Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 9
30. janúar 1984 - DAGUR - 9 Eins og fram kom í Degi á miðvikudaginn urðu fjörugar umræður um atvinnumál í bæjar- stjórn Akureyrar á þriðjudaginn í síðustu viku. Þessar umræður sköpuðust vegna bók- ana atvinnumála- nefndar, sem ekki voru allar samhljóma. Eink- um var það afstaðan til stóriðju við Eyjafjörð, sem olli ágreiningi. Upphaf málsins í atvinnumála- nefnd er tillaga Jóns Sigurðarson- ar, fulltrúa Framsóknarflokksins, sem studd var af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þeim Gunnari Ragnars og Aðalgeiri Finnssyni. Orðrétt var sú tillaga þannig: „Vegna frétta frá stóriðju- nefnd, þess efnis að hafnar séu viðræður við erlend fyrirtæki um hugsanlega byggingu álvers við Eyjafjörð, ályktar Bæjarstjórn Akureyrar eftirfarandi: Bæjarstjórn Akureyrar telur æskilegt að næsta stóriðjuveri sem byggt verður á íslandi verði valinn staður við Eyjafjörð, enda verði talið tryggt að rekstur vers- ins stefni lífríki fjarðarins ekki í hættu. Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að umhverfisrannsókn- um og öðrum undirbúningi vegna byggingar álvers við Eyjafjörð verði hraðað svo sem kostur er og lýsir ánægju sinni með aðgerð- ir iðnaðarráðherra og stóriðju- nefndar í málinu. Bæjarstjórn Akureyrar felur atvinnumálanefnd að fylgjast sem nánast með þróun þessa máls og að hafa forystu um við- ræður við nágrannasveitirnar um framgang þessa mikla hagsmuna- máls." Fiskirækt á Eyja- fjarðarsvæðinu Fulltrúar Kvennaframboðsins og Alþýðubandalagsins vildu ekki styðja þessa ályktun og Hólm- fríður Jónsdóttir, Kvennafram- boði, gerði eftirfarandi bókun: „Kvennaframboðið hefur frá upphafi lýst andstöðu við álver við Eyjafjörð. Ennþá hafa ekki komið fram nein haldbær rök, sem hafa breytt þessari afstöðu okkar. Of langt mál yrði að telja hér upp allt það sem mælir gegn álveri, en nokkur atriði má þó nefna: Einkenni álvers og raunar allr- ar stóriðju er að hún er fjárfrek, þ.e. hvert staff er mjög dýrt í uppbyggingu, hún er orkufrek en skapar fá framtíðarstörf og er því ekki fýsileg sem megin lausn á atvinnuvanda og að auki óhugs- andi nema með erlendu fjár- magni að meirihluta. Lítið hefur verið rætt um þá félagslegu röskun sem óhjá- kvæmilega hlýtur að fylgja slíkri stóriðju. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem framtíðaratvinnuuppbygging á Eyjafjarðarsvæðinu hefur á sam- félagsgerðina. Mannlíf hér hefur einkennst af fjölbreyttu atvinnu- lífi, byggðu á frumgreinunum sjávarútvegi og landbúnaði. AI- ver stefnir þessum greinum í hættu. í framhaldi af þessu álítur Kvennaframboðið að hætta beri öllum áformum um álver við Eyjafjörð. Þess í stað verði nú þegar m.a. með tilliti til ástands fiskistofna, hafnar rannsóknir og undirbúningur að fiskirækt á Eyjafjarðarsvæðinu t.d. þorsk- hafbeit og botnkvíaeldi með þorsk og lúðu." Páll með aðra tillögu Á þessum fundi atvinnumála- nefndar kynnti Páll Hlöðversson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, ályktun um atvinnumál og stuðn- ing við - iðnaðaruppbyggingu. Fulltrúar Framsóknarflokks og Kvennaframboðs voru tilbúnir til að skrifa undir flest það sem í, þeim ályktunum stóð, nema þau skilyrði sem sett voru um stór- iðju. Þar var krafist fulls yfirráða- réttar íslendinga yfir hugsanlegu iðjuveri og einnig voru ákvæði um orkuverð. Niðurstaðan varð sú, að þessar ályktanir voru born- ar fram lítið breyttar í nafni Al- þýðubandalags, Kvennafram- boðs og Framsóknarflokks á næsta fundi atvinnumálanefndar, að kaflanum um stóriðjuna slepptum. Ályktanirnar hljóða þannig: „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum af horfum í atvinnumálum við Eyjafjörð og þeim búferlaflutningum sem átt hafa sér stað úr byggðum Eyja- fjarðar til höfuðborgarsvæðisins á síðustu misserum. Varað er við afleiðingum þess að ráðist verði í fjölmargar stórframkvæmdir á suðvesturhorni landsins á sama tíma og engar meiriháttar fram- kvæmdir af hálfu stjórnvalda eru í sjónmáli á Eyjafjarðarsvæðinu. Bæjarstjórnin beinir því til ríkisstjórnarinnar að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi búseturöskun við Eyjafjörð. Bæjarstjórnin telur að fjár- magn til atvinnuuppbyggingar nýtist best með því að styðja við þau fyrirtæki sem þegar eru fyrir á svæðinu en berjast nú í bökkum og að hafin verði sókn til alhliða uppbyggingar í iðnaði á næstu árum. Varðandi nærtæk og mikil- væg verkefni sem snúa að stjórn- völdum í þessu sambandi bendir bæjarstjórnin á eftirfarandi: 1. Tryggð verði eðlileg endur- nýjun íslenska fiskiskipaflot- ans með skipasmíðum innan- lands, þannig að ekki þurfi að koma til stórfellds innflutn- ings á fiskiskipum að nokkr- um árum liðnum. Bæjar- Frá fundinum fjölmenna í bæjarstjórn Akureyrar. stofna verði hafnar rannsóknir á fiskirækt í Eyjafirði t.d. þorskhafbeit og botnkvíaeldi með þorsk og lúðu. 4. Auka þarf enn það fjármagn sem veitt er til opinberra framkvæmda á Akureyri og m.a. verði tryggt að unnt verði að ljúka byggingu Verk- menntaskólans á næstu 5 árum. Ákvörðun verði tekin um að kennsla á háskólastigi hefjist á Akureyri haustið 1985 og tryggt verði fjármagn þannig að kennsla í iðn- hönnun geti hafist á Akureyri þegar næsta haust. 5. Uppbygging opinberrar þjón- ustu á næstu árum verði í mun meira mæli en hingað til, beint til staða utan höfuðborgar- svæðisins með hliðsjón af að- stæðum í hverju tilviki. At- hugun verði gerð á hag- kvæmni þess að flytja ákveðn- ar opinberar þjónustustofnan- ir til Akureyrar, einkum „í upphafi átti ályktun þessi, lítið breytt, að vera bókun Al- þýðubandalagsins við tillögu um stóriðjumál sem samþykkt var á síðasta fundi atvinnumálanefnd- ar. Nú leitast sundurleitur meiri- hlutahópur við að standa saman um eitthvað sem kenna má við atvinnumál. Ályktun þessi er veik og í veigamiklum atriðum mjög al- menns eðlis og það er skoðun okkar að hún komi að engu gagni og sé ekki til framdráttar í barátt- unni fyrir framgangi atvinnumála þessa héraðs. Með tilliti til þessa tökum við ekki þátt i afgreiðslu tillögunn- Alþýðubandalagið heldur sínu fram En Alþýðubandalagið vildi halda sínu fram og lagði Páll Hlöðvers- son því fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Alþýðubandalagsins lagði Bæjarbúar fylgjast grannt með fram- vindu atvinnumála - Fjörugar umræður á bæjarstjórnarf undi um atvinnumál stjórnin skorar á ríkisstjórn- ina sem handhafa meirihluta hlutafjár í Slippstöðinni h.f. að hún ásamt Akureyrarbæ beiti sér fyrir fjárhagslegri fyrirgreiðslu þannig að SIipp- stöðin og Ú.A. geti nú þegar gengið frá samningum um smíði nýs togara. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að ráðstafanir verði gerðar til að viðhald íslenska fiskiskipa- og kaupskipaflot- ans geti farið fram hérlendis. 2. Ríkisstjórnin tryggi að Út- gerðarfélagi Akureyringa verði úthlutað aflakvóta mið- að við 5 skip, sem er sá fjöldi skipa sem Útgerðarfélagið hefur ávallt gert út á undan- förnum árum. Bæjarstjórnin telur fráleitt að tímabundin rekstrarstöðvun eins togara hafi áhrif á væntanlega út- reikninga á aflakvóta. 3. Með tilliti til ástands fiski- stofnanir sem í raun þjóna landsbyggðinni eða atvinnulífi á landsbyggðinni í ríkara mæli en á höfuðborgarsvæðinu, t.d,~ Vegagerð ríkisins, Sölustofn- un lagmetis og ýmsar rann- sóknarstofnanir atvinnuveg- anna. 6. Skapaðar verði forsendur fyrir stórsókn í almennri iðnaðar- uppbyggingu hér á landi á næstu árum m.a. með því að tryggja lánasjóðum iðnaðarins aukið fjármagn, þannig að þeir geti staðið undir eðli- legum lánveitingum til ný- fjárfestinga og með því að veita auknu opinberu fjár- magni til að styrkja rannsókn- ir, vöruþróun og söluaðgerðir á erlendum mörkuðum." Vegna ofangreindrar ályktunar um atvinnumál, vilja Gunnar Ragnars og Jón G. Sólnes taka fram eftirfarandi: fram tillögu þar sem lagt er til við bæjarstjórn að hún samþykki eftirfarandi: „Varðandi þróun atvinnulífs- ins til lengri tíma og umræður um orkufrekan iðnað við Eyjafjörð, leggur bæjarstjórnin áherslu á að fullt samráð verði haft við heima- menn um athuganir og ákvarðan- ir hér að lútandi. Að mati bæjar- stjórnar er forsenda þess að orkufrekur iðnaður rísi við Eyja- fjörð sú, að lífríki fjarðarins verði ekki stefnt í hættu, að tryggt verði forræði íslendinga yfir hugsanlegu iðjuveri og að gengið verði frá orkuverði og öðrum þáttum, þannig að rekst- urinn skili þjóðinni viðunandi efnahagslegri arðsemi. Bæjarstjórnin leggur áherslu á að öllum athugunum í þessu sambandi verði hraðað svo sem frekast er kostur." Þessi tillaga Páls var felld með fjórum atkvæðum gegn einu. Þá gerði Páll eftirfarandi bókun: „Þar sem tillaga Alþýðubanda- lagsins náði ekki fram að ganga og vegna samþykktrar tillögu urrí álver á fundi atvinnumálanefndar um orkufrekan iðnað þann 16. janúar sl. leggur fulltrúi Alþýðu- bandalagsins mikla áherslu á að nærtækasta verkefnið í atvinnu- málum er að bæta þegar í stað úr því erfiða atvinnuástandi sem nú er á Akureyri. í því sambandi er álver ekki raunhæfur kostur. Þá fyrst þegar séð verður hvort skil- yrðum Alþýðubandalagsins í til- íögunni verði fullnægt, er raun- hæft að ákveða hvort álver er hugsanlegur kostur í atvinnulífi í Eyjafirði." Tillaga Alþýðubandalagsins var einnig felld í bæjarstjórn, með atkvæðum Sjálfstæðisflokks- ins, en framsóknarmenn sátu hjá. Framkvæmdasjóður efldur Það þarf ekki að rekja gang mála frekar. Tillaga Jóns Sigurðarson- ar, Aðalgeirs Finnssonar og Gunnars Ragnars var samþykkt í bæjarstjórn með atkvæðum framsóknarmanna, sjálfstæðis- manna og alþýðuflokksmanna, gegn atkvæðum Alþýðubanda- lags og Kvennaframboðs. Al- menn ályktun vinstri meirihlut- ans um atvinnumál var einnig samþykkt, en ákvæði Alþýðu- bandalagsins varðandi „hugsarí- leg iðjuver" var felld. En ef til vill skiptir síðasta og stysta ályktunin mestu máli fyrir Akureyringa hún fjallar um eflingu Fram- kvæmdasjóðs til atvinnuupp- byggingar og var samþykkt af fulltrúum allra flokka. Hún hljóðar þannig: Atvinnumálanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að í fjárhagsáætlun fyrir árið 1984 verði gert ráð fyrir verulegri fjár- veitingu til Framkvæmdasjóðs Akureyrar. Jafnframt fái Fram- kvæmdasjóður til ráðstöfunar hluta þess fjármagns sem kann að falla í hlut Akureyrar við yfir- töku á belgíska láninu, sem Lax- árvirkjun tók á sínum tíma til orkuframkvæmda. Því aukna fjármagni sem Framkvæmda- sjóður fær með þessum hætti verði varið til atvinnuuppbygg- ingar í samræmi við reglugerð sjóðsins frá 3. febrúar 1970. Pað var eftir því tekið, að mik- ill fjöldi bæjarbúa fylgdist með umræðum um þessi mál í bæjar- stjórn Akureyrar. Að vísu ekki stórt hlutfall af bæjarbúum, 60- 70 manns, en það er mikill fjöldi þegar litið er til þess, að oftast eru ekki aðrir en 1-2 blaðamenn á áheyrendabekkjum bæjar- stjórnar. Það er því ljóst, að það er grannt fylgst með framvindu atvjnnumála meðal bæjarbúa. -GS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.