Dagur - 01.02.1984, Page 4

Dagur - 01.02.1984, Page 4
4 - DAGUR -1. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Raunhæfa kjarasamninga Nú er öllum orðið það ljóst að ríkisstjórnin hefur náð verulegum árangri í baráttunni við verðbólguna. Árangur þessi kemur best fram í því að á seinustu mánuðum hafa vextir lækkað fimm sinnum og veruleg- ar líkur má telja á að þeir lækki enn meira á næstu vikum. Þá má einnig benda á að vöruverð stendur nú nánast í stað og sumar vörur jafnvel lækka í verði. Það er staðreynd að vísitala matvöru lækkaði lítið eitt í des- ember, ekki vegna aukinna niðurgreiðslna úr ríkissjóði, heldur vegna almennrar lækkunar eins og t.d. á ávöxt- um og sykri. Engum blandast hugur um að þessi árangur í glím- unni við verðbólguna hefur í för með sér verulegar kjara- bætur ekki síst fyrir þá sem hafa úr litlu að spila, eða eru skuldugir vegna húsnæðisbygginga eða -kaupa. Óðaverðbólgan sem áður ríkti og þær stórgölluðu að- ferðir sem giltu við útreikning verðbóta á laun léku hins vegar verst þessa þjóðfélagsþegna sem nú hafa allt að vinna. Það er því mjög áríðandi að þeir kjarasamningar sem nú eru framundan hleypi ekki af stað nýrri verðbólgu- skriðu með því að fela í sér tilraun til að skipta meiru en aflað er. Af slíkum samningum hlýtur þjóðin að hafa fengið meira en nóg. Þeir verða að vera innan þeirra marka sem stjórnvöld hafa sett sér og líklegt má telja að þjóðarbúið þoli eins og nú er ástatt. Þá er og ljóst að það htla svigrúm sem fyrir hendi kann að vera verður að nýta til að bæta hag þeirra sem nú eiga við verulega örðugleika að stríða. Nauðsynlegt er að um þetta náist fullkomin samstaða. Flest erum við þannig sett að við getum hert ólina en þó eru nokkrir sem ekkert svigrúm hafa, mega ekki við neinu. Því betur mun þessi hópur ekki vera mjög fjöl- mennur ef marka má niðurstöður úr láglaunakönnun kjararannsóknanefndar en hann er til. Ætti því að vera auðvelt að veita honum verulegar úrbætur án þess að neitt fari úr böndum. Svo virðist sem verkalýðsforystan hafi hvorki vilja né getu til að semja sérstaklega um úrbætur fyrir þetta fólk, heldur sé líklegt að þær kauphækkanir sem um kann að semjast fari upp allan launastigann. Ef svc fer er ljóst að lítið kemur í hlut hvers og eins en þó heldur fleiri krónur til þess sem flestar hefur fyrir. Svona má þetta ekki verða, því á ríkisstjórnin að bjóða viðsemj- endum sínum þá upphæð sem svigrúm er talið vera fyr- ir til launahækkunar eða kjarabóta í einu eða öðru formi til þeirra lægst launuðu eða verst settu. Sjálfsagt kemur menn til með að greina eitthvað á um hvernig þessari upphæð yrði best varið og auðvitað höfum við margsinnis heyrt þær röksemdir að hækkun lægstu launa ýti upp á við þeim næst lægstu og svo koll af kolli. En að þessu sinni hvorki mega né eiga stjórn- völd að hlusta á slík rök. Nú eiga aðeins lægstu launin að hækka, og treysti launþegaforystan sér ekki til að semja á þennan hátt eiga stjórnvöld sjálf að ráðstafa fjármagninu til fólksins eftir öðrum leiðum. Hvort sú leið heitir afkomutrygging, húsaleigustyrkir, dagvistar- greiðslur, tekjutrygging, fjölskyldubætur, neikvæður skattur eða bara láglaunabætur skiptir ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er að koma aðstoðinni til þeirra sem þurfa á henni að halda og það þarf að gerast fljótt. Nær öruggt má telja að einhverjir annmarkar finnist og upp komi hörð gagnrýni hvernig sem að málum verður staðið. Einnig má telja fullvíst að einhverjir „óverðugir" njóti bóta. Framhjá því verður aldrei komist. Ekkert slíkt má koma í veg fyrir nauðsynlegar aðgerðir. Látum ekki þau öfl sem með áróðri sínum reyna nú að efna til upplausnar og sundrungar í þjóðfélaginu ná undirtökunum. Mikilvægast af öllu er að sá árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum tapist ekki aftur, kjarasamningar verði raunhæfir, atvinnuvegirnir styrk- ist og allir haldi fullri atvinnu, um þetta verða stjórn- völd og þjóðin öll að sameinast. G.B. Fréttatilkynning frá jafnréttisnefnd Akureyrar: Nefndin mótmælir fáránlegri túlkun fréttamanna Af tilefni sem birt er hér með, svo og fleiri rangfærslum sem birst hafa í blöðum að undan- förnu, óskar jafnréttisnefnd Ak- ureyrar að koma eftirfarandi á framfæri. Eins og kunnugt er gerði Krist- inn Karlsson, félagsfræðingur, könnun á atvinnuþátttöku kvenna og vinnumarkaðnum á Akureyri. Þetta er fyrsta rann- sóknarskýrsla sinnar tegundar hérlendis, þar sem einungis er byggt á opinberum upplýsingum. Hins vegar nýtir Kristinn einnig niðurstöður þeirra úrtakskann- ana sem gerðar hafa verið á veg- um annarra jafnréttisnefnda, til að fá samanburð og betri heildar- mynd. Nefndin fagnar þeirri miklu umræðu sem niðurstöður þessar- ar könnunar hafa vakið, bæði í fjölmiðlum og manna á meðal. Hins vegar harmar nefndin a<j ýmsir fréttamenn og fleiri sem um þetta hafa fjallað opinber- lega, skuli ekki hafa leitað sér betri heimilda fyrir sínum skrif- um en raun ber vitni. Þetta vekur sérstaklega athygli nefndarinnar vegna þess, að fréttamönnumn var boðið að vera viðstaddir kynningarfund nefndarinnar með bæjarstjórn í byrjun desember sl., þar sem bæði Kristinn Karls- son kynnti niðurstöður og eðli skýrslunnar og nefndin gerði ýt- arlega grein fyrir, hvernig hún teldi að nýta bæri þessar niður- stöður. Þar kom m.a. skýrt fram að heildarskýrslan yrði vélrituð og síðan fjölrituð beint úr hendi Kristins, m.a. tii afnota fyrir ýms- ar stofnanir bæjarins, svo og aðra sem gagn eða áhuga hefðu á að nýta sér þær ýtarlegu upplýsingar sem þar koma fram. En eins og Kristinn gerði grein fyrir á fundinum, er rannsóknar- skýrsla af þessu tagi í eðli sínu nokkuð tæknilegt og viðamikið plagg, þar sem oft verður að beita flóknum aðleiðslum við öflun niðurstaðnanna. Hún er þó vitanlega skiljanleg hverjum þeim sem áhuga hefur að kynna sér hana, en varla aðgengileg til almennrar fræðslu, frekar en aðr- ar skýrslur af slíku tagi. Þar sem eitt af hlutverkum nefndarinnar er að veita fræðslu um jafnréttismál, beindi nefndin því til bæjarstjórnar, og þá vitan- lega í fullu samráði við Kristin Karlsson, að unnin yrði mynd- skreyttur fræðslubæklingur, sem byggði á niðurstöðum könnunar- innar og gæti m.a. hentað til jafn- réttisfræðslu í skólum. Bæjarstjórn hefur nú samþykkt að veita kr. 20.000 til að hefja undirbúning fyrir útgáfu á um- ræddum fræðslubæklingi, en ann- ar kostnaður við útgáfu hans bíð- ur afgreiðslu fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Bæklingur þessi er vitanlega allt annað verk en rannsóknar- skýrsla Kristins, og ætlaður til annarra nota. Gert er ráð fyrir að bæklingurinn verði til sölu á al- mennum markaði og er þess að vænta að hann verði tilbúinn með vorinu. Heildarskýrsla Kristins er hins vegar þegar komin í fjölritun og verður tilbúin innan fárra daga. Verður henni dreift til ým- issa stofnana bæjarins svo og bókasafna. Nefndin mótmælir hér með þeirri fáránlegu túlkun að verið sé að „færa skýrslu Kristins Karlssonar um atvinnumarkað- inn á Akureyri í það horf að hún skiljist almennu fólki“ (Morgun- blaðið 13. janúar, Þjóðviljinn 14.-15. janúar 1984). Ónafngreind skrif um þetta mál, sem birtust í íslendingi 20. janúar sl. telur nefndin þess eðlis að þau séu ekki svaraverð, og torskilið hvaða ávinning blaðið telur sig hafa af slíkum skrifum. Akureyri 25. janúar 1984 1 jafnréttisnefnd: Karólína Stefánsdóttir Steinar Þorsteinsson Ólafur B. Árnason Bergljót Rafnar Jón Kr. Sólnes Guðrún Gísladóttir áheyrendafulltrúi Jafnréttishr. Ak. Þakkir vegna landsleiksms — sem aldrei var leikinn Þegar stjórn HSÍ fór þess á leit við félögin Þór og KA að þau aðstoðuðu við undirbúning á landsleik í handknattleik sem vera átti hér á Akureyri á milli Islands og Noregs, var því að sjálfsögðu vel tekið og undir- búningur fór strax af stað. Stjórnendur handknattleiks- deildar Þórs og KA unnu þetta verk sameiginlega, en skilyrði HSÍ fyrir því að þessi leikur yrði hér á Akureyri var sá, að kostn- aður hér yrði enginn, þar eð það kostaði um 80.000,00 að fljúga með liðin hingað. Mikill áhugi var hér á Akureyri fyrir þessum leik, og nú lögðust allir á eitt að gera þennan leik sem glæsilegastan. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri bauð fyrir hönd KEA landsliðsmönnum í mat á Hótel KEA að leik loknum, og einnig áttu þeir að fá þar hressingu fyrir leik. Blómabúðin Akur gaf glæsi- lega blómvendi til að gefa fyrir- liðum fyrir leikinn. Dagsprent prentaði miða endurgjaldslaust og Sérleyfisbílar Akureyrar buðust til að aka leik- mönnum af og á flugvöll. Forráðamenn verslananna Hlíðasports og Sporthússins sögðu það sjálfsagt að þar færi fram forsala fyrir Ieikinn og um hádegi á laugardag höfðu þeir selt tæpa 900 miða. Danski konsúllinn á Akureyri, Gísli Konráðsson, útvegaði strax stóran danskan fána til að hafa í Höllinni, en dómarar leiksins áttu að vera danskir. Ríkisút- varpið á Akureyri útvegaði norska og íslenska þjóðsönginn á spólu, og í Höllina voru flutt mikil hljómflutningstæki til að leika úr þjóðsöngvana. Þá aug- lýsti fjöldi fyrirtækja á Akureyri í leikskrá sem fylgdi aðgöngu- miðum. Síðast en ekki síst ákvað bæjarráð að gefa eftir prósentu- leigu á seldum miðum í Höllina. Sem sagt allir lögðust á eitt um að þessi leikur gæti farið fram, og þá um leið að HSÍ hefði af hon- um góðar tekjur. Þegar það síðan var ljóst að ekki var flugveður til Akureyrar á laugardaginn bauð formaður HSÍ að síðasti leikur- inn þ.e.a.s. leikurinn á sunnudag yrði á Akureyri. Þetta þótti gott boð og var þegið með þökkum af þeim sem að undirbúningnum stóðu. Af þessu varð hins vegar ekki einhverra hluta vegna og ber að harma það. Fyrir hönd íþróttafélaganna Þórs og KA viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu sem að- stoðuðu við þessa framkvæmd, og ennþá lifum við í voninni um að landsleikur í handbolta verði í hinni glæsilegu íþróttahöll vorri. Ólafur Ásgeirsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.