Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI f 67.árgangur Akureyri, mánudagur 30. janúar 1984 13. tölublað Álverssamningar? mm mr m m m m m mM. ■ ■ a ■ ■■ r m r mm ■■ r m - Ég er ánægður með þessa samþykkt en hún nægir mér ekki. Ég vona að allur almenn- ingur við Eyjafjörð og helst víðar verði sammála og ein- huga um þetta þjóðþrifafyrir- tæki. Ég fékk það í gegn á fjár- lögum að fé yrði veitt til þess að gera mengunar- og dreifing- arspá og mér er mikið í mun að þetta fyrirtæki verði fljótlega að veruleika. Ég er elskur að þessu landsvæði, Akureyri og Eyjaflrði af sérstökum ástæð- - Kanadíska fyrirtækið ALCAN sýnir málinu mikinn áhuga um því að sá litli þroski sem ég kann að hafa meðtekið á lífs- leiðinni var tekinn út þar. Petta sagði Sverrir Hermanns- son, iðnaðarráðherra m.a. er samþykkt bæjarstjórnar Akur- eyrar frá fyrri viku um stuðnings- yfirlýsingu í stóriðjumálinu var borin undir hann. Að sögn Sverr- is Hermannssonar þá má búast við allt að tveggja ára samnings- tímabili í þessu máli og hann væri ekki úrkula vonar um að hægt væri að hefja samningsum- leitanir þegar á þessu ári. Bygg- ing stóriðju tæki langan tíma og því væri um að gera að hraða undirbúningi eftir föngum, þann- ig að allt væri tilbúið ef ákveðið yrði að ráðast í stóriðju við Eyja- fjörð. - Það er a.m.k. tveggja ára fullt starf fyrir mjög stóran hóp manna að byggja álver af þeirri stærðargráðu sem nú er talað um. Petta er að vísu mjög stórt álver. Pað er tvöfalt stærra en upphaf- lega var ráð fyrir gert. - Hafið þið einhverja samn ingsaðila í huga? Einhverja sem hafa sýnt sérstakan áhuga á að taka þátt í byggingu álvers við Eyjafjörð? - Ég get ekki neitað því að ALCAN, kanadískt fyrirtæki, eitt það stærsta í heimi á sínu sviði hefur sýnt þessu mikinn áhuga og fleiri eru inni í mynd- inni. Þetta á einnig við um kís- ilmálmverksmiðjuna og ég er mjög ánægður með það hve vel hefur verið unnið í stóriðju- nefnd. - Verður þá ekki að hugsa raf- orkumálin upp á nýtt og það fljótlega? - Það liggur auðvitað í augum uppi að raforkuframkvæmdir verða að haldast í hendur við orkusöluna en þó mega þær ekki vera á undan. Viðsemjendur okkar mega aldrei fá þá hugmynd að við neyðumst í stóriðju vegna þess að við eigum raforku í stór- um stíl, sagði Sverrir Hermanns- son. - ESE. Á sunnudögum gefa menn sér stundum tíma til að líta upp frá brauftstritinu, fá sér jafnvel göngutúr og spá í nátl - úruna - sem æði oft er eins og hið besta bíó. Mynd: KGA Borgarbíó vill 80 krónur „Ástæöan fyrir því að við höfum ekki sýnt „Skilaboð til Söndru“ á Akureyri er einfald- lega sú að Borgarbíó hefur vilj- að fá meira í sinn hlut af hverj- um aðgöngumiða en við viljum sætta okkur við,“ sagði Guðný Halldórsdóttir sem er framkvæmdastjóri Umba, fyrirtækisins sem stóð að gerð myndarinnar. „Það var ætlun okkar að Akur- eyri yrði fyrsti staðurinn utan Reykjavíkur sem myndin yrði sýnd á, en þar sem forráðamenn Borgarbíós fóru fram á 80 kr. af hverjum aðgöngumiða sem seld- ur er á 150 krónur hefur ekki orð- ið af því enn. Allir aðrir aðilar sem hafa tekið myndina til sýn- inga hafa látið sér nægja 40 krón- ur af hverjum miða. Én þetta er ekki endanlegt, ég ætla að reyna að ræða betur við þá hjá Borgar- bíói og sjá hvort ekki fæst botn í málið,“ sagði Guðný. Stórfyrirtæki í Árskógshreppi: „Pað er heiðríkja yfir þessu öllu“ „Stofnfundur fyrirtækisins var haldinn þann 11. janúar og það eru komnir 170-180 hluthaf- ar,“ sagði Sveinn Jónsson í Kálfsskinni er við ræddum við hann fyrir helgina, en Sveinn var á dögunum kjörinn for- maður hins nýja fyrirtækis Ár- vers sem stofnað hefur verið í Árskógshreppi. Tilgangur fyrirtækisins er að koma af stað rækjuvinnslu í hreppnum, frystingu til að byrja með en einnig niðurlagningu þegar fram líða stundir. „Það eru allar útgerðirnar hér í sveitinni sem standa að þessu, Árskógshreppur, einstaklingar og Kaupfélag Eyfirðinga sem á þriðjung og hlutafé er komið yfir 7 milljónir króna. Einstakling- arnir sem standa að þessu eru yfir 150 talsins." - Þannig að það er mjög mikil samstaða í þessu máli í hreppnum? „Já, það er ákaflega skemmti- legt að vinna að þessu vegna þess hversu fólkið tekur virkan þátt í þessu og sýnir áhuga sinn á því að einhverjar nýjungar eigi sér stað í atvinnulífinu hérna. Það er heiðríkja yfir þessu öllu. Við höfum mikinn áhuga á því að byrja rækjuvinnsluna niðri á Árskógssandi þar sem við höfum fengið leigt húsnæði og þá með í huga fleiri framleiðslugreinar en rækjuvinnslu eins og niðurlagn- ingu og slíkt. Við höfum í huga að byggja verksmiðjuhús á iðnaðarsvæði sem við erum að skipuleggja fyrir sveitarfélagið og þar yrði rækju- vinnsla til frystingar ásamt niður- suðu sem yrði til þess að hægt yrði að hafa lengri vinnutíma í verksmiðjunni á hverju ári. Það verða 7 bátar af 9 stærri bátum hér í hreppnum sem stunda rækjuveiðarnar héðan í sumar, 40-70 tonna bátar. Ef vel gengur má hugsa sér að þetta geti veitt allt að 30 manns vinnu mið- að við tvær vaktir í verksmiðj- unni en 14—16 manns til að byrja með.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.