Dagur


Dagur - 27.01.1984, Qupperneq 10

Dagur - 27.01.1984, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 27. janúar 1984 •• ';í- - Leikfélag Ongulsstaðahrepps og Arroöinn frumsýna Tobacco Road „Ætli það megi ekki segja að það hafí verið einlægur ásetningur minn frá 14 ára aldri að verða leikari. Hlut- ' ■ verkin eru orðin mörg síðan, fíest hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en einnig hjá Þjóðleikhúsinu, líklega um 25 i allt. Ætli erfíðasta og minnisstæðasta hlutverkið til þessa hafí ekki verið Ólafur Kárason í Húsi skáldsins. Það er mjög hættulegt hlutverk, það eru allir búnir að búa sér til sinn Ólaf. Það er handhægt og fíjótlegt að eyðileggja hlutverk, en erfítt að gera vel. « / Þetta sagði Hjalti Rögnvalds- son, leikari, aðspurður um hlut- verkin til þessa og hvaða hlutverk væri honum minnisstæðast. Hjalti vinnur nú að uppsetningu á verkinu „Tobacco Road“ með Leikfélagi Öngulsstaðahrepps, sein frumsýnt verður í Freyvangi föstudaginn 27. jan. - En hvaðan er Hjalti? „Ég er fæddur og uppalinn í Hveragerði. Þaðan sótti égfyrsta leiklistarnámskeið mitt til Reykjavíkur, það var >/2 vetrar námskeið hjá Ævari Kvaran. 18 ára fiutti ég til Reykjavíkur og tók þá annað V2 vetrar námskeið í leiklist hjá Ævari. Þaðan lá leið- in í Þjóðleikhússkólann, sem þá var og hét. Ég var í síðasta hópn- um sem var tekinn inn í þann skóla. Þegar þeir voru búnir með mig var hann lagður niður. í Reykjavík bjó ég svo þar til ég g flutti hingað norður sl. sumar.“ - En hvers vegna fluttirðu norður og hvernig kanntu við þig i/j* á Akureyri? „Það voru auðvitað ýmsar ástæður fyrir því. En aðalástæð- an var sú, að hér er auðveldara g að koma sér þaki yfir höfuðið, þó alls staðar sé það erfitt. Fast- eignasalarnir hér eru ekki alveg eins samviskulausir og þeir fyrir sunnan, þó alls staðar séu þeir hættulegir. Þetta voru góð ár fyrir sunnan, mikið af góðum hlutverkum og margs að sakna. En mér líkar ákaflega vel hérna, það er svo miklu fallegra hér, betra veður og minna stress. Það er svo mikill hávaði fyrir sunnan. Þegar ég flutti hingað var ég varaður við því að hér væri svo mikið kjaftað um náungann, en ég hef ekki orðið var við það, mér finnst fólk frekar afskipta- laust. Mér finnst eins og fólkið hérna sé óskemmdara en fyrir sunnan, það veit meira um upp- runa sinn og sest betur að í sjálfu sér. Eitt finnst mér þó skorta á hér í bæ og það eru meiri sveiflur í menningarlífi Akureyringa. Ég hef einhvern veginn á tilfinning- unni að það sé meira um að vera á litlum stöðum hér í kring. Mér finnst svo mikið vonleysi í Akur- eyringum vegna atvinnuleysisins. Einhvers staðar stendur að kreppuástand ýti undir andlega iðkun, en það segir sig sjálft að þegar fólk á ekki pening þá fer það ekki í leikhús. Rýrnandi tekjur bitna á leikhúsunum eins og öðru. íslendingar hafa ákaf- lega skrítnar hugmyndir um leik- húsrekstur. Þeir halda að það kosti ekkert að reka leikhús. Leikarar eru ennþá spurðir hvað þeir geri. Slúðurdálkarnir í blöð- unum hafa valdið því að fólk heldur að leikarar lifi í einhvers konar glansveröld, sem er að sjálfsögðu mikill misskilningur.“ - Hvernig er að fara frá atvinnuleikhúsum í Reykjavík til áhugaleikhóps í Öngulsstaða- hreppi og hvernig hefur gengið? „Það eru auðvitað mikil við- brigði og það er varla sambæri- legt að vinna á þessum tveimur sviðum, en það er gaman að kynnast fleiri hliðum á leiklistar- starfsemi. LFpphaflega kom ég til að vinna með Leikfélagi Akur- eyrar að uppfærslunni á Galdra- Lofti, en þeirri sýningu hefur ver- ið frestað til næsta hausts. Sam- tímis réð ég mig hjá Leikfélagi Öngulsstaðahrepps, en þeirri vinnu lýkur nú við frumsýningu á „Tobacco Road“. Þetta hefur gengið svona upp og niður, eins og það á að gera, þetta á að ganga í skrykkjum en helst að enda vel. Ég held að áhugaleik- félögin séu farin að taka verkefni sem gætu verið dálítið erfið fyrir þau. Þau eru hætt að einbeita sér að einhæfu sprelli, sem auðvitað er mjög jákvætt. Það erfiðasta er að það eru nýliðar í stórum hlut- verkum, af 11 leikurum eru að- eins 2 sem leikið hafa stórt áður. Það verður bara að koma í ljós hvort ég og þau hafa ráðið við þetta. Manni finnst alltaf að það hefði þurft að æfa betur, það er Myndir: GS. Leikarar og aðrir starfsmenn við sýningu Leikfélags Öngulsstaðahrepps og Árroðans á „Tobacco Road“.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.