Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 5
27. janúar 1984 - DAGUR - 5 - Þaö eina sem viö viljum upplýsa nú er aö það verð- ur hurð á sviðinu í veiga- miklu hlutverki. Annað er á huldu nema hvað við munum auðvitað leika okkur taktfasta og oft kraftmikla rokk af fullum krafti. Þetta sögðu þeir Kol- beinn Gíslason og Jón Haukur Brynjólfsson úr hljómsveitinni xkl (fram- borið - hálfsjö) sem vipp- uðu sér léttilega inn á rit- stjórnarskrifstofur Dags í vikunni, gagngert til þess að kynna næstu daga og vikur í ókominni framtíð hljómsveitarinnar. Uppá- koman sem þeir vitna til eru hljómleikar xkl í Borg- arbíói á morgun kl. 17 en þar gefst bæjarbúum kost- ur á að heyra hvað hljóm- sveitin hefur á prjónunum eða með öðrum orðum kynnast því sem lk7 hyggst fitja upp á í hljómleika- haldi sínu á næstunni. Hljómsveitin ]kl var stofn- uð á Akureyri vorið 1981 og telst því líklega næst elsta og næst virtasta hljómsveit bæjarins á dæg- urvettvangi um þessar mundir. - Petta er fimmta útgáf- an af hljómsveitinni sem nú starfar en samt er það svo merkilegt að það hafa aldrei fleiri en sex valin- kunnir aðilar hér í bæ átt sæti í >/27, segir Kolbeinn og Jón Haukur samsinnir því að þetta hafi verið þrællokuð klíka og íhalds- söm eftir því. En hvers vegna heitir hljómsveitin þessu fróma nafni? Þessarar spurningar hafði ég raunar spurt strákana áður en þá varð fátt um svör önnur en: „Af hverju ekki?" - Við höfum aldrei gef- ið upp af hverju hljóm- sveitin heitir ]kl en það er líklega einhver innanhúss- geðveiki sem veldur þessu nafni, segir Kolbeinn og Jón Haukur bætir við: - Það er líklega rétt að taka það fram að marggefnu til- efni að nafnið á ekkert skylt við tíma eða klukku. Það er rétt að ljóstra þessu upp hér því við erum orðn- ir dauðþreyttir á öllum aulabröndurunum vegna nafnsins. - Hvernig hljómsveit er 1/27? - Hún er góð, segir Jón Haukur. - Ekki segja það. Fólk verður að dæma sjálft, seg- ir Kolbeinn. - Hún er a.m.k. breytt, segir Jón Haukur. - Já og við spilum rokk, bætir Kolbeinn við. - Nýtt taktfast og kraft- mikið ef vel tekst til, barn- ar Jón Haukur. - Sem okkur tekst yfir- leitt, laumar Kolbeinn út úr sér. Kolbeinn Gíslason (gítar), Jón Haukur Brynjólfsson (bassi og söngur), Jóhann Ingólfsson (hljómborð og söngur) og Þráinn Brjáns- son (trommur), hafa undanfarnar vikur og mán- uði legið undir feldi, æft stíft og fínpússað tónlist sína. Hugmyndafræð- ingurinn SÁSI sem jafn- framt er hljóðsmiður hljómsveitarinnar kom nýlega inn í líf þeirra og í kjölfarið kom nýr hug- * myndagrundvöllur sem '/27 byggja á í dag. Þeir eru nú með hálfs annars tíma prógram og átta aukalög ef með þarf og með þetta í „farteskinu" hyggjast þeir vinna hylli Stór-Reykvík- inga, Akurnesinga og jafn- vel Borgfirðinga á næst- unni. Og gott ef V27 ætlar sér ekki á plötu innan skamms. - Við höfum aldrei bor- ið okkur eftir því að kom- ast á plötu og við höfum verið hógværir í okkar spilamennsku, segir Kol- beinn. - En það er líka graut- fúlt að hafa aldrei sett punktinn yfir i-ið, segir Jón Haukur og þeir Kol- beinn eru sammála um að þeim beri skylda til þess að varðveita eitthvað af hug- myndum sínum á plasti. Plötur gætu orðið bauta- steinar hljómsveitarinnar - komandi kynslóðum til ánægju og yndisauka. Út- gefendum og steinsmiðum gefst gott tækifæri til þess að kynnast því af eigin raun á næstunni hvort hljómsveitin býr yfir efni- viö í bautasteina... -ESE. Akureyringar - Eyfirðingar Tobacco Road Frumsýning í Freyvangi Höfundur: Erskine Caldwell Þýðandi: Jökull Jakobsson Leikstjóri: Hjalti Rögnvaldsson Frumsýning föstudag 27. janúar kl. 20.30. Önnur sýning sunnudag 29. janúar kl. 20.30. Leikfélag Öngulsstaðahrepps U.M.F. Árroðinn. > Námskeið Bifvélavirkjar Hér er auglýsing um eftirmenntunar- námskeið fyrir bifvélavirkja. Markmið námskeiðsins er að auka hæfni bif- vélávirkja til viðgerðar á leiðslukerfi bifreiða, og auka þekkingu þeirra á eðli rafbúnaðar. Lengd námskeiðsins er 20 stundir. Leiðbeinandi verður Þorkell Jónsson tæknifræð- ingur. Námskeiðið hefst föstudaginn 3. febrúar nk. kl. 13.30. Kennslustaður: Iðnskólinn á Akureyri. Þátttökugjald ca. 3000 kr. Þátttaka tilkynnist í síma 26800 frá kl. 9-12, og í síma 21662 frá 14-16 fyrir 1. febrúar nk. Allar nánari upplýsingar í síma 26800. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. /////// r///-J A/J /ó/ Y//// c/ Námskeið: Teiknun og málun fyrir börn og unglinga: 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Tvisvar í viku. 5. fl. 12-13 ára. Tvisvar í viku. 6. fl. 13-14 ára. Tvisvar í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna: 1. fl. Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. 2. fl. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. 3. fl. Framhaldsnámskeið I. Tvisvar i viku. 4. fl. Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. 5. fl. Myndlistardeild. Tvisvar í viku. 6. fl. Myndlistardeild (framhald). Tvisvar í viku. Byggingarlist: 1. fl. Híbýlafræði. Tvisvar í viku. 2. fl. Byggingarlist og híbýlafræði. Tvisvar í viku. Grafík: 1. fl. Dúk- og trérista. Tvisvar í viku. 2. fl. Dúk- og trérista (framhald). Tvisvar í viku. Letrun: 1. fl. Skrift og leturgerð. Tvisvar í viku. 2. fl. Skrift og leturgerð (framhald). Tvisvar í viku. Listasaga: 1. fl. Listasaga. Einu sinni í viku. 2. fl. íslensk iistasaga. Einu sinni í viku. Modelteiknun: 1. fl. Teiknað eftir lifandi fyrirmynd. Tvisvar í viku. 2. fl. Teiknað eftir lifandi fyrirmynd (framhald). Tvisvar í viku. Textíl: 1. fl. Myndvefnaður. Tvisvar i viku. 2. fl. Myndvefnaður (framhald). Tvisvar í viku. 3. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni í viku. 4. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni i viku. Innritun fer fram í skrifstofu skólans, Glerárgötu 34, alla virka daga kl. 10-12 og 13-18. Þeir sem ekki kom- ust að á haustönn vinsamlegast staðfesti umsókn sína. Allar nánari upplýsingar og innritun í sima 24958. Námskeiðsgjald má greiða í tvennu lagi. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.