Dagur - 27.01.1984, Síða 3

Dagur - 27.01.1984, Síða 3
27. janúar 1984 - DAGUR - 3 Sverrírféll á prófínu Hafi einhverjir haldið að Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra væri klókur íslenskumaður þá hefur DV séð um að upplýsa að svo er ekki. DV fékk nefnilega ráðherrann sem hefur fyrirskipað „z-notkun“ í ráðuneyti sínu til þess að setjast að íslenskuprófi og spreyta sig. Niðurstöðurnar voru svo birtar um síðustu helgi og kom í ljós að ef Sverrir hefði setið í 1. bekk menntaskóla og tekið slíkt próf hefði einkunnin 0,0 verið skrifuð í einkunnabók hans. Stafsetningarpróf „z-sér- fræðingsins“ moraði nefnilega af villum og þar voru ekki færri en 9 z-villur. En það vill til að Sverrir skrifar sjálfur ekki bréf iðnaðar- ráðuneytisins, það gerir starfs- fólk sem Sverrir hefur skipað að nota z í skrifum sínum. Bílslys Ian Rush Sú saga barst um Akureyri á dögunum að enski knattspyrnu- kappinn Ian Rush sem leikur með enska liðinu Liverpool hefði lent í bílslysi og væri hættulega slasaður. Myndi hann ekki leika knattspyrnu framar og ekki held- ur tveir leikmenn West Ham sem áttu að hafa verið með honum, voru þeir báðir sagðir í lífshættu. Einhver mun hafa verið að plata þekktan Liverpool-aðdáanda hér í bænum með þessu og síðan barst sagan út. Aðdáendur Liver- pool sem eru fjölmargir á Akur- eyri voru miður sín allt fram á kvöld, en þá settust þeir niður til að hlusta á BBC. Og hvað var þar um að vera? Jú, lýsing á leik Liverpool og Sheffield Wednes- day. Leiknum lauk 2:2 og skoraði Rush annað mark Liverpool og lagði hitt upp eins og það heitir á knattspyrnumáli. Síðar kom svo í ljós að Rush hafði lent í bílslysi. Kona hans slasaðist nokkuð en sjálfur slapp Rush með skrekkinq þrátt fyrir söguganginn á Akur- eyri. Hin nýja „Rás 2“ hjá Ríkisút- varpinu hefur ekki starfað lengi, en þó nógu lengi til þess að það er búið að finna henni annað nafn. Unglingar og aðrir sem ekki hafa gaman af gömlum dæg- urlögum eru nefnilega allt annað en ánægðir með tónlistarValið sem boðið er upp á og hafa þeir skýrt rásina upp og kalla hana einfaldlega „Skallapopp 2“. Þá hefur það vakið athygli hvað margir skallapopparar hafa fengið vinnu við dagskrárgerð á rásinni og er þar auðvitað komin skýringin á lagavalinu. Laus skot hafa sést á prenti um þetta og þar hefur rásin m.a. verið kölluð at- vinnumiðlunarskrifstofa fyrir skallapoppara. Við hér á Norður- landinu verðum að vera hlut- lausir í málinu þar sem við heyr- um ekki í „skallapopprásinni“ og verðum að láta okkur nægjarað lesa það sem á prent er sett um fyrirbærið. Lágt Þeir sem hafa stundað íþróttir í hinni nýju íþróttahöll Akureyr- inga hafa vafalaust fundið fyrir því hversu loftlaust er í salnum og erfitt að taka þar verulega á nema í stuttan tíma. Heilbrigðis- fulltrúi hefur látið mæla rakastig þar inni og er það langt fyrir neð- an það sem eðlilegt verður að teljast. Er það enda svo að menn sem geta t.d. í íþróttaskemmunni tekið á í eina og hálfa klukku- stund af fullum krafti eru gjör- samlega búnir að vera í Höllinni eftir 30 mínútur og hefur það oft- lega komið fyrir að menn hafa hreinlega gengið út fyrir og ælt! - Væri ekki æskilegt að þessi yrði kippt í liðinn? Gróusögur blómstra Þegar það kvisaðist á Akureyri í vikunni að sími í fjölbýlishúsi hefði verið hleraður fóru sögusagnir að berast um bæinn. Alls kyns ástæður voru nefndar fyrir hler- uninni, rannsóknarlögreglan átti að vera að hlera símann hjá eit- urlyfjaneytanda, Skattstofan var eitthvað við málið riðin í sumum útgáfunum og gróusögurnar fengu byr undir báða vængi. Þannig er það venjulega og er auðvelt að minnast eins dæmis. Speid Björk Guðmundsdóttir söngkona með meiru sem hefur starfað í hljómsveitinni Tappa tíkarrassi m.a. fer á kostum í viðtali við Samúel á dögunum. Grípum niður í viðtalið: - Ertu trúuð? „Ég trúi á skrímsli.“ - Skrímsli? „Já, ég held að það búi lítið skrímsli í öllum mönnum, þó ég geti ekki bent á einhvern stað, lungun eðá eitthvað svoleiðis, en það er þarna samt. Og ef maður er góður við það og gefur því gott að borða, hjálpar það manni ..." - hum, hm, hm, hm, hm, hm, hm, hm. gk-. Eitt af fyrstu handboltaliðum KA. í aftari röð eru f.v.: Árni Sverrisson, Stefán Tryggvason, óþekktur, Hafsteinn Geirsson, Hörður Tulinius. Fremri röð f.v.: Gísli Bjarnason, Öm Ingi, Jón Steinbergsson og Olafur Ólafsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.