Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 25.01.1984, Blaðsíða 11
Alver við 25. janúar 1984 - DAGUR -11 Eins og fram kemur í forsíðufrétt, samþykkti meirihluti bæjarstjórnar ályktun á fundi sínum í gær, þar sem lýst er yfir stuðningi við álver við Eyjafjörð. I ályktuninni segir orðrétt: „Bæjar- stjórn Akureyrar telur æskiiegt að næsta stóríðjuveri sem byggt verður á Islandi verið valinn staður við Eyjafjörð, enda verði talið tryggt að rekstur versins stefni lífríki fjarðarins ekki í hættu." Fulltrúar Sjálfstæðisllokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks stóðu að samþykktinni, en fulltrúar Kvennaframboðs og Alþýðubandalags greiddu atkvæði á móti. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun frá Alþýðubandalaginu um atvinnumál, jafnframt því sem samþykkt var að efla Framkvæmdasjóð til uppbyggingar í atvinnumálum. Á forsíðu er viðtal við Jón Sig- urðarson, en hér á eftir fara viðtöl við bæjarfulltrúana Sigurð J. Sigurðsson, Valgerði Bjama- dóttur og Sigríði Stefánsdóttur. „Skemmir ekki meiri- hlutann" - segir Valgerður Bjarnadóttir „Ég er háll' miður mín yfir þessari álversályktun, þótt liúu komi í sjálfu sér ekkert á óvart," sagði Valgerður Bjarnadóttír, forsetí bæjar- stjórnar og bæjarfulltrúi Kvennaframboðsins, í samtali við Dag. „Ég er ósammála þessari álykt- un, eins og kemur fram í bókun Kvennaframboðsins, þar sem við teljum upp nokkur rök sem mæla gegn stóriðju við Eyjafjörð. Við bendum á að hún sé mjög fjár- frek og hvert starf dýrt í upp- byggingu, hún skapi fá framtíðar- störf og því ekki fýsileg lausn á aðsteðjandi atvinnuvanda. Þar að auki hefur stóriðja félagslega röskun í för með sér og stefnir fjölbreyttu atvinnulífi á svæðinu í hættu. Þess vegna viljum við að öllum álvershugmyndum verði gleymt. Þegar við gerðum meirihluta- samstarfið á sínum tíma, þá var það skýrt tekið fram, að aðilar væru óbundnir í afstöðu sinni til álvers og þar tókum við sérstak- lega fram andstöðu okkar við slíkar hugmyndir. Það er því ekkert nýtt í þessu, nema hvað Framsóknarflokkurinn tekur ákveðnari afstöðu með álveri en áður. Það kemur mér svolítið á óvart, að allir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins skuli standa að þessari álverssam- þykkt. Sjálfstæðismenn eru nátt- úrlega sigri hrósandi yfir þessum ágreiningi í meirihlutanum, en þetta er það sem við áttum von á og þessi ágreiningur kemur ekki til með að skemma samstarfið í meirihlutanum á einn eða neinn hátt," sagði Valgerður Bjarna- dóttir. - GS. Valgerður Bjamadóttir. Sigurður J. Sigurðsson. Veikleika- merki vinstri meirihlutans - segir Sigurður J, Sigurðsson „Ég er mjög ánægður með þessa samþykkt, sem er ítrekun á fyrri samþykktum bæjarstjórnar um þessi mál, því það liefur lengi verið ineirililiili fyrir stóriðju iiinan bæjarstjórnarinnar, þó meirihluti vinstri flokk- anna hafi ekki verið sam- stíga í þessn uuíli," sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjarlulllriii Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við Dag að afloknum bæjarstjórnar- fundi í gær. „Hvað varðar meirihluta Framsóknarflokksins, Kvennaframboðs og Alþýðu- bandalags í bæjarstjórn þá hygg ég að þessi samþykkt bæjarstjórnar breyti engu. Þessir flokkar gengu óbundnir til þess samstarfs í upphafi kjörtímabilsins, hvað varðar. afstöðu til stóriðju við Eyja- fjörð, og þar var meira að segja bókuð andstaða Kvennaframboðsins. Það kemur því ekki á óvart, að. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur þurfi að samein- ast til að koma í gegn ályktun sem þessari. En það sýnir veikleika vinstri meirihlutans, að hann skuli ekki geta verið samstíga í atvinnuuppbygg- ingu í bænum þegar á bjátar," sagði Sigurður J. Sigurðsson. -GS. „Harma stuðning framsóknar- manna" - segir Sigríður Stef ánsdóttir „Ég vona að þessi samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar verði ekki til þess að fólk fari að einblína á álver," sagði Sig- ríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins, í samtali við Dag. „Ég tel nú satt að segja afskap- lega litlar líkur á að hér komi ál- ver á næstunni. Ég tel miklu meiri líkur á, að ríkisstjórnin sé þegar búin að gera samkomulag um að stækka álverið í Straums- vík og þar með er álver við Eyja- fjörð ekki á dagskrá. Ég held að það sé því réttara að líta sér nær við atvinnuuppbyggingu á Eyja- fjarðarsvæðinu. Ég tel þessa ályktun meirihluta bæjarstjórnar ekki veikleika- merki með meirihluta okkar með Framsóknarflokki og Kvenna- framboðinu. Ágreiningur flokk- anna í þessum málaflokki hefur legið ljós fyrir frá upphafi og hann er staðfestur á prenti í málefnasamningnum. Enda er þetta í rauninni ekki bæjarstjórn- armál, því bæjarstjórn vinnur ekki að þessu máli, t.d. með því að leggja fram fjármuni. Þetta er því ekki annað en skeyti til ríkis- stjórnarinnar og hefur engin áhrif á meirihlutasamstarfið. Við höf- um nóg að gera í öðrum málum, sem ég vona að við stöndum saman að. En ég harma það, ef stuðningur við álver er orðin stefna allra framsóknarmanna. En ég efa það, því ég hef heyrt í framsóknarmönnum sem eru ekkert hrifnir af þessu," sagði Sigríður Stefánsdóttir í lok sam- talsins. - GS. Læða, dökkbröndótt og hvít að lit, tapaðist frá Brekkugötu 31 sl. mánudag. Læðan sem heitir Hosa er með rauða hálsól. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við ferðir hennar eru vinsamlegast beðnir að láta vita í síma 23952. Harðfiskur og hákarl til sölu Fiskverkunarstöð Útgerðarfélags Akureyringa hf. sími 25200. Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Ný námskeið hefjast á hverjum mánudegi. Innritun og upplýsingar í Skíöastööum símar 22280 og 22930. Utboð - Akstur Tilboð óskast í akstur á starfsfólki o.fl. v/Kristnesspítala, milli spítalans og Akureyrar frá 1. júní nk. Tilboð skulu vera í samræmi við útboðslýsingu sem afhent er af Bjarna B. Arthurssyni fram- kvæmdarstjóra Kristnesspítala. Tilboð verða opnuð kl. 11:00 föstudaginn 10. febrúar nk. ili/ Innkaupastofnun ríkisins W $M&* Verkalýðsfélagið Eining: Stjórnarkjör I samræmi við lög félagsins fer kjör félagsstjórn- ar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Er hér með auglýst eftir framboðslistum, sem ber að skila til skrifstofu félagsins í Skipagötu 12 á Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi fimmtudag- inn 2. febrúar nk. Á hverjum lista skulu vera nöfn 7 stjórnarmanna og 5 til vara, 28 fulltrúa í trúnaðarmannaráð og jafnmargra til vara, 2ja endurskoðenda og eins til vara. Þá skulu fylgja hverjum lista meðmæli 100 full- gildra félagsmanna. Akureyri, 23. janúar 1984 Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. Sigríður Stefánsdóttir. Áskrift, afgreiðsla, mgmss Sími 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.