Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. janúar 1984 ^^S^fcHS^ mm*, Mm& 'mmé ;*f* ta*e*'!&».¦,* ÖS**9 ÍJaÍíW* *•» fflL |||;; Ka,,,! ttfiAn *í«m ,, fi# er nú varla farinn að átta mig á þessu enn, því ég er svo nýtekinn við, en það er eins gott að ég standimig ístykk- inu, því sveitungar mín- ir eru góðu vanir frá fyrri oddvitum. Það á ekkisíst við um forvera minn, Hörð Garðarsson á Rifkelsstöðum, sem skilar góðu búi. Það er vandiað taka við afslík- um mönnum." Ég er kominn í heimsókn til Birgis Þórðarsonar, bónda, leik- ara og bókasafnara með meiru. Hann tók við oddvitastarfi í Öng- ulsstaðahreppi um áramótin, af Herði Garðarssyni, sem lét af embætti að eigin ósk. Birgir býr á Öngulsstöðum 2, ásamt Katr- ínu Sigurgeirsdóttur móður sinni og Sigurhelgu systur sinni. Það fer vel á því að oddviti Öngulsstaðahrepps sitji á Öng- ulsstöðum, sem var ein stór jörð hér fyrr á árum og þótti búsæld- arleg, ekki síst vegna víðáttumik- illa engja á fitjunum með Eyja- fjarðárá. Sést það best á því, að nú ber jörðin fimm býli; Onguls- staði 1, 2 og 3 ásamt Staðarhóli og Bjargi. í byrjun aldarinnar bjuggu Jón Jónatansson og Jónína Stefáns- dóttir á helmingi Öngulsstaða, en á hinum helmingnum bjó Sigur- geir Sigurðsson, kallaður „Ey- firðingur" til aðgreiningar frá al- nafna sínum „Þingeyingi", og síðari kona hans, Helga Hall- dórsdóttir. Þessar tvær fjölskyld- ur bjuggu í sitt hvorum endanum á gamla bænum, sem enn stendur á Öngulsstöðum. Þar voru oft tugir manns í heimili. Jón og Jón- ína voru barnlaus, en Þórður Jónatansson, faðir Birgis, ólst að bóndi upp hjá þeim frá tveggja ára aldri, en hann var frá Þórðarstöð- um í Fnjóskadal. Og hann þurfti ekki langt eftir konuefninu, því hann sótti Katrínu dóttur Sigur- geirs og Helgu yfir í hinn endann á bænum. Þau tóku síðan við helmingi Öngulsstaða, af Jóni og Jónínu, og nú er Birgir sonur þeirra tekinn við búsforráðum. Hinn helmingur jarðarinnar skiptist á milli sona Sigurgeirs og Helgu, þeirra Kristins, Halldórs og Garðars. Þeir bræður eru allir látnir, en afkomendurnir halda uppi merkinu. Stór ættbogi er kominn út frá Sigurgeiri og Helgu á Önguls- stöðum. Þar við bætast afkom- endur Sigurgeirs frá fyrra hjóna- bandi, en með fyrri konu sinni átti hann Sigurð á Syðra-Hóli og Sigurlínu, sem gift var Jóni Tómassyni og bjuggu þau lengst af á Akureyri. Afkomendur þeirra hafa löngum verið nefndir „Tommarar" meðal gróinna Ak- ureyringa. Og nú eiga afkomend- ur Sigurgeirs á Ongulsstöðum meirihluta í hreppsnefnd sveitar- innar; þau Emelíu Baldursdóttur Sigurðssonar á Syðra-Hóli, Sig- urgeir Garðarsson á Staðarhóli og Birgi. Hvaðan er nafnið komið? En þetta átti nú bara að vera stuttur útúrdúr, en mér tókst að gera hann langan, eins og mér einum er lagið. Ég spurði Birgi fyrst hvernig nafnið á bænum; Óngulsstaðir, væri til komið. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu, að bærinn sé nefndur eftir frumbyggjanum, sem hafi þá heitið Öngull, og þeirri kenn- ingu var alltaf haldið að mér í foreldrahúsum. Enda finnst mér sú skýring mun sennilegri heldur en náttúrunafnakenningin, sem ég | hef heyrt hafða eftir Þórhalli | Vilmundarsyni. Samkvæmt henni á nafnið að vera dregið af bæjar- læknum, sem hlykkjast í mörgum krókum hér um landareignina, rétt eins og öngull. En þessi lækur er svo lítið áberandi hér í um- hverfinu, að ég hef enga trú á því að bærinn hafi verið nefndur eftir honum." - Er þetta fornt höfuðból? „Ég veit það nú ekki fyrir víst og það er ekki nema í Sturlungu, sem ég hef séð Öngulsstaða getið í fornum sögum. Þá bjó hér maður að nafni Pétur, en ekki man ég fyrir víst hvaða sögur eru sagðar af honum í þessari merku bók." - Nú eru hér 5 jarðir, þar sem áður var ein. Er ekkert þröngt um ykkur? „Ekki segi ég það nú, nema hvað landrýmið er að verða lítið til ræktunar. En hér erum við ekki hver fyrir öðrum, því það hefur alla tíð verið samvinna á milli íbúanna og samkomulag gott." - Það er myndarlega búið í Öngulsstaðatorfunni, því á Öng- ulsstaðabúunum þrem og Staðar- hóli eru á þriðja hundrað naut- gripir, þar af um 160 mjólkandi kýr. Ég spurði Birgi næst um af- komu bænda. „Afkoma er nokkuð misjöfn. Þeir sem byggðu upp á fyrri árum verðbólgunnar og luku því áður en verðtryggðu lánin komu til sögunnar, þeir standa vel, eru með mikla framleiðslu og litlar skuldir. En þeir sem hafa verið í framkvæmdum á síðustu árum standa mun ver, sumir hverjir mjög illa." Ætlaði ekki að verða bóndi - Birgir hefur alla tíð búið á Öngulsstöðum, að slepptum tveim vetrum, sem hann eyddi í Menntáskólanum á Akureyri. Hann var í síðasta árganginum sem þaðan tók gagnfræðapróf, en síðan tók búskapurinn við. Ég spurði hann hvort hann hafi alltaf ætlað að verða bóndi? „Nei, eiginlega ætlaði ég mér það aldrei, þetta kom meira svona af sjálfu sér. Sannleikurinn er nú sá, að búskapurinn hefur aldrei verið mitt aðaláhugamál. Ég er með þeim ósköpum gerður, að ég hef haft mjög mörg áhugamál um ævina, þannig að ég hef ekki haft tíma til að ein- beita mér að neinu sérstöku." - Hvaða áhugamál hafa tekið mestan tíma? „Ég hef starfað mikið að félags- málum og einhvern veginn hefur það æxlast svo, að ég hef lent í stjórnum flestra þeirra félaga sem ég hef komið nálægt. Raunar byrjaði ég seint, því ég var kom- inn um tvítugt þegar ég fór fyrst á fund hjá ungmennafélaginu. En ég fylltist skelfingu, því áður en

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.