Dagur - 25.01.1984, Side 4

Dagur - 25.01.1984, Side 4
4 - DAGUR - 25. janúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Húsnæðismál námsmanna Með grunnskólalögunum var stefnt að því að gera öllum nemendum jafnhátt undir höfði með tilliti til menntun- armöguleika. Sami réttur þyrfti að gilda hvað varðar framhaldsmenntun. Nú er það svo að ýmsir þættir s.s. búseta og samgöngumál spila drjúgan þátt inn í þegar möguleikar fólks á að stunda langskólanám eru skoðaðir. Vegna þess hve dýrt það er fyrir fólk utan af landi að stunda nám í Reykjavík hafa nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins þeir Stefán Guðmundsson, Davíð Aðalsteinsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur Bjarna- son, Páll Pétursson og Þórarinn Sigurjónsson lagt fram til- lögu til þingsályktunar um húsnæðismál námsmanna en þar segir: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna sér- staklega á hvern hátt megi bæta úr þeim mikla húsnæð- isvanda sem námsmenn utan Reykjavíkur og nágrennis búa við vegna staðsetningar Háskóla íslands og flestra sérskóla. Áhersla skal á það lögð að ljúka þessari könnun svo fljótt sem kostur er.“ Og til að sýna fram á hvílíkt nauðsynjamál er hér á ferð- inni fylgir þessu eftirfarandi greinargerð: „Stærstu árgangar íslandssögunnar eru það æskufólk sem nú er á aldrinum 18-25 ára. Menntun, og þá sérstak- lega framhaldsmenntun, er orðin mun algengari en nokkru sinni fyrr. Menntastofnanir framhalds- og sér- náms eru aðallega á Reykjavíkursvæðinu. Námsfólk utan af landsbyggðinni leitar því í miklum mæli til höfuðborg- arinnar eftir menntun sinni. Á undangengnum árum hafa verið settir á stofn fjöl- brauta- og menntaskólar víða um land, auk menntaskól- anna sem voru fyrir. Á skólaárinu 1982-1983 voru 5733 nemendur utan Reykjavíkur í þessum skólum, þar með taldar framhaldsdeÚdir grunnskólanna. Á höfuðborgarsvæðinu eru m.a. eftirtaldir framhalds- skólar sem æskufólk af landsbyggðinni sækir: Iðnskólinn í Reykjavík, Vélskóh íslands, Stýrimannaskólinn í Reykja- vík, Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði, Myndlista- og hand- íðaskólinn, Leikhstarskóli íslands, Hússtjórnarkennara- skóh íslands, Hjúkrunarskóli íslands, Nýi hjúkrunarskól- inn, Ljósmæðraskóli íslands, Þroskaþjálfaskóli íslands, Röntgentæknaskóh íslands, Sjúkrahðaskóh íslands, Fósturskóli íslands, Lyfjatæknaskóli íslands, Hótel- og veitingaskóli íslands, Tækniskóli Islands, Kennaraháskóli íslands, Háskóli íslands. Fjöldi landsbyggðarmanna í þessum skólum er nú 1800-2000. Öllum er nú ljóst að húsnæði er ein af forsendum þess að hægt sé að stunda nám í Reykjavík. Álitið er að um 5500-6000 íbúðir séu til leigu í Reykjavík. Ásókn í þær er gífurleg, sbr. umfjöhun leigjendasamtakanna, svo og skýrslu Félagsstofnunar stúdenta frá 1982 um húsnæðis- aðstöðu háskólastúdenta. Samkeppni um of fáar íbúðir gerir það að verkum að mikil fyrirframgreiðsla og tiltölu- lega há húsaleiga er oft forsenda fyrir því að fá íbúð á leigu. Þetta eykur mjög tilkostnað landsbyggðarnem- enda við öflun menntunar í Reykjavík, og mismunar þess vegna fólki vegna búsetu sinnar. Stór hluti þeirra 5733 nemenda, sem nú stunda undirbúningsnám utan höfuð- borgarsvæðisins, á eftir að leita á þennan þrönga hús- næðismarkað. Með flutningi þessarar tillögu tU þingsályktunar er reynt að vekja umræðu og leita leiða tU að bæta úr því slæma ástandi sem nú ríkir og búa betur í haginn. “ ám i3~«- Sverrir Páll Erlendsson 1 h'lklltir B ======1== Leikfélag Dalvíkur: kciMcmy uaiviivui. ___ Skonrok og belgvettlingar Atriði úr „Þið munið hann Jörund“ Dalvík var í sönnum vetrarbún- ingi á fimmtudagskvöldið var. Snjór yfir öllu, töluverðir ruðn- ingar meðfram götum, flóðlýsing skíðamanna teygði sig upp eftir Böggvisstaðafjalli og smávaxnir togarar hölluðu sér upp að bryggju. Fyrir utan Ungó, bíóið, leikhúsið, samkomuhúsið, stóð fjöldi bíla. Þetta var frumsýning- arkvöld. Leikfélag Dalvíkur minntist þess að 40 ár eru frá stofnun þess og dreif á svið sög- una sem sögð var í bresku kránni, söguna um Jörund hinn dansk-enska, ferð hans til íslands og samskipti við þá „kotunga- þjóð með kúastóð, sem þar kúrði með galtóma maga,“ og talaði eitthvert fornaldar- og furðumál sem engu líktist í siðuðum heimi. Þjóðina sem öldum saman hafði komið sér hjá því að fara í bað, nærðist á illþefjandi, kæstum hákarli og framleiddi belgvett- linga með tveimur þumlum. Þjóðina sem kveinaði skriflega, því þetta var svo mikil bók- menntaþjóð - en samt ekki öll þar sem hún var séð. Jónasi Árnasyni hefur lánast að semja allmörg leikrit sem eru orðin hluti þeirra sígildu verka sem eru sjálfsagðir liðir á verk- efnaskrá áhugaleikhópa og atvinnuleikhúsa. Trúlega skiptir þar miklu máli að þau krefjast fjölbreyttra hæfileika flytjend- anna. Þar fá spaugsamir leikarar að njóta sín jafnt sem alvöru- gefnir, söngvarar jafnt sem hljóð- færaleikarar. Og á svipaðan hátt og Brendan Béhan fyllti Gísl hinn írska af þjóðlegum söngvum hefur Jónas valið flokk gull- fallegra enskra/írskra/skoskra þjóðlaga og fellt inn í sögu sína og sett við texta sem fáum öðrum en honum er lagið að yrkja. Og hér verða lögin vissulega að vera erlend því „lýðurinn uppi á land- inu því“, sem Jörundur sótti heim, kunni náttúrlega ekki að syngja. Arnar Jónsson er leikstjóri Dalvíkinga að þessu sinni. Sviðs- setningin er góð, þjálfun leikenda hefur tekist vel og öll er uppsetn- ingin frjálsleg og óþvinguð. Landreisa Jörundar er að vísu dálítið yfirkeyrð og úr stíl við annað í sýningunni. Hitt má hafa f huga að frá höfundar hendi er seinni hluti Jörundarsögu fremur hægur og spennulítill lengi vel og því ekki undarlegt að gripið sé til bragða til að hressa hann við. Jón Þórisson hefur gert sviðs- myndina og þetta er enn ein lista- smíðin úr fórum hans sem kemur á óvart. Hún er falleg að lögun og litum, fullnægir þörfum sviðs og leiks og er eitt af þessum ótrúlegu galdravirkjum sem draga má í sundur, brjóta saman, snúa og renna til á hjólum svo úr verður eftir atvikum skrifstofa, bjórkrá, skipt við bryggju eða hvað annað sem þörf er á. Dalvíkingar eiga marga góða leikara, fólk sem leggur frá sér tól brauðstritsins og bregður sér í allra kvikinda líki á sviðinu í Ungó. í höndum Ómars Arn- björnssonar er Jörundur fjarska- lega spaugilegur og oft brjóstum- kennanlegur, hrein andstæða Charlie gamla Brown, sem er átakamesta hlutverkið. Þar verð- ur Björn Björnsson einfættur, einhendur og eineygður, útsmog- inn og sannur skúrkur. Arnar Jónsson leikur Studiosus, hinn kæna íslenska ref, og gerir það prýðilega, gætir þó þeirrar smekkvísi að yfirleika aldrei áhugafólkið, en það vill oft gleymast þegar atvinnumenn ganga í áhugamannalið. Mikið mæðir á söngsveitinni, Sólveigu Hjálmarsdóttur, Krist- jáni Hjartarsyni og Gunnari Sig- ursteinssyni, en þau leiða sýning- una og tengja atriðin með söng og spjalli og gera það á látlausan og skemmtilegan hátt. Heppilegt hefði þó verið ef flautuleikarinn þeirra Colin P. Virr, sem jafn- framt annaðist útsetningar allar, hefði skrifað sópraninn ögn lægri fyrir Sólveigu. Urmull annarra leikara kemur fram og yrði of langt mál að geta þeirra allra hér. Þó er ekki hægt að sleppa pennanum án þess að geta Stefáns Friðgeirssonar í hlutverki Trampe greifa. Svona eiga Danir að vera! Aðrir leik- endur, ekki síst þeir yngstu, skila hlutverkum sínum skemmtilega vel og án stórra vandræða. Eins er enn að geta. Ég minnist þess vart að hafa séð ljósum eins skemmtilega beitt á sýningu utan stóru leikhúsanna. Hér voru þau fullgildur þáttur í sýningunni. Að lokum vil ég færa Leikfé- lagi Dalvíkur afmæliskveðjur og þakkir fyrir góða skemmtun. Því fylgir einhver sérstök tilfinning að koma í leikhús á Dalvík. Ég kann ekki að lýsa því betur í einu orði en að segja að það sé heim- ilislegt. Leikarar og starfsfólk við sýningu Leikfélags Dalvíkur á „Þið munið hann Jörund“.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.