Dagur


Dagur - 03.02.1984, Qupperneq 4

Dagur - 03.02.1984, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 3. febrúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Er rétt að byggja álver við Eyja- fjörð? er spurt, og þannig hefur verið spurt í mörg ár, án þess að nokkur geti svarað þannig, að svarið verði ekki rengt. Hugmyndin um stóriðju við Eyjafjörð er gömul og fyrir nokkr- um árum komst hugmynd um ál- ver í hámæli, en þá höfðu norskir aðilar viðrað slíka hugmynd við heimamenn. Þá mætti álverið harðri andstöðu, svo harðri, að hugmyndin kafnaði í fæðingu. Mikið var rætt og ritað og margar ályktanir gegn álveri samþykkt- ar, en þessi kostur í atvinnuupp- byggingu var ekki skoðaður grannt. Tilfinningamar fengu að ráða. Auk þess var atvinnu- ástand þá þannig í byggðinn Eyjafjarðar, að það var ekki talið rúm fyrir stóriðju. Nú er öldin önnur í atvinnu- málum þeirra sem byggja Eyja- Spyrjum áður en við skjótum fjörð. Atvinnuleysi hefur gert vart við sig, en undanfarinn ára- tug hafði sú plága látið Eyfirð- inga í friði. Það sem verra er, það er allt útlit fyrir að ástandið eigi enn eftir að versna, einkum þar sem atvinnulífið er byggt á sjáv- arútvegi, og það verður heldur ekki séð að þeir atvinnuvegir sem fyrir eru búi yfir vaxtar- möguleikum. Þess vegna mega Eyfirðingar ekki kasta frá sér at- vinnufyrirtækjum, án þess að rannsaka grannt það sem í boði er. Það er sama hvort það heitir prjónastofa eða álver. Þess vegna þarf að ganga úr skugga um hvort álvershug- myndin er raunhæf. Hvaða áhrif hefur slík stóriðja á lífríki íjarðar- ins og það mannlíf sem við hann þrífst? Þetta eru þær spumingar sem fyrst þarf að svara og svarið þarf að liggja fyrir sem fyrst, en það má samt ekki kasta höndum til rannsókna, því að þeim lokn- um þarf að vega og meta kosti og galla. Verði sannað, að stór- iðja geri fjörðinn betri og byggi- legri en hann er, þá á að leyfa uppbyggingu slflis atvinnu- rekstrar. Það segir sig sjálft. Það segir sig lflra sjálft, að hér verður ekki byggð stóriðja ef sýnt verð- ur fram á með rökum, að hún verði sem kaun í lífrfldnu og eitri mannlífið. Mörgum hættir til að setja samasemmerki á milli álvers og mengunar. En mengim leynist víða, ef við lítum okkur nær. Víða má sjá slíka umgengni um lífrfld. Eyjafjarðar, að til skammar er fyr- ir þá er fjörðinn byggja. Lengi tekur sjórinn við, segir máltækið, en tekur hann endalaust við úr- gangi frá vaxandi byggð við Eyjafjörð? Fjörðurinn er langur og lygn, eins og margoft hefur verið bent á í umræðum um stór- iðju. Rannsóknir sem fram- kvæmdar voru fyrir 10 árum sýndu stór „dauð“ svæði við stærstu skólpfrárennsli Akureyr- inga hjá Glerárósum. Með þessu og öðrum mengunarvöldum þarf að fylgjast grannt. - GS. Jú, nú var það eins og enskir þorpsbúar. Þannig var nýárshug- vekja Snjólaugar Bragadóttur (Okkar á milli sagt: Bjórkrá til mannbóta) í Degi 20. janúar. Oft stynja íslendingar upp slíkum óskum um þjóð sína. Meira en hálfrar aldar gömul hugleiðing Sigurðar Norðdal um Óslóarbúa, sem örkuðu þúsundum saman út í skóg á sunnudögum, er trúlega frægust slíkra óska. Algengt er, að menn minnist æsku- og stúdentsára sinna er- lendis og vilji flytja heim með sér það andrúm, sem þeir hrærðust þá í. Slíkur söknuður rjátlast af mönnum fyrr eða síðar, en getur áður komist jafnvel inn á Alþingi eins og bjórmálið nú. Og sterkur bjór á að bæta þjóðina og gróu- sögur, illkvittinn tilbúningur um náungann og klíkuskapur mun eiga erfitt uppdráttar, ef fólk fær Trúlegt þeir bœti bjómum við viskýið tækifæri til að kynnast á bjórkrá, trúir Snjólaug. Ég vissi ekki, að þorpsbúar á Norðurlandi væru eins og þarna er lýst. Skagstrendinga og Dal- víkinga hef ég hitt, en aðeins sem gestur, og þetta er ekki sú hlið, sem snýr að gestum. En Snjólaug hefur kynnst meira en gestahlið- inni á enskum þorpsbúum, og þeir eru víst ekki svona. En hvers vegna ætti fólk að fara út á krá til að drekka bjór? Gerir Snjólaug ekki ráð fyrir því, að fólk geti fengið sterkan bjór heim til sín? Ætli fólk, sem býr í hlýjum og notalegum húsa- kynnum, ólíkt hráslaganum, sem Englendingarnir búa við, fari að hrekjast í önnur hús til að sitja þar yfir bjórkrús og greiða þjórfé í húsaleigu? Trúlegra er, að karlarnir hennar Snjólaugar bæti bjórnum við viskýið og vodkann, sem hún segir frá og sitji með hann heima í stofu. Fyrir aldarfjórðungi var fjör- ugt kaffihúsalíf í Reykjavík, en þar er ég kunnugastur. Menn gátu fengið nóg kaffi heima hjá sér, ekki vantaði það, en leituðu samt saman á kaffihúsum, því að maður var manns gaman. Nú sækir fólk lítið kaffihús, síst á kvöldin. Það er annað sem stjórnar þjóðinni á kvöldin. Bjór- inn mundi ekki rjúfa sjónvarps- helgi heimilanna, heldur setjast með heimilisfólkinu fyrir framan sjónvarpið. Menn sækja ekki saman eins og áður var, það er mergur málsins, og ósennilegt að menn færu að sækja út af heimili sínu til að neyta þess, sem þeir geta eins neytt heima hjá sér. Nei, þannig verður íslending- um ekki breytt, Snjólaug. Ég bíð eftir næstu nýárshugvekju þinni og öðru og betra ráði til mann- bóta með þjóðinni. Björn S, Stefánsson. Ég hafði beðið Ingibjörgu Sig- fúsdóttur frá Forsæludal um nokkrar vísur. Einhverjum vik- um síðar rættist ósk mín og er fyrsta vísan þessi: Hvort er betra bullið eða þögnin þá bíður Jón og væntir svars frá mér En gleymd og týnd og urin óðargögnin og ekkert til sem nokkurs virði er. Næsta vísa, ort fyrir mörgum árum, bendir til Iítillætis gagn- vart þingeysku skáldi: Þeim sem muna Þuru -garð þakinn berjalyngi finnst ei húnvetnskt haga barð hæfa Þingeyingi. Ingibjörg býr á Blönduósi. Þar mun svalara en í Vatnsdal. Þó skal ei kvartað: Gleði bagar fjúk og frost. Fáum lag á munni. Yrki brag við auman kost ein á hagleysunni. Þó að varnir þyngi snær, þyki harðna róður, undir hjarni ennþá grær andans kjama-gróður. Björn S. Blöndal var ýmist kenndur við Kötlustaði eða Grímstungu í Vatnsdal. Vorið 1929 flutti hann að Ytra-Hóli á Skagaströnd og bjó þar eitt ár við óyndi. Gamlir vinir hugðust heimsækja hann, en varð ekki af. Þá kvað Björn: Völt að gengi verða fín vina og æsku kynni fyrst að enginn man til mín manns í útlegðinni. Þó að Ströndin björt og breið bjóði hönd án kala minni öndu seiða seið sólarlönd til dala. Mér finnst aldrei unun nein ama skvaldri verja þar sem kalda klettahlein kári og alda herja. Síðla sumars virðist viðhorfið lítillega breytt til bóta: Nú er kvöld og kyrrðin ber kraft og völd í landi, hljóðar öldur halla sér hægt að köldum sandi. Eftir að Björn hafði flutt Ingi- björgu þessar vísur og fleiri, kvað hún: Svo frá drengjum hreinan hljóm hér má enginn finna, þráði ég lengi Ijúfan óm Ijóðastrengja þinna. Jóhann Bárðarson kvað svo um vísur Páls Ólafssonar: Dýrar veigar mærðarmáls munu teygast lengi, vængjafleygar vísur Páls verðfast eiga gengi. Ólafur Sigfússon í Forsæludal kvað: Þrautaleiðir þokast fjær, þýða ergreið í spori, myndi seiða svona blær sál til heiða á vori. Húnvetnsk húsmóðir er Guð- ríður Helgadóttir heitir, kvað þessa fögru vísu til móður sinn- ar Kristínar Guðmundsdóttur, þá hún var áttræð: Glöð í máli, mild á brá, máttur sálar kyndir orkubál sem brenna á beiskja, tál og syndir. Nú skal vikið að því sem verra er. Þegar ég hafði innt af hendi síðustu mánaðar-greiðslu til Dags, varð þessi vísa óvart til og án þess ég fengi við ráðið: Blaðið engum fögnuð fær, fyrir meiri borgun verra en það var ígær verður það á morgun. Ég sá þegar að þarna hlaut að koma bragarbót, ef bjarga mætti það mínu skinni og spauglaust er að lenda í illind- um við góða menn: Blaðið er í allra hag okkar mál að virða. Það er eins og fræ í flag fjölmiðlanna syðra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.