Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 30. janúar 1984 MB ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ18KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍSFREYJARÖGNVALDSDÓTTIR.HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sverrir Páll Erlendsson Ósanngjörn kröfugerð Alþýðubandalagið hefur unnið sér ýmislegt til frægðar á undanförnum áratugum; meðal annars hefur það unnið sér það sæmdarheiti, að vera óá- byrgasti stjórnmálaflokkur á íslandi. Þarf þó talsvert til, að vinna slíkt „sæmdarheiti". Það þarf ekki að fara langt aftur í tímann, til að finna dæmi um loddaraleik Alþýðubandalagsins. Öllum er í minni hvernig forkólfar þess notuðu verkalýðshreyfinguna til að kæfa efnahagsaðgerðir ríkisstjómar Geirs Hallgrímssonar í fæðingu á vor- dögum 1978. Þá var verkalýðshreyfingin tilbúin í slaginn. En hætt er við að ástandið væri betra í efnahagsmálum þjóðarinnar í dag, ef samkomulag hefði náðst um aðgerðir ríkisstjómar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins þá. En þá sigldi Alþýðubandalagið undir slagorðinu „Samn- ingana í gildi", en markmiðið var ekki annað en að koma ríkisstjórninni frá völdum. Það tókst og síðan tóku við ríkisstjórnir, sem Al- þýðubandalagið átti aðild að. Þá gat Alþýðubanda- lagið kinnroðalaust kmnkað í kjarasamninga og rýrt kaupmáttinn, af því að það var nauðsynlegt. Slag- orðið „Samningana í gildi" yar komið neðst í neðstu skúffuna, en samt var það geymt. Og það kom að því, að þörf var fyrir þetta slagorð aftur, því valdatíma Alþýðubandalagsins lauk. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völd- um og hóf harða baráttu gegn verðbólgunni. Því miður var ekki hjá því komist að skerða kaupmátt- inn, því þjóðin hafði eytt um efni fram. En nú var máttur Alþýðubandalagsins ekki sá sami innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar er fólk hætt að trúa slagorðum Alþýðubandalagsins, „menntamanna- klíkunnar", sem talar smeðjulega um hag þeirra lægst launuðu á tyllidögum. Þetta sjá meira að segja sannir verkalýðsforingjar innan raða Alþýðubanda- lagsins. Þess vegna hefur Alþýðubandalaginu ekki tekist að nota verkalýðshreyfinguna til að fella nú- verandi ríkisstjóm. En það var ekki öll von úti. Alþýðubandalagið bjó sér til hreiður í Álverinu í Straumsvík og þar var blásið til verkfalls. Samt sem áður er ljóst, að hæst launuðu verkamenn hérlendis eru starfsmenn ál- versins. Þrátt fyrir það slá forystumenn þeirra hnef- anum í borðið og fara í verkfall, á sama tíma og aðrir landsmenn búa við skert kjör, vegna þess að þeir vilja verðbólguna feiga. Og þeir sjá að ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hefur náð umtalsverð- um árangri. Með þessum aðgerðum eru starfsmenn álversins að þjóna hagsmunum Alþýðubandalags- ins, til að brjóta niður verðbólgustíflu ríkis- stjórnarinnar og koma henni frá. Þar með færi verðbólgan á fulla ferð á ný. Þjóðarhagur virðist ekki skipta Alþýðubandalagið máli. Vonandi stenst ríkisstjómin þetta áhlaup. - GS. Snæbjðrg Sigurgeirsdóttir. Jónsteinn Aðalsteinsson og Emilía Baldursdóttir í „Tóbaksbraut". Mynd: GS. Leikfélag Öngulsstaðahrepps Umf. Árroðinn Tóbaksbraut Freyvangur er um þessar mundir leikhús, enda er þar kominn á sviö enn einn af- rakstur samstarfs Leikfélags Öngulsstaðahrepps og Umf. Árroðans sem á undanförnum árum hafa lagt saman krafta sína við að setja á svið leikrit. Skemmst er að minnast frá- bærrar sýningar þeirra á Hita- bylgju Ted Willis á síðasta ári. Leiklist hefur lengi verið eitt- hvert merkasta menningarstarf í tómstundum til sveita hér á landi. Bændur og búalið hafa lagt nótt við langan vinnudag, hist í sam- komuhúsum sínum og komið á svið leikritum. Löngum var sá sameiginlegi svipur á þessu starfi að fengist var við hin einfaldari sviðsverk úr þjóðlegri hefð eða aðgengilega farsa. Með tímanum hefur þetta breyst og markið sí- fellt sett hærra. Og hér er markið hátt. Tobacco Road er allt í senn, merkilegt og átakamikið verk frá höfundar hendi og erfitt í með- förum á allan hátt. Má því lítið fara úrskeiðis svo ekki skerði heildarmynd sýningarinnar. Sagan Tóbaksbraut gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna á erfiðum tímum. Þarna er lýst fá- tækt og umkomuleysi, sjálfselsku og virðingarleysi fyrir annarra hag, sjálfslygi og skýjaborga- smíð, sambandsleysi nákominna, tillitsleysi við þá sem áf einhverj- um sökum eiga í erfiðleikum, andlegum eða veraldlegum, trú- arhræsni og vonum sem dæmdar eru til að bresta. Alla þessa erfið- leika mannlífs og sambúðar blandar höfundur nöpru háði og kæruleysi og þar verður verkið vandasamast í meðförum. Hér vegur verkið salt milli alvöru og skops og skiptir sköpum á hvorn veg endar. Sýningin á Tobacco Road í Freyvangi var í heild nokkuð góð. Þess gætti nokkuð að leik- endur voru misvanir sviði, en af „Emilía gerir Ödu frábær skil í hví- vetna," segir Sverrir Páll um leik Emilíu Baldursdóttur. Mynd: GS. þeim ellefu sem fram koma munu ekki nema tveir eða þrír hafa leikið áður svo teljandi sé. Því verður að segja að leikstjóran- um, Hjalta Rögnvaldssyni hafi tekist að skapa allgóða mynd af Suðurríkjaandanum á Tóbaks- braut með þessum ólíka hópi og uppsetning hans fer vel á sviði Mér þykir Hjalti að vísu tefia á nokkuð tæpt vað þar sem á köflum jaðrar við að farsinn verði alvörunni yfirsterkari og hann hefði mátt halda ögn fastar í þá spotta sem vilja freistast til að kitla hláturtaugarnar um of. En þegar á heildina er litið hefur allvel tekist til, ekki síst hvað skýra framsögn varðar - ef undan eru skilin fáein tilvik þar sem leikarar misstu tök á hraða. Aðalhlutverkin, Lesterhjónin, leika þau Jónsteinn Aðalsteins- son og Emilía Baldursdóttir. Jón- steinn sýnir hér agaðri leik að flestu leyti en ég hef áður séð til hans, og bestur er hann þegar hann nær að beita röddinni á lágum nótum. Að mínum dómi var Jeeter þó óþarflega hress og yarla nógu latur. Emilía gerir Ödu hins vegar frábær skil í hví- vetná. Gervi, fas, svipbrigði, framsögn, allt gengur upp og er gert af fullkomnum skilningi og alúð. Önnur hlutverk eru öll mun smærri en ekki síður mikilvæg. Vissulega mátti finna bæði kosti og galla í meðförum þeirra, en kostirnir voru fleiri og sýnt var að af sumum nýliðanna er góðs að vænta fái þeir að spreyta sig á fleiri verkum. Tobacco Road er gott leikrit og það er merki góðs metnaðar að ráðast í að setja það á svið. Um leið og ég þakka þeim í Öng- ulsstaðahreppi fyrir gott leikhús- kvöld vil ég hvetja þá sem unna leiklist til að gera sér ferð í Frey- vang og horfa á Tobacco Road.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.