Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 11
30. janúar 1984 - DAGUR -11 Svar til hitaveitustjóra í síðasta helgarblaði Dags birtust athugasemdir hitaveitustjóra um þá tillögu mína, að hitastig vatns frá hitaveitunni yrði miðað við hitaþörf húsa í bænum. í þessari grein sinni heldur hann því fram, að þessi hugmynd sé fram komin annað hvort af misskilningi eða illum hvötum. Og ekki er látið þar við sitja, heldur er sagt, að hönnun hita- veitunnar hafi verið ein mistaka- saga og látið að því liggja að gróðasjónarmið hönnuða hafi ráðið miklu um. Hann virðist telja, að ég sé óverðugur að koma fram með tillögur um rekstur hitaveitunnar vegna „fyrri mistaka" við hönnun hennar. Ekki ætla ég að fara að karpa við hitaveitustjóra á opin- berum vettvangi um hönnun hita- veitunnar, enda sé ég ekki að það komi því máli við, sem hér er til umræðu en það sem hann virðist setja mest fyrir sig er að kerfið sé of vítt. Þetta má til sanns vegar færa, áætlað var að mesta vatnsnotkun á m3, hér yrði svipuð og í Reykja- vík, en komið hefur í ljós að hún er mun minni. Ef hitaveitan breytir yfir í mælakerfi, eins og hitayeitustjóri leggur til, sé ég enga ástæðu til að ætla annað en að vatnsnotkun yrði svipuð hér og í Reykjavík, eins og gert var ráð fyrir við hönnun. Hitaveitustjóri finnur tillögu minni allt til foráttu. Hann birtir útreikninga, sem virðast við það miðaðir, að hitastig yrði hækkað í 90°C og haldið svo háu stöðugt, eða a.m.k. eins lengi og það er nú í 80°C. í tillögu minni er gert ráð fyrir að hitinn yrði breytilegur eftir útihitastigi, meðalhitinn á vatn- inu yrði t.d. 77°C til 78°C (meðal- hiti á Akureyri í janúar er -1,5° C), sem er svipað því sem nú er. Aðra mánuði yrði hann lægri en nú er. Hann bendir á, að óheimilt sé samkvæmt byggingarreglugerð að neysluvatn fari yfir 80°C. Þetta er rétt, en einnig er vitað, að til eru hitaveitur hérlendis, þar sem hitastig er hærra. Það virðist því mögulegt að fá undan- þágu frá þessu ákvæði. Jafnframt fullyrðir hann, að mörg óhugnan- leg slys hafi hent, þar sem kerfis- hiti er yfir 80°C. Þetta er vissulega alvarlegt mál ef rétt er, en ástæðan til þess að ég „dirfðist" að koma fram með þessa tillögu mína var meðal ann- ars sú, að við Akureyringar bjuggum við þetta „hættulega" hitastig nokkur fyrstu ár hitaveit- unnar og veit ég ekki til að nokk- ur maður hafi kvartað. Haraldur Sveinbjörnsson. Erum nú á Norðurlandi. Við einangrum og lokum kuldann úti innblásin steinull einföld og góð lausn Umboðsmaóur Akureyri: Magnús Ingólfsson sími 21735-23248 Ólafsfjörður: Bjarki Sigurðsson sími 62362 Siglufjörður - Sauðárkrókur: Örn Ólafsson sími 95-5946 Árskógsströnd: Sveinn Jónsson Kálfsskinni sími 63165 Oalvík: Brynjar Friðleifsson sími 61214 Grenivík: Friðrik Þorsteinsson simi 33155. Blönduós: Már Pétursson sími 95-4571 Hvammstangi - Húnavatnssýsla: Halldór Jóhannsson sími 95-1592 Hofsós: Stefán Gunnarsson sími 95-6393 HUSA EINANGRUN Klapparstíg 27 Rvíks: 91-15934 Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 1. febrúar nk. kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Valgerður Bjarnadóttir og Gunn- ar Ragnars til viðtals í fundarstofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFELAGID LÉTTIR Stofnaö 5 no* 1928 P O Bo. 34fl - 602A*urByn IMEEE ssarreiðsla' Sími 24222 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 26. og 29. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hjallalundi 11c, Akureyri, þingl. eign Hólmfríðar Pálmadóttur, fer fram eftir kröfu veðdeildar 4.andsbanka ís- lands á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febrúar 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð annað og síðasta á Ásabyggð 18, kjallara, Akureyri, þinglesin eign Frímanns Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Ragnars Steinbergssonar hrl. og Tryggingastofn- unar ríkisins á eignini sjálfri föstudaginn 3. febrúar 1984 kl. 11.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Strandgötu 23, (götuhæð og viðbyggingu), Ak- ureyri, þingl. eign Hafnarbúðarinnar h.f. fer fram eftir kröfu inn- heimtumanns ríkissjóðs, Ara (sberg hdl., Guðmundar Óla Guðmundssonar hdl., Asgeirs Thoroddsen, Búnaðarbanka íslands, Reykjavík, Árna Guðjónssonar hrl. og Tómasar Þor- valdssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febrúar 1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hjallalundi 1e, Akureyri, talin eign Jóseps Guðbjartssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands veð- deildar, Gunnars Sólnes hrl. og Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 3. febrúar 1984 kl. 11.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Frostagötu 3b, B-hluta, Akureyri, þingl. eign Barð s.f. fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs, innheimtumanns rlkissjóðs og bæjarsjóðs Akureyrar á eigninhi sjálfri föstudag- inn 3. febrúar 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.