Dagur


Dagur - 25.01.1984, Qupperneq 12

Dagur - 25.01.1984, Qupperneq 12
Akureyri, miðvikudagur 25. janúar 1984 ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLlUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Akureyringar geta verið ánægðir með göngugötu sína í Hafnarstræti, en sumir þeirra virðast ekki hafa þroska til að umgangast þau mannvirki sem þar eru. Símakleflnn hefur til dæmis fengið að finna fyrir skemmdarvörgum, þannig að starfsmenn Pósts og síma hafa varla undan við að lagfæra það sem skemmt er. Hér er Ámi Valur að setja nýtt símtól á símatækið, en einhver símaglaður hafði haft tólið sem fyrir var á brott með sér. Mynd: KGA. Áróðursherferð gegn vímugjöfum — Akureyrarbær veitir fé til að sporna gegn vímunotkun unglinga Bæjarráð Akureyrar veitir fá til að kanna stöðu Haga Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt, að veita 50 þúsund krónum úr Framkvæmdasjóði til að gera könnun á fjárhagsstöðu Haga hf. Könnunin verður gerð í samvinnu atvinnumálanefndar bæjarins og eigenda Haga hf., sem hafa auglýst fyrirtækið falt og sagt starfsmönnum upp störfum. Það er hins vegar fullur hugur fyrir því innan atvinnu- málanefndar, að leita leiða til að treysta rekstur fyrirtækisins og koma í veg fyrir að tæki þess og búnaður fari úr bænum. - GS. íslendingar herða drykkjuna íslendingar juku áfengisdrykkju sína á sl. ári um 3.48% miðað við fyrra ár, samkvæmt upplýsingum ATVR. Að meðaltali drakk hvert mannsbarn á landinu 3.24 1 af 100% áfengi, en árið áður 3.13 1. Það er hins vegar lítið vitað um magn þess áfengis, sem framleitt er í heimahúsum eða flutt inn í landið löglega eða ólöglega, án millilendingar í „ríkinu“. Afstýrum frekara atvinnuleysi Á fundi trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélagsins Einingar ný- lega var lýst miklum áhyggjum á atvinnuástandinu á öllu Eyja- fjarðarsvæðinu. Fundurinn skor- aði á stjórnvöld og sveitarstjórnir á svæðinu að gera allt sem mögu- legt er til þess að afstýra frekara atvinnuleysi en orðið er. Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita allt að 100 þúsund krónum til að standa straum af kostnaði við kynn- ingu og fræðslu um áfengi og fíkniefni meðal unglinga í bænum. Þessi ákvörðun er tekin sam- kvæmt niðurstöðum samstarfs- nefndar um áfengisvandamál unglinga á Akureyri, sem starfaði á vegum æskulýðsráðs. Nefhdin gerði tillögur um stóraukið áróð- ursstarf gegn vímugjöfum, efl- ingu þess æskulýðsstarfs sem fyrir er og í þriðja lagi taldi nefndin æskilegt að koma á fót unglinga- athvarfi og útideild. Nefndin lagði til, að þegar í ársbyrjun 1984 yrði hafist handa við öfluga áróðurs- og fræðslu- herferð er beinist gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga. Pað kom fram í nefndarálitinu, að herferð þessi þurfi að vera mjög víðtæk og ná til unglinga m.a. í skólum og félagasamtökum. Einnig er reiknað með að fjöl- miðlar verði nýttir til að ná til unglinganna, jafnframt því sem virkja þurfi foreldra í baráttunni gegn þessum vágesti. Gert er ráð fyrir að stofnaður verði sam- starfshópur með fulltrúum ung- linga, kennara, félagsmiðstöðva, sérfræðingi, fulltrúa Félagsmála- stofnunar og fulltrúa frá foreldra- félögum skólanna. - GS. Aukning í innveginni mjólk Samkvæmnt bráðabirgðatöl- um um mjólkurframleiðslu í desember sl. þá varð aukning í innvigtun hjá mjólkursamlög- unum 2,19% miðað við des- ember 1982. Innvigtun var tæplega 7,7 miljónir b'tra nú. Samkvæmt upplýsingum Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins varð aukning hjá Mjólkurbúi Flóamanna um 5,9% miðað við desember 1982. Allt síðastliðið ár var innvegin mjólk hjá MBF 38,3 milljón lítrar, sem var 0,23% minna en allt árið 1982. Yfir allt landið var innvigtun 106,4 milljónir lítra á síðasta ári, sem var 1,77% meiri mjólk en árið á undan. í desember varð verulegur samdráttur í mjólkurinnleggi á Austurlandi og hjá mjólkursam- laginu á Húsavík. Hjá mjólkur- samlagi KEA var aukning 3,4% miðað við desember 1982. Byggingar- vísitalan hækkaði um 0,08% í samræmi við þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, að vísitala bygg- ingarkostnaðar skuli áætluð fyrir þá mánuði, sem hún er ekki reiknuð lögformlega, hefur Hag- stofan áætlað hana eftir verðlagi í fyrri hluta janúar 1984. Reynd- ist hún vera 155,22 stig. Vístala byggingarkostnaðar miðað við desemberverðlag 1983 var 155,09 stig, og er því hækkun hennar frá desember 1983 til janúar 1984 0,08%. Pað skal tekið fram, að við uppgjör verðbóta á fjárskuld- bindingar samkvæmt ákvæðum í hvers konar samningum um, að þær skuli fylgja vísitölu bygging- arkostnaðar, gildir aðeins hin lögformlega vísitala, sem reiknuð er á þriggja mánaða fresti. Aætl- uð vísitala fyrir mánuði inn á milli lögákveðinna útreikningar- tíma skiptir hér ekki máli. Veður Spáð er tiltölulega góðu veðri á Norðurlandi í dag og næsta sólarhring. Að sögn Eyjólfs Þor- björnssonar, veðurfræðings þá verður hæg austlæg átt í dag og hætt er við smá éljum. Síðan mun vindur snúast meira til NA-áttar. Eyjólfur sagði að vindhraði myndi ekld verða mikill, þetta gola eða kaldi I mesta lagi og smá él. Hitastigið verður í kring- um mínus Qórar til mínus sjö gráður. # Vonandisvar- ar Wilhelm í frosthörkunum að undan- förnu virðast Akureyringar hafa hugsað nokkuð grannt um málefni Hitaveitunnar. í blaðinu í dag eru tvær grein- ar; önnur frá Haraldi Svein- björnssyni og hin frá Baldri Guðvinssyni. Baldur beinir nokkrum spurningum til Wil- helms V. Steindórssonar, hítaveitustjóra, sem hann vonandi gefur sér tíma til að svara. Það hefur nefnilega viljað brenna við, að embætt- ismenn bæjarins hafa ekki séð sóma sinn í að svara fyrirspurnum frá bæjarbúum, sem fram hafa komið opin- berlega. Þetta hefur komið bæjarbúum svolftið sér- kennilega fyrir sjónir, þvf þeir stóðu í þeirri trú, að embætt- ismennirnir væru þeirra starfsmenn. # Lionsmenn í Laxdaishús Lions-klúbbarnir á Akureyri hafa sóst eftir Laxdalshúsi til umráða, þegar endanlegri viðgerð á húsinu er lokið. Er ætlun Lionsmanna að nota húsíð fyrir starfsemi sína og vilja þeir fá húsið leigt til langs tfma. Ekki hefur stjórn húsfriðunarsjóðs tekið af- stöðu til málsins, en ósenni- legt er talið að stjórnarmenn hafi vilja til að verða við þessu erindi. Hins vegar þarf fyrr en síðar að taka um það ákvörð- un, hvernig á að nýta húsið, elsta hús Akureyrar, þegar umfangsmlkilli og um leið kostnaðarsamrf viðgerð lýkur. Eitt sinn var talað um að skapa þar aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra, en þeir hafa nú fengið sitt hús. Helst mun hafa þótt fýsi- legt, að koma á fót einhvers konar ferðamannaþjónustu í húsinu, t.d. veitingasölu eða minjagripaverslun. En fleira kemur til greina og hér með er auglýst eftir hugmyndum. # Hvernig hugsum við? Hagvangur hyggst nú gera enn eina könnunina á þanka- gangi okkar landsmanna. Nú á að kanna gildismat okkar. Ekki þó í þá veru, hvers virði við teljum okkur vera, heldur hvernig við met- um eitt og annað f lífinu. Hag- vangur hefur leitað til sveit- arstjórna um fjárstuðning, því reiknað er með að verkið kosti um 1.5 m. kr. Beiðni um fjárstyrk barst bæjarráði Ak- ureyrar og var talað um 5-25 þúsund kr. En bæjarráð hafn- aði beiðninni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.