Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -1. febrúar 1984 Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri: Hugleiðingar um orku- mál í upphafi árs Orkumál hafa verið í nokkrum brennidepli að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Orkunotendum þykir orkuverð almennt hátt, hvort htldur sem um raforku eða varma- orku er að ræða. Vatnsaflsvirkjun- armöguleikar okkar eru ekki ótak- markaðir og þeir hagkvæmustu þeg- ar nýttir. Jarðvarmasvæði okkar eru ekki óendanlega stór og þegar hafa verið virkjuð þau lághitasvæði, sem viðunandi hagkvæm þóttu. Nokkuð víða hefur síðan komið í ljós stöð- ugt minnkandi orkuvinnslugeta á þeim svæðum, sem virkjuð hafa verið. Viðbrögð viö háu orkuverði Viðbrögð notenda við háu orku- veröi geta engin önnur orðið en orkusparnaður og aðhald, þ.e.a.s. skynsamlegri notkun orkunnar en verið hefur. Orkuverðið á hverjum tíma ræður mestu um það hve langt skal gengið í þeim efnum og þekkj- um við mörg dæmi um ofnotkun orku, sem afleiðing of lágs orku- verðs. Ekkert bendir til lækkandi orkuverðs á íslandi á komandi árum og undir það verðum við að búa okkur. Jafnframt eiga notendur að halda uppi kröfu um skýnsamlega stjórnun þessara mála og vera þar vel á verði. Orkuráðgjafar Hitaveitureikningar þykja ekki lágir í dag, og þess heldur rafmagnsreikn- ingar notenda. Hvað er til ráða? Nota ég eldavélina óskynsamlega? Nýtist þvottavéla- og þurrkaraorku- notkunin nógu vel? Er ísskápurinn og frystikistan óþétt? Á ég að þétta glugga? Á ég að stækka ofna? Á ég að einangra húsið betur o.s.frv.? Það væri að æra óstöðugan að ætla að tíunda allar jrær spurningar, sem upp gcta komið hjá notendum í þessu sambandi. Ein lausnin við þessum vanda væri, að Orkuveita Akureyrar (hita- veita og rafveita) hefði til þjónustu fyrir notendur orkuráðgjafa (encrgi- konsulent). Orkuráðgjafi hefði það að hlutverki að fara út til notenda til skrafs og ráðagerða. Væri hæfur til að meta hvaða möguleika hver og einn hefði til aukinnar hagkvæmni f orkunotkun. Hann þyrfti að vera í standi til að geta reikningslega sýnt fram á, hvaða hagkvæmni fælist í t.d. breyttum vinnubrögðum við eldavélina eða við að einangra þak- ið á húsinu, svo dæmi séu nefnd. Hann þarf að vera ráðgjafi fólksins, sem það trúir á og treystir. Hags- munir notenda eru hagsmunir veitn- anna og öfugt. Skólun á aðila, sem sinnt gæti þessu hlutverki myndi skila sér margfalt inn í bæjarfélagið í formi bætts orkubúskapar og bættra samskipta veitnanna og not- enda. Jafnframt þarf að auka og ein- falda lánafyrirgreiðslur til þeirra, sem ráðast vilja í varanlegar orku- sparnaðarframkvæmdir. Ekki væri óeðlilegt, að bæjarfélagið styrkti þessar framkvæmdir með föstu hlut- falli af eðlilegum kostnaði. Samræmd vinnubrögð veitustofnana Þegar hugsað er um stjórnun orku- mála t.d. hjá sveitarfélögum, reynist fólki oft erfitt að átta sig á, hvað er rétt og hvað er rangt f þeim efnum og hvaða möguieikar eru fyrir hendi. Einnig fara oft ekki saman, hagsmunir heildarinnar og einstakra þrýstihópa og eiginhagsmunaaðila. Samræmd og ákveðin yfirstjórn orkumála cr fyrsta skilyrði, til að notendur fáist til samstöðu um þær aðgerðir, sem oft eru nauðsynlegar, til að orkubúskapur sveitarfélaga geti orðið viðunandi hagkvæmur. Hver þekkir ekki sögusögnina um það, sem hlýtur eingöngu að geta gerst einhvers staðar langt í burtu, að einn góðan veðurdag hafi vatns- veitustarfsmenn birst í götu nokk- urri og grafið þar stóran og mikinn skurð, lagt þar í lagnir og gengið síðan vel frá öllu eftir sig og farið. Fyrir dugnað þeirra og vandvirkni áttu þeir ekkert nema gott skilið. Stuttu síðar koma hitaveitustarfs- menn og leika svipaðan leik. Rífa þeir í sundur alla götuna og virtist hér, sem um ennþá viðameiri fram- kvæmdir væri að ræða en hjá vatns- veitunni. Ekki brugðust hitaveitu- starfsmennirnir, því varla sást að afloknu verki þeirra, að þeir hefðu þar nærri komið. Ekki var Adam lengi í Paradís, þv^nú var komið að rafvæðingunni og rafveitustarfs- mennirnir mættir. Það athyglisverða var, að með rafveitumönnunum voru hitaveitumenn. í ljós kom, að þeir ætluðu að hlusta út hitaveitu- pípuna, því rafstrengurinn átti að liggja við hliðina á hitaveitupípunni og mátti hún helst ekki skemmast, þegar rafveitan græfi upp götuna. Þar að auki varð aðalstrengur raf- veitunnar að liggja lóðamarkamegin við hitaveitupípuna, vegna þess að tæknimönnum rafveitunnar þótti eðlilegt að staðsetja stofnskápa raf- veitunnar við lóðamörk. Verkið gekk mjög vel og skemmdist nýja hitaveitupípan ekki nema á þremur Wilhelm V. Steindórsson. stöðum, en við það var gert. Um haustið var síðan sagt að síminn hefði komið og grafið upp götuna, til að leggja símakerfið. Töldu síma- menn að þetta hafi ekki verið erfitt verk, vegna þess að jarðvegurinn í götunni hafi verið svo mjúkur. Að vísu þurfti bæði hitaveitumenn og rafveitumenn til að hlusta út sínar lagnir, þannig að allt væri öruggt, en höfuðstrengur símans þurfti að liggja við hliðina á hitaveitupípunni, öfugum megin við rafveituna, vegna þess að tæknimenn símans höfðu teiknað stofnskápa sína hinum meg- in við götuna, öfugt við rafveituna. Ekki var fullljóst hve margar skemmdir urðu á nýju hitaveitupíp- unni og nýja rafveitustrengnum af völdum skurðgraftar símans, þvf undir það síðasta var farið að snjóa og því erfitt um vik. En það hefur væntanlega gert vart við sig, þegar líða tók á veturinn og raki hefur komist í skemmdirnar. Töluvert frost var komið þegar rafveitu- mennirnir komu til að setja niður ljósastaurana, en það gerði ekki svo mikið til, því þeir gátu orðið sér úti um svo stóran loftbor til að mylja niður klakaðan jarðveginn. fbúar götunnar fylgdust af undrun og hrifningu með þessum fram- kvæmdum hins opinbera, sem stóðu yfir mest allt sumarið og fram á vetur, því ekkert virtist fara úr- skeiðis í stjórnuninni og nægur var mannskapurinn og tækjakosturinn. Að vísu höfðu álesari rafveitunnar og álesari hitaveitunnar lent í ein- hverjum hrakningum í götunni, við að komast inn í eitt húsið, enda erf- itt að komast þar inn. En eftir að rafveituálesarinn hafði komist inn, var ísinn brotinn fyrir hitaveituáles- arann, því að mælarnir voru hlið við hlið. Aukin hagræðing Fyrirtæki er hægt að reka vel sem sjálfstæða einingu, þótt rekstur þess geti engan veginn talist góður í stærra samhengi. Hitaveita, rafveita og vatnsveita heldur hver um sig uppi vakt utan vinnutíma, sem mörg dæmi eru um, að hægt er að leysa með einfaldri þjónustuvakt. Hafa slökkvistöðvar þar oft gegnt stóru hlutverki. Samræmdur mælaálestur er al- gengur í dag, þar sem álestur fer fram einu sinni til tvisvar á ári og síðan áætlað út frá þeim, í sam- ræmdu tölvuáætlunarkerfi og send- ur út einn reikningur undir nafninu orkureikningur. Þar með einfaldast allt innheimtuskrifstofuhald og hver stofnun yrði ekki lengur með sinn lokunarmann og álesara. Lagerhald, mannahald, húsakost- ur og tækjakostur hefur hjá veitu- stofnunum víða verið tekið til endurskipulags á síðustu árum og hefur niðurstaðan oftast leitt til auk- innar hagkvæmni í rekstri. Nokkur þróun hefur átt sér stað í samræmingu á tækniteikningum. Þekkt er að vinnuteikningar hita- veitu, rafveitu, sfma og vatnsveitu séu ein og sama teikningin og stuðl- ar það að aukinni samhæfingu í framkvæmdum. Þar að auki stuðlar það að meira samræmi í vali inn- taksstaða í húsum og þar af leiðandi staðsetningar á mælabúnaði. Einn skurður er grafinn af einu og sama jarðvinnuúthaldinu, sem síðan er notaður til niðurlagningar allra lagna, sem únnar verða af fag- mönnum, hverjum á sínu sviði. Þetta krefðist meiri samræmingar en nú er og vart framkvæmanlegt öðru- vísi, en til væri Veitustofnun Akur- eyrarbæjar (hitaveita, rafveita og vatnsveita). * Utvíkkun rafveitukerfísins Rafveita Akureyrar þjónar hlut- verki dreifingar- og söluaðila á raf- orku á Akureyri. Raforkuna kaupir rafveitan af Landsvirkjun á heild- sölutaxta við Rangárvelli. Hitaveita Akureyrar þjónar hlutverki vinnslu-, flutnings-, dreifingar- og söluaðila á varmaorku á Akureyri, stærstum hluta Öngulsstaðahrepps og stórum hluta Hrafnagilshrepps. Til varmaorkuvinnslunnar þarf Hitaveita Akureyrar mikla raforku. Þessa raforku kaupir hitaveitan af Rafmagnsveitum ríkisins (Rarik) við Laugaland og Botn í Eyjafirði. Raforkuna hefur Rarik keypt af Landsvirkjun á heildsölutaxta við RangárveFi, við hlið afhendingar- staðar Landsvirkjunar til Rafveitu Akureyrar. Raforkuna flytur Rarik eftir háspennulínu, sem Hitaveitu Akureyrar var gert að greiða, að Laugalandi og Botni. Þar að auki hefur Hitaveitu Akureyrar verið gert að greiða allan rafbúnað varð- andi orkuafhendinguna, jafnt utan húss sem innan. Ástæðan fyrir að Orkuveita Akureyrar ekki sjálf kaupir raforkuna á heildsölutaxta af Landsvirkjun við Rangárvelli og flytur eftir eigin línu að Laugalandi og Botni er að samkvæmt lögum á Rarik einkarétt á dreifingu raforku í strjálbýli, hér utan Akureyrar. Raforkan sem Rarik selur Hitaveitu Akureyrar við Laugaland og Botn, er þar seld á smásölutaxta Rarik. Miðað við 1,4 MW aflkaup og 6000 stunda nýtingartíma hitaveitunnar, þarf hún að greiða Rarik 14,8 millj- ónir króna á ári, fyrir raforku sem Rarik hefur greitt Landsvirkjun 6,9 milljónir króna fyrir við Rangár- velli, miðað við gjaldskrá frá í ágúst 1983. Álögur á Hitaveitu Akureyrar vegna þessara raforkukaupa eru þvíu.þ.b. 115%. Innifalið í þessuer söluskattur og verðjöfnunargjald, samtals 42,5%. Ef þessi raforka yrði keypt í nafni Orkuveitu Akureyrar, væri hægt að losna undan megin- hluta þessara álaga, því að með verðlagningu orkunnar er hægt að hafa veruleg áhrif á söluskatt og verðjöfnunargjald. Það skal tekið fram, að heildsölutaxti Landsvirkj- unar miðast við 132 KV afhending- arspennu, en Rarik kaupir orkuna á 66 KV spennu við Rangárvelli. Af þessum ástæðum hefur hita- veitan leitað eftir heimild, til flutn- ings á eigin orku frá Rangárvöllum að Laugalandi, en ekki haft árangur sem erfiði. Nú hins vegar virðist, sem opnast hafi leið til þessara hag- kvæmnisbreytinga fyrir Akureyrar- bæ, sem felst í því, að yfirtaka raf- orkudreifinguna framan Akureyrar. Spurningin er hvort Rafveita Akur- eyrar ætti ekki að útvíkka raforku- dreifingarsvæði sitt þannig, að það næði einnig til raforkudreifingarinn- ar á þeim stöðum, þar sem hitaveit- an hefur með varmaorkudreifing- una að gera. Eða með öðrum orðum, að eini og sami aðilinn sjái um orkudreifingu sama svæðis, og orkuveitusvæði Orkuveitu Akureyr- ar verði útvíkkað fram í botn Eyja- fjarðar. Einnig ber að hafa í huga, fyrirhuguð aukin dælingarumsvif vatnsveitunnár á Þelamörk og hugs- anlegar virkjunarframkvæmdir hita- veitunnar þar á næstu árum. Akureyri í febrúar 1984. Wilhelm V. Steindórsson. Áskrift&auglýsingar 9624222 LETTIH 4» Í.D.L. AÐALFUNDUR fimmtudaginn 2. febrúar í Lundarskóla kl. 8.30 e.h. Venjuleg aöalfundarstörf. Munið árgjöldin. Stjórnin. Málmiðnaður Garöar Sigurðsson, starfsmaöur málmtækni- deildar löntæknistofnunar, verður á Akureyri á vegum iðnráðgjafa Fjórðungssambands Norð- lendinga að Glerárgötu 24 nk. fimmtudag og föstudag. Upplýsingar í síma 22453. Iðnráðgjafi Fjórðungssambands Norðlendinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.