Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 01.02.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BfLINN. BÁTINN, VINNUVÉLINA Heildsala Smásala Enn árekstrar á mótum Hrafnagils- og Þórunnar- strætis Tveir harðir árekstrar urðu á mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis seinnipart sunnudags með stuttu millibili; annar varð „fyrir kaffi“, en hinn „eftir kaffi", eins og heimildar- maður blaðsins orðaði það. Ekki urðu slys á fólki, en ökutækin skemmdust mikið. Þessi gatna- mót eru varasöm og á þeim hafa orðið margir harðir árekstrar. Þriðji áreksturinn á þessum sömu gatnamótum varð á föstu- dag. - GS. Atvinnuaukningin: Mest í þjónustu- greinum Mun fleiri ný störf bættust við í þjónustugreinum hér á landi á síðasta áratug, heldur en var í grunngreinunum svonefndu. Sérstaklega á þetta við um höfuðborgarsvæðið, þar sem 7 manns bættust við í þjónustu- greinar, á móti einum í grunn- greinar. Utan Siiðvesturlands var þetta í jafnvægi. 24.253 nv störf sköpuðust í at- vinnulífi Islendinga frá 1971- 1981. Þar af voru 14. 935 á Suð- vesturlandi, en 9.318 í öðrum landshlutum. í grunngreinunum, þ.e. sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði og samgöngum, bættust við 1.890 störf á Suðvesturlandi, en 4.118 störf sköpuðust í öðrum landshlutum. í þjónustugreinun- um snerist dæmið hins vegar við. Þar bættust við 13.045 ný störf á Suðvesturlandi, en ekki nema 5.200 störf í öðrum landshlutum. Af þessu má ráða, að atvinnu- sköpun í grunngreinunum vítt og breitt um landsbyggðina á síðasta áratug hefur skapað atvinnu- möguleika í þjónustugreinum á höfuðborgarsvæðinu. - GS. „Rauðkau hcldur lágfleyg á flugvellinum á Ólafsflrði eftir óhappid á laugardaginn. „Okkur vantar ekki flugvélar“ en flugið verður óhagkvæmara án „Rauðku“ segir Sigurður Aöalsteinsson, framkvæmdastjóri FN „Við eigum nóg af flugvél- um, höfum reyndar lengi átt of mikið af flugvélum, þann- ig að við verðum ekki í vand- ræðum með að þjóna okkar viðskiptavinum þó ein vélin hafi gengið úr skaptinu,“ sagði Sigurður Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands, í samtali við Dag. Eins og fram kom í Degi á mánudaginn hlekktist Piper Chieftain vél félagsins, sem í dag- legu tali kunningja var kölluð „Rauðka", á í lendingu í Ólafs- firði á laugardaginn. Ljóst er að vélin er mikið skemmd og óvíst hvort borgar sig að gera við hana. Úrskurðar Tryggingafélagsins í því sambandi er að vænta í næstu viku. Sigurður var spurður nánar um flugvélakostinn. „Því er ekki að neita, að Chief- tain vélin var sérstök í okkar flugflota hvað varðar stærð og flughraða, sem gerði hana hag- kvæma á okkar lengri leiðum; frá Akureyri til Egilsstaða, ísa- fjarðar og Reykjavíkur um Ól- afsfjörð. I hennar stað höfum við Astec, sem flýgur sæmilega hratt og hentar vel á þessum leiðum, en hann er of lítill. Mitsubishi- vélin er stærri, og við komum til með að nota hana talsvert í stað- inn fyrir Chieftaininn, en hún er dýrari og óhagkvæmari í rekstri. Þá er ekki annað eftir en Otter- inn, sem er það stór vél að hún er dæmd til að fljúga þessar leiðir hálf tóm að öllu jöfnu. Ég hef því ekki áhyggjur af því að við leysum ekki vanda kúnnans,'en þetta verður dýrara flug fyrir okkúr, á meðan við höfum ekki Chieftain vél eða aðra sambæri- lega,“ sagði Sigurður Aðalsteins- son. - GS. Siglufjörðúr: Mokafli rétt við bæjardyrnar „Þaö hefur aflast vel núna og bátarnir eru aö fá þetta hérna rétt við bæjardyrnar,“ sagði Kristján Rögnvaldsson hafnar- vörður á Siglufirði er við rædd- um við hann fyrir helgina. Kristján sagði að tíðarfar frá áramótum hefði verið mjög slæmt og lítið hægt að róa. En undir helgina fór veðrið batnandi og þá veiddist vel. Þannig kom Máfur sem er 12 tonna bátur inn með 8 tonn sem var að mestu leyti ufsi og Guðrún Jónsdóttir var með 5 tonn. Talsvert var af þorski í aflanum. Talsvert mun hafa verið um góðar lóðningar fyrir helgina og lóðaði bæði á þörsk og ufsa. Eru menn á Siglufirði bjartsýnir á framhaldið og að bátarnir muni halda áfram að afla vel og ekki er verra að stutt er að fara eftir fisk- inum. gk. Jogurt á fernum væntanleg frá Mjólkur- samlagi KEA Mjólkursamlag KEA hefur tekið í notkun nýja átöppunarvél fyrir fernur, sem eykur afköstin um þriðjung frá því sem var. Þar með gefst tækifæri til að auka fjölbreytni í mjólkurvörum á fernum frá samlaginu, t.d. er í bígerð að hefja pökkun á jógúrt í fernur á næstunni, að sögn Þór- arins Sveinssonar, samlagsstjóra. stjóra. Nýja átöppunarvélin er norsk, en sú sem var fyrir var sænsk. Vegna þessara breytinga þarf einnig að skipta um umbúðir, en að útliti til eru þær nær nákvæm- lega eins. Hins vegar eiga nýju fernurnar að vera sterkari. -GS. Veður „Það verður að líkindum sunnan og suðvestanátt hjá ykkur nyrðra og gott veður næstu tvo sólarhríngana eða svo,“ sagði spámaður Veður- stofunnar í samtali við blaðið í morgun. Með morgni spáði hann sunnanátt og búast má við nokkrum strekkingi þeg- ar líða fer á daginn, en eng- um iátum þrátt fyrir það. Hitastig verður um og neðan við frostmark, en hugsanlegt er að hitamælirinn komist 1-2 gráður upp fyrir núllið þegar best lætur á morgun. Á föstudaginn taldi spámaður- inn líkur fyrir suðvcstanátt, en hann átti ekki von á úr- komu. # Treholt og símahleranir Handtaka norska njósnarans Arne Treholt hefur vakið verðskuldaða athygli, en maðurinn sá var uppvis að þjónkun við KGB á kostnað öryggis Noregs og NATO. Á sama tíma kom upp sérstætt sakamál á Akureyri, þegar upp komst um sfmahleranir í fjölbýlishúsi á Akureyri. Gár- ungarnir hafa löngum kunn- að að finna samhengi i svona stórmálum. Þannig segir sagan, að hlerunartækjunum hafi verið komið fyrir vegna Treholts. Hann hafi sem sé verið væntanlegur til Akur- eyrar með norska landsliðinu í handknattleik. En úr því varð ekki, þar sem upp komst um strákinn Tuma áður en ferðin var farin. Hins vegar gleymdist að taka tækin niður áður en lögreglan komst í máliðl! # Hver verður bankastjóri? Bankastjórastöður hafa löngum þótt eftirsóknarverð- ar, ekki síst hjá Búnaðar- bankanum. Nú bollaleggja menn hver verði ráðinn í stöðu Magnúsar heitins frá Mel. Samkvæmt „kerfinu" á Sjálfstæðisflokkurinn þessa stöðu. Sunnanblöðin hafa nefnt ýmsa ráðherra flokks- ins sem líklega bankastjóra, en Dagur hefur það fyrir satt, að Lárus Jónsson, alþing- ismaður og formaður fjárveit- inganefndar, muni hreppa stöðuna. # Árekstra- gatnamót Sl. sunnudag urðu tveir harð- ir árekstrar á gatnamótum Þórunnarstrætis og Hrafna- gilsstrætis. Á mótum þessara stræta hafa áður orðið harðir árekstrar og hefur biðskylda á umferð um Hrafnagilsstræti þar engu breytt. Þessir tíðu árekstrar hljóta að vera um- ferðarnefnd áhyggjuefní og þeir krefjast þess að hún að- hafist eitthvað til að sporna gegn því að sama þróun haldi áfram. Umferðarljós hafa reynst vel hér I bæ og nú standa Ijósin á mótum Skipagötu og Kaupvangs- strætis ónotuð. Væri ekki ráð að flytja þau á mót áður- nefndra stræta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.