Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 25. janúar 1984 Hundur dó af völdum eiturs fyrir hrafna.... Af hverju er eitrað fyrir fugla á jörðu niðri? „ Við vitum að við höfðum ekki leyfí til að hafa tíkina lausa og meindýraeyðirinn var báinn að segja okkur að binda hana, en okkur fannst ekki ástæða ál þess. Hún hafði alltaf veríð laus og fór aldrei neitt frá; hún fór í brekkuna bérna fyrír ofan og skipti sér aldrei af ókunnug- um. Við búum innst í Inn- bænum ogþað er opið svæði bérna fyrir ofan og innan þar sem margir fara um með lausa hunda. En ókkur fínnst það ekki aðalmálið, heldur fínnst okkur furðn- lega að þessu staðið á allan hátt." Svo mæltu hjónin Kristján Jóhann- esson og Helga Nóadóttir. Þau urðu fyrir því sorglega óhappi að tíkin þeirra, Spíra, komst í kjöt með svefn- meðalinu Fenemal. Kjötið var ætlað til að koma hröfnum yfir í eilífðina. En því miður komst Spíra í það og dó eftir að hafa legið lömuð í 3 daga. „Það var á fimmtudaginn sem þeta gerðist. Henni var hleypt út, eins og alltaf hafði verið gert. Hún var yfir- leitt mjög stutt úti, í þetta skipti var hún reyndar óvenju lengi, eða um klukkutíma. Við vorum farin að undrast um hana þegar hún loksins birtist, Við hleyptum henni inn, en skruppum sjálf frá í 3 korter og þegar Sonur Kristjáns og Helgu, Jóhannes, heldur hér utan um vinkonu sína Spíru. við komum aftur var hún orðin lömuð að aftan og það smá breiddist út um allan skrokkinn. Við höfðum strax samband við dýralækni, sem sendi heilbrigðisfulltrúa til okkar. Þeir voru mjög jákvæðir, en töldu að ekkert væri hægt að gera. Vinur okkar, Jón- as Ingimarsson læknir, sýndi þessu mikinn áhuga. Hann setti upp hjá henni vökva og sprautaði hana með penisillíni ef hún hefði fengið lungna- bólgu líka. Við héldum í vonina og þrjbskuðumst við að láta svæfa hana, en allt kom fyrir ekki. Hún dó eftir 3 sólarhringa. Við töluðum við Jón, mein- dýraeyði, og hann segist hafa séð hana narta í kjötið, en lét okkur ekk- ert vita. Ef það er rétt að hún hafi að- eins nartað í kjötið, hlýtur að vera um gífurlegt magn af lyfinu að ræða. Það mætti helst ímynda sér að maðurinn viti ekkert hvað hann er með í höndunum. Við skiljum heldur ekki af hverju er eitr- að fyrir fugl á jörðu niðri. Það hlýtur alltaf að vera hætta á að skepnur og jafnvel börn komist í eitrið. Okkur og eflaust fleirum þætti eðlilegra að koma þessu fyrir ofan jörðu, uppi í trjám, ljósastaurum eða öðru slíku. Okkur finnst vægast sagt illa og kær- uleysislega að þessu staðið. Eitrinu er dreift á útivistarsvæði þar sem margir fara um. Það var hvergi tilkynnt að þessi eitrun stæði fyrir dyrum, við höfðum því ekki hugmynd um að þetta lægi svona stutt frá heimili okkar. Við erum ákveðin í að kanna hver réttur okkar er í þessu máli og ætlum að höfða mál ef við höfum einhvern rétt. Við vitum að við endurheimtum Spíru ekki með því móti, en okkur finnst ekki hægt að láta þetta kyrrt liggja. Pað gæti kannski orðið til þess að þetta endurtaki sig ekki. Það má geta þess að Spíra var af tegundinni Irish Shetter, það eru írskir veiðihundar. Mjög fáir hundar eru til af þessari tegund hér á landi og hvolparnir kosta orðið 15.000 kr. Við bjuggum í Bandaríkjunum í nokkur ár og áttum þá 2 svona hunda. Við fengum auðvitað ekki áð koma með þá til landsins en vorum ákveðin í að fá okkur svona hund er heim kæmi. Eftir árs leit hér heima fengum við loks Spíru. Það yrði ærin fyrirhöfn fyrir okkur að ná okkur í annan svona hund, og við höfum reyndar ekki gert það upp við okkur hvort við höfum áhuga á því. Það eru engar ýkjur að við höfum misst besta vin okkar," sögðu Kristján og Helga í lok sam- talsins. -HJS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.