Dagur - 30.01.1984, Side 6

Dagur - 30.01.1984, Side 6
6 - DAGUR - 30. janúar 1984 30. janúar 1984 - DAGUR - 7 Jón ekki í náðinni Einhverjir spekingar hjá Handknattleiks- sambandi íslands hafa valiö unglingalands- liðshóp skipaðan leikmönnum 20 ára og yngri sem á að æfa fyrir Norðurlandamót og heimsmeistarakeppni. Þaö vekur óneitanlega mikla athygli að Jón Kristjánsson hinn ungi og stórefnilegi leikmaður KA skuli ekki hljóta náð hjá ungl- ingalandsliðsnefndinni. Jón sem er að leika sitt fyrsta keppnistímabil í meistaraflokki hefur vakið mjög mikla athygli í vetur, átt marga góða leiki með KA í hinni hörðu keppni og fyllilega staðið við það sem menn vonuðust til af honum. En í stað þess að velja hann í 18 manna hóp eru grafnir upp alls kyns „snillingar“, menn sem varla koma inn á í leikjum félaga sinna. Akureyringurinn Jakob Jónsson sem leikur með KA komst í hópinn, sennilega vegna þess að hann er fluttur suður. A.m.k. rennir mann grun í að hann hefði verið í kuldanum ef hann léki enn fyrir norðan heið- ar. Tveir leikir Þórs gegn UMFL Um næstu helgi verða tveir leikir í 1. deild körfuboltans á Akureyri, cn þá fá Þórsarar lið UMFL í hcimsókn. Liðin hafa leikið einn leik í vetur. Hann var háður á Selfossi og sigraði Þór nokkuð örugglega. Lið UMFL hefur hins vegar stað- ið sig vel í vetur, m.a. sigrað Fram og UMFG nokkuð örugglega og tapað naumlega fyrir ÍS í leikjum liðanna. Þór á enn raunhæfa möguleika á sigri í 1. deild, en liðið má þó ekki tapa heimaleikjum sínum. Þór hefur tapað 5 leikjum eins og UMFL, ÍS hefur tapað fjórum og Fram þremur en hefur leikið færri leiki en önnur lið. Námskeið í kraft- lyftingum Á morgun hefst hjá Lyftingaráði Akureyrar, námskeið í kraftlyftingum fyrir byrjendur. Kennt verður þrisvar sinnum í viku og meðai leiðbeinenda verða allir bestu kraftlyftinga- menn bæjarins. - Því er ekki að leyna að við höfum dálitl- ar áhyggjur af því hve endurnýjunin hefur verið lítil undanfarin ár og með þessu nám- skeiði höfum við hugsað okkur að snúa þeirri öfugþróun við, sagði Freyr Aðalsteinsson, formaður LRA í samtali við Dag. Freyr sagði að þeir hjá LRA væru þess fullvissir að víðs vegar í bænum og næsta ná- grenni væri mikið af körlum og konum sem hefðu mikla hæflleika til að ná langt í íþrótt- inni. Spurningin væri bara sú að hafa sig út í þetta og námskeiðið yrði væntanlega til þess að vekja áhuga einhverra sem í framtíðinni gætu haldið merki Akureyrar á lofti í kraft- lyftingum. Námskeiðið hefst í Lundarskóla kl. 20.00. á þriðjudag og verður kennt á þriðjudögum, fímmtudögum og sunnu- dögum. Auk Freys verða leiðbeinendur á námskeiðinu þeir, Flosi Jónsson, Kári Elí- son, Jóhannes Hjálmarsson og Konráð Jó- hannsson. Allt kraftlyftingamenn ofan í kjöl- inn og flestir hafa þeir lifað og hrærst í íþrótt- inni um margra ára skeið. Nánari upplýsingar um námskeiðið verða gefnar í Símum 25967 (á kvöldin) og 24840 (10-17). - Hefur náð lág- markinu fyrir Olympiuleikana og æfir tvisvar sinnum á dag flesta daga vikunnar Gunnar M. Gunnarsson var markahæstur Þórsara, hér skorar hann eitt marka sinna. Mynd: KGA Baráttulausir Þórsarar - og Afturelding vann örugglega 24:19 „Það þarf greinilega að eiga sér stað hugarfarsbreyting hjá mörgum af mínum mönnum, þeir eru of margir sem gera þetta með hangandi hendi og eru ekki tilbúnir í slaginn,“ sagði Guðjón Magnússon þjálfari Þórs í handknattleik eftir að lið hans hafði tapað fyrir Aftureldingu á föstudags- kvöldið. Úrslitin 24:19 Aftur- eldingu í vil, og það þótt leikið væri á heimavelli Þórsara. „Þetta var afskaplega dapurt,“ sagði Guðjón. „Það þarf hugar- farsbreytingu hjá leikmönnum Þórs, þeir eru ekki óliprir bolta- menn en hugarfarið sem farið er með í leikina verður að vera rétt. Við þurftum svo sannarlega að vinna sigur í þessum leik, og nú er svo komið að óvíst er hvort Þór tryggir sér sæti í 4-liða úr- slitum í vor. Þetta eru vissulega vonbrigði,“ sagði Guðjón. - Svo furðulegt sem það kann að virðast hjá liði sem stendur í toppbaráttu, þá mættu leikmenn Þórs til þessa leiks með hangandi haus og algjörlega baráttulausir urðu þeir leikmönnum Aftureld- ingar auðveld bráð og vonirnar um sæti í 2. deild næsta vetur eru mun minni fyrir vikið. Aftureld- ing komst strax í upphafi í 5:1 og þar með var ljóst hvert stefndi. Gunnar M. Gunnarsson var markahæstur Þórsara með 7 mörk, Guðjón Magnússon skoraði 4 og Sigurður Pálsson var með 3 mörk. Þór á nokkra leiki eftir í deildinni, m.a. heimaleik gegn Akranesi og útileiki gegn Aftur- eldingu og Ármanni sem verða erfiðir, og vonlítið um sigur í þeim nema gjörbreyttur hugsun- arháttur ríki meðal leikmanna. Haraldur hefur sett stefnuna á Los Angeles KAgegn Eftir langt hlé í 1. deildinni eiga KA-menn aftur leik um næstu helgi, og eru þaö Vík- ingar sem koma í heimsókn. Leikur liðanna verður í íþróttahöllinni á föstudaginn og hefst kl. 20. KA hefur ekki leikið síðan fyr- ir áramót, en síðasti leikur liðsins Víkingi sem var gegn FH var besti leikur liðsins í vetur og máttu Hafnfirð- ingarnir sem ekki hafa tapað stigi í vetur hafa sig alla við til þess að innbyrða sigurinn. Nái KA slík- um leik gegn Víkingi á föstudag er víst að Víkingar þurfa að hafa fyrir hlutunum og óvænt úrslit gætu komið upp. Bikarmót á skíðum: Guðrún og Ólafur unnu - þrefaldur sigur Akureyringa í kvennaflokki „Það liggur nú ekki Ijóst fyrir ennþá hvort ég verð valinn til að keppa á Olympiuleikunum í Los Angeles, og sennilega skýrist það ekki alveg á næst- unni hvaða lyftingamenn fara þangað,“ sagði Haraldur Ólafsson lyftingamaður á Ak- ureyri er við ræddum við hann. - Harald er óþarfi að kynna fyrir íþróttaáhuga- mönnum, hann hefur um ára- bil verið í hópi okkar fremstu lyftingamanna þótt ungur sé, margfaldur Norðurlanda- meistari og á dögunum var hann kjörinn „Lyftingamað- ur ársins“ á Akureyri. hliða, lyfti mikið og er í æfing- um sem miða að því að styrkja mig, þannig er einn dagurinn al- veg tekinn undir hopp til þess að styrkja fæturna." - Hvað lyftir þú miklu á viku? „Ég hef það ekki nákvæm- lega en ég hef komist í það að lyfta yfir 4 tonnum á æfingu þegar mest hefur verið. Mér reiknast til að lyftufjöldinn hafi farið í 1100 á viku en þá er ekki um miklar þyngdir að ræða í hvert skipti." „Það hefur ekki verið tekin um það ákvörðun enn hversu margir lyftingamenn fara til Los Angeles, það er talað um að senda þangað 2-4 menn og sennilega skýrast línur ekki fyrr en eftir „Swedes Cup“ sem fram fer í lok febrúar, en þar verða allir þeir íslendingar sem koma til greina við val á Olympiuleik- ana.“ - Hverjir eru það? „Það eru auk mín þeir tví- burabræður Gylfi og Garðar Gíslasynir og KR-ingarnir Baldur og Birgir Borgþórssynir auk Ingvars Ingvarssonar. Það er ljóst að ekki verður sendur nema einn keppandi í hverjum flokki þannig að þeir Baldur, Birgir, Gylfi og Garðar sem keppa í 90 og 100 kg flokkum keppa um tvö sæti ef ákveðið verður að senda fjóra menn. Ingvar er hins vegar í 110 kg flokki og ég í 75 kg flokki. Ef miðað verður við stig þau sem við höfum þá stend ég mjög vel að vígi, ég hef verið stiga- hæstur af okkur en Baldur hefur þó nálgast mig nokkuð. Ég er búinn að ná 297 kg í saman- lögðu sem er Olympiulágmark og ef ég næ að lyfta 300 kg fæ ég ekki séð að hægt verði að ganga framhjá mér.“ „Þetta var í sjálfu sér mjög gott mót þótt það vantaði toppana í það en þeir eru er- lendis við æfingar,“ sagði Ás- geir Magnússon skíðaþjálfari á Akureyri í samtali við Dag í gær, en þá var lokið fyrsta Bikarmóti vetrarins og fór það fram í Bláfjöllum. Ásgeir gat verið nokkuð ánægður með útkomu krakkanna frá Akureyri í þessu móti. Þre- faldur sigur vannst í kvenna- flokki og í karlaflokki átti Akur- eyri fyrsta mann. jánsdóttir, í öðru sæti varð Ásta Ásmundsdóttir og Signe Viðars- dóttir varð þriðja. Hörkukeppni, og þrefaldur sigur Akureyrar sem fyrr sagði. Ólafur Harðarson sigraði í karlaflokki. Þar varð Tryggvi Þorsteinsson Reykjavík annar og í þriðja sæti kom Húsvíkingurinn Árni Grétar Árnason. Næsta Bikarmót fer fram dag- ana 11.-12. febrúar í Hlíðarfjalli við Akureyri og er það hið árlega Hermannsmót. Geysilega hörð keppni var í kvennaflokknum en svo fór að sig- urvegari varð Guðrún H. Krist- Miðar endur- greiddir Miðar á landsleik íslands og Nor- egs sem fara átti fram sl. laugar- dag verða endurgreiddir milli kl. 18-20 á morgun þriðjudag í íþróttahöllinni. Ásta Ásmundsdóttir varð í 2. sæti á Bikarmótinu í Bláfjöllum. Pólski einræðisherrann vildi ekki fara norður Pólskur einræðisherra hjá Handknattleikssambandi Is- lands sem þiggur að sögn him- inhá laun greidd í dollurum sá til þess um helgina að ekkert varð úr fyrirhuguðum lands- leik Islands og Noregs sem fram átti að fara á Akureyri. Furðulegt að „dollaramaður- inn“ skuli geta ráðið svo mikil- vægum hlutum og sá pólski sýndi enga samstöðu með landsbyggðinni um helgina. Liðin voru bæði komin á Reykjavíkurflugvöll á laugar- dagsmorgun. Bið varð á því að lagt væri af stað norður og feng- ust þessar upplýsingar á Reykja- víkurflugvelli þegar haft var sam- band þangað hvað eftir annað: „Það er verið að kalla út í flug- vélina“... Þegar ákvörðun var tekin um að leika ekki á Akureyri á laugar- dag hafði formaður HSÍ samband norður og bað um afnot af íþróttahöllinni á sunnudag fyrir leikinn og varð fúslega orðið við þeirri bón hans. Gat hann þess jafnframt að allir væru sammála um að fara norður með leikinn á sunnudag nema Bogdan Kowal- czyk þjálfari en reynt yrði að tala hann til eftir leikinn á laugardag sem þá hafði verið settur á í Hafnarfirði. Sennilega hefur skap einræðis- herrans mikla verið í slakara lagi eftir leikinn í Hafnarfirði því hann var ekki til viðræðu um að fara til Akureyrar og forustu- menn HSÍ sem ekki virðast mikl- ir bógar létu skottið síga og gáfu sig. Furðulegt og þeim til skamm- ar svo ekki sé fastara að orði komist. Það er ekki verið að hugsa um þann kostnað sem búið var að leggja út í á Akureyri. Um 700 miðar höfðu selst í forsölu, starfsfólk í íþróttahöllinni hafði lagt fram mikla vinnu við að undirbúa leikinn og var t.d. búið að raða stólum í salinn fyrir boðs- gesti. Þá er ónefnd mikil vinna hjá forustumönnum KA og Þórs en einræðisherrann Bogdan sá svo um að allt var unnið fyrir gíg. - Eru góðir möguleikar á því? „Já, það tel ég og ég er mjög óánægður ef mér tekst ekki að lyfta 300 kg strax á næsta móti sem verður þetta mót í Svíþjóð, ég yrði mjög óhress ef það tæk- ist ekki.“ - Hvenær byrjaðir þú æfing- ar, beinlínis með Los Angeles í huga? „Það má segja að ég hafi hafið þær æfingar strax í haust og það hefur verið haldið vel á spilunum. Ég er búinn að æfa tvisvar á dag flesta daga vikunn- ar í 5-6 mánuði. Ég æfi mjög al- Haraldur hefúr ekkí slegið slöku við æfíngarnar undanfama mónuði. ÆKARHU Mjög gott verð Sporthú^icli HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Mjög gott verð

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.