Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 7
1. febrúar 1984 - DAGUR - 7 Viötal og myndir: ESE/gk Vantar safnahús Söfnunarárátta Við tökum okkur nú smá hvíid frá því að skoða safnið og tyllum okkur niður um stund með Krist- jáni. Talið berst að minjasöfnum og Kristján segir það bagalegt að ekkert opinbert minjasafn skuli vera á Dalvík. - Petta húsnæði hér hjá mér er orðið alltof lítið og það er ljóst að ef það verður byggt safnahús hér þá fara allir þessir munir þangað umsvifalaust. Ég ætla ekki að liggja á þeim, segir Kristján. Þrátt fyrir að þröngt sé orðið um minjasafn Kristjáns útibús- stjóra þarna í kjallaranum þá er hann ekki úrkula vonar um að úr því geti ræst fljótlega. f gamansömum tón segir hann okkur frá því að enn séu tveir synir þeirra hjóna heima en þeg- ar þeir fljúgi úr hreiðrinu þá vænkist hagur minjasafnsins nokkuð. En hvernig gengur að fá muni í safnið? - Ég hef öll spjót úti en mér er djöfullega við að biðja fólk um að gefa mér hluti. Á meðan þetta er ekki opinbert safn þá er erfitt að standa í því að sníkja af fólki. En ég er viss um að það er mikið af gömlum ómetanlegum gripum víðs vegar á heimilum á Dalvík og í Svarfaðardal og ég er jafn viss um að margir þeirra liggja undir skemmdum. Þessir munir væru auðvitað best komnir í ör- uggri geymslu og ég get fullvissað fólk um að þessir munir fara ekki héðan úr plássinu þó ég flytji eða drepist. Á meðan á spjalli okkar hefur staðið höfum við Gylfi notað tím- ann og litið í kringum okur og hvert sem litið er sjást merki söfnunaráráttu Kristjáns Ólafs- sonar. Á einum stað standa bjórflöskur í röð og auðvitað hef- ur ekki tappinn á einni einustu flösku verið hreyfður. Kristján gefur þær skýringar á þessu flöskusafni að þetta sé nú ekki eiginlegt safn, heldur finnist hon- um jafn gott að stilla flöskunum þarna upp eins og að drekka úr þeim og sjá svo á eftir þeim í glatkistuna. - Eru þetta ekki frímerkja- bækur þarna í skápnum? spyr ég og Kristján játar að svo sé. - Við erum átta saman í smá frímerkjaklúbbi hér á Dalvík og hittumst hálfsmánaðarlega og berum saman bækur okkar. Þetta er meira svona til gamans gert og svo erum við allir í Frímerkjafé- lagi Akureyrar. - Þú safnar þá auðvitað Les- bókum Tímans og Morgunblaðs- ins? - Lesbókum Tímans safna ég en ekki Morgunblaðsins. Svo safna ég einnig Degi - á hann meira að segja innbundinn því ég hef svolítið verið að sýsla við að binda inn sjálfur. Nú getur Gylfi ekki stillt sig lengur og spyr hvar hann geymi myntsafnið. - Ég safna ekki mynt. Það væri of mikið af því góða en þó á ég nokkra seðla hérna, segir Kristján og dregur frrm þykka bók.... -ESE. ¦nCn Cn ENGU HENT" Kristján með saumavélina góðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.