Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 25. janúar 1984 Enn um hita- Iffftltll VullU - Haraldur Sveinbjörnsson gerir athugasemd við ummæli hitaveitustjóra í síðasta helgarblaði Dags birtist umsögn hitaveitustjóra um grein mína, sem er i" sama blaði. í þessari umsögn sinni segir hitaveitustjóri, að hugmyndir mfnar séu á misskilningi byggðar. Vel sé hægt að hita upp húsnæði með 80°C heitu vatni eins og nú sé gert, menn þurfi bara að kaupa nógu mikið af þvf. En málið snýst ekki um það hvernig hægt sé að hita upp hús- næði á Akureyri, heldur hvernig hagkvæmast sé að gera það. Pað er vissulega rétt hjá hita- veitustjóra að það fengist nægur hiti ef keypt væri nóg af 80°C heitu vatni, en húseigendur hugsa eðlilega um hvað það myndi kosta. . . Við skulum taka dæmi um mann sem kaupir nú nægilega stóran vatnsskammt til þess að haida húsi sínu hæfilega heitu í fimm stiga frosti. Hann ákveður að stækka vatnsskammtinn svo að hann dugi við fimmtán stiga frost. Þessa viðbót þyrfti hann ekki að nota, nema þegar frost er meira en fimm stig og þá venju- lega ekki nema að hluta. í meðalárferði myndi notkunin svaia til þess að viðbótin yrði nýtt öll í um það bil 12 daga á ári. Það sem hann þyrfti að borga fyrir þessa orku svarar til 15 kr/kWst. Er nokkur furða þótt margir reyni að spara sér þessa rándýru orku með því að hita með raf- magni, sem þó kostar ekki nema 3,20 kr. á kWst samkvæmt heim- ilistaxta. Til samanburðar má benda á, að orkuverð frá svartolíukatli H.A. er um 0,80 kr/kWst. Hemlar hafa yfirleitt reynst vel. Sá galli hefur þó komið í Ijós við notkun þeirra, þar sem orku- verð er hátt, að menn velja of lít- inn skammt. Einnig héfur vatns- notkun verið óþarflega mikil þeg- ar hlýtt er í veðri, en það skiptir miklu máli hjá H.A., þar sem það veldur meiri niðurdrætti f borholum, en þörf væri á. í fyrrnefndri grein benti ég á ieið til þess að bæta úr þessum ágöllum hemlanna. Hún er í því fólgin að vatnshiti frá Hitaveit- unni yrði breytilegur eftir útihita- stigi, þannig að notendur fengju nægan hita í kuldum, en ekki yrði um verulega umframorku að ræða þegar hlýrra er í veðri þótt tekinn væri inn fullur skammtur. I laraldui Sveinbjörnsson. Baldur Guðvinsson: Spurningar til hitaveitustjóra Mig langar til aö vekja athygli á og jafnframt þakka Haraldi Sveinbjörns- syni fyrir grein hans um málefni Hita- veitu Akureyrar, í Degi 20. janúar sl. í grein sinni bendir Haraldur á snjalla leið til lausnar á vanda notenda hitaveitunnar án þess að skerða hag hennar. En það er einnig ástæða til að vekja athygli á viðtali við hitaveitustjóra og viðbrögðum hans við grein Haraldar, í sama blaði. Hinar skynsamlegu tillögur Harald- ar erii þar afgreiddar með einu orði, misskilningur, sem á venjulegu máli myndi nú einfaldlega vera orðað bull. I viðtalinu við hitaveitustjórann er þó fleira athyglisvert en hið hnitmið- aða svar hans við grein Haraldar. Þannig segir hann t.d. undir lok við- talsins: „Pað er ekki hitastig vatnsins sem veldur vandræðum. 80 gráður er kappnóg." Ég vil biðja menn að taka vel eftir þessum orðum. Fram að þessu hefur hitaveitan haldið því fram að 70° hiti væri kappnóg og ekki verið til viðræðu um nokkrar bætur ef vatns- hitinn hefur náð því marki. Hér á ég að sjálfsögðu við innrennslishita hjá notendum en ekki í miðlunargeymum eða öðrum þeim stöðum sem ekki koma notendum að gagni við hitun húsa sinna. í tilefni af framangreindum ummæl- um hitaveitustjóra langar mig til að beina til hans eftirfarandi spurningum: 1. Hve margir, eða hve mörg prósent notenda hitaveitunnar fengu 80° heitt vatn inn á ofna sína í undan- gengnu kuldakasti? 2. Vill hitaveitustjóri viðurkenna skyldu hitaveitunnar til að afhenda notendum sínum 80° heitt vatn? Ef ekki hvernig ber þá að skilja áður- greind ummæli hans? 3. Getur hitaveitustjóri sætt sig við ef hann fer í verslun til að kaupa t.d. 1 kg af sykri'og borgar fyrir 1 kg, að fá afhent aðeins 875 grömm, og það ekki einungis í eitt skipti held- ur í hvert skipti sem hann kaupir þessa vöru? 4. Ef svar við 3. spurningunni er nei- kvætt hvers vegna eiga þá notendur hitaveitunnar að sætta sig við að borga fyrir það varmamagn sem 80° heitt vatn inniheldur en fá síðan af- hent allt annað og mun minna varmamagn í formi vatns með lægra hitastigi? Ég vænti þess að hitaveitustjóri svari þessum spurningum sem fyrst því ég tel þær varði flesta notendur hitaveitunnar og það yrði vel þegið ef svarið yrði örlítið ítarlegra en svarið við grein Haraldar Sveinbjörnssonar. Að lokum: Hitaveitustjóri segir í viðtalinu að enginn bæjarbúi sem hafi hitaveitu eigi að þurfa að kvarta yfir hitastigi vatnsins. Eru bæjarbúar almennt sammála þessu, líka þeir sem skulfu af kulda í húsum sfnum vegna þess að þeir fengu einungis 70° heitt vatn í stað 80° sem þeir höfðu greitt fyrir og miðað vatns- þörf sína við? Gaman væri að fá fram skoðanir manna á því. Ef hitaveitan getur ekki haldið uppi 80° hita á vatni því sem hún selur not- endum sínum er ekkert við því að segja, ef sú staðreynd er viðurkennd og verðlag varmaorkunnar við það miðuð. Að afhenda minna magn af vöru en greitt er fyrir tíðkaðist að vísu á dög- um einokunarverslunarinnar á íslandi en ég hélt nú reyndar að þeir verslun- arhættir hefðu verið aflagðir hér á landi og það fyrir nokkuð löngu. Baldur Guðvinsson. f Minning Magnús Jónsson bankastjóri og fyrrverandi ráðherra frá Mel Það var á árunum þegar heims- myndin náði frá Eyjafirði vestur í Skagafjörð. Áhyggjulaust líf og mótunarskeið á eftirstríðsárun- um, þar sem tekið var mið af tveimur miðpunktum veraldar- innar, æskuheimilinu á Brekk- unni á Akureyri og litla bænum, Mel í Skagafirði. Þá var frænd- semin grundvöllur tilveru og samskipta og stofnað var til tengsla, sem aldrei hafa rofnað. Vináttan, sem fyrr fólst í góðsemi og umhyggju fyrir fákunnandi bæjarpilti um h'f og störf til sveita, breyttist smám saman í gagnkvæma vináttu fulltíða fólks, sem átti þá gæfu saman að eiga ljúfar minningar frá skagfirsku sveitalífi þess tíma og ekki síður sameiginlegan uppruna, þar sem lífið breyttist frá örbirgð til vel- sældar á einum mestu umbylting- arárum í íslensku þjóðfélagi. Síðar dvöldu bræðurnir frá Mel í foreldrahúsum á æskuheimilinu á Brekkunni, tíðar heimsóknir voru á milli miðpunktanna tveggja og heimsmyndin stækk- aði óðum. Örlaganornirnar hafa spunnið sinn þráð um heimilisfólkið frá Mel. Við kröpp kjör stækkaði heimsmynd bræðranna þriggja ört og á skömmum tíma urðu þeir þjóðkunnir menn, hver á sína vísu, Magnús, Baldur og Halldór, en foreldrarnir þau Ingi- björg og Jón á Mel, yrktu jörð sína þar til yfir lauk og kraftar þeirra þrutu. En örlögin spyrja ekki alltaf um hæfileika og þá köllun, sem hver og einn kann að þroska með sjálfum sér. Skyld- mennin frá Mel hafa nú á skömmum tíma horfið yfir móð- uria miklu, þar sem hvorki eru landamæri né heimsmynd, stór né smá. Þau Ingibjörg og Jón hvíla nú í þeirri skagfirsku mold, sem þau helguðu lífsstarf sitt. Baldur, rektor Kennaraháskól- ans, féll frá á besta aldri fyrir fáum mánuðum og nú hefur Magnús farið sína hinstu för í þessu jarðlífi - óvænt og snögg- lega - þrátt fyrir hinn alvarlega heilsubrest, sem kom eins og reiðarslag fyrir áratug og breytti í einu vetfangi ferli eins virtasta stjórnmálamanns þjóðarinnar og hafði þar með afdrifarík áhrif bæði á stjórnmálaþróun þess tíma og allrar framtíðar. Af Melsfjölskyldunni er því einn eftirlifandi, Halldór, bæjarfógeti á Sauðárkróki, en eiginkonur, börn, skyldmenni og vinir harma þá, sem gengnir eru. . Við andlát Magnúsar Jóns- sonar er margs að minnast, en fyrir þann er þetta ritar er það flest persónulegs eðlis og verður ekki skráð. Aðrir munu rekja margbrotinn stjórnmálaferil hans og störf hans sem bankastjóra og forystumanns á mörgum sviðum í þjóðfélagi okkar - einkum á þeim tíma, er hann hafði fulla heilsu og ekkert blasti annað við en þjóðarforysta með þeirri ábyrgð og blæbrigðamun, sem henni fylgir, og vindar stjórnmál- anna breyta um stund eins og gengur og gerist í þjóðfélögum lýðræðisins. Frá fyrstu kynnum til hinna síðustu var Magnús einkanlega hlýr maður, gæddur einstakri greind og góðvilja í garð sam- ferðamanna og gilti þar einu um svokölluð flokksbönd. Þessir eig- inleikar hans og skarpleiki, sem ekki síst fólust í því að greina kjarnann frá hisminu, voru sam- ofnir léttri kímni og frásagnar- hæfileika. Magnús var alla tíð og að allra dómi ætíð sjálfum sér samkvæmur, maður reglu, heið- arleika og drenglyndis, sem ætíð var reiðubúinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Tryggð hans og frændsemiskennd var éinstök og ógleymanlegir eru margir þeir góðra vina fundir, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og hafði alltaf tíma til góðra ráða og sam- funda, þrátt fyrir erilsöm störf og hina mestu ábyrgð. Nú er harmað, að þær samverustundir skyldu ekki hafa orðið fleiri. Þessi óvanalega skaphöfn, sem fyrst mótaðist í litla bænum á Mel, en öðlaðist skjótan þroska við nám og störf, leiddi óhjá- kvæmilega til þess, að fljótlega fól þjóðfélagið honum þau mikil- vægu störf, sem alþjóð eru kunn. Á þessari stundu er saknað drengskaparmanns, sem alltaf var reiðubúinn til að gefa holl ráð, saknað er frænda, sem rækt- aði frændsemisbönd öðrum fremur, saknað er leiftrandi kímni þess manns, sem við hin mestu ábyrgðarstörf kunni alltaf að sameina gaman og alvöru og saknað er vinar, sem ætíð sýndi vináttu í verki frá því að kynni hófust á grundunum við Mel, á skólaárum hans á Akureyri til hinsta dags - við hin ýmsu störf og síðar samstarf, er átti sér ýmsa farvegi. Stjórnmálaframi hans var ætíð mótaður af þeirri hógværð, sem stækkar hvern mann og alkunna er, að Magnús Jónsson naut trausts langt út fyrir raðir eigin stjórnmálaflokks. Samhliða hinni léttu kímni bjó djúp alvara hugsjónamanns- ins, sem fyrst og fremst vildi þjóð sinni vel og var virkur þátttak- andi í sköpun og mótun hennar á örlagatímum. Ljúft er að þakka tryggð hans við foreldra mína og önnur ætt- menni. Hjá þeim Ingibjörgu var alltaf opið hús velvildar og gest- risni og var vel veitt af brunnum reynslu, vitsmuna og hlýju, sem honum var svo eiginleg. Magnús var yfirburðamaður í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Haft er eftir Beethoven: „Hið eina tákn um yfirburði, sem ég viðurkenni, er gæskan." Ég þekki fáa menn, sem þessi um- mæli eiga betur við en Magnús Jónsson. í einkalífi sínu var Magnús gæfumaður. Þau Ingi- björg voru samhent, hlý og góð- viljuð og þeir, sem báru gæfu til að njóta gestrisni þeirra og vin- semdar eiga margs að minnast. Við leiðarlok er Magnús frá Mel kvaddur með söknuði og eftirsjá. Megi sú hlýja, er ætíð geislaði frá gömlu baðstofunni á Mel fylgja honum á nýjum leið- um. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar fjölskyldu hans og ást- vinum frá mér og mínu fólki. Við þessi ferðalok er þökkuð vinátta hans og tryggð, sem aldrei hefur haggast frá fyrstu kynnum í faðmi skagfirskrar sveitar. Bless- uð sé minning hans. Heimir Hannesson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.