Dagur - 27.01.1984, Side 7

Dagur - 27.01.1984, Side 7
27. janúar 1984 - DAGUR - 7 „Menn verða að hreyfa munninn U - Hver er á línunni? - Erlingur Sigurðarson. - Er talað gott „daglegt mál“? - Sjálfsagt bæði gott og vont. Það er ekki hægt að segja annað, en menn taka meira eftir ambög- unum. Þær ábendingar sem ég fæ eru flestar í þá veru, því miður, sem kannski er eðlilegt, því þær stinga í eyrun. En því miður er oft ekki eftir því tekið sem vel er gert. Og það á ekki bara við um málið, þetta á við um margt ann- að í þjóðfélaginu. - Er gaman að sjá um þennan þátt? - Ég get ekki neitað því, að ég hef haft gaman af því, þó það sé auðvitað misgaman. Ég hef orðið var við mjög mikinn og lifandi áhuga á málinu, sem ég átti að vísu von á fyrir, en hann er jafn- vel ennþá meiri en ég bjóst við. Ég fæ mikið af bréfum og upp- hringingum, frá fólki af öllum landshornum, sem ég þekki ekk- ert til. Framan af var það gjarnan fólk sem ég þekkti til, sem lét í sér heyra, en nú eru það hinir og þessir. - Hvers konar ábendingar færðu einkum? - Þær eru mjög margar um ambögur í fjölmiðlum. Lang- stærsti hlutinn er af því tagi. Þær eru náttúrlega misstórar og mis- miklar; sumar eru angi af stærri grein, allsherjar ruglingi í málinu, en annað flokkast undir einstök málglöp. - Eru fjölmiðlamenn verri málamenn en aðrir? - Það vil ég ekki segja, en auð- vitað ættu fjölmiðlamenn að vera betri. En það er enginn mæli- kvarði til að mæla þetta á. Hins vegar er meira tekið eftir því ef fjölmiðlamönnum verður á í messunni, því þeir tala í útvarp og sjónvarp, auk þess að skrifa í blöð. Þeir eru því undir stöðugu eftirliti. - Ábendingarnar, koma þær frá fólki á öllum aldri? - Já, það hugsa ég, en eldri kynslóðin er nú greinilega áhuga- samari. Sérstaklega er það áber- andi, að roskna fólkið gerir meira af því að skrifa, en þeir yngri grípa símann. En yngsta kynslóð- in er nú ekki mjög áberandi, þó hef ég fengið fyrirspurnir frá börnum á barnaskólaaldri. - Parftu oft að setjast í dóm- arasætið? - Já, það kemur oft fyrir, og það er oft erfitt að kveða upp úr með hvað er rétt eða rangt. Eitt getur verið rétt í einu héraði, þó það hljómi fáránlega í öðru. Þá á ég einkum við orðanotkun, en ekki beygingakerfið. - Er mikið um nöldur? - Ég veit ekki hvað skal segja, auðvitað hættir öllum til að nöldra, mér sjálfsagt líka. En hvað á að kalla nöldur? Ég vil ekki nota það orð yfir þær ábend- ingar sem ég fæ. Þær eru allar góðra gjalda verðar og fullkom- lega þess virði að ég sinni þeim. En tíminn er knappur og ábend- ingarnar miklu fleiri en ég kemst yfir. Ég þarf því að velja og hafna. - Hlakkar í fólki þegar það veifar framan í þig ambögum? - Nei, ekki hef ég nú orðið var við það og ég held að menn hugsi ekki þannig. Nei, ég held að þetta sé flestum mönnum til ama. Mér virðist það. Málið er angi af miklu stærra máli, sem er sjálfstæði þjóðarinnar. - Er erfitt að vera fræðingur í þessari grein? - Fræðingur, ha, ha, það er nú spurning hver er fræðingur í þessu sem öðru. Þó að ég hafi háskóla- próf í íslenskum fræðum, þá er ég ekkert meiri „fræðingur“ í þeirri grein heldur en fjöldi annarra manna, sem hefur lifandi áhuga á tungunni. - En þú ert hafður undir ströngu eftirliti, þar sem þú ert nokkurs konar yfirlögregluþjónn daglegs máls, ekki satt? - Jú, það er rétt, ég er undir mjög nákvæmu eftirliti, það hef ég orðið var við. Hafi mér orðið á, sem öllum getur orðið, þá hef ég verið tekinn umsvifalaust í landhelgi. Ég er ekki óskeikull. - Er mönnum ekki skemmt, ef þeir geta rekið eitthvað ofan í þ‘g? - Jú, það má vera, en oft er nú Erlingur Sigurðarson. um ábendingar frá kunningjum að ræða. - Ástkæra ylhýra málið, er það á undanhaldi? - Við höfum engan óyggjandi mælikvarða á það. Það dugir ekki að bera saman einn tíma með öðrum, því tímarnir breytast og málið með. Og heimurinn er alltaf sagður vera að fara til fjandans og þannig hefur það verið lengi. Ég þykist þó fara nokkuð nærri um það, að málkennd manna sé nokkru slakari heldur en almennt gerðist. Það er svo margt sem glepur hugann, kvikmyndir, tón- list og fjölmiðlar af ýmsu tagi, þannig að málið gegnir ekki sama lifandi hlutverkinu og áður. Því miður, því auðvitað er það lykill- inn að öllum samskiptum manna. - Tala Mývetningar betra mál en Reykvíkingar? - Það hef ég ekki sagt ennþá, en margir Mývetningar tala gott mál og það gera ábyggilega marg- ir Reykvíkingar líka. Einnig eru bögubósar á báðum stöðum. Þú færð mig ekki til að kveða upp dóma í þessu sambandi. Hins veg- ar er hætt við, að öflug fjölmiðlun frá einum punkti út um allt land muni með tímanum upphefja staðbundnar málvenjur. - Það er þvargað um z eða ekki z og ýmis önnur stafsetningarat- \ riði. Er einföldun á stafsetningar- reglum til einhverra bóta? - Allt kák um einn staf, hvort hann á að vera eða ekki, er smá- atriði, sem glepur og leiðir lifandi umræðu um íslenskt mál inn á ; villigötur. Það má ekki þyrla upp moldviðri um einstakar stafsetn- ingarreglur eða stafi. Það varðar daglegt mál afar lítið, þó að auð- * vitað þurfi að hafa samræmda stafsetningu. Og ég er sammála Óla á Gunnarsstöðum um það, að mér finnst skemmtilegra að vera ■ Þingeyingur með stórum staf! Ákveðin íhaldssemi er dyggð. - Hvernig er best að viðhalda tungunni? - Við gerum það best með því að lesa mikið og velja góðan texta, ásamt því að tala mikið saman. Og menn verða að tala ! skýrt, hreyfa munninn. Óskýrt tal, fátæklegt orðaval og rangar áherslur eru miklu verri gallar heldur en einstakar beygingarvill- ur. Við eigum heldur ekki að hika við að leiðrétta viðmælendur okkar, hógværlega og kurteislega, því menn eiga aldrei að vera vaxnir upp úr því að taka ábend- ingum, hvort sem þeir heita fræðingar með háskólapróf eða skólabörn. - Það var „nebblcga" það, þakka þér spjallið Erlingur, bless- aður. - Þakka þér sömuleiðis, bless- aður. - GS. _ ^ \ íbúar Arnarneshrepps fyrr og nú Þorrablótið sem frestað var 21. jan. verður föstudags- kvöldið 3. feb. kl. 20.30 í Hlíðarbæ. Hljómsveit Pálma sér um fjörið. Pantið miða í síð- asta lagi 1. feb. hjá Hjördísi sími 32116, Siggu sími 25786, Pétri sími 21963. Mætið stundvíslega. Nefndin. Kvenfélagið Baldursbrá heldur sitt árlega þorrablót í Húsi aldraðra laug- ardag 28. janúar kl. 20.00. Miðar seldir við innganginn. Gestir taki með sér matinn. Skemmtinefnd. Aðstoð við framtöl Skrifstofa Iðju mun aðstoða fólk við framtöl frá og með 30. janúar 1984. Nauðsynlegt er að hafa sem skýrastar upplýsing- ar um launatekjur og annað sem til þarf. Hafið samband við skrifstofu Iðju sem allra fyrst og pantið tíma í síma 23621. Stjórn Iðju. Ungmennafélagið Dagsbrún. Aðalfundur í Hlíðarbæ sunnudaginn 29. janúar kl. 2 e.h. stundvíslega. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Föstudagur 27. janúar Mánasalur opnaður kl. 19 Ingimar Eydal leikur létta tónlist fyrir matargesti Sólarsalur opnaður kl. 22 Ingimar skemmtir ásamt hljómsveit til kl. 03 Laugardagur 28. janúar Opnað kl. 18.00 Ljúf dinnertónlist Stórhljómsveit Ingimars Eydal heldur uppi fjörinu til kl. 03 Ath! Mánasalur lokaður v/einkasamkv. Leitið tilboða í þorra- blótið, sendum matinn hvert sem er Mánasalur opinn alla daga Sjðtöúut V Geislagðtu 14,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.