Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 3
30. janúar 1984 - DAGUR - 3 Bætt samvinna útgerðar og fyrir- í landi tækja „Við erian á þessu námskeiði að fara yfir viðgerðir um borð í skipum, undirbúning og framkvæmd viðgerðarinnar, gerð verklýsingar og raunar allt sem snýr að þessum hlutum," sagði Brynjar Har- aldsson rekstrarráðgjafi hjá Hvata, en hann hélt námskeið fyrir Meistarafélag járniðnað- armanna á Akureyri í síðustu viku og sátu það menn frá út- gerðarfyrirtækjum og fyrir- tækjum sem sjá um viðhald og viðgerðir á skipum. „Þessi mál snúa að samvinnu og samskiptum útgeröarfyrir- tækja og verktaka og miðar námskeiðið að því að bæta sam- vinnu og samstarf þessara aðila, og á námskeiðinu vinna menn mikið í hópvinnu. Við höfum haldið nokkur svona námskeið og þar af tvö í Vest- mannaeyjum þar sem þetta hefur komist vel í gang. Því er ekki að leyna að það eru og hafa verið sam- skiptavandamál á milli þessara aðila og það er verið að reyna að losna við þau. Þetta hefur gefist vel og þriðja námskeiðið er fyrir- hugað í Eyjum en þar ætluðum við aðeins að halda eitt nám- skeið. Pað sækja þessi námskeið stýrimenn og skipstjórar, for- ráðamenn útgerðarinnar í landi og svo aðilar frá þeim fyrirtækj- um sem sjá um viðgerðir í landi. Þetta byrjar með gerð fyrstu verklistanna um borð, síðan eru gerðar nánari verklýsingar sem ýmist eru sendar til tilboðsgerðar eða fyrirtæki taka að sér að gera þetta. Síðan eru verkin unnin, gerðir reikningar og þeir ræddir og þeir bornir saman við listann í upphafi. Það má segja að farið sé í hring og þannig geta útgerð- irnar farið að nota þessar upplýs- ingar sem áður voru ávallt bland- aðar saman. Það hefur t.d. verið unnið að viðgerð á spili og við- gerð í stýrishúsi undir sömu töl- unni og þannig hefur ekki verið hægt að nota spilviðgerðina og tölur varðandi hana einar og sér síðar. Þær upplýsingar sem fást með þessu geta stutt útgerðina í því að undirbúa viðgerðirnar t.d. á þann hátt að gera kostnaðaráætlun áður en farið er með skipin í viðgerð. Það hefur aukist mjög að gerðar hafa verið kröfur um að fá fast verð á viðgerðum. Þetta hefur aukist úr 10% í 80- 90% á mjög skömmum tíma. Þetta er 6. námskeiðið sem við höldum og er hugsað fyrir Norðurland. Það eru að vísu allt of fáir sem sækja námskeiðið en hér eru þó menn frá Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Raufarhöfn og Hrísey," sagði Brynjar Har- aldsson. Mats með eina af myndum sínum á Dalvík Mynd: -gk. Mats sýndi við Eyiafjörð Ljósmyndarinn Mats Wibe Lund var á ferðinni í Eyjafirði í síðustu viku og hélt sölusýn- ingar á myndum sínum í þétt- býlisstöðum fjarðarins. Við rákumst á Mats þar sem hann var að sýna á Dalvík og var ljóst að Dalvíkingar sýndu mynd- um hans áhuga. Um var að ræða loftmyndir sem teknar voru ný- lega og eru þær mjög stórar. Mats tjáði okkur að hann færi um allt land til að taka myndir og hann reyndi að fara á fimm til sex ára fresti í sölusýningaferðir um landið með myndirnar. Hann sagðist ekki búa til fleiri en 5-10 myndir af hverri gerð og vildi vekja sérstaklega athygli á því. „Myndirnar hafa miklu meira gidli fyrir þá sök," sagði Mats og hann upplýsti okkur um að eftir sýninguna á Dalvík væri ferðinni heitið til Hríseyjar og þaðan til Ólafsfjarðar. Frá námskeiðinu sem haldið var á Hótel KI.A. Mynd: KGA. GREIN/LEGUR VERVMUNUR! Samkvæmt verðlista frá Verðlagsstofnun Akureyrar eru öl og gosdrykkir mun ódýrari frá SANA-SANITAS H/F en frá keppinautunum. Hinn mikli mismunur er fólginn í flutningsgjaldi sem leggst ekki á vörur frá SANA-SANITAS H/F vegna starfsrækslu eigin verksmiðju á Akureyri. Eftirfarandi tafla sýnir mismuninn í krónum. MISMUNUR: Akureyri Ólafs-fjörður Siglu-fjörður Húsavík Sana (Sanitas)/ Vífilfell, gosdr. -11,20 -10,10 -5,10 -8,80 Sana (Sanitas)/ Ölgerðin, gosdr. -14,10 -13,10 -7,90 -11,85 Sana (Sanitas)/ Ölgerðin, pilsner -5,25 -4,10 -2,90 -4,25 VERDSAMANBURÐUR Á ÓL- OG GOSDRYKKJUM Á NORÐURLANDI 29.11. 1983 Akureyri Ólafsfjördur Siglufjörður Húsavík SANA/SANITAS: Pepsi/Diet/7-Up/ Appelsín Pilsner/Malt 36,50 17,00 38,50 18,50 42,90 19,45 41,35 18.85 VÍFILFELL: Coke/Tab/Sprite/ Fanta 47,70 48,60 48,00 50,15 ÖLGERÐIN: Spur/Sinalco/ Hi-Spot/Appelsín Pilsner/Malt 50,60 22,25 51,60 22,60 53,20 22,35 50,80 23,10 1) Á gosdrykkjum er m.v. verð per lítra en per flösku á Pilsner/Malt. Sanitas

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.