Dagur - 27.01.1984, Page 16

Dagur - 27.01.1984, Page 16
ÞORRAMATUR afgreiddur alla daga, allan daginn Panta þarf með smá fyrírvara Bautinn Fölsunarkærunni vísað frá - Ólafur, DanieOe og bamabörn Arnalds óska eftir að atriði sem snerta skiptingu húsnæðisins og erfðahlut verði rannsökuð Bæjarfógetinn á Akureyri hefur vís- að frá kæru Ólafs Rafns Jónssonar um rithandarfölsun á afsali vegna sölu Grímu Guðmundsdóttur á neðri hæðinni að Þingvallastræti 22. Ólafur Rafn, Danielle Somers og tvær dætur Brynhildar Arnaldsdótt- ur, dóttur Arnalds Guttormssonar frá fyrra hjónabandi, hafa hins veg- ar ritað bréf, sent rannsóknarlög- reglunni á Akureyri, ríkissaksókn- ara og dómsmálaráðherra, þar sem óskað er eftir að rannsóknarlögregl- an rannsaki og upplýsi fjögur atriði sem tengjast „útburðarmálinu“ vegna gruns um aðildarskort Grímu Guðmundsdóttur að þessu máli. í svari bæjarfógetaembættisins vegna kæru Ólafs Rafns segir að kærunni sé vísað frá vegna þess að engin rök séu færð fyrir kærunni, ekki sé ljóst hver er kærður né hver hafi beðið tjón af og auk þess væri þessi hugsanlega sök fyrnd, þótt sönnuð væri. - Þetta er allt á eina bókina lært. Þeir dæma í eigin sök og eru fljótir að því, sagði Ólafur Rafn er þessi niðurstaða var borin undir hann. Sigurður Eiríksson, fulltrúi fógeta sagði í samtali við Dag að það færi best á því að embættið léti ekkert hafa eftir sér í þessu máli. Ekki sagði Sigurður ljóst hvað gert yrði vegna bréfs Ólafs Rafns, Danielle og dætra Brynhildar, en það mál væri nú í rannsókn. í bréfinu segja fjórmenningarnir m.a. en Dómhildur Karlsdóttir og Þórhildur Sigurbjörnsdóttir, rita undir það fyrir hönd móður sinnar, að vitað sé að erfingjar Arnalds Guttormssonar (frá fyrra hjóna- bandi - aths. Dags) hafi aldrei feng- ið móðurarf sinn uppgerðan og Arn- aldur heitinn og Gríma hafi setið í óskiptu búi eftir fyrri konu Arnaids heitins. Við erfðaskipti 1973 hafi Brynhildi Arnaldsdóttur verið af- hentar 5000 krónur á þágildandi gengi og átti þetta að heita erfða- hluti hennar eftir föður sinn. í bréf- inu er sagt að Brynhildur hafi kvitt- að fyrir án þess að vita hvaða plagg hún var að undirrita og engin vitni hafi verið til staðar. Þau atriði sem rannsóknarlögregl- an er beðin um að rannsaka og upp- lýsa eru þessi: 1. Rannsóknarlögreglan er beðin að rannsaka og upplýsa gildi hjá- lagðs veðleyfis en ljóst er samkvæmt orðalagi þar að árið 1972 var hvorki Arnaldi heitnum né Grímu Guð- mundsdóttur kunnugt um tilveru nokkurs kaupmála þeirra í milli. 2. Rannsóknarlögreglan er beðin að rannsaka og upplýsa hvernig kaupmáli sá sem getið er um í hjá- lögðu myndriti úr fasteignabók er tilkominn og hvort það hefir verið eftir árið 1972 sem hann hefir birst í fórum fógetaembættis á Akureyri og þá með hvaða hætti hann er þar tilkominn. 3. Rannóknarlögreglan er beðin að upplýsa hvort hjálagt veðleyfi hefir nokkurt lagalegt gildi í ljósi þess að fasteignin að Þingvallastræti 22 hefir aldrei verið skipt lögum samkvæmt og húsinu í heild hefir aldrei verið þinglýst og með tilliti til hinnar kærðu þinglýsingar sem til um- fjöllunar er hjá sjálfu fógetaembætti á Akureyri. 4. Rannsóknarlögreglan er beðin að upplýsa hvemig það getur gerst að við höfum undir höndum hjá- lagðar tvær mismundandi útgáfur af sömu blaðsíðunni í fógetabók og á annarri er um handritaða breytingu að ræða og vísað til kaupmála sem aldrei hefir verið þinglýstur enda var hann skv. hjálögðu myndriti ekki til árið 1972. Símahlerimarmálið: Máliö er í rannsókn „Það er unnið að rannsókn málsins en það er ekkert af þeirri rannsókn að frétta,“ sagði Ófeigur Baldursson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri er við ræddum við hann í gær um símahlerunar- málið svokallaða. Frá því hlerunartækin fundust í fjölbýlishúsi við Hjallalund um síðustu helgi hafa nokkrir aðilar verið kallaðir til yfirheyrslu en enginn hefur verið handtekinn. En áfram verður unnið að rannsókn málsins sem er sérstætt sakamál hérlendis. Stofnlánadeild landbúnaðaríns: 15 umsækjendur Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á starfsmaður Seðlabankans; Björn Þórshöfn, er meöal 15 umsækjenda um starf deildarstjóra við Stofnlánadeild landbúnaðarins, en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Stjórn deildarinnar mun fjalla um umsóknimar á mánudag- inn. Aðrir umsækjendur voru: Dóra Ingvadóttir, fulltrúi í útibúi Búnaðar- bankans í Mosfellssveit; Skúli Sigur- grímsson, fulltrúi í Seðlabankanum og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi; Sveinn Sigurðsson, starfs- maður Seðlabankans; Þorsteinn Mar- inósson, deildarstjóri bankaeftirlits Seðlabankans; Ingvar A. Sigfússon, Gunnarsson, kerfisfræðingur á Reikni- stofu bankanna; Guðmundur Stefáns- son, starfsmaður hjá Stéttasambandi bænda; Halldór Ólafsson, útibússtjóri Búnaðarbankans í Garðabæ; Leifur K. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu; Gunnar Jónsson, bygginga- tæknifræðingur hjá Byggingastofnun landbúnaðarins; Jóhannes Helgason, kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bank- anna og Gunnar Björnsson, forstöðu- maður hagdeildar Útvegsbankans. Tveir umsækjendur óskuðu nafnleynd- ar. - GS. Biðskylda - en hve lengi? Mynd: ESE. Kviknaði í rútu Eldur kotn upp í sendiferða- bifreið sem var á leið um Ól- afsfjarðarmúla í fyrrakvöld. Ökumaðurinn kom boðum áleiðis um talstöð til Akureyr- ar og fór lögregla og slökkvilið frá Dalvík samstundis á vettvang. Lögreglumaðurinn hafði tvö handslökkvitæki meðferðis og hafði næstum ráðið niðurlögum eldsins er slökkviliðið kom. Var eldurinn slökktur en bifreiðin er mikið skemmd, _____ Landsleikur Á morgun kl. 14 herst í íþróttahöllinni á Akureyri landsleikur íslands og Noregs í handknattleik, og er þetta í fyrsta skipti sem landsleikur í handknattleik er leikinn á Norðurlandi. Að sjálfsögðu miðast þetta við að gefi til flugs í fyrramálið en þá eru bæði liðin væntanleg með flugvél að sunnan. Leikurinn verður sem fyrr sagði kl. 14, síðan verður leikmönnum liðanna boð- ið í mat af Kaupfélagi Eyfirðinga og halda þeir aftur suður annað kvöld. Þess má geta að Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri verður heiðursgestur á leiknum. Veður „Ætli það verði ekki ríkj- andi austlæg átt fyrir norð- an um helgina,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræðingur, í samtali við Dag í morgun. Hann sagðist eiga von á hvass- viðri á miðunum, en hann verður hægari til landsins. Snjóhraglandi verður af og til og frost helst áfram, þó ekki mikið og jafnvel er von til þess að frostlaust verði út við sjóinn. Búast má við að þetta veðuriag haldist í nokkra daga. Bamafatnaður í niiklu úrvali Nýkomið Fataefnin sem beðið hefur verið eftir Ferskir litir Aðeins nokkrir metrar af hverri tegund

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.