Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 11
27. janúar 1984 - DAGUR -11 ■Mj Hjalti Rögnvaldsson leikari og leikstjóri. Leikstjórinn í góðum félagsskap aðstoðarleikstjórans, Ágústínu Haraldsdóttur. svoleiðis með öll verk. En það er ekki hægt að gera sömu kröfur til áhugaleikara og atvinnuleikara." - Tobacco Road? Segðu okk- ur aðeins frá verkinu. „Þetta er mjög frægt verk. Það hefur verið sýnt víða um heim. Það var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur veturinn ’69-’70. Auk þess að hafa verið sýnt á sviði hefur það verið kvikmynd- að, en ég hef nú ekki séð þá mynd. Sagan gerist í Suðurríkj- um Bandaríkjanna á árunum ’25-’35. Það má kannski segja að verkið fjalli um afleiðingar iðju- leysis. Þetta er mjög safaríkt verk, í því eru sannar persónur og mikill ömurleiki, en húmorinn er alltaf kraumandi undir. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að láta húmorinn njóta sín. En aðaltaugin er samt sársaukinn. Verkið er mjög vel þýtt af Jökli Jakobssyni og ég efast um að það hefði verið hægt að þýða það betur. • Textinn er ákaflega vel orðaður og verður aldrei flatur. Þetta er óvart nokkurs konar af- mælissýning. Höfundurinn varð 80 ára á síðasta ári og þýðandinn hefði orðið 50 ára, það má því gera úr þessu 130 ára afmælissýn- ingu.“ - Hvað er svo framundan? „Ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég þyrfti að fá fasta dag- vinnu í bænum. En nú er Akur- eyri sama og atvinnuleysi, þannig að ég geri mér ekki miklar vonir um að fá vinnu. Ef nóg aðsókn verður er í bígerð námskeið í framsögn og upplestri hjá Náms- flokkum Akureyrar, sem ég verð með. En ég geri mér litlar vonir um að aðsókn verði næg. Ef þetta námskeið verður ekki býst ég við að fara eitthvað út á land í upp- setningu verks með áhugaleik- hópi,“ sagði Hjalti í lok viðtals- ins. Eins og fram kemur í viðtalinu við Hjalta verður „Tobacco Road“ frumsýnt í kvöld. Með aðalhlutverkin fara Jónsteinn Aðalsteinsson, sem leikurTeeter Lester og Emilía Baldursdóttir sem leikur Ödu Lester. Aðrir sem með hlutverk fara eru Ing- ólfur Jóhannsson, leikur Dude Lester, Jóhanna Valgeirsdóttir sem leikur systur Bessí Rice, Sig- ríður Kristjánsdóttir sem leikur Ellie May, Snæbjörg Sigurgeirs- dóttir sem leikur Pearl, Stefán Guðlaugsson sem leikur Lou Bensey, Kristján Jónasson sem leikur Henry Peabody, Birgir Jónsson sem leikur Captain Tim og Kristinn Björnsson sem leikur Georg Payne. Aðstoðarleikstjóri er Ágústína Haraldsdóttir. - HJS. Wmt H ■HH ÉH m og Datsun Migra sem er trompii okkar gagnv; bensíneyð: Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 a, sími 22520, Akureyri Subaru Van 4WD Nissan Við byrjum árið með bjartsýni og höldum á 1984 árgerðunum laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. janúar frá kl. 2-5 e.h. báða dagana. Sýndir verða: Subaru Hatcback 4WD Þormmatur Eins og undanfarin ár er þorramatur okkar í sérflokki hvað verkun og gæði snertir Hver skammtur inniheldur: Hangikjöt—Heitan uppstúf Nýtt kjöt—Heitar kartöflur Saltkjöt - Heita rófustöppu Súra sviöasultu-Súran hval Súr eistu Súrt pressað kjöt (lundabaggi) Hákarl Haröfisk—Flatbrauö Smjör-Laufabrauö Verð kr. 295. Afsláttur fyrir hópa. o Opið alla daga frá kl. 08.00-20.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.