn Jóns Stefánssonar, sem hafði hressilegan kór Lang- holtskirkju sér til fulltingis. Auk þess var söngfólk meðal áhorfenda og Jón hvatti landsmenn til að taka undir og til að auðvelda þeim það birtust textar iaganna á skjánum. Það er skemmst frá að segja að þessi þáttur var hressilegur og lofaði góðu um framhaldið. Eflaust hefur „allt landið og miðin“ ómað af kröftugum söng á sunnudagskvöldið. # Ladyin fertug Þá hefur My fair Lady verið sýnd 40 sinnum í gamla sam- komuhúsinu og öll fyrri sýn- ingarmet Leikfélagsins löngu fokin. Margir sýningargestir hafa komið langt að til að sjá herlegheitin og enginn hefur haldið vonsvikinn heim. Sýn- ing Leikfélagsins hefur því skapað beinar og óbeinar tekjur fyrir bæjarfélagið og sannað enn og aftur, að kröft- ug leiklistarstarfsemi er ómissandi þáttur í bæjarlíf- inu. Gamla sýningarmetið átti söngleikurinn Nituce, sem sýndu var fyrir réttum 20 árum. Vonandi þurfa Akur- eyringar ekki að bíða enn í 20 ár efir næsta söngleik. # Samdráttur í skemmtana- lífi „Kreppan“ mun nú vera farin að segja til sín í skemmtana- lífinu, enda ekki óeðliegt að þar geri minnkandi auraráð fyrst vart við sig. Á föstu- dagskvöldið var t.d. lítið um aö vera á skemmtistöðum Akureyrar. Sumir voru án gesta og leigubílar hreyfðust varla. Laugardagskvöldið var hins vegar ögn líflegra.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.