Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 2
2-DAGUR - 30. janúar 1984 Telur þú æskilegt að álver rísi við Eyjafjörð? Baldur Bragason: Að svo stöddu myndi ég ekki álíta rétt að reisa álver við Eyjafjörð, aðallega af meng- unarástæðum. Erna Túliníus: Já, það verður að efla atvinnu- líf hér. Ég held að ekki þurfi að óttast mengun vegna þess hve fullkomin hreinsitæki eru orðin. Haukur Ársælsson: Það er æskilegt að álver sé við Eyjafjörð, því að það byggir upp atvinnu. Og ég tel alla stóriðju æskilega. Jónína Matthíasdóttir: Ég er á móti álveri, við höfum hingað til lifað hér á Akureyri á ýmsu öðru en álveri og við ættum að geta byggt upp eitthvað sem er meira tengt náttúrufari hér um slóðir. Auk þess þurfum við á fá eitthvað sem er fljótara í gang en álver myndi verða. Það var kunnuglegt andlit er blasti við okkur Dags-mönnum er við litum inn í verslun Kaup- félags Eyfirðinga á Hauganesi á dögunum. Maðurinn með kunnuglega andlitið stóð við kæliskáp verslunarinnar og hélt á pappakassa undir ann- arri hendinni, en með hinni tók hann hverja mayonnaise- dósina af annarri og raðaði í kæliskápinn. Karl Steingrímsson heitir mað- urinn og býr á Akureyri þótt hann hafi um nokkurt skeið gegnt stöðu útibússtjóra KEA á Hauganesi. Karl kláraði að raða úr kassanum í kælinn en bauð okkur síðan inn á skrifstofu sína. „Það er um eitt ár síðan ég tók við starfi útibússtjóra hérna," sagði Karl er við höfðum hreiðr- að um okkur með kaffibolla í hendinni. „Mér hefur líkað mjög vel hér, hér er ekkeft nema ágætisfólk og það má segja að ég hafi fallið inn í mannlífið hér. Reyndar er svo komið að ég hef ákveðið að setjast hér að, það stendur einungis á að selja húsið á Akureyri áður en hafist verður handa um að byggja hérna." - Nú sáum við á leið okkar til þín að hér er búið að byggja mörg glæsileg íbúðarhús. Býr fólk vel hér? „Það má segja það, og hér er duglegt fólk. Útgerð er mikið stunduð og nokkuð margar út- gerðir eru á staðnum en þær eru allar smáar í sniðum. En hér er vinnsla hjá öllum aðilum, þeir veiða fiskinn og verka í skreið og salt, pakka honum og ganga frá honum í skip. Hér á Hauganesi snýst allt um útgerð og það hefur verið næg atvinna. Aðeins hefur komið fyrir að fólk hafi sótt vinnu til Hríseyjar og hefur það þá farið með ferjunni á morgn- ana og komið heim á kvöldin. - Og menn gefa sér tíma til þess að sinna áhugamálum? „Já það er óhætt að segja að félagslíf sé blómlegt. Við höfum hér mjög góða íþróttaaðstöðu á sumrin, það er grasvöllur hér og verið að byggja malarvöll og við höfum einnig sundlaug yfir sumarmánuðina. Þá eru hér klúbbar og félög eins og kvenfé- lag, lionsklúbbur og ungmenna- félag og það er verið að byrja með skák og bridge og fleira mætti nefna. Það er alveg óhætt að segja að mannlíf hér á Hauga- nesi sé í mjög góðu lagi og það er alls engin kreppa hvað það snertir." - Nú býrð þú ennþá á Akur- eyri og ekur í vinnu á hverjum degi. Heldur þú að Akureyringar almennt viti um Hauganes? Þessi staður er ekki mikið í sviðsljós- ^Encjin Ki6|j|j3 í mannlífinu á Hauganesi" - segir Karl Steingrímsson útibússtjóri Kaup- félags Eyfirðinga þar á staðnum inu og blasir ekki við þegar ekið er um þjóðveginn. „Ég er sannfærður um að þeir eru margir sem vita ekkert um þennan stað og hafa ekki komið hingað. Einn maður inn á Akur- eyri sagði við mig þegar ég sagði honum að ég væri farinn að vinna í Kaupfélaginu hér: „Vinnur þú einn þarna?" Hann hélt að hér væri einhver smáhola og það væri nóg að hafa einn mann." - Nú er byggð nokkuð strjál hér í Árskógshreppi, hvernig gengur að samræma hagsmuni manna sem búa á Hauganesi, á Árskógssandi og í sveitunum í hreppnum? „Það hefur að ég held gengið nokkuð vel. Nú virðist vera stefnt' að því að þjónustufyrirtæki verði sem mest hér upp við þjóðveg- inn. Þar er skóli, sparisjóður, bifreiðaverkstæði og búið að reisa trésmíðaverkstæði og það er vilji fyrir því að verslun Kaup- félagsins verði flutt þangað upp- eftir þannig að hún verði meira 'miðsvæðis. Það er eðlilega nokkur and- staða gegn því hér á Hauganesi, fólk hefur jú haft verslunina hér í þorpinu og það verða viðbrigði að þurfa að sækja allt uppeftir en þó held ég að það sé skilningur fyrir þessu þegar á heildina er litið." - Það er ekki viðeigandi að tefja Karl lengur, frammi í versl- uninni er greinilega nóg að gera og Karl þarf sennilega að vera viðstaddur. Við spyrjum hann að lokum hvort verslunin sjái við- skiptavinum sínum fyrir öllu því sem þeir þurfi á að halda. „Ég held það megi segja það. Við erum hér með alla matvöru og sitt lítið af hverju sem t.d. á Akureyri myndi heyra undir hin- ar ýmsu deildír Kaupfélagsins. Þannig erum við með vörur frá skódeild, byggingavörudeild og áfram mætti telja. Við reynum að sinna þörfum okkar fólks eftir megni og útvegum þá það sem vantar ef þannig stendur á," sagði Karl. Karl Steingrímsson í versluninni á Hauganesi Snúður eða hundshaus „Sveitamaður" skrifar: Það er tilgangslaust fyrir hunda- eigendur að setja upp hundshaus þótt mótmælt sé hundahaldi í þéttbýli. Staðreyndirnar tala sínu máli. Mikið hefur verið rætt um hundahald í blöðum að undan- förnu, enda von eins og málum er nú komið. Það skal engum lá þótt hann langi til að eiga hund, þótt hann búi í bæ eða borg, en sá hinn sami verður þá líka að gera sér fulla grein fyrir þvf að þá skuli hann fara eftir settum reglum þar um. Þar á ég við að hundar gangi ekki lausir og fullnægt sé skilyrð- um um hreinsun þeirra sam- kvæmt lögum og gjöld greidd, sem mælt er fyrir í reglugerðum sem settar eru þar um á hverjum stað. Ég fæ nú samt ekki fundið hvaða tilgangi slíkt hundalíf þjónar þegar þessi dýr eru lokuð inni, eða bundin við staur úti í garði mestan hluta sólarhrings- ins, nema þá í hæsta lagi að eig- andinn taki rögg á sig snemma að morgni eða seint að kvöldi, klæði sig skjóllega, leysi hundinn og labbi sig út á götu með hann (ef til vill af illri nauðsyn þó) því auðvitað þurfa þessi dýr, eins og önnur að losa sig við úrgang sinn, nú er það tímaspursmál í mörg- um tilvikum hvað hægt er að komast langt áður en athöfnin hefst, t.d. á lóð nágrannans, eða nokkuð lengra. Það er því miður staðreynd sem maður horfir oft á að hund- arnir leita gjarnan uppi lausa mold eða sand til að skíta í. Næsta dag koma svo litlu börnin okkar með rekurnar sínar og bíl- ana til að moka og leika sér á þessum slóðum. Það var talað um það með mikilli fyrirlitningu hér áður fyrr ef börn létu upp í sig lambaspörð, en ætli það sé ekki þokkaleg fæða, miðað við að sleikja hundaskít af litlu höndun- um sínum áður en farið er í vettl- ingana. Þið sem eigið hunda sem þið viljið ekki farga ættuð að hugsa þessa hlið málsins og finna góða og örugga lausn þar á. Þetta má ekki koma fyrir, það vekur andúð og ógeð á öllu hundahaldi í þéttbýli. Ég vil skora á alla þá, sem orð- ið hafa fyrir slysum af völdum hunda að láta til sín heyra, Þetta er ekkert einkamál, þetta er mál allra þeirra, sem eiga hunda og þeirra sem þurfa að búa við það að hundur nágrannans sé í svo löngu tjóðurbandi að ekki sé ör- uggt fyrir börn eða fullorðið fólk að nota sína eigin lóð af ótta við að verða lemstraður af áreitni hunds nágranna síns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.