Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 30.01.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR Heildsala f BfLINN. BÁTINN, VINNUVÉIINA Slílásala l Farþegafækkun í innanlandsflugi Flugleiða: Mest fækkun í Akureyrarflugi Mikill samdráttur varð í far- þegaflutningtim Flugleiða innanlands á sl. ári, og af hin- um ýmsu stöðum sem félagið flýgur til varð samdrátturinn iangmestur í Akureyrarflug- inu. Samkvæmt upplýsingum Sverr- is Jónssonar skrifstofustjóra innanlandsflugs nam heildar- fækkun farþega í innanlandsflug- inu á sl. ári um 18 þúsund farþeg- um, þeim fækkaði úr 208 þúsund árið 1982 í um 190 þúsund á sl. ári. Þar af fækkaði farþegum í Akureyrarflugi um tæplega 8 þúsund á milli þessara ára. Farþegum í Húsavíkurflugi fækkaði um tæplega 2 þúsund og farþegum í flugi til og frá Sauðár- króki um rúmlega 2 þúsund. „Það sem við teljum að aðal- lega valdi þessum samdrætti er það að ferðamenn flugu mun minna innanlands á sl. ári en árið áður," sagði Sverrir Jónsson. „Það var miklu meira um það að farþegarnir væru teknir á Kefla- víkurflugvelli og þeim síðan ekið um landið með viðkomu á Eddu- hótelum og þeim síðan skilað í flug á Keflavíkurflugvelli í ferð- arlok. Þá var veður í janúar á sl. iári afar slæmt til flugs innan- lands, það má eiginlega segja að sá mánuður hafi dottið út." - Sverrir sagði að nú væri ver- ið að vinna að gerð sumaráætlun- ar Flugleiða innanlands og væri allt útlit fyrir að ferðum yrði eitthvað fækkað til Akureyrar og er þá aðallega verið að hugsa um að fella niður ferðir að einhverju leyti sem farnar voru kl. 11. f.h. frá Reykjavík. Jafnrétti milli byggöarlaga Aðalstofnfundur samtaka um jafnrétti iiiilli byggðarlaga, verður haldinn á Hótel KEA annað kvöld og hefst fundur- inn kl. 20.30. Að sögn Péturs Valdimarsson- ar, eins af hvatamönnum að stofnun samtakarina þá munu mæta á fundinn menn sem unnið hafa að undirbúningi þessa máls í öllum landsfjórðungum. Undirbúningsstofnfundur þessará samtaka var haldinn fyrir réttu ári en að sögn Péturs Valdimarssonar þá hefur síðan verið unnið markvisst að fram- gangi þessa máls. -Við munum reyna að vinna kappsamlega að því í framtíðinni að koma réttum upplýsingum t.d. um stjórnarskrármálið til al- mennings og eins að upplýsa fólk um málefni landsbyggðarinnar, sagði Pétur Valdimarsson. - ESE. „Rauðku" hlekktist á í lendíngu á Ólafsfjarðarflugvelli - Farþegamir átta héldu ró sinni Piper Chieftain vél Flugfélags Norðurlands, sem oftast er nefnd „Rauðka", hlekktist á í lendingu á Ólafsfirði á laugar- daginn. Vélin var að koma frá Reykjavík fullskipuð farþeg- um, en engan þeirra sakaði. Vélin er mikið skemmd. Flugbrautin á Ólafsfirði hafði verið athuguð nokkru fyrir lend- ingu. Þá var harður snjór á braut- inni og hálkulaust. En þegar vél- in kom inn til lendingar hafði snögghlánað og rignt, þannig að fljúgandi hálka var á brautinni. Jónasi Finnbogasyni, flugstjóra, tókst því ekki að stöðva vélina, en hann gat snúið henni með hreyflunum, þannig að hún fór þversum út af brautarendanum og stöðvaðist um 20 metra utan brautar. Þegar séð var hvert stefndi stöðvaði Jónas hreyflana og lokaði fyrir bensín, þannig að ekki átti að vera hætta á að eldur kæmi upp í vélinni. Farþegar héldu ró sinni og engan þeirra sakaði. Það óhapp varð við björgun vélarinnar í gær, að hjólabúnað- ur hennar gaf sig og hún féll aftur niður á annan vænginn. Skarp- héðinn Magnússon, flugvirki, varð fyrir vængenda vélarinnar í fallinu með þeim afleiðingum, að hann ökklabrotnaði og brákaði rifbein. - GS. l Rækutogarinn Dalborg í höfh á Dalvík. Er blaðamenn Dags bar þar að garði var verið að gera togarann kláran ryrii veiðamar. Mynd: gk. Djúprækjuveið- ar að hef jast Dalborgin byrjuð á veiðum Senn líður að því að vinnsla á djúprækju hefjist af fullum krafti hjá Söltunarfélagi Dal- víkur hf. Þessi vinnsla lá niðrí hjá fyrirtækinu í fyrra en að sögn framkvæmdastjórans þá eru allar horfur á því að hjólin fari að snúast að nýju eftir u.þ.b. mánuð. - Við vorum síðast með rækjuvinnslu 1982 en síðan seld- um við tækin. Við erum sem sagt að byrja að nýju, sagði Jóhann Antonsson, framkvæmdastjóri í samtali við Dag. Að sögn Jóhanns þá dró það Söltunarfélagið niður á sínum tíma að áhugi annarra á þessum djúprækjuveiðum var mjög tak- markaður. Menn voru þá aðal- lega á bolfiskveiðum en eftir að þær veiðar drógust saman þá hef- ur áhuginn á annarri útgerð eins og djúprækjuveiðum aukist. - Ég sé ekki fram á að afli á hvern bát geti aukist frá því sem áður var. Bátunum hefur fjölgað það mikið að það kemur varla mjög mikið í hlut hvers og eins. Djúprækjan hefur hins vegar aldrei verið bundin við ákveðinn aflakvóta, þannig að aflatakmörk verða sennilega engin á þessari vertíð, sagði Jóhann Antonsson. Þess má geta að Dalborgin, fyrsti rækjutogari íslendinga lagði upp í veiðiferð frá Dalvík fyrir helgina og er búist við því að skipið leggi upp rækjuafla hjá K. Jónssyni á Akureyri nú í viku- byrjun. - ESE. Veður - Þið verðið í góðu véðri fyrir norðan í dag og næstu daga, ef svo fer sem lioríir, sagði veður- fræðingur Veðurstofunnar í samtali við blaðið í morgun. Hann sagði lægð komna upp undir landsteina, en reiknaði með að hún fseri hjá sunnan við land. Hún hefur valdiö rigningu syðra og slyddu fyrir austan allt frá Langanesi, en ekki er reikn- að með að hún valdi úrkomu að ráði á Norðurlandi, þó ekki sé það útilokao auslao til. Á morg- un og á miðvikudag er búist við hægviðri og vægu frosti norðanlands, sem sé „gúðu veðri", eins og veðurfræð- ingurinn orðaði það. # Áhugamanna- leikfélög blómstra Mikil gróska er í starfsemi áhugamannaleikfélaga víðs vegar á Norðurlandl. Og flest þessi félög setja markið hátt og ráðast í erfið verkefni. Þannig sýndi Leikfélag Dal- víkur „Þið munið hann Jörund" í fyrri viku og í Frey- vangi var frumsýning á „To- bacco Road" um helgina. Á næstunní verður frumsýning á Melum, þar sem Jóhann Ögmundsson hefur verið að æfa þrjá eiginmenn sem sofa heima. Einnig líður að frumsýningu f Idölum í Aðaldal. Það er mlkil vinna sem liggur á bak vlð þessar JlAJ/ifU sýningar áhugafólksins, því með meiri metnaði vex vínnan. Launin eru ekki önnur en ánægjan af félags- skapnum og þakkir áhorf- enda. Það er því ástæða til að hvetja Norðlendinga til að fjölmenna á þessar sýningar. # Fljótir á sér Handknattleikssamband ís- lands ætlaði af rausnarskap að láta fara fram einn lands- leik á Akureyri um síðustu helgi. Varla hefur það þó ver- ið af umhyggjusemi fyrlr Ak- (BSuSClíí ureyringum, heldur vegna þess að á Akureyri var mögu- lelki á fullu húsi áhorfenda. Það máttl því búast við góð- um tekjum af lelknum. En þrátt fyrir það fóru leikar þannig, að lelkurinn var ekki lelkinn á Akureyri. Ástæðan var sú, að það var ekki flogið á áætluðum tíma. Þá var leiknum aflýst, um hádegi á laugardag. Ef einhver raun- verulegur áhugi hefur verið meðal ráðamanna HSÍ til að leika leikinn hér nyrðra, þá mátti nú bíðá ögn lengur. Enda fór það sVo, að flogið var síðar um daginn og leikurinn hefði því hæglega getað farlð fram um kvöldið. # Jónas hjá LMA Úr því við vorum að tala um leiklist, þá er ekki úr vegi að minnast á Leikfélag Mennta- skólans á Akureyri. Þar eru nú hafnar æfingar á lelkritinu „Bærinn okkar" og það er enginn annar en Jónas Jón- asson sem leikstýrir. Bærinn okkar var sýndur hjá LA hér fyrr á árum og þóttl sú sýnlng takast vel. Hún var einnig undir stjórn Jónasar. Það er því tilhlökkunarefni að sjá hvort honum tekst að ná svipuðum árangri með menntskælingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.