Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. janúar 1984 Mwa „Eg er nú varla farinn að átta mig á þessu enn, því ég er svo nýtekinn við, en það er eins gott að ég standi mig í stykk- inu, því sveitungar mín- ir eru góðu vanir frá fyrri oddvitum. Það á ekkisíst við um forvera minn, Hörð Garðarsson á Rifkelsstöðum, sem skilar góðu búi. Það er vandi að taka við af slík- um mönnum. “ Ég er kominn í heimsókn til Birgis Þórðarsonar, bónda, leik- ara og bókasafnara með meiru. Hann tók við oddvitastarfi í Öng- ulsstaðahreppi um áramótin, af Herði Garðarssyni, sem lét af embætti að eigin ósk. Birgir býr á Öngulsstöðum 2, ásamt Katr- ínu Sigurgeirsdóttur móður sinni og Sigurhelgu systur sinni. Það fer vel á því að oddviti Öngulsstaðahrepps sitji á Öng- ulsstöðum, sem var ein stór jörð hér fyrr á árum og þótti búsæld- arleg, ekki síst vegna víðáttumik- illa engja á fitjunum með Eyja- fjarðárá. Sést það best á því, að nú ber jörðin fimm býli; Onguls- staði 1, 2 og 3 ásamt Staðarhóli og Bjargi. í byrjun aidarinnar bjuggu Jón Jónatansson og Jónína Stefáns- dóttir á helmingi Öngulsstaða, en á hinum helmingnum bjó Sigur- geir Sigurðsson, kallaður „Ey- firðingur" til aðgreiningar frá al- nafna sínum „Þingeyingi“, og síðari kona hans, Helga Hall- dórsdóttir. Þessar tvær fjölskyld- ur bjuggu í sitt hvorum endanum á gamla bænum, sem enn stendur á Öngulsstöðum. Þar voru oft tugir manns í heimili. Jón og Jón- ína voru barnlaus, en Þórður Jónatansson, faðir Birgis, ólst upp hjá þeim frá tveggja ára aldri, en hann var frá Þórðarstöð- um í Fnjóskadal. Og hann þurfti ekki langt eftir konuefninu, því hann sótti Katrínu dóttur Sigur- geirs og Helgu yfir í hinn endann á bænum. Þau tóku síðan við helmingi Öngulsstaða, af Jóni og Jónínu, og nú er Birgir sonur þeirra tekinn við búsforráðum. Hinn helmingur jarðarinnar skiptist á milli sona Sigurgeirs og Helgu, þeirra Kristins, Halldórs og Garðars. Þeir bræður eru allir látnir, en afkomendurnir halda uppi merkinu. Stór ættbogi er kominn út frá Sigurgeiri og Helgu á Önguls- stöðum. Þar við bætast afkom- endur Sigurgeirs frá fyrra hjóna- bandi, en með fyrri konu sinni átti hann Sigurð á Syðra-Hóli og Sigurlínu, sem gift var Jóni Tómassyni og bjuggu þau lengst af á Akureyri. Afkomendur þeirra hafa löngum verið nefndir „Tommarar" meðal gróinna Ak- ureyringa. Og nú eiga afkomend- ur Sigurgeirs á Öngulsstöðum meirihluta í hreppsnefnd sveitar- innar; þau Emelíu Baldursdóttur Sigurðssonar á Syðra-Hóli, Sig- urgeir Garðarsson á Staðarhóli og Birgi. Hvaðan er nafnið komið? En þetta átti nú bara að vera stuttur útúrdúr, en mér tókst að gera hann langan, eins og mér einum er lagið. Ég spurði Birgi fyrst hvernig nafnið á bænum; Öngulsstaðir, væri til komið. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu, að bærinn sé nefndur eftir frumbyggjanum, sem hafi þá heitið Öngull, og þeirri kenn- ingu var alltaf haldið að mér í foreldrahúsum. Enda finnst mér sú skýring mun sennilegri heldur en náttúrunafnakenningin, sem ég j hef heyrt hafða eftir Þórhalli Vilmundarsyni. Samkvæmt henni á nafnið að vera dregið af bæjar- læknum, sem hlykkjast í mörgum krókum hér um landareignina, rétt eins og öngull. En þessi lækur er svo lítið áberandi hér í um- hverfinu, að ég hef enga trú á því að bærinn hafi verið nefndur eftir honum.“ - Er þetta fornt höfuðból? „Ég veit það nú ekki fyrir víst og það er ekki nema í Sturlungu, sem ég hef séð Öngulsstaða getið í fornum sögum. Þá bjó hér maður að nafni Pétur, en ekki man ég fyrir víst hvaða sögur eru sagðar af honum í þessari merku bók.“ - Nú eru hér 5 jarðir, þar sem áður var ein. Er ekkert þröngt um ykkur? „Ékki segi ég það nú, nema hvað landrýmið er að verða lítið til ræktunar. En hér erum við ekki hver fyrir öðrum, því það hefur alla tíð verið samvinna á milli íbúanna og samkomulag gott.“ - Það er myndarlega búið í Öngulsstaðatorfunni, því á Öng- ulsstaðabúunum þrem og Staðar- hóli eru á þriðja hundrað naut- gripir, þar af um 160 mjólkandi kýr. Ég spurði Birgi næst um af- komu bænda. „Afkoma er nokkuð misjöfn. Þeir sem byggðu upp á fyrri árum verðbólgunnar og luku því áður en verðtryggðu lánin komu til sögunnar, þeir standa vel, eru með mikla framleiðslu og litlar skuldir. En þeir sem hafa verið í framkvæmdum á síðustu árum standa mun ver, sumir hverjir mjög illa.“ Ætlaði ekki að verða bóndi - Birgir hefur alla tíð búið á Öngulsstöðum, að slepptum tveim vetrum, sem hann eyddi í Menntaskólanum á Akureyri. Hann var í síðasta árganginum sem þaðan tók gagnfræðapróf, en síðan tók búskapurinn við. Ég spurði hann hvort hann hafi alltaf ætlað að verða bóndi? „Nei, eiginlega ætlaði ég mér það aldrei, þetta kom meira svona af sjálfu sér. Sannleikurinn er nú sá, að búskapurinn hefur aldrei verið mitt aðaláhugamál. Ég er með þeim ósköpum gerður, að ég hef haft mjög mörg áhugamál um ævina, þannig að ég hef ekki haft tíma til að ein- beita mér að neinu sérstöku." - Hvaða áhugamál hafa tekið mestan tíma? „Ég hef starfað mikið að félags- málum og einhvern veginn hefur það æxlast svo, að ég hef lent í stjórnum flestra þeirra félaga sem ég hef komið nálægt. Raunar byrjaði ég seint, því ég var kom- inn um tvítugt þegar ég fór fyrst á fund hjá ungmennafélaginu. En ég fylltist skelfingu, því áður en 27. janúar 1984- DAGUR-9 fundurinn var úti var búið að kjósa mig í stjórn. Eftir það var stíflan brostin. Ég hef einnig alltaf haft mikinn áhuga fyrir bókum, en ég fór ekki að safna þeim af neinni alvöru fyrr en um þrítugt. í bókasafnið hefur farið mikill tími.“ - Já Birgir á gott bókasafn, sem telur um 3.000 bindi í bandi og annað eins er óbundið í geymslu. Ég spurði hann nánar um safnið, um elstu bækurnar og hverju hann safnaði. „Flestar elstu bækurnar eru komnar úr bókasafni afa míns, Jónatans Þórðarsonar, fræði- manns á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Hann átti mjög gott safn; ég efast um að það hafi ver- ið margir einstaklingar hér á landi í þá tíð, sem áttu eins gott bókasafn. En það dreifðist dálít- ið eftir hans dag og nú eru víða til bækur með stimpli hans, bæði á söfnum og í einkaeign. Elsta bókin sem ég á er frá 1671, en hún er ekki heil. Það er „Rímtal“, nokkurs konar alman- ak í litlu broti, prentað á Hólum. Ég hygg að það séu ekki til mörg eintök af þessari bók. Svo á ég hérna mun yngri bók, annála Björns á Skarðsá í Skagafirði, sem prentaðir voru í Hrappsey 1774. Ég las þá bók sem ungling- ur og hafði gaman af. Hún er með gotnesku letri, sem virðist tyrfið í fyrstu, en það venst. Ég legg einna mesta áherslu á að safna tímaritum og bókum sem fjalla um sögu landsins. Ég hef til dæmis enga áherslu lagt á að safna skáldritum, hvorki sög- um né ljóðum, þó ég eigi nú dá- lítið af slíku. Maður slær nú ekki hendinni á móti góðri bók, þó hún sé ef til vill ekki í þeim flokki sem maður leggur mesta áherslu á. En ævisögur og sögulegur fróðleikur eru í öndvegi og ég kaupi yfirleitt ekki bækur, nema ég hafi áhuga á að lesa þær, þó ég komist stundum ekki yfir það allt saman.“ Bókalesturinn hefur verið stefnulaus Birgir gat sér gott orð í spurn- ingakeppni útvarpsins í fyrravet- ur og í haust var hann í sigurliði Öngulsstaðahrepps í spurninga- keppni UMSE. Ég spurði hann hvort hann ætti kunnáttu sína bókasafninu að þakka. „Já, eflaust eitthvað, en bóka- lestur minn hefur verið stefnu- laus. Ég hef víða komið við, lesið hrafl hér og þar, en hvergi er ég vel að mér, svo heitið geti.“ - Næst spurði ég Birgi um leiklistina, en hann hefur lengi verið einn helsti leikari í Önguls- staðahreppi. „Já, það var nú alveg óvart að ég lenti inn í leiklistina. Þá átti ég að vera hvíslari á leiksýningu hér í sveitinni, en fyrir tilviljun lenti ég í litlu hlutverki. Hvorki mér né öðrum datt í hug að það yrði neitt meira, en samt sem áður hef ég verið viðloðandi leikfélagið síðan.“ - Eitthvert hlutverk öðrum minnisstæðara? „Það æxlaðist nú oftast þannig, að ég var látinn leika einhverja karla, sem hægt var að hlæja að. Hins vegar langaði mig alltaf til að leika alvarlegri persónur, sem væru svolítið líkari sjálfum mér. Ég held að það sé að mörgu leyti meiri vandi að gera það. Auðvit- að voru margir þessir kallar ljúfir og skemmtilegir, en samt held ég að afinn í Hitabylgju frá í fyrra sé eftirminnilegastur - og ég held það sé ekki eingöngu vegna þess að það er síðasta hlutverkið. Hitabylgja er gott leikrit og afinn var svolítið sér á parti; mér fannst hann hafa nokkuð til síns máls.“ - Hvað gaf leiklistin þér? „Það er nú erfitt að svara því til hlítar, en starfið með leikfé- laginu okkar er það félagsstarf sem ég hefði síst viljað fara á mis við. Það var nú þannig með mig sem ungling, að ég var afskaplega feiminn og átti jafnvel erfitt með að fara á mannamót, og feimnin hrjáir mig nú jafnvel enn. En leiklistin hefur hjálpað mér mikið til að komast yfir hana, því í' leiklistinni kynnist maður fólkinu nánar en í annarri félagsstarf- semi. það er líka ákaflega nota- leg tilfinning, að vera á sviðinu og finna að maður nær til áhorf- enda. En félagsskapurinn er fyrir mestu og það hefur alltaf verið góður andi í leikhópnum okkar.“ Mikið að gera í hreppsnefndinni - Birgir var fyrst kosinn í hreppsnefnd Öngulsstaðahrepps 1974 og síðan hefur hann verið endurkosinn í tvígang. Hingað til hafa ekki verið listakosningar við hreppsnefndarkjör í hreppnum. Þess í stað eru allir kjörgengir hreppsbúar í kjöri. Auk þeirra sem áður hafa verið nefndir eru Kristján Hannesson í Kaupangi og Benjamín Baldursson á Ytri- Tjörnum í núverandi hrepps- nefnd. „Það hefur nú æxlast þannig til, síðan ég kom í hreppsnefnd, að ýmis stór mál hafa verið þar á döfinni. Þeirra stærst er hitaveit- an, sem nú er komin í nær allan hreppinn og einnig má nefna veg- inn og brúna yfir Eyjafjarðará hjá Laugalandi. Framundan er átak í vegamálum, því þjóðveg- urinn um hreppinn er víða illa upp byggður og snjóþungur. Sömu sögu er að segja um marg- ar heimreiðar, sem margar hverj- ar eru brattar og erfiðar, sérstak- lega yfir veturinn. Þar við bætast skólamálin. Vð keyptum hluta Eyjafjarðarsýslu og Dalvíkur- bæjar í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í haust og fluttum hluta grunnskólans þangað. Á næstu árum þarf að leggja mikla vinnu og peninga í húsið, sem hefur verið vanhirt um árabil og er auk þess ekki byggt fyrir barnakennslu. En þegar því er lokið verðum við komnir með mjög gott skólahúsnæði.“ - Talandi um skólamál, hafa börn í Öngulsstaðahreppi sömu möguleika til grunnmenntunar og jafnaldrar þeirra í kaupstöð- um? „Já, skyldunámið hér er sam- bærilegt, nema hvað aðstaða til íþróttakennslu er mjög takmörk- uð, þar sem hér er ekkert íþrótta- hús. Það kemur ef til vill síðar niður á börnunum, þegar þau koma í aðra skóla. En þetta stendur til bóta því áætlað er að byggja íþróttahús við Hrafnagils- skóla, sem mun þjóna þeim fjór- um hreppum sem að þeim skóla standa." - Nú standa hér tvö félags- heimili hvort á móti öðru, Frey- vangur og Laugaborg. Hefði ekki mátt byggja þau þannig, að þau gætu nýst til íþróttakennslu? „Jú, ég hef alltaf verið á þeirri skoðun og er raunar undrandi á því að það skyldi ekki hafa verið gert í upphafi, því það hefði ekki verið svo mikill kostnaðarauki. Nýja félagsheimilið ídalir í Aðal- dal er dæmi um þetta, því það er hvort tveggja í senn, félagsheim- ili og íþróttahús, og fer vel á því. Enda er það litlum sveitarfélög- um ofviða, að reka bæði félags- heimili og íþróttahús." - Er ásókn frá þéttbýlisfólki, t.d. Akureyringum, að flytja til ykkar? „Já, ekki get ég neitað því og þetta veldur okkur dálitlum áhyggjum. Þetta getur orðið til þess að spenna upp verð á jörðum, sem kemur sér eðlilega vel fyrir þann sem ætlar að selja, en ekki þann sem vill kaupa og hefja búskap á jörðinni, ég tala nú ekki um ef líka þarf að byggja hana upp. Þess vegna óttumst við að jarðir kunni að verða keyptar til annars en búskapar, vegna nálægðarinnar við Akureyri. Það er líka ásókn í lóðarparta út úr jörðum fyrir byggingar. Það getur verið í lagi að leyfa slíkt að vissu marki. Við höfum litið þetta heldur óhýru auga, nema þar sem um er að ræða börn ábúenda, sem vilja byggja á jörð- inni, jafnvel þó þau sæki vinnu til Akureyrar. En slíkar áætlanir geta breyst og þá geta skapast vandamál, þegar búið er að sneiða af jörðum undir einbýlis- hús.“ - Þið hafið ekki hug á að skipuleggja þéttbýliskjarna? „Nei ég held að það sé ekki áhugi fyrir slíku hjá okkur eins og er. Þó vel að merkja, ef til kæmi þéttbýli tengt einhverri atvinnusköpun í hreppnum, þá teldi ég það vera til bóta. En að fara að skipuleggja þéttbýli, t.d. næst Akureyri, bara fyrir fólk sem ætlar að sækja vinnu í bænum, finnst mér ekki ráðlegt. Þó getur komið upp sú staða, að við komumst ekki hjá því að taka það mál til endurskoðunar." Framsóknarmenn í meirihluta - Nú buðu Katrín og Sigurhelga upp á kaffi og dýrindis meðlæti, sem ég þakka þeim enn og aftur fyrir, en þegar við Birgir höfðum komið okkur fyrir í bókaherbergi hans aftur, þá sneri ég talinu að pólitík. Gat um traust fylgi Fram- sóknarflokksins meðal bænda og spurði sem svo, hvort það væri eðlilegast fyrir bændur að styðja þann flokk. „Ég held nú að pólitík blandist ekki hér inn í hreppsnefndar- kosningar og hafi ekki gert það til fjölda ára,“ sagði Birgir. „Hins vegar reikna ég með að fram- sóknarmenn séu í meirihluta meðal bænda. Sjálfur er ég ekki framsóknarmaður, heldur sjálf- stæðismaður, og ég tel að þessir tveir flokkar henti bændum best, því að þeir láta sér landbúnað og sveitir landsins miklu skipta, að minnsta kosti ákveðin öfl innan beggja flokkanna og stefnumunur- inn er ekki svo ýkja mikill. En þó ég sé sjálfstæðismaður er ég dyggur samvinnumaður og þar með kaupfélagsmaður. Hins veg- ar er ég ósáttur við tengsl þessara hreyfinga við Framsóknarflokk- inn, því mér finnst margir líta á þetta sem einn og sama hlutinn, sem er alls ekki í raun. Og ég get líka sagt það, að þó ég sé sjálf- stæðismaður, þá er ég ekki alltaf sáttur við ákvarðanir flokksfor- ystunnar og það fer fjarri því að hennar stefna sé hinn eini og rétti sannleikur. Það er líka allt of áberandi hjá þingmönnum, að þeir telja sig vera þingmenn flokksins, en ekki þjóðarinnar. Það koma upp svo margvísleg mál á Alþingi, að það er beinlínis óeðlilegt að allir þingmenn hjá stórum flokki séu alltaf á sama máli. Þó að það sé sjálfsagt að hver flokkur marki sína heildar- stefnu, þá finnst mér rangt að þingmenn bindi sig alfarið á þann klafa. Mér finnst það allt of sjaldgæft, að þingmenn láti sínar eigin skoðanir heyrast og taki ákvarðanir í samræmi við þær. Ég held að það yrði farsælla, ef þeir létu oftar eigin sannfæringu ráða og stundum finnst mér þeir ekki taka þingmennskuna nógu alvarlega. En ég vil taka það skýrt fram, úr því að við erum komnir út í þessa sálma, að pólit- ískar ákvarðanir hafa aldrei verið teknar í hreppsnefnd Önguls- staðahrepps svo ég muni til og samstarfið þar er einstaklega gott. Það er mikils virði fyrir oddvitann," sagði Birgir Þórðar- son, oddviti á Öngulsstöðum, í lok samtalsins. Og þar með setj- um við amen á eftir efninu. - GS. „Mál tíl komið að standa upp(í — segir Hörður Garðarsson eftir 14 ára setu í hreppsnefnd „Það er gott að vera tyrrver- andi oddviti, miklu betra en ég þorði að vona. Sumir halda að mér leiðist, en ég bef ekki fundið fyrir því ennþií,“ sagði Hörður Garð- arsson, fyrrverandi oddviti / Öngulsstaðahreppi. Hörður sér nú um kartöfluafgreiðsl- una bjá KEA, en hann býr á Rifkelsstöðum, þó dóttir hans og tengdasonur hafi nú tekið við búskapnum heima fyrir. Ég spurði Hörð fyrst um ástæður þess að hann sagði afsér oddvitastörfum. „Ég held ég fari nú ekki að tí- unda það í blaðaviðtali, það er í tísku núna að segja sem minnst. Það liggja ýmsar ástæður á bak við þesa ákvörðun mína, en ég fór með friði og spekt. Ein ástæðan var sú, að eftir að ég kom í þetta starf hjá Kaupfélaginu, þá er von- laust að sinna oddvitastarfinu eins og þurfti. Það var hægt að sinna því með því að látast vera við búskap, eins og ég gerði, og geta alltaf hlaupið burtu með því að koma öllu yfir á konuna.“ - Hvað kemur til ad þú sxkír í bæinn, á sama tíma og adrirsækja ísveitina? „Ég er nú ekki fluttur ( bæinn og ég hef enga ákvörðun tekið um að gera það. Ég veit ekki nema ég haldi í þá kosti, að vinna í bænum en búa t sveit. Er það ekki það sem menn sækjast eftir?“ - Hvað varst þú búinn að vera oddviti lengi? „Það var ekki orð á gerandi. Eitt kjörtímabil og það sem liðið var af þessu, eitthvað á sjötta ár.“ - Lengur varstu búinn að vera í hreppsnefnd? „Já, ætli setan þar hafi ekki ver- ið komin í 13-14 ár, þannig að það var nú mál til komið fyrir mig að standa upp.“ - Birgir sagði i viðtali við mig, að andrúmsloftið væri gott í hreppsnefndinni. Ertu sammála þvi? „Já“ sagði Hörður með áherslu, „ég er sammála því og þau ágrein- ingsmál sem ég gat um áðan voru ekki endilega hreppsnefndar- mál.“ - Blandast pólitik inn íhrepps- nefndarmál? „Nei, ekki í minni tíð, enda finnst mér hún ekki eiga heima þar, þó sumir segi að allt sé póli- tík. Við höfum fýrst og fremst ver- ið hreppsbúar og svo kemur cf til vill einhver pólitík þar á eftir.“ - En þú ert framsóknarmaður ? „Ég veit það ekki, eins og Framsóknarflokkurinn er rekinn núna, undir stjórn Steingríms Hermannssonar, þá legg ég ekk- ert upp úr því. Þetta er að verða hreinn íhaldsflokkur vinur minn. Og Reykjavíkurvaldið er þar alls- ráðandi, það þekkjum við. Ég hef alltaf verið á lausum kili (pólitík, en því er ekki að lcyna, að síðustu atburðir, t.d. varðandi Stefán Valgeirsson og fleiri mál sem ég hef kynnsí, hafa ekki orðið til að festa mig (Framsóknarflokknum, ekki vitund.“ - Er illa farið með lr~ J"‘"—* armenri? „Akkúrat, þar kemur þú mitt með það sem mér finnst. fcg held ég megi segja að ég sé lands- byggðarmaður og < mönnum sem ntér best í ístaðinu í þegar Framsóknai ur staðið sig þar í styl fylgt honum, Ég er armaður fyrst og er ekki heilagt fyrir mér að heita framsóknarmaður utan eða innan klæða.“ - Hvaða mál eru þér minnis- stæðust frá oddvitaárunum? „Ætli það séu ckki ein þrjú mál, sem mér finnst standa upp úr. Fyrst vil ég nefna undirskríft samninga við Hitaveitu Akureyr- ar, en það var nú eitt af mínum fyrstu verkum sem oddviti og því minnisstæðara en annað. Og svo „Miðbrautin", vegurinn og brúin yfir fjörðinn hjá Laugalandi, það var afskaplega ánægjulegt að geta þokað því máli áfram. Að síðustu nefni ég lagningu sjálfvirks síma um þann hluta hreppsins sern eftir var.“ - Það er stundum talað um að rótt $6 að innan Akureyrar. þér. og hljóti að ko'ma. Þessi gamla hreppapólitík cr því iniður ríkj- andi, en hún á ekki að vera það. Þetta er tóm vitleysa. Landfræði- lega liggja þessir hreppar mjög vel til að vera ein heild, og ég heid að það sé nauðsynlegt að samcina þá sem fyrsl. Að þyí hlýtur að koma, en ég veit ekki hvcnær. Menn verða að horfa raunhæft á þessi mál, cn ekki með tilfinn- ingasemi,“ sagði Hörður Garðars- son í lok samtalsins. - GS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.