Dagur - 25.01.1984, Page 5

Dagur - 25.01.1984, Page 5
25. janúar 1984 - DAGUR - 5 Guðbrandur Bogason formaður Okukennarafélags Islands. Markmiðið að bæta umferðar- menninguna - segir Guðbrandur Bogason formaður Ökukennarafélags íslands „Áríðandi er að taka upp markvissa og samræmda öku- kennslu þar sem áhersla er lögð á að móta örugga, ábyrga og góða ökumenn. Markmið ökukennslunnar skal vera að sá sem fengið hefur fræðslu geti ferðast sjálfstætt í umferð- inni, með sem mestu öryggi og öðrum til sem minnstra óþæg- inda.“ Svo mælti Guðbrandur Bogason, formaður Ökukenn- arafélags íslands, í spjalli við Dag. „13. desember sl. var gefin út ný reglugerð um ökukennslu. Tekur hún gildi 1. febrúar. Við höfum verið að ferðast um á veg- um Ökukennarafélagsins, Dóms- málaráðuneytisins og Bifreiðaeft- irlitsins til að kynna þessa nýju reglugerð. Hér á Akureyri höfum við haldið nokkra fundi með öku- kennurum og prófdómurum og ég held að menn séu almennt ánægðir með þessar breytingar. Helstu breytingar eru þær að gefin hefur verið út námsskrá, sem er nýjung hér á landi. Námsskráin er í 6 köflum og markmiðin eru 160, sem er mikil breyting frá því sem var. Námsskrá þessi á að stuðla að samræmdum vinnubrögðum á öllu landinu. Við viljum breyta þessu á þann hátt að hinn fræðilegi hluti námsins verði ekki eins staglkenndur og verið hefur, við viljum fá hann meira lifandi og liður í því er að tekið verður upp skriflegt próf, krossapróf í stað munnlegs áður. Reglugerðin ger- ir einnig ráð fyrir aukinni mennt- un ökukennara, gera okkur fær- ari um að gera hina færa. Leiðin til að mæta þessum breytingum er heppilegust í formi skóla. Þessi aukna fræðsla myndi þýða það að nemendur yrðu að taka fleiri tíma og það yrði mjög dýrt fyrir þá. Öku- kennarar vilja því að þessi fræði- lega kennsla fari fram á nám- skeiðum eða í ökuskólum. Það er í undirbúningi að stofna öku- skóla á Akureyri, við getum a.m.k. sagt að menn séu að ræða þau mál alvarlega. Slíkir skólar hafa verið starfræktir í Reykjavík og af þeim er góð reynsla sem Akureyringar gætu nýtt sér. Ökukennarafélag íslands hefur gefið út bók „Akstur og umferð" til notkunar í þessari fræðilegu kennslu. Þar er heilmikill fróð- leikur, ekki aðeins fyrir þá sem eru að læra, heldur einnig fyrir almenning og fyrir þá sem vilja rifja upp gamla kunnáttu. Við vitum að þessi reglugerð er ekkert fullnaðarverk, en hún er spor í rétta átt. í stórum dráttum er ökukennsla hér á landi ekki frábrugðin ökukennslu í öðrum löndum, kjarninn er sá sami, en það hefur skort á þetta fræðilega nám. Það má segja að aðal mark- miðið sé að bæta umferðarmenn- ingu landsmanna og það er ekki svo lítið markmið," sagði Guð- brandur í lok samtalsins. H.J.S. nr-m sending ^ Haskolabolir | Bláir - Gráir - Hvítir Flauelsbuxur kr. 440,- Rúllukragabolir frá kr. 300,- Karlmannanær- buxur síðar kr. 90,- Kkbíwersliin SigwbarCjiibnmmbsomrhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borð Heitur veislumatur Þorramatur Smurt brauð Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Sími22600 Júníus heima 24599 FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. j Hlig3”" J Þorramatur fjölbreytt únral Þorrablót Þorrablót U.M.F. Dagsbrúnar verður haldið í Hlíðarbæ 4. febrúar og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Hreppsbúar, ungmennafélagar og burtfluttir hreppsbúar velkomnir. Miðapantanir í síma 26272 og 26308, fimmtu- daginn 26. jan. og föstudaginn 27. jan. kl. 17-19. Nefndin. Frá Saurbæjarhreppi Samkvæmt samþykkt Saurbæjarhrepps er óheimil hrossabeit á afréttum og löndum ofan vörslugirðinga á tímabilinu frá 1. febrúar til 15. júní. Oddvitinn. Árshátíð Framsóknarfélaganna á Akureyri og nágrenni verður haldin á Hótel KEA laugardaginn 4. feb. Nánar auglýst síðar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.