Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 27.01.1984, Blaðsíða 15
27. janúar 1984 - DAGUR -15 Að slá sig tíl ríddara Á undanförnum mánuðum hefur Hita- veita Akureyrar gert nokkuð átak í að upplýsa notendur veitunnar um stöðu hennar, bæði tæknilega og fjárhagslega. Hefur þetta verið gert í formi opinberra skrifa og funda, nú þegar loks hefur tekist, að koma nokkru jafnvægi á rekst- ur veitunnar. Þetta átak var ekki auð- velt, þar sem um var að ræða mjög víð- feðmt mál, þar sem hortittir mislitir og misstórir vfða lágu, sem af ásetningi ekki var ætlað að stíga á og meiða. Að knésetja hítaveituna? í Degi þann 20. jan. sl. skrifar Haraldur Sveinbjörnsson verkfræðingur grein sem hann kallar „Getur hitaveitan hækkað hitastig til neytenda í miklum frostum?" Þessi óverkfræðilega rök- studda grein gefur tilefni til nokkurra viðbótarskrifa, þar sem málefnið tengist mjög því, er fjallað var um í áðurnefnd- um skrifum hitaveitunnar. Hér hefur Haraldur krafið hitaveituna um auknar útskýringar á afmörkuðum rekstrarþætti hennar, sem tengist þó ýmsum öðrum þáttum. Um leið og Haraldur gerir þetta, verður ekki annað séð, en að hann reyni að slá sig til riddara jafn- framt því, að knésetja Hitaveitu Akur- eyrar í augum notenda hennar, í því mikilvæga máli, er hér um ræðir. Til þessara afreka velur hann tímann nú, þegar mestu frost geisa og notendum eru upphitunarmál hvað mest hugleikin. Það er skylda undirritaðs að verða við þessari kröfu verkfræðingsins og um leið, að gera notendum veitunnar nokk- uð dýpri grein fyrir þeim þáttum er tengjast málefninu. Ætti það jafnframt að geta aukið skilning notenda á þeim skrifum veitunnar, sem áður hafa verið sett fram. Hönnuðir veitunnar { upphafi veitunnar var gerður samning- ur við Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen á Akureyri og Verkfræðistofu Norðurlands, um hönnun hitaveitu fyrir Akureyrarbæ. Forstöðumaður Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen var og er Pétur Pálmason verkfræðingur, sem jafnframt átti sæti í hitaveitunefnd. Haraldur Sveinbjörnsson verkfræðingur og meðeigandi í verkfræðistofunni var útnefndur sem oddamaður hennar, hvað varðaði hönnun hitaveitunnar. Jafnframt lagði verkfræðistofan til nokkurn fjölda verkfræðinga til eftirlits með framkvæmdum veitunnar. Eftirlit með framkvæmdum á eigin hönnunar- verkum. Samningurinn sem Akureyrar- bær gerði við verkfræðistofurnar, mið- aðist við hönnun á meginhluta stofn- kerfis veitunnar, sem nú er lokið. í samningnum er það athyglisverða ákvæði, að þóknun hönnuða er hlutfall af framkvæmdakostnaði veitunnár. Þeim mun viðameiri sem hönnunin varð og þar af leiðandi stofnkostnaður veit- unnar hár, þeim mun meiri urðu tekjur hönnuða. Enda hefur á síðustu misser- um og árum sú spurning nokkuð oft skotið upp kollinum, hvar lá hagsmuna- gæsla Hitaveitu Akureyrar með fram- kvæmdum uppbyggingartímabilsins? Þessir aðilar eru hönnuðir hitaveitunnar og um leið þeir aðilar, sem í raun ábyrg- ir eru fyrir bæði tæknilegri og um leið fjárhagslegri stöðu veitunnar í dag. Tillaga Péturs Pálmasonar Pétur Pálmason verkfræðingur sem sæti hefur átt í stjórn hitaveitunnar frá í upp- hafi hennar, jafnframt því að vera for- stöðumaður hönnunaraðilans hefur ný- verið borið fram eftirfarandi tillögu í stjórn veitunnar. „Stjórn Hitaveitu Ak- ureyrar samþykkir að hitastig vatns í framrennslislógn frá dælustöð við Þór- unnarstræti skuli vera 80°C að jafnaði yfir vetrarmánuðina þegar útihiti er -7°C eða hærri. Við lægri útihita skal vatns- hiti hækkaður um 1.5°C fyrir hverja °C lækkun á útihita uns 90°C vatnshita er náð." Hefur tillagan verið til umræðu í stjórninni að undanförnu, án þess að vera samþykkt. Hefur þessi tillaga nú verið opinberuð með grein Haraldar Sveinbjörnssonar og virðist því, sem þeim hönnuðum sé þetta mál nokkurs virði. — eða er okkur frelsari ad fæðast? Skaði eykur skuldir og eftirskyn Á margt hefur verið bent í hönnun veit- unnar, sem betur hefði mátt fara og er ævinlega svo um alla hönnun. Ef hönnuðir eru reiðubúnir að viðurkenna það sem betur mætti fara og taka mið af því við áframhaldandi hönnun, erum við á réttri leið og því ekki ástæða til að halda þeim hlutum of mikið á lofti. Ef hins vegar leiðrétta á mistök með yfir- klóri, er full ástæða til að staldra við. Auðvelt er að sýna fram á, að skaði sem afleiðing mistaka hafi aukið byrðar og skuldir, en því miður eflist ekki alltaf skyn að sama skapi. Sú tillaga sem hér er á ferðinni byggir annað hvort á mis- skilningi, þekkingarleysi eða yfirveguð- um blekkingarleik. Fyrsta rekstrarlógmál Hitaveitu Ak- ureyrar- hefur verið, að koma hreint fram gagnyart notendum veitunnar hvort heldur, sem um er að ræða þægi- leg eða óþægileg málefni, og að þær reglur sem í gildi eru gangi sem jafnast yfir alla notendur. Stór hluti af þeim vanda, sem Hitaveita Akuréyrar og starfsfólk hennar hafa orðið að axla á undanförnum misserum og árum, er af- leiðing hönnunaragnúa, sem hér um ræddir aðilar eru í raun ábyrgií fyrir. Leitast hefur verið við eftir fremsta megni, að draga þá ekki til ábyrgðar. Kerfishitastýring veitunnar Eins og fram hefur komið í fyrri grein- um um málefni hitaveitunnar og not- endur hafa orðið varir við, hefur kerfis- hita veitunnar verið stýrt eftir útihita- stigi á undanförnum árum. Það var mat veitunnar, að með' þeirri hitastýringu mætti vegna núverandi aðstæðna auka líftíma hinna verðmætu virkjunarsvæða, án þess að skerða möguleika notenda til eðlilegrar upphitunar. Yfír sumartím- ann er kerfishitinn lækkaður niður undir 70°C en á köldustu tímum vetrarins hækkaður í 80°C. Vegna rangra for- senda hönnuða, við upphaflegt mat á heitavatnsþörf bæjarins, verður kæling vatnsins í dreifikerfinu óeðliega mikil og því mismunurinn á innhitastigi þess, sem hefur hæstan hita og þess er hefur lægstan hita óeðlilega mikill. Hitaveitan hefur stefnt að því, að minnka þennan mismun á milli notenda og hefur náð það langt, að á kaldasta tíma vetrarins hafa allir notendur veitunnar upphitun- aryl er svarar til 70°C-80°C hita á þeim vatnsskammti, sem þeir greiða fyrir. Við gefin skilyrði er ekki hægt að hækka hitastig vatnsins hjá þeim, er búa við lægra innhitastig en 70°C, en það er hægt að auka vatnsskammt þeirra þannig, að þeir fái hitaeiningar er svara til þess, að vatnsskammtur þeirra sé 70°C heitur og hefur það verið gert. Kerfishitastýring er engin nýlunda. Henni er beitt víða erlendis í fjarvarma- veitum, þar sem allt kerfisvatn er hitað upp með dýrum aðkeyptum orkugjöf- um, svo sem olíu, kolum o.fl. í jarð- varmaveitum er ekki sjálfgefið, að hita- stýring sé eðlileg ráðstöfun, þar sem mestu máli skiptir að sem minnst sé tek- ið af jarðvarmasvæðunum á hverjum tíma. Þar ráðum við ekki hitastiginu og öllum er ljóst, að við lægra hitastig þarf meira vatn til sömu upphitunar miðað við sömu nýtingu. Lækkun á kerfishita krefst þar af leið- andi aukningar á vatnsmagni miðað við sömu upphitun og þar af leiðandi meiri vatnstektar af virkjunarsvæðunum. Aftur á móti í kerfi eins og við búum við, þar sem öllu affallsvatni er að jafn- aði kastað til sjávar, er hægt að lækka kerfishitann með blöndun 40°C heits affallsvatns, sem annars ekki væri notað. Það er sjálfgefið, að affallsvatn frá kerfi gefur ekki neina viðbótar orku- nýtingarmöguleika, þótt það sé endur- sent inn á kerfið, undir eðlilegum kring- umstæðum. En vegna þess, að hitastýr- ingar í húsum á Akureyri ekki eru betri en raun ber vitni, fæst vatnssparnaður fyrir hitaveituna við þessa ráðstöfun. Með öðrum orðum, að sú heitavatns- aukning, er kerfið kallar á vegna sam- blöndunar affallsvatnsins, sem leiðir af sér lækkaðan kerfishita, er minni en það affallsvatnsmagn, sem notað er til niður- kælingarinnar. Vegna þessa hefur hita- stýringu verið beitt hjá Hitaveitu Akur- eyrar. Stefnt er að því, að fullnýta allt tilgengilegt affallsvatn veitunnar með hjálp varmadælna og verður reynslan að skera úr um, hve langt skuli gengið í kælingu kerfishitans með tilliti til mestr- ar hagkvæmni, fyrir notendur og hita- veituna. Wilhelm V. Stcindors- son, hitaveitustjóri, skrifar í tilefni af grein Haraldar Sveinbjörns- sonar um málefni Hita- veitunnar. Að klæða af sér kuldann? Eitt af höfuðrökum hönnuða fyrir notk- un hemla var eins og segir í frumáætlun þeirra, að vatnsnotkun verði jafnari en ef notaðir væru mælar. Virðist því sem hönnuðum hafi strax í upphafi verið ljósir megingallarnir við notkun heml- anna. Þ.e. að vatnsnotkuri yrði meiri yfir sumartímann en nauðsynleg er, og að notendur fengju ekki nægjanlegt vatn á köldustu tímunum, en öðruvísi yrði ekki um jafnari notkun að ræða. í grein sinni reynir Haraldur enn að rök- styðja kosti hemlanna á grundvelli sömu reka og segir: „Einnig má benda á, að aflþörfin yrði mun meiri í kuldaköstum ef notaðir væru mælar." Þetta er rangt hjá verkfræðingnum. Aflþörf Akureyrarbæjar er nákvæm- lega sú sama hvort heldur sem notaðir eru hemlar eða mælar. Hins vegar eru notendur ekki reiðubúnir til að kaupa þann vatnsskammt, sem þeir þurfa til eðlilegrar upphitunar á köldustu tímun- um og þess vegna verður álag veitunnar minna í kuldaköstum, þegar notaðir eru hemlar en mælar. Það er því verið að rökstyðja kosti hemlanna með því, að með notkun þeirra takist hitaveitunni á köldustu tímunum, að láta notendur klæða af sér kuldann, eða að nota annan orkugjafa svo sem rafmagn. Þegar síðan ekki verður lengur frá staðreyndum flúið, er gerð tilraun til yfirklórs á þann máta, að ókostirnir verði faldir á bak við ólöglegar, fjárfrekar og alls óeðlilegar aðgerðir á kostnað notenda. Misnotkun olíuketils Uppi hafa verið raddir um að fjárfesting hitaveitunnar á svartolíukatli hafi verið röng, eða að þar hafi verið gerð mistök. Ef um mistök hefur verið að ræða, þá eru þau ekki bundin olíukatlinum sem slíkum, heldur er hann þá aðeins liður í umfangsmeiri mistökum. í öllu falli er notkun hans hrein misnotkun eins og til- lagan gerir ráð fyrir, hjá jarðvarmaveitu sem er með 80°C kerfishita. Af íslensk- um hitaveitum eru 15 með 70°C-80°C kerfishita og 9 veitur hafa kerfishita undir 70°C. Hitaveita Akureyrar er eina hitaveitan, sem í dag bætir notendum upp lágt hitastig og nú að afloknum yfirstillingum er ljóst, að u.þ.b. 50 not- endur á Akureyri búa við lægra innhita- stig en 70°C og hefur þeim öllum verið bætt það upp. Reynt verður að jafna hitastigsmismun ennþá frekar á milli notenda en sem nú er og verður það að teljast eðlileg sanngirnisleið. Hitastigs- tillagan miðar að öðru. Hún miðar að auknum mismun á milli notenda. Hita- stigshækkun yfir 80°C skilar sér vel til þeirra, sem hæst innhitastig hafa í dag, en hlutfallslega illa til þeirra, sem við lægst innhitastig búa, m.a. vegna auk- innar kælingar í dreifikerfinu við minna vatnsrennsli. Aðgerðir sem stuðla að auknu misræmi í hvaða mynd sem er, samræmast ekki markmiðum Hitaveitu Akureyrar. Hvað hugsa hönnuðir? Rök flutningsmanna, með tillögunni eru þau, að hún yrði til að lækka orku- verð hitaveitunnar, hún yrði til þess að notendur hættu að nota rafmagnsofna og allir fengju nægan hita úr þeim vatns- skammti, sem þeir greiddu fyrir í dag. Ja, vel hljómar það. Er hér á ferðinni vísvitandi blekkingarleikur? Þegar selt er hitaafl til notenda með notkun hemla, getur notandi keypt sér það grunnafl, sem hann t.d. kemst vel af með í 10 mánuði ársins. Þeir afltoppar sem síðan gætu komið hjá notendum í 2 köldustu mánuði ársins, er hægt að mæta með utanaðkomandi orkugjöfum, svo sem arni, rafmagni eða jafnvel að klæða þá af sér. Þessar staðreyndir ættu ekki að koma hönnuðum á óvart, þetta eru aðeins eðlilegar hagkvæmnishug- leiðingar notenda, því að sjálfsögðu notar hver og einn sér hortitti kerfisins. Ef kerfishiti yrði hækkaður úr 80°C upp í 90°C og reiknað væri með að hækkunin skilaði sér til notenda, gætu allir notendur með skammta á bilinu 2,0-3,0 mínútulítra lækkað skammta sína um eða yfir 0,5 mínútulítra og hald- ið sömu hitun og áður. í þessu felst orkuverðslækkunin. Þetta myndi hafa í för með sér stórfellda tekjulækkun fyrir veituna, sem innheimtir samkvæmt hemlastillingu notenda, sem strax yrði að mæta með tilsvarandi taxtahækkun- um. Þar að auki þyrfti viðbótartaxta- hækkun, til að standa undir olíukostn- aðinum, sem óumflýjanlegur er til fulln- ustu leiksins. Hvar stöndum við á eftir? Jú, við stæðum uppi með falsaða taxta- lækkun og olíukostnaðinn að auki, og nákvæmlega jafnmikla möguleika á ar3 toppar yrðu teknir af með utanaðkom- andi orkugjöfum. Sá möguleiki verður fyrir hendi, svo lengi sem notendur hafa aðgang að afl- og orkutöxtum til upphit- unar. Af hverju er ekki lagt til, að taxtar hitaveitunnar verði lækkaðir beint og notendum þannig gert kleift að auka skammta sína, án þess að til viðbótar- upphitunarútgjalda kæmi fyrir þá og spara þannig veitunni olíukostnaðinn? Þjónar olíuketillinn ef til vill einhverju duldu hlutverki í þessum leik? 80°C hitastigsmörk Það er engin tilviljun að Hitaveita Ak- ureyrar hefur haldið mesta kerfishita í 80°C. Fyrir utan það, að sá kerfishiti samræmist mjög vel samblöndunar- möguleikum vatns frá hinum ýmsu virkjunarsvæðum, þá er kveðið skýrt á um það í byggingarreglugerð útgefinni af Félagsmálaráðuneytinu, og sem í gildi er fyrir allt landið, að kerfishiti yfir 80°C sé óheimill. Þar segir m.a. „óheim- ilt sé að hæsti yfirborðshiti ofna fari yfir 80°C" og að „óheimilt sé að neysluvatn verði yfir 80°C heitt". Virðist því sem hönnuðir vísvitandi hafi lagt til, að þessi reglugerð yrði brotin. Ástæðurnar fyrir þessum 80°C hita- stigsmörkum eru margvíslegar. Helstar má nefna, að þegar yfirborðshiti ofna er kominn yfir 80°C, eykst mjög íkveikju- hætta í húsum, þar sem ryk nær að safn- ast saman á ofnum. Þegar hitastig fer yfir 80°C á neysluvatni, eykst mjög brunahætta á fólki. Þótt okkur þyki bæði 80°C og 90°C heitt vatn ansi heitt viðkomu, þá er það staðreynd, að þegar yfir 80°C vatnshita er komið, verða brunasár f miklum meirihluta svokölluð 1. stigs brunasár, sem ekki er við 80°C neysluvatnshita og þar undir. Það hafa mörg óhugnanleg slys hent, þar sem kerfishiti er yfir 80°C og verst kemur það niður á börnum og gamal- mennum. Eitt illa brennt barn á 20 ára tímabili af völdum óeðlilega hás hita- stigs á neysluvatni, er einu barni of mikið. Endingartími heimilistækja sem taka inn á sig heitt vatn styttist verulega. 90°C kerfishiti eyðileggur allar slíkar vélar á stuttum tíma. Fullyrðingar Har- aldar um að eini ókosturinn við hita- stigstillöguna sé sá, „að kranavatn yrði óþægilega heitt í nokkra daga á ári", verða síðan að taka sínu máli. Hvar er orkusparnaðar- hugsjónin? Margt fleira mætti segja um hina sér- stæðu tillögu hönnuða, sem látið verður bíða betri tíma. En á eitt skal bent, en það er hugur þessara aðila til orkusparn- aðar. Sú upphæð sem hónnuðir halda fram, að hitaveitan verði að leggja út ár- lega í olíubrennslu, til fullnægingar til- lögunni, fullyrðir undirritaður að er verkfræðileg fullkomnun, sem engan veginn fái staðist í raun. Kostnaðurinn verður verulega hærri. Þetta er fullyrt á grundvelli þeirrar rekstrarreynslu, sem þegar hefur fengist af olíukatlinum, því staðreyndin er sú, að starfsfólk hitaveit- unnar hefur fengið tækifæri til að kynn- ast katlinum af öðru en auglýsinga- og áróðursplöggum framleiðanda. Sé hins vegar gengið út frá áætluðum olíukostn- aðartölum hönnuða, jafngildir hún því, að Hitaveita Akureyrar styrkti alla þá notendur veitunnar í bænum, sem búa við lægra innhitastig en 70°C, um 30 þús. krónur á ári um alla framtíð. Styrkti þá til orkusparandi aðgerða, sem um alla framtíð stuðluðu að aukinni og bættri nýtingu í kerfinu, en ekki öfugt eins og hitastigstillaga hönnuða gengur út á. Tillögu í þessum anda hefði undir- ritaður fremur kosið að sjá frá hönnuð- um Hitaveitu Akureyrar. Raunverulegur ávinningur Það sem vinnst með framkvæmd þeirrar tillögu sem hér um ræðir, er nokkuð margþætt. Það fæst að hluta til viður- kenning á þeirri fullyrðingu hönnuða í frumáætlun, að hitastig við húsvegg not- enda á Akureyri verði 90°C. Það fæst viðurkenning á því, að fjárfesting Hita- veitu Akureyrar á svartolíukatli veit- unnar hafi verið réttmæt. Það fæst fölsuð orkuverðslækkun út til notenda. Hitaveitu Akureyrar og aðstandendum hennar tekst að kaupa sér tímabundinn frið á kostnað notenda, eða þar til upp kemst um strákinn Tuma. Niðurstöður Hitaveita Akureyrar liggur undir marg- víslegum þrýstingi frá notendum, sem afleiðing ýmissa þátta er öðruvísi hafa farið, en upphaflega var ráð fyrir gert. Viðbrögðin við þessu mega ekki verða yfirklór og blekking. Það verður að beita festu við allar þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir meiri skaða en orðinn er. Hagsmunir hitaveitunnar eru hagsmunir notend- anna. Hreinskilni verður þar í fyrirrúmi að sitja. Hvort sem Haraldi líkar það betur eða verr, er ekki spurning um hvort Hitaveita Akureyrar verði að skipta yfir í mælakerfi, heldur hvenxr. í niðurlagi greinar sinnar segir Har- aldur á þann verkfræðilega máta að, „ef menn efast um að þetta sé rétt, þá er ekkert auðveldara en að prófa það, það er hægt án þess að leggja í nokkurn stofnkostnað hjá veitunni". Þetta er stórkostlega sagt hjá verkfræðingnum eftir allt, sem á undan er gengið. Að vísu þekkt „málflutningstaktík" á hin- um „pólitíska fronti". Megi bæjaryfirvöld forða notendum Hitaveitu Akureyrar frá afleiðingum slíks málflutnings. Akureyri á þorra 1984 Wilheim V. Steindórsson orkuverkfræðingur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.