Dagur - 01.02.1984, Side 1

Dagur - 01.02.1984, Side 1
latinn Sígurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi og kennari á Ak- urcyri, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri í gær á fimmtugasta og fimmta aldurs- ári. Sigurdur ÓIi Brynjólfsson var fæddur í Ytra-Krossanesi 8. september 1929. Hann hóf ungur kennslu við Gagnfræða- skólann á Akureyri og þar starfaði hann í um þrjá ára- tugi. Samhliða kenndi hann við Iðnskólann og síðustu árin hafa ekki aðrir skólar notið kennslukrafta hans. Sigurður Óli var bæjarfuU- trúi fyrir Framsóknarflokkinn í nær 22 ár, jafnframt því sem hann starfaði í ýmsum nefnd- um og ráðum bæjarins, m.a. bæjarráði og skólanefnd, þar sem hann var lengi formaður. Auk-þess gegndi Sigurður Óli ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, var m.a. um tíma í miðstjórn flokksins og stjórn Framsóknarfélags Akureyrar og undanfarin ár hefur hann átt sæti í blaðstjórn Dags. Einnig var hann vara- formaður í stjórn Kaupfélags Eyflrðinga til dauðadags og ýmis önnur trúnaðarstörf tók hann sér á hendur og leysti farsællega. Með Sigurði Óla er genginn stórbrotinn persónuleiki, mik- iil mannvinur og góður drengur. Blessuð sé minning hans. Dagur sendir eftirlif- andi eiginkonu hans, Hólm- fríði Kristjánsdóttur og fjöl- skyldu innilegar samúðar- kveðjur. - GS. 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 1. febrúar 1984 14. tölublað 500. fundur bæjarstjórnar Húsavíkur var haldinn í gær. Fyrsti fundurinn var haldinn 31. janúar 1950 og eru því 34 ár síðan bæjarstjórn Húsavíkur kom saman til fyrsta fundar. Á fundinum í gær var m.a. samþykkt tillaga um að stofna framkvæmdalánasjóð í bænum og lagði Húsavíkurkaupstaður fram 100.000 krónur sem stofnframlag. - ESE/Mynd gk. „Slippstöðin smíði togara fyrir ÚA“ Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra mun leggja það til í ríkisstjórninni á næstunni að Útgerðarfélagi Akureyringa verði heimilað að láta smíða nýtt skip í stað Sólbaks og að SÍippstöðinni á Akureyri verði falið það verkefni. - Ég hef lagt fram tillögu í ríkisstjórninni um að fjármagn verði útvegað til þess að hægt sé að standa undir viðgerðum á skipastólnum. Ég á von á því að þetta mál skýrist innan tíðar og við verðum við óskum skipa- smíðastöðvanna. Slippstöðin á Akureyri þarf meira fjármagn og ég mun sækja það afar fast að Út- gerðarfélagi Akureyringa verði gert kleift að endurnýja flota sinn og byggja nýtt skip þar í stað Sólbaks, sagði Sverrir Her- mannsson í viðtali við Dag. - Hvernig líst þér á hugmyndir forráðamanna Slippstöðvarinnar sem lagðar hafa verið fram í skipasmíðanefnd um að tveir menn verði ráðnir til að leita verkefna erlendis? - Mér líst mjög vel á allt nýtt sem mönnum dettur í hug. Deyfð og doði er mér ekki að skapi en hingað til höfum við verið allt of seinir og ekki nógu hugmynda- auðugir og því líst mér vel á þessa tillögu, sagði Sverrir Her- mannsson. - ESE. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra: TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI Álagningarprósenta útsvara á Akureyri: - jafnvel lægri 11% „Það hefur engin ákvörð- un verið tekin um álagn- ingarprósentu útsvara, en það verður gert þegar komin verður glögg mynd á fjárhagsáætlun, þannig að við sjáum hvað fjárhagurinn Ieyfir,“ sagði Sigurður Jóhannes- son, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins á Akur- eyri, í samtali við Dag. Samkvæmt heimildum Dags liggja nú fyrir frumdrög að fjár- hagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akur- eyrar vegna nýbyrjaðs árs. Þar er reiknað með 11% útsvarsálagn- ingu, í stað 12,1% álagningar á fyrra ári. Þá var „raunútsvar" hins vegar ekki nema 6,75% vegna óðaverðbólgunnar, en ef reiknað er með 20% verðbólgu á þessu ári verður „raunútsvar" í ár 9,2% miðað við 11% álagningu. Sigurður var spurður hvort vilji væri til þess meðal bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins að lækka útsvarsprósentuna enn frekar, ef í ljós kæmi svigrúm til þess við gerð fjárhagsáætlunar. „Já, við höfum fullan áhuga á því, ef það reynist mögulegt, því við vitum að slíkt kemur sér vel fyrir gjaldendur. Við höfum einnig hug á því að lækka að- stöðugjöldin á þeim atvinnu- greinum sem erfiðast eiga upp- dráttar, til að efla atvinnulífið í bænum. En það er ekki útséð um það enn, hvort þetta verður framkvæmanlegt," sagði Sigurð- ur Jóhannesson. „Við munum styðja tillögur til lækkunar á álagningarprósentu útsvara, ekki síst vegna þess að fasteignagjöldin hækkuðu óeðli- lega milli ára samkvæmt vilja vinstri meirihlutans,“ sagði Sig- urður J. Sigurðarson, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við Dag. „Eins og aðstæður eru í þjóðfélaginu núna, þá telj- um við það skyldu sveitarfélaga að lækka álögur á gjaldendur eins og hægt er. Við vitum að það er víða þröngt í búi og flestir verða að gæta aðhalds. Það þarf Akur- eyrarbær líka að gera og ég held að hægt sé að bæta tekjumissinn með hagræðingu og sparnaði í rekstri bæjarfélagsins sem á að vera meira kappsmál en að auka álögurnar á bæjarbúa,“ sagði Sig- urður J. Sigurðsson. Brotist inn í Garðshorn Um helgina var framið innbrot í verslunina Garðshorn á mótum Hamarstígs og Byggða- vegar. Þjófarnir fóru þar inn og munu hafa stolið talsverðu magni af tóbaki, aðallega sígarettum. Þá var gerð tilraun til innbrots í útibú KEA við Hlíðargötu. Sást til ferða þjófsins við verslunina og kom að honum styggð og forð- aði hann sér. Þegar við höfðum samband við rannsóknarlögregluna á Akur- eyri fengust þær upplýsingar að unnið væri að rannsókn hlerunar- málsins í Hjallalundi en ekkert var að frétta af þeirri rannsókn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.