Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 25. janúar 1984 Fylgist þú með hundahaldsmálum fjármálaráðherra? ¦I Elinór Hallgrímsson: Nei, ég hef ekkert fylgst með þessum málum. Rafn Líndal: Ég hef lesiö um þetta í blöð- unum, en lítið fylgst með þessu máli. Nei, ég er ekki á móti hundahaldi, en ef lög eru verður að halda þau. 1 Hreioar Hreiðarsson: Ég hef nú lítið fylgst með því máli og hef ekki myndað mér skoðun á því. Eiður Baldvinsson: Nei, en ég hef sjálfur átt hund og er fylgjandi hundahaldi - undir eftirliti að sjálfsögðu. Árni Haraldsson: Ekki get ég sagt það, ég hef séð þetta í blöðunum og mér finnst þetta nánast hlægilegt. Sé hundahald bannað á ráð- herra ekki að fá að hafa hund fremur en aðrir. „Það fer þokka- lega á með mérog Mulanum" - segir Valtýr Sigur- bjarnarson, bæjarstjóri í Ólafsfirði - Það verður því miður að segjast eius og er að þessa stundina eru það dökku hlið- arriar sem eru mest áberandi hér í bænum. Atvinnuleysi er nokkuð mikið enda voru 174 á atvinnuleysisskrá fyrir helgina en við vonum auðvitað að þetta fari allt saman að lagast, sagði Valtýr Sigurbjarnarson, bæjarstjóri í Ólafsfirði er við slógum á þráðinn til hans á dögunum. Valtýr sagði að reyndar væru ýmsar blikur á lofti í atvinnumál- unum og t.a.m. væri togarinn Sólberg kominn inn með afla og von væri á Ólafi bekk næsta morgun, þannig að vinna ætti að verða í frystihúsinu út þessa viku og kannski eitthvað fram í þá næstu. - Er eitthvað um að togararnir sigli með aflann? ' - Sigurbjörgin er í siglingu núna með ein 120 tonn af karfa. Það sigldu reyndar tveir togarar fyrir jól en þetta er þannig afli að hann hentar okkur illa. - Eru menn sárir út í þessar siglingar? - Auðvitað finnst sumum það skjóta nokkuð skökku við að það sé siglt með afla á meðan atvinnuleysi er þetta mikið en þegar þetta mál er skoðað ofan í kjölinn þá á það sér sínar skýr- ingar. Bæði skrapdagakerfið og afiinn sjálfur hefur ekki gefið mikið tilefni til þess að hann sé unninn hér innanlands en hins vegar hefur fengist mjög gott verð fyrir aflann erlendis. Þetta er sá tími sem besta verðið fæst og það er því ekki hægt að gagn- rýna útgerðina fyrir að reyna að bjarga sér og rétta kannski örlítið úr kútnum. - Hvað með annað atvinnulíf í Ólafsfirði? - Sjávarútvegurinn hjá okkur er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú en sá iðnaður sem við höfum hér hefur gengið þokkalega. Við erum nú að ljúka við gerð iðn- garða sem hafa skapað talsverða atvinnu fyrir iðnaðarmenn. Þess- ir iðngarðar verða leigðir út á næstunni en það liggur samt ekki ljóst fyrir hvers konar atvinnu- starfsemi verður rekin í þessu húsnæði. - Sóttu margir um? - Það eru ein fjögur fyrirtæki og einstaklingar héðan sem sóttu um auk utanbæjarmanna og méðal þess sem kemur til greina er sníða- og saumastofa og fata- hreinsun. Þeir aðilar sem hafa sent inn umsóknir verða þó að gera grein fyrir rekstrarmögu- leikum sínum áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar, því það er engum greiði gerður með því að hér verði komið á fót atvinnu- starfsemi sení e.t.v. er dauða- dæmd fyrirfram. - Hvernig er þessu leigufyrir- komulagi háttað? - Við höfum haft iðngarðana á Selfossi sem fyrirmynd en þeir hafa að sögn reynst ákaflega vel. Það eru ákvæði um það í reglu- gerðum að húsnæði sé aðeins leigt út til fimm ára en hugmynd- in að baki þessu er sú að þarna geti fyrirtæki fengið inni á meðan verið er að koma fótunum undir þau en síðan er ætlast til þess að þau flytjist í eigið húsnæði. Reynslan frá Selfossi hefur sýnt að þetta er kannski of mikil bjart- sýni en við útilokum ekki að ekki verði hægt að lengja leigutímann. - Hvernig kann svo nýi bæjar- stjórinn við Ólafsfjarðarmúlann margfræga? Valtýr Sigurbjamarson. - Bara vel. Það fer þokkalega á með okkur og ég hef yfir fáu að kvarta. Reyndar fór ég út af veg- inum í vetur og lenti síðan í að teppast í Múlanum vegna snjó- flóðs en þetta er hlutur sem við verðum að sætta okkur við enn um sinn. Það er okkar boðorð að fara varlega og flana ekki út í neitt. Við búum líka það vel að hafa hér góðan vegaeftirlitsmann sem gjörþekkir Múlann og fólk hefur það fyrir sið að ræða við hann áður en það bregður sér bæjarleið að vetri til. - Eru Ólafsfirðirigar orðnir langeygir eftir göngum í gegnum Múlann? - Já, mjög svo og óþreyjan fer vaxandi. Kröfur um að komast allra sinna ferða hafa auðvitað aukist í takt við tíðarandann og svo benda vísir menn á að hrun hefur aukist úr Múlanum og við verðum því að fá göng í framtíð- inni. - Hvenær hafið þið von um jarðgöng í fyrsta lagi? - Það er erfitt að spá nokkru uní það en við höfum reynt að gera hvað við getum til að fá þessum málum hraðað. Það er einn fundur með þingmönnum framundan og við gerum þær kröfur að það forskot sem fékkst við gerð vegarins fyrir Ólafsvík- Mynd: ESE. urenni, þ.e. að sá afgangur sem varð þar miðað við upphaflega fjárhagsáætlun, að honum verði varið eingöngu til Ó-veganna. - Eruð þið sáttir við að vera síðastir í röðinni á Ó-vegaáætlun- inni? - Við erum ekkert ósáttir við það í sjálfu sér. Við skiljum sjón- armið þeirra sem þurfa að ferðast um Óshlíðina og við gerum engar kröfur um að fá varanlegan veg á undan þeim. Það sem við vilj- um er að öllum framkvæmdum verði hraðað eftir föngum. - Að lokum. Hvað gerir bæjarstjórinn í frístundum sínum? - Þær hafa nú veriðfrekar litl- ar fram að þessu en þær fáu sem hafa gefist hef ég notað til að vera með fjölskyldunni. Ég hef einnig gaman af lestri góðra bóka og að hlýða á góða tónlist. - Engin gönguskíði á dag- skránni? - Ekki enn, en það kemur að því sannaðu til. - Þú bregður þér kannski fyrst á stökkskíði að hætti Ólafsfirð- inga? - Ætli ég bíði ekki með það þar til sól hækkar á lofti og skyggni eykst. Ég býst nefnilega við því að stökkva svo langt. -ESE. Fjórum pörum af leðurstígvélum stolið úr skógeymslu HUmar Steinarsson hringdi: Ég bý í fjölbýlishúsi við Hrísa- lund, þar sem við geymum skó- fatnað okkar við inngang í kjall- ara. Af og til hefur það komið fyrir, að par og par hafi horfið úr geymslunni, en að undanförnu hefur þetta keyrt um þverbak. Þannig hurfu fjögur pör af nýjum skóm um síðustu helgi. Þar var um að ræða kvenleðurstígvél upp á miðjan legg, þannig að greini- lega hefur verið pikkað út það sem er í tísku og ekki það ódýr- asta. Ég veit ekki hvort sá fihgra- langi hefur ætlað sér að nota þessi stígvél sjálfur eða selja þau. En líklegast er að hér séu börn eða unglingar að verki og vil ég eindregið hvetja foreldra til að fylgjast með börnum sínum, t.d. ef þeim eru boðin lítið notuð stígvél á hóflegu verði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.