Dagur - 01.02.1984, Page 9

Dagur - 01.02.1984, Page 9
1. febmar 1984 - DAGUR - 9 Jóhann Einarsson og félagar hans í KA mæta Víkingi á föstudagskvöldið, Skíðaráð Akureyrar: Oflugt móta- hald í Hlíðarfjalli „Undirbúningur fyrir Lands- mótið sem fram fer í Hlíðar- fjalli er í fullum gangi og miðar vel,“ sagði Þröstur Guðjóns- son formaður Skíðaráðs Akur- eyrar á blaðamannafundi fyrir skömmu, en þar kynnti Skíða- ráð mótahaldið í Hlíðarfjalli á næstunni og að sjálfsögðu ber þar hæst Landsmótið um pásk- ana. Þröstur sagði að það væri í mörg horn að líta varðandi undir- búning fyrir það mót og kostnað- ur við mótið væri mikill. Þannig kosta verðlaunapeningar þeir sem veittir verða á mótinu hátt í 100 þúsund krónur. En það eru fleiri stórmót á döf- inni í Hlíðarfjalli á næstunni. Nefna má Hermannsmótið sem er liður í Bikarkeppni Skíða- sambandsins en það verður háð 11. og 12. febrúar, Öldungamót íslands, Andrésarleikarnir sem háðir verða í lok apríl en það er fjölmennasta skíðamót sem hald- ið er hérlendis. Mörg fleiri mót mætti nefna eins og Bikarmót í göngu og stökki, Akureyrarmót í öllum flokkum og Trimmmót Flugleiða. KA-menn gegn Víkingum Ef KA-menn ætla sér að hafa raunhæfar vonir um að halda sæti sínu í 1. deild handboltans þá verða þeir að fara að vinna sigra í leikjum sínum. Næsta tækifæri til þess fá þeir á föstu- dagskvöld er lið Islandsmeist- ara Víkings kemur í heimsókn en liðin leika í íþróttahöllinni kl. 20. Fyrri viðureign liðanna í Reykjavík var fjörug. KA leiddi þá fram yfir miðjan síðari hálf- leik en þá sigu Víkingar fram úr °g tryggðu sér sigurinn. Ef marka má úrslit leikja KA síðan hefur liðið sótt sig verulega og besti leikurinn var gegn FH sem tapað- ist naumlega á lokamínútum hans. Nái KA-liðið slíkum leik gegn Víkingi getur allt gerst. Hart barist í morgum Mikil og góð keppni var í tveimur skíðamótum sem fram fóru í Hlíðarfjalli um helgina. Voru það KA-mót í stórsvigi fyrir 12 ára og yngri, og janúarmót í skíðagöngu fyrir 15 ára og eldri. Margir mjög efnilegir krakkar tóku þátt í KA-mótinu og í göngukeppninni var heldur betur hörð keppni. Þannig munaði að- eins einni sekúndu á tveimur fyrstu keppendum í 10 km göngu 17-34 ára. En lítum á úrslitin í mótunum og byrjum á KA-móti í stórsvigi 12 ára og yngri. Stúlkur 11-12 ára: Erna Káradóttir KA 111,22 María Magnúsdóttir KA 116,04 Rakel Reynisdóttir KA 120,11 Drengir 11-12 ára: Jóhann Baldursson KA 105,35 Vilhelm Þorsteinsson KA 106,37 Axel G. Vatnsdal Þór 106,58 Stúlkur 10 ára: Harpa Hauksdóttir KA 94,19 Laufey Árnadóttir Þór 99,15 Linda Pálsdóttir KA 101,02 Drengir 10 ára: Gunnlaugur Magnússon KA 90,22 Ellert J. Þórarinsson KA 102,31 Jóhann G. Rúnarsson Þór 103,75 Stúlkur 9 ára: Sísí Malmquist Þór 70,64 Inga Sigurðardóttir Þór 78,91 Hjördís Þórhallsdóttir Þór 82,45 Drengir 9 ára: Örn Arason KA 68,27 Róbert Guðmundsson Þór 70,53 Brynjólfur Ómarsson KA 71,19 flokkum Stúlkur 8 ára: Hildur Þorsteinsdóttir KA 77,10 Þórey Árnadóttir Þór 78,31 Erla H. Sigurðardóttir Drengir 8 ára: KA 79,28 Þorleifur Karlsson KA 67,08 Sverrir Rúnarsson Þór 69,34 Magnús M. Lárusson Þór 84,23 Stúlkur 7 ára: Helga Jónsdóttir KA 77,19 Brynja Þorsteinsdóttir KA 77,60 Guðrún Einarsdóttir Þór 107,96 Drengir 7 ára: Magnús Sigurðsson Erlendur Oskarsson KA 79,54 KA 83,33 Elvar Óskarsson KA 84,06 í janúarmótinu í skíðagöngu var keppt í þremur flokkum og þar urðu úrslit þessi: 15-16 ára (6,6 km): Gunnar Kristinsson A 20,32 Rögnvaldur Ingþórsson A 20,58 17-34 ára (10 km): Haukur Eiríksson A 28,37 Finnur V. Gunnarsson Ó 28,38 Ingþór Eiríksson A 30,44 35 ára og eldri (10 km): Jón Björnsson A 34,52 Rúnar Sigmundsson A 38,36 Teitur Jónsson A 41,03 Leiörétting í frétt frá skíðamótinu í Hlíðar fjalli laugardaginn 21. janúar, misritaðist föðurnafn einnar stúlkunnar í flokki 13-14 ára stúlkna. Stúlkan heitir Kristín M. Jóhannsdóttir en ekki Jóhannes- dóttir eins og misritaðist. Tekst Þór að sigra lið UMFL? Tveir leikir verða i 1. deild körfuboltans á Akureyri um næstu helgi, en þá fá Þórsarar lið UMFL í heimsókn og leika tvo leiki gegn því. Liðin hafa leikið einn leik í vetur sem lauk með sigri Þórs og nú er liðið á heimavelli. Varlegt er þó að vanmeta lið UMFL, það getur bitið frá sér og hefur sýnt það svo um munar í vetur. Þann- ig hefur liðið aðeins tapað fjórum leikjum til þessa. Leikir liðanna verða kl. 14 á laugardag og kl. 13.30 á sunnu- dag í íþróttahöllinni og má búast við fjörugum leikjum þar sem stuðningur áhorfenda gæti ráðið úrslitum fyrir Þór. Staða efstu liða í 1. deild er þannig að Fram hefur tapað 3 leikjum, ÍS og UMFL hafa tapað 4 leikjum og Þór 5 leikjum. Þórsarinn Konráð Óskarsson hefur átt góða leiki með Þór í vetur. 1-X-2 Guðmundur Frímannsson. „Það er ekki nerna einn vafa- leikur á þessum seðli, allt annað er morgunljóst og ég hlýt því að verða með 11 eða 12 rétta að þessu sinni,“ segir Guðniundur Frímannsson sjómaður með nieiru sem spáir fyrir okkur þessa vik- una. Guðmundur sagði að þessi eini vafaleikur væri á milli Watford og WBA. „Ég set jafntefli á þann leik en hann gæti þó farið á annan veg.“ - Með hvaða liði heldur þú í ensku knattspyrnunni? „Ég er eldheitur áhuga- ínaður um enska knattspyrnu en á ekkert sérstakt uppá- haldslið eins og er. Þó hef ég taugar til Notts County en það er vegna þess að ég er mikill aðdáandi Hróa hattar. En mig langar til þess að koma því að að mér finnst frammistaða spámanna Dags t vetur hafa verið fyrir neðan allar hellur og þess vegna er gott að fá mig til að spá til þess að rifa þetta upp.“ - Og þá er það spá spekingsins Guðmundar Érímannssonar. Arsenal-QPR X A.Villa-Luton 2 Everton-Notts C. 1 Ipswich-Coventry 1 Leicester-B.ham 1 Man.Utd-Norwich 1 N.Forest-Tottenham 1 S.land-Liverpool 2 Watford-WBA X Wolves-Southampton 2 Blackburn-S.Wed. 2 Grimsby-Mun.City 2 Sveinn meö 4 rétta Sveinn Þórðarson spáinaður i síðustu viku náði ekki nein- um undraverðum árangri. var með 4 rétta. Nokkur óvænt úrslit urðu og m.a. tapuði uppáhaldslið Sveins seni er Ipswich, fyrir Shrews- bury. Nú styttist í þessu hjá okkur. Fjórir spámenn eiga eftir að reyna sig áður en úr- slitakeppnin hefst og keppt verður til þrautar um titilinn „Getraunakóngur Dags 1983-1984". 1-X-2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.