Dagur - 27.01.1984, Page 4

Dagur - 27.01.1984, Page 4
4 - DAGUR - 27. janúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ný viðhorf — ('rjáls fjölniiðlun Vart fer milli mála að einn frétt- næmasti atburður síðastliðinn- ar viku var stofnun ísfilms, fjöl- miðlarisans eins og eitt dag- blaðið komst að orði. Þar sam- eina krafta sína fjölmiðlunarfyr- irtæki þau sem tengdust eru Sjálfstæðisflokknum og finnst fáum sem hugleiða málið sennilegt að þau ætli sér ein- göngu að framleiða ópólitískt og uppbyggilegt afþreyingar- efni fyrir landslýðinn til sýning- ar í hinum öflugustu allra fjöl- miðla, sjónvarpi og myndbönd- um. Einn kvikmyndagerðar- maður sem sagði álit sitt í hljóðvarpi taldi nær fullvíst að fyrirtæki sem þetta hugsi sér til hreyfings á sviði sjónvarps- reksturs þegar sú starfsemi hefur verið gefin frjáls. Ef reynt er að meta þau áhrif sem tilkoma sjónvarps hefur haft á viðgang einstakra stjórn- málaflokka síðasta hálfan ann- an áratug verður tilgáta þessi ekki ósennileg. Leiða má að því líkur að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi goldið þess en ekki notið að sjónvarp hefur síðan 1970 sennilega haft meiri áhrif á úrslit kosninga hér á landi en allir aðrir fjölmiðlar samanlagðir. Sem dæmi má rifja upp hvernig þingmenn flokksins urðu eins og ráðvilltir á skjánum - einkum þó lands- byggðarmennirnir - þegar þeir áttu að verja leiftursóknina fyr- ir kosningar 1979. Óefað átti þessi uppákoma drjúgan þátt í því að flokkurinn glopraði niður að því er virtist gullnu tækifæri til mikils kosningasigurs. í ann- an stað hafa sjálfstæðismenn oftlega og þá gjarnan á síðum Morgunblaðsins agnúast út í ríkisfjölmiðlana, einkum frétta- menn og störf þeirra. Virðist þeim sem álengdar stendur undirrót þessa oft vera sú vitn- eskja að flestir þessara manna játast ekki undir sjónarmið og kreddur Sjálfstæðisflokksins. Hvort sem forystumenn flokksins fást til að viður- kenna það eða ekki þá hafa atriði eins og þau sem hér eru sett fram vafalaust ýtt und- ir þá að upphefja þann áróður fyrir „frjálsum" rekstri útvarps og sjónvarps sem hefur verið þeirra uppáhaldsiðja síðustu misseri. Orðið frjáls er hér sett innan gæsalappa því líklega er vandfundinn frjálsari fjölmiðill en íslenska hljóðvarpið. En hinir ungu og framgjörnu frjálshyggjumenn Sjálfstæðis- flokksins hugsa ekki um frelsi í þessu sambandi sem mögu- leika hvers einasta þjóðfélags- þegns, sem frambærilegt efni hefur að flytja að koma fram í fjölmiðlinum. Þeirra hugsun er á þá leið að fjármagn og auglýs- ingasjónarmið kaupahéðna fái óhindruð að ráða því, hvað ber fyrir augu og eyru hins al- menna borgara. I ljósi þessara viðhorfa sýnist það fyllilega tímabært að þau félags- og stjórnmálaöfl, sem andstæð eru stefnu Sjálfstæðis- flokksins hugleiði ráð sitt og aðgerðir í framtíðinni á þessu sviði fjölmiðlunar. G.G. Kristján frá Djúpalæk skrifar í ár er ár rottunnar í Kína. Hér á landi má segja að sl. ár hafi verið ár hundsins og stendur raunar enn... Víkjum þó að öðru efni um sinn: Islendingar hafa verið laga- smiðir af ástríðu allt frá landnámi enda varð snemma til setningin „með lögum skal land byggja" (sem nútíma plötusniglar mis- skildu og héldu að ættu við dæg- urlög). Að semja lög og reglu- gerðir, boð og bönn voru okkar ær og kýr og allir sauðir; síðan viðbótarlög við fyrri lög og reglu- gerð til áherslu fyrri reglugerðar. Um framkvæmd var lítt hugsað og fyrr á öldum var ekkert fram- kvæmdavald til að fullnægja dóm- um ellegar sjá um löggæsluna. Urðu menn því sjálfir, þeir er órétti voru beittir, að fullnægja réttlætinu, væru þeir ekki þær gungur og geðleysingjar að þola frekar hnjask en hefjast handa. Með kristni kom hér í landið fyrirgefningarvælið, hræðslugæð- in, en festi aldrei djúpar rætur enda ólíkt víkingasonum að fela aumingjaskap sinn að baki dyggðarhugtaks. En lögkróka- menn vorum við af íþrótt og höfðu margir málaferli sér að tómstundagamni langa ævi; hlutu gjarnan af því viðurnefni, s.s. Mála-Davíð. Það var ekki fyrr en eftir „siðbót" Lúthers og vaxandi ítök Dana að opinberir aðilar fóru að hressa upp á virðinguna fyrir lög- um okkar og fullnægja dórnum. Reyndust yfirvöld með eindæm- um refsiglöð og ekki síður alþýða manna. Aldrei stóð á grönnum að koma hver upp um annan vegna sifjaspjalla og sauðaþjófn- aðar; að ekki sé nú talað um grun um fjölkynngi og fordæðuskap. Refsingar, s.s. hýðing og heng- ingar, urðu hinar fjölsóttustu skemmtanir mönnum. Og eitt er einkenni lagasetningaástríðunn- ar: Þar er alltaf um að ræða boð og bann. Það voru aldrei samin lög um hvað má gera heldur það sem ekki má. Elstu bækur okkar eru lögbæk- ur og eru lagagreinar langsam- lega fyrirferðarmestu skrif þjóð- arinnar. Væru allar lögbækur, ásamt reglugerðum, komnar á einn stað væri það stærsta safnrit veraldar; því óþekkt er að lög séu úr gildi numin og bókfell brennt. Hér gilda þær enn Grágás og Jónsbók. Nú á dögum er það ekki nóg að Alþingi setji lög af ofurkappi heldur virðast stjórnir alls konar félaga og fyrirtækja jafnvígar á iðju þessa, að maður tali nú ekki um borgarstjórnir og bæjarráð. Af þessari geðveilu stafa flest okkar vandræði. Víkjum nú aftur að ári hundsins: Það var fyrir nokkru að hert var á lögum og dustað ryk af reglugerð í höfuðborginni um bann við hundahaldi. Varðaði brot sektum, til vara tukthúsi. Vakti þetta heimsathygli og ákafa samúð með hundum. Lá við á tfma að Bretar, sem eru hundasálir miklar, kæmu hér með her manna til varnar dýra- tegund þessari. En hert bann við hundaeign vakti mörgum sem aldrei höfðu hund séð löngun mikla til að eignast slíkt kvikindi og fengu sér hvolp ef hægt var. Upphófst nú hundgá mikil í höf- uðborginni, áburðaraukning á götum og gangstígum. Urðu og hundsbit nokkur bótalaus. En hundavinir eru um það líkir reykingamönnum að viðurkenna ekki andstæðan smekk. Á sl. ári og það sem af er þessu hafa málefni hunda og eigenda þeirra verið meir á dagskrá en fyrr og er frægastur hundaslagur- inn mikli í Vesturbænum syðra þar sem hundur féll en hélt velli en lögreglumenn gengu bitnir og sakfelldir af hólmi vegna skyldu- ■ starfa sinna. Enn viðameira mál kom þó upp síðar er kona ein kom sér upp húsdýri því er kjölturakki kallast. Var hún kærð fyrir þetta agabrot og dæmd í 6500 kr. sekt samkvæmt hækk- uðu sektarákvæði - en tukthús ella. Konan neitaði að borga og var því færð í steininn samkvæmt reglugerðinni. Vakti mál þetta ólgu mikla vegna meðlíðanar með konunni og munaðarleys- ingjanum. Gerðist það þá næst að hjálparhella ekkna og munað- arleysingja lyfti símtóli og mælti hin réttu orð. Var þá konan látin laus og beðin afsökunar. Var nú fögnuður mikill í borginni. Fjölmiðlar vildu Ieyfa þjóðinni að fylgjast með máli þessu og voru aðilar þess kallaðir í morg- unútvarp. Konan mátti lítt mæla upphátt, annaðhvort af sektar- kennd ellegar feginleik, svo að ekki varð greint um hug hennar. Aftur á móti heyrðist vel skil- greining fulltrúa dómsvalds. En sem ljóst er af þáttunum „Já, ráð- herra“ urðu hlustendur litlu nær um rétt og rangt í mál þessu enda flestir lítt lærðir í tungumáli því er kerfismál kallast þó þeir þekki nokkuð til stofnanamáls á prenti. Helst varð þó ráðið af ummælum fulltrúa að víst væri með lögum bannað að halda hund, sektará- kvæði og tukthús til vara, en eig- inlega hefði aldrei verið meining- in að ákvæðum þessum yrði framfylgt! En allir skildu orð þess er símtólinu lyfti. Upplýsti hann þjóðina um að hann ætti sjálfur hundtík og kallaði dýrategundina vini sína. Fór nú að færast fjör í leikinn. Næst var brotamaður þessi, er komið hafði upp um sjálfan sig, kærður fyrir að halda hund í höfuðborginni. Hann sagði Hund sinn gamlan og feitan og lítt á almannafæri og taldi það sér til réttlætingar. Er þó ekkert ákvæði um aldurstakmörk í hundabannlögum. Má þó vera að réttur aldraðra sé einhvers met- inn ef dýr þessi eiga í hlut. Sagt er að ugg nokkurn hafi sett að eiganda tíkarinnar. Gerir þó nefnt fordæmi af máli kon- unnar ótta allra hundaeigenda ástæðulausan. En hvað um okkur hér í höfuð- borginni við Norðurskautið? Er hér bann við hundahaldi og viðurlög slík sem syðra? Ekki veit ég það. Hitt er víst að hér labba dýr þessi um allar jarðir óáreitt - sem raunar einu gildir því, eins og maðurinn sagði: „Minn hundur bítur ekki að fyrra bragði“. Að auki er þetta nú ár hundsins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.