Dagur - 25.01.1984, Side 9

Dagur - 25.01.1984, Side 9
25. janúar 1984 - DAGUR - 9 Landsleikur við Norðmenn á laugardaginn: „Slæmt að geta ekki spilað á Akureyri“ segir Alfreð Gíslason Alfreð skorar í leik með KA. Guðjón til ÍBK „Það er loksins komið á hreint að ég mun ekki leika með KA í sumar, ég ætla að flytja aftur til Keflavíkur og mun því leika með ÍBK,“ sagði Guðjón Guðjónsson, bakvörðurinn knái er við ræddum við hann. Það hefur legið í loftinu að Guðjón flytti suður, en þó var það ekki fyrr en um helgina að það var endanlega ákveðið að hann færi. Guðjón, sem m.a. hef- ur verið fyrirliði KA er geysilegur baráttujaxl sem gefur sinn hlut aldrei og er slæmt fyrir KA að missa hann en að sama skapi geta Keflvíkingar fagnað endurkomu hans þangað. Kristinn þjálfar Leiftur Ákveðið er að Kristinn Björnsson sem leikið hefur í Noregi undanfarin ár verði þjálfari og leikmaður með Leiftri á Ólafsfirði næsta keppnistímabil. Kristinn er gamalreyndur refur í knattspyrnunni, lék lengi með Val og síðan Akranesi og þótti skæður upp við mark andstæð- inganna. Hann hefur tvívegis leikið í landsliði íslands og á 8 unglingalandsleiki að baki. „Mig langaði mjög mikið heim í landsleikina við Norðmenn, sérstaklega vegna þess að einn leikurinn er á Akureyri. Það er slæmt að þegar loksins kom tækifæri til að spila landsleik á Akureyri þá skuli maður ekki komast í slaginn.“ Þetta sagði Alfreð Gíslason handknattleiksmaður hjá v.- þýska 1. deildar liðinu Essen er við ræddum við hann í gær og víst er að handknattleiksáhugamenn á Akureyri munu sakna þess að Alfreð skuli ekki geta leikið með íslenska landsliðinu gegn Norð- Helgi spilar ekki í sumar „Þessi frétt um að Helgi Helgason ætlaði að spila með Víkingi og væri búinn að til- kynna félagaskipti var dæmi- gerð DV-frétt,“ sagði Guð- laugur Bessason formaður Völsungs á Húsavík er við ræddum við hann. Guðlaugur sagði að Helgi hefði ekki tilkynnt félagaskipti frá Völsungi. „Hann hefur sjálfur sagt mér að hann ætli ekki að leika knattspyrnu í sumar, hann megi það ekki vegna meiðslis sem hann hlaut sl. haust,“ sagði Guðlaugur. Völsungar hafa misst tvo leik- menn frá sl. sumri, þá Birgi Skúlason sem fluttur er til Akra- ness en hefur reyndar enn ekki tilkynnt félagaskipti, og Kristján Kristjánsson sem ætlar að leika með Þór á Akureyri. Forsala Ákveðið hefur verið að hafa forsölu á Iandsleik íslands og Noregs í handknattleik sem fram fer í íþróttahöllinni á Ak- ureyri á laugardag kl. 14. Forsala verður í Sporthúsinu og Hlíðasport og stendur yfir fimmtudag og föstudag. Ættu menn að notfæra sér þetta því hætt er við að mikil aðsókn verði í aðgöngumiða á leikinn. Hlynur kemur ekki Það mun nú afráðið að IBV-Ieik- maðurinn Hlynur Stefánsson sem hugðist leika með KA næsta sumar muni ekki koma norður, heldur halda áfram að leika með ÍBV. - Hlynur steig sín fyrstu spor í 1. deild síðasta sumar með ÍBV og ætlar að taka þátt í því að koma IBV í 1. deild að nýju. mönnum í íþróttahöllinni á laug- ardag. „Það er að vísu ekki heil um- ferð í 1. deildinni hérna úti. Við erum hins vegar að spila mjög mikilvægan leik, heimaleik gegn Gummersbach sem var frestað vegna þátttöku liðanna í Evrópu- keppninni og það er að verða uppselt á þennan leik.“ - Þér hefur gengið mjög vel að undanförnu? „Já, það hefur allt gengið upp hjá mér, og þá sérstaklega í Evrópukeppninni. Þetta er allt annað og betra en það var fyrst Einn leikur verður í 3. deild ís landsmótsins í handknattleik karla um helgina, en þá leika Þór og Afturelding í íþrótta- höllinni á Akureyri á föstu- dagskvöld og hefst leikurinn kl. 20. Telja má nokkuð víst að í úrslitum fjögurra efstu liða í 3. deildinni muni þessi tvö lið berj- ast ásamt Tý frá Vestmannaevj- um og að öllum líkindum Ár- og ég er búinn að læra mjög mikið á þessu, það er ekki vafa- mál.“ - Ert þú eitthvað farinn að huga að því hvenær þú kemur heim? „Nei. Ég reikna með að verða hér næsta keppnistímabil en hvað tekur svo við veit ég ekki, hvort ég verð hér áfram eða fer heim eða eitthvað annað kemur upp,“ sagði Alfreð. Það var þó greini- legt að hugurinn var að einhverju leyti heima, hann spurði mikið um KA og hvort liðið hefði verið að leika að undanförnu. manni. En staða Þórs er ekki trygg, og því þarf liðið nauðsyn- lega á sigri að halda á föstudags- kvöldið. Sigur er ekki síður mikilvægur vegna þess að liðin fjögur sem leika til úrslita um tvö laus sæti í 2. deild næsta vetur taka stigin úr deildarkeppninni með sér í úr- slitakeppnina. Stig í leikjum toppliðanna nú hafa því tvöfalt gildi og er ástæða til að fólk standi við bakið á Þórsurum. Sigurður Pálsson verður í eldlínunni gegn Aftureldingu á föstudagskvöldið. Handknattleikur: Þórsarar gegn UMFA — á föstudagskvöldið 1-X-2 Sveinn Þórðarson. Spámaður vikunnar að þessu sinni er Sveinn Þórðarson. - Eg missi aldrei úr viku í getraununum og er yfirleitt með þetta 27 gula seðla. Ég hef að vísu ekkert unnið á þessu ári en hef unnið þokkalega vinninga sl. tvö ár. Sveinn er mikill aðdáandi Ipswich og það þarl því ekki að koma á óvart að hann spái þeim sigri gegn Shrewsbury. - Ég veit samt satt best að segja ekkert um það hvernig þessi leikur fer. Ég vona bara að Ipswich hafi það. Þetta er leiðindaseðill. Mjög snúinn og úrslit geta orðiö á alla vegu, sagöi Sveinn. Spáin: Brighton-Liverpool 2 Charlton-Watford X C. Palace-West Ham 1 Huddersf.-Notts C. 1 Middlesb.-Bourneniouth 1 Oxford-Blackpool 1 Pourtsmouth-Southanipton 2 Shrewsbury-Ipswich 2 Sunderland-Birmingham 1 Swindon-Blackburn 2 Tottenham-Norwich 1 Stoke-Arsenal X Sex heimasigrar, tvö jafn- tefli og fjórir útisigrar er e.t.v. ekki svo vitlaus blanda í bikarkeppni og nú er bara að sjá hvað þessi spá færir Sveini marga rétta. Sigurður með 3 rétta Þrátt fyrir að Þórsarinn Sig- urður Pálsson héldi því fram að seðillinn í síðustu viku væri léttur tókst honum ekki að hafa nema þrjá rétta leiki í spánni hér í Degi. Ýmislegt brást hjá Sigurði. Þannig var leikurinn „pott- þétti" Arscnal-Notts. C. alls ekki „pottþéttur“ og fleira brást. Leikirnirsem Sigurður var með rétta voru sigur Watford á Stoke. útisigur Manchester City gegn Black- burn og sigur Chelsea gegn Sheff. Wed. Enn höldum við áfram og það eru nokkrar vikur bar til þeir sem bestum árangri ná í þcssunt leik hjá okkur fara í úrslitakeppnina svokölluðu. Þá munu þeir „tippa" nokkr- ar vikur í röð og þannig fæst skorið úi því hverjum ber heitið „Getraunakóngur Dags“. Eins og er skipar Tryggvi Gíslason skólameist- ari efsta sætið með 7 rétta og sr. Pálnti Matthíasson fylgir fast á eftir með 6 rétta. 1—x—2

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.