Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 3
Hlíðarfjall „Starfið hér í Hlíðarfjalli er nú komið í fuUan gang og hér het'ur verið opið í tvær vikur," sagði Ivar Sigmundsson for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíð- arfjalli á blaðamannafundi sem efnt var til í skíðahótelinu þar í fyrradag. Tilefnið var opnun- in, og ýmislegt sem er á döfinni hjá þeim Hlíðarfjallsmönnum. Það kom fram hjá ívari að að- sókn í Hlíðarfjall hefur ekki auk- ist undanfarin ár þrátt fyrir að sú þróun hafi átt sér stað um allt land. Ekki er gott að segja til um hvað veldur því, en sennilega spilar þar inn í að lítið hefur ver- ið unnið í lyftumálum á undan- förnum árum og er á stundum allt að 40 mínútna bið við lyfturnar. Draumur þeirra Hlíðarfjalls- manna er að lyftan sem nú er hin svokallaða „Stromplyfta" verði tekin niður þar og sett í Hjalla- braut. Jafnhliða verði keypt tog- lyfta sem sett verði upp sem „Stromplyfta" og verði hún nokkuð lengri en lyftan sem þar er nú. Þetta er sú framkvæmd sem brýnust er í Fjallinu og myndi gjörbreyta allri aðstöðu þar. ír," sagði ívar Sigmundsson. „Við erum með það í huga núna að veita aðstoð fyrir skóla og' starfshópa sem hafa áhuga á því að koma hingað uppeftir, hvort sem um er að ræða að setja upp mót fyrir þessa aðila eða aðstoða við trimm." Á fundinum varð mönnum tíð- rætt um aðstöðuna í Hlíðarfjalli og uppbygginguna þar. „Það eru ekki mörg ár síðan Hlíðarfjall var fyrirmynd annarra skíða- staða hér á landi og allir mið- uðu uppbygginguna hjá sér við það sem var hér. Staðreyndin er hins vegar sú að við höfum dregist aftur úr og ástæðan er sú að það hefur ekki verið pólitískur vilji fyrir því að standa þannig að uppbyggingunni hér eins og við hefðum kosið," sagði ívar Sig- mundsson. Opið daglega Sem fyrr sagði er reksturinn í Hlíðarfjalli nú kominn í fullan gang. Lyfturnar eru nú opnar daglega kl. 13-18 á virkum dög- um og kl. 10-17.30 um helgar. Þegar kemur fram í miðjan Tvær ungar skíðakonur fjaUi. Hlíðar hefur verið tekið á móti gestum í herbergi. Nú hefur verið ákveðið að leggja niður hótelreksturinn, en eftir sem áður geta hópar fengið leigt svefnpokapláss. Trímm-keppnin Það hefur varla farið framhjá neinum að nú stendur yfir Lagt af stað upp í fjallið í stólalyftunni Útivistardagur Nk. sunnudag verður efnt til úti- vistardags í Hlíðarfjalli. Ókeypis verður í allar lyfturnar allan dag- inn og leiðbeinendur frá Skíða- ráði Akureyrar verða á staðnum og aðstoða þá sem þess óska. Þá verða lagðar göngubrautir og við þær verða einnig menn frá skíða- ráðinu sem leiðbeina bæði hvað varðar gönguna sjálfa, smurn- ingu á skíðunum og fleira. Inni í hótelinu verður svo boðið upp á kaffiveitingar. „Það er ekkert launungarmál að við erum að þessu til þess að reyna að laða fólk hingað uppeft- febrúar verður einnig opið fyrir hádegi og á þriðjudögum og fimmtudögum er opið til kl. 21. Skíðaskóli er rekinn í Hlíðar- fjalli og er völ á hóptímum eða einkakennslu. Eins og undanfar- in ár verður um 5 daga námskeið að ræða frá mánudegi til föstu- dags og fær hver hópur um 2ja tíma kennslu á dag. Námskeiðin eru haldin kl. 10-12, 2-A, 5-7 og 7-9. Allar nánari upplýsingar er að fá að Skíðastöðum. Frá því að rekstur Skíðastaða hófst hefur í Hlíðarfjalli verið rekið þar sambland af skíðaskála og hóteli. Skólahópar og félög hafa dvalið þar á virkum dögum í svefnpokaplássi en um helgar Beðið eftir rútunni. Trimm-landskeppni á skíðum og geta skólar, vinnuhópar og fé- lagasamtök sem þess óska fengið aðstoð við slíkt í Hlíðarfjalli. Starfsfólk þar mun aðstoða við brautarlagningu, útvega búnað sem þarf og einnig veita aðstoð við skíðamót trimmara sem fyrr sagði. Þá er ástæða til að minna fólk á að um helgar er lögð göngubraut í Hrappstaðaskál. Ferðir og verð Heilsdagskort sem gildir í allar lyftur í Hlíðarfjalli kostar 180 krónur fyrir fullorðna og 95 krón- ur fyrir börn en verð fyrir hálfs- dagskort í allar lyftur er 135 krónur fyrir fullorðna og 60 krón- ur fyrir börn. Þá eru seld kvöld- kort sem gilda í allar lyftur og kosta þau 85 og 40 krónur. Vetrarkortin kosta svo 2.600 krónur fyrir fullorðna og 1.300 krónur fyrir börn. Hópferðir eru í Hlíðarfjall oft á dag alla daga vikunnar. Á virk- um dögum er farið úr bænum kl. 9.30, 13.30,15.30,16.30 og 18.30 en um helgar kl. 9.30, 12.30, 14.00, 16.30 og 17.30. Viðkomu- staðir í bænum áður en farið er í Hlíðarfjall eru við verslunarmið- stöðina Sunnuhlíð, Glerárstöð Olís, BSO Strandgötu, Heima- vist MA, Kaupang og KEA við Hrísalund. 25. janúar 1984 - DAGUR - 3 Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn í Hvammi 26. janúar '84 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Vídeósýning - íshokký. Eldri félagar eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. Stjórnin. Bílar á söluskrá: Opel Record árgerð 1978, 4ra dyra, beinskiptur. Volvo árgerð 1976, 4ra dyra, sjálfskiptur. Upplýsingar í Véladeild KEA Djúprækjuveiðar Útgerðarmenn - Skipstjórar Okkur vantar rækju til vinnslu. Hafið samband í síma 52188 eða 52154. Þá getum við bætt við okkur bátum í föst viðskipti í sumar. Sæblik hf. Kópaskeri. anc Ungmennafélag Islands75ára 1907-1982 Ræktun lýðs og lands I bókinni Ræktun lýðs og lands er rakin 75 ára saga ungmennafélagshreyfingarinnar, allt frá stofnun UMFÍ 1907, til ársins 1982. Bókin er 360 síður og í henni eru um 350 myndir, þar af 50 litmyndir. Á Norðurlandi er bókin til sölu hjá sambandsaðilum UMFÍ og stjórnarmönnum UMFÍ þar, þeim Guðmundi H. Sigurðssyni Skagaströnd og Þóroddi Jóhannssyni Akureyri. Einnig er hægt að panta bókina á skrifstofu UMFÍ í Reykjavík, í síma 12546 Ungmennafélag íslands

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.