Dagur - 25.01.1984, Side 6

Dagur - 25.01.1984, Side 6
6 - DAGUR - 25. janúar 1984 25. janúar 1984 - DAGUR - 7 Hundur dó af völdum eiturs fyrir hrafna.... Af hverju er eitrað fyrir fugla á jörðu niðri? „Við vitum að við höfðum ekki leyfí til að hafa tíkina lausa og meindýraeyðirínn var búinn að segja okkur að binda hana, en okkur fannst ekki ástæða til þess. Hún hafði alltaf veríð laus og fór aldrei neitt frá; hún fór í brekkuna béma fyrir ofan og skipti sér aldrei af ókunnug- um. Við búum innst í Inn- bænum og það er opið svæði héma fyrír ofan og innan þar sem margir fara um með lausa hunda. En okkur fínnst það ekki aðalmálið, heldur fínnst okkur furðu- lega að þessu staðið á allan hátt. “ Svo mæltu hjónin Kristján Jóhann- esson og Helga Nóadóttir. Pau urðu fyrir því sorglega óhappi að tíkin þeirra, Spíra, komst í kjöt með svefn- meðalinu Fenemal. Kjötið var ætlað til að koma hröfnum yfir í eilífðina. En því miður komst Spíra í það og dó eftir að hafa legið lömuð í 3 daga. „Það var á fimmtudaginn sem þeta gerðist. Henni var hleypt út, eins og alltaf hafði verið gert. Hún var yfir- leitt mjög stutt úti, í þetta skipti var hún reyndar óvenju lengi, eða um klukkutíma. Við vorum farin að undrast um hana þegar hún loksins birtist. Við hleyptum henni inn, en skruppum sjálf frá í 3 korter og þegar við komum aftur var hún orðin lömuð að aftan og það smá breiddist út um allan skrokkinn. Við höfðum strax samband við dýralækni, sem sendi heilbrigðisfulltrúa til okkar. Þeir voru mjög jákvæðir, en töldu að ekkert væri hægt að gera. Vinur okkar, Jón- as Ingimarsson læknir, sýndi þessu mikinn áhuga. Hann setti upp hjá henni vökva og sprautaði hana með penisillíni ef hún hefði fengið lungna- bólgu líka. Við héldum í vonina og þrjóskuðumst við að láta svæfa hana, en allt kom fyrir ekki. Hún dó eftir 3 sólarhringa. Við töluðum við Jón, mein- dýraeyði, og hann segist hafa séð hana narta í kjötið, en lét okkur ekk- ert vita. Ef það er rétt að hún hafi að- eins nartað í kjötið, hlýtur að vera um gífurlegt magn af lyfinu að ræða. Það mætti helst ímynda sér að maðurinn viti ekkert hvað hann er með í höndunum. Við skiljum heldur ekki af hverju er eitr- að fyrir fugl á jörðu niðri. Það hlýtur alltaf að vera hætta á að skepnur og jafnvel börn komist í eitrið. Okkur og eflaust fleirum þætti eðlilegra að koma þessu fyrir ofan jörðu, uppi í trjám, Ijósastaurum eða öðru slíku. Okkur finnst vægast sagt illa og kær- uleysislega að þessu staðið. Eitrinu er dreift á útivistarsvæði þar sem margir fara um. Það var hvergi tilkynnt að þessi eitrun stæði fyrir dyrum, við höfðum því ekki hugmynd um að þetta lægi svona stutt frá heimili okkar. Við erum ákveðin í að kanna hver réttur okkar er í þessu máli og ætlum að höfða mál ef við höfum einhvern rétt. Við vitum að við endurheimtum Spíru ekki með því móti, en okkur finnst ekki hægt að láta þetta kyrrt liggja. Það gæti kannski orðið til þess að þetta endurtaki sig ekki. Það má geta þess að Spíra var af tegundinni Irish Shetter, það eru írskir veiðihundar. Mjög fáir hundar eru til af þessari tegund hér á landi og hvolparnir kosta orðið 15.000 kr. Við bjuggum í Bandaríkjunum í nokkur ár og áttum þá 2 svona hunda. Við fengum auðvitað ekki áð koma með þá til landsins en vorum ákveðin í að fá okkur svona hund er heim kæmi. Eftir árs leit hér heima fengum við loks Spíru. Það yrði ærin fyrirhöfn fyrir okkur að ná okkur í annan svona hund, og við höfum reyndar ekki gert það upp við okkur hvort við höfum áhuga á því. Það eru engar ýkjur að við höfum misst besta vin okkar,“ sögðu Kristján og Helga í lok sam- talsins. - HJS. Sonur Krístjáns og Helgu, Jóhannes, heldur hér utan um vinkonu sína Spíru. Það hefur löngum verið sagt að höfnin sé lífæð íslensku þjóðarinnar. Höfnin er mikilvægasti staður hvers byggðarlags sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og það er þar sem mestur hluti þess gjaldeyris sem þjóðin aflar sér streymir á land. Ef þú vilt finna púls þjóðlífsins slá, farðu þá niður á höfn, er haft að orðtaki og víst er það að höfnin hefur til skamms tíma verið ið- andi af lífi mestan part sólarhringsins. En nú eru blikur á lofti. Aflaleysi hefur lamað hafnir landsins í bili a.m.k. en þrátt fyrir það er alltaf eitthvað töfrandi við höfnina. Þar hafa skip lagst að bryggju og lagt frá landi svo lengi sem elstu menn muna og það þykja alltaf tíðindi er skip kemur í höfn. Svo mun það alltaf verða, hvað sem þorski og loðnu líður - höfnin mun alltaf vera einn ríkasti þátturinn í þjóðlífi ís- lendinga. Meðfylgjandi myndir tók KGA ljósmyndari Dags er Súlan EA kom til heima- hafnar á dögunum og eins og lesendur sjá þá eru þessar myndir hrífandi í einfaldleika sínum. Höfnin er eilíf - svo einfalt er það. „Hann blótaði lundinn" í annars fróðlegri grein í Degi 9. desember síðastliðinn, um skóg- ræktina á Vöglum og skóga í Fnjóskadal, kemur fram svo slæmur misskilningur blaða- mannsins á merkingu góðra og gildra íslenskra orða að ekki má um þegja. í greininni segir svo: „Það mun hafa verið Þórir snepill, sem nam Fnjóskadal. Hann þurfti að höggva lund í skóginn til að geta reist sér bæ og heitir því bærinn eðlilega Lundur.“ Lundur merkir fyrst og fremst trjáþyrping, skógarlundur - í rýmri merkingu skógur, jafnvel einstakt stórt tré, en álls ekki rjóður, autt svæði í skógi, gras- blettur í kjarri eða annað hliðstætt. „Hann blótaði lundinn,“ segir ennfremur í Landnámu um Þóri snepil í beinu framhaldi þess sem áður er greint. Líkur benda til að ekki hafi annars staðar í Fnjóska- dal verið stórvaxnari skógur en um Lund. Vera má að það hafi öðru fremur laðað Þóri þangað úr Kinninni, þar sem „hann nam ei yndi“. í fornum trúarbrögðum Norð- manna má segja að víða slái saman forfeðradýrkun, trú á vætti og trú á gróður jarðar. Hvergi kemur það ljósar fram en þegar fórnir voru færðar holl- vættum heimilisins, svo sem heimilistrénu eða lundinum, sém fékk vænan slurk jólaölsins heimagerða að rótum sínum. Um þetta er mikinn fróðleik að finna, allt frá Víkingaöld til 20. aldar í ritinu Vár gamle bondekultur eftir Kristofer Visted og Hilmar Stigum, II, bls. 303^125. (J.W. Cappelens forlag 1971.) Trúin á „huldar landsins verndarvætti(r)“ og „lundinn helga“ fylgdi landnámsmönnun- um hingað og leynist með ætt- stofninum enn í dag, samofin trú Þorkels mána á þann guð er sól- ina hefði skapað - trúnni á höf- und alls lífs. Naumast mun því efni hafa verið gerð betri skil af öðrum en séra Benjamín Kristjánssyni í Eyfirðingabók hans II, bls. 20- 34: Átrúnaður Þóris snepils. 11. desember 1983 Jón Kr. Kristjánsson. Athugasemd blaðamanns. Ég þakka Jóni tilskrifið, hólið og aðfinnsluna. Hins vegar vona ég að það gleðji hann, að ég tel mig gera fullan greinarmun á „lundi“ og „rjóðri“. Það er rétt, ég talaði um að Þórir snepill hafi höggvið sér „lund“ í skóginn og þess vegna héti bær hans Lundur. Mín hugsun var sú, að hann hefði byggt sér stærri bæ en svo, með útihúsum og öðru sem sveitabæ tilheyrir, að eitt rjóður gæti dugað. Þess vegna hafi Þórir þurft að höggva eitt „rjóður“ hér og annað þar. Útkomuna hélt ég verða byggilegt umhverfi með rjóðrum og trjáþyrpingum, jafn- vel einu og einu tré á stangli. í heild fannst mér rétt að kalla þetta svæði lund, en ekki rjóður eða skóg. Ef til vill er það minn misskilningur. En hvað um það, bær Þóris snepils heitir Lundur. Ef til vill hefur Þórir snepill aldr- ei þurft að höggva neitt. Hugsan- lega hefur hann fundið á bökkum Fnjóskár byggilegt land, með rjóðrum og tráþyrpingum, byggt þar bæ og nefnt Lund. Gísli Sigurgeirsson. Verðum með kynningu á búðingum í flestum matvöruverslunum á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu fimmtudaginn 26. janúar fra kl. 4-6 e.h. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.