Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. janúar 1984 Nú er rétti tíminn til að bregða sér á skauta. Hinar heimsfrægu norðlensku stillur eru ríkjandi og þó að heiðríkjan í manns- sálinni sé e.t.v. ekki eins mikil þessa stundina, þá hafa ungir jafnt sem aldnir lagt ieið sína á skautasvellin. Hér áður fyrr áttu íslending- ar sannkallaða meistara í skautaíþróttinni. Menn og konur sem sneru sér í áttur og ess og hlutu verðskuldað lófa- tak að launum. Þessir meistar- ar hálkunnar hafa flestir lagt skautana á hilluna en þó kem- ur fyrir að þeir fá sér snúning ungviðinu til óblandinnar ánægju. Það var enginn ís- landsmeistari nálægur er hann KGA ljósmyndari Dags brá sér eina dagsstund og fylgdist með skautafólkinu á skauta- svellinu við fþróttavöllinn en af krökkum var þar nóg. E.t.v. eru þetta upprennandi stjörnur sem myndasmiðurinn festi þarna á filmu en það er ekki aðalatriðið. Það sem skiptir mestu máli er að allir skemmtu sér konunglega. Hlátur og rjóðar kinnar, það er lóðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.